Vísir


Vísir - 03.08.1957, Qupperneq 10

Vísir - 03.08.1957, Qupperneq 10
VÍSIR Laugardaginn 3. ágúst 1957 JO i *■ ENGIXN VEIT SÍIVA ÆVIAA eftir % ŒoU. orence hvort hann hefur gert vinum sínum aðvart um dvalarstað Stellu. '< „Það verður að teljast líklegt," sagði Eva, „en henni er vel- komið að vera hér.“ Allan stóð upp. Eva færði sig nær honum — hún vildi vera sem næst honum, '■ láta hann finna, að hún vildi hjálpa honum í þessum erfiðleik- um. Hún þekkti hann nógu vel til þess að vita, aö hann mundi henni þakklátur, og hun gerði sér vonir um að geta ráðið þvi sjálf, er þar að kæmi, hvernig hann þakkaði henni. Hún sá, að hún mátti ekki rasa fyrir ráð fram, hyggilegast mundi að koma 1 nú fram sem félagi frekara en kona. Þessa ákvörðun hafði hún • tekið við nána íhugun eftir að hann hafði raunverulega hafnað ást hennar, sem hann hlaut að vita, að honum stóð til boða. Það væri heimskulegt, fannst henni, að reyna að hagnast á þvi nú hversu ástatt var — en svo ætlaði hún ekki að láta tækifærið ganga úr greipum sér, er það kæmi. Þann veg skapi farin fylgdi hún honum til dyra og kvaddi liann. Hún ætlaði að bíða í dyrunum, þar til hann æki af stað, en hann sagði: „Farðu heldur inn, Eva, það er kalt.“ ------ A Allan vaknaði við, að barið var að dyrum á svefnherbergi hans. Þegar hann opnaði augun sá hann, að Jane stóð við rúm hans, og hann gat undir eins séð á svip hennar, að eitthvað hafði gerzt. Hann átti ekki að fara í sjúkrahúsið í dag og það var ekki ’ móttaka hjá honum, af því að laugardagur var. Það kom annars sjaldan fyrir, að Jane væri komin á fætur á undan honum, en ' ’klukkan var líka tíu. „Ég hélt, að þú værir vaknaður. Komstu seint heim?“ „Klukkan var víst næstum þrjú. Það var erfitt sjúkdómstil- [ i felli Hann lauk ekki setningunni. Hann var dauðþreyttur, þrátt fyrir nokkurra stunda góðan svefn. Eftir allt, sem á undan var gengið fór nú þreytuáhrifanna að gæta. „Allan,“ sagði Jane, en það var næstum eins og hún gæti ekki komið því fram á varirnar, sem hún þurfti að segja. „Já, er nokkuð að?“ spurði hann í léttum tón til þess að leyna _ því hversu órótt honum var. „Þernan fór niður til þess að ryksuga bílinn, eins og hún gerir oft fyrir helgar, og fann þá kápu saman vafða og blóðuga. Ég hefi hreinsað hana eins vel og ég gat, og nú hefi ég komist að raun um, að það er kápan, sem ungfrú Dawson var í, þegar hún fór héðan, og peningarnir, sem þú fékkst hjá mér, voru í vas- anum. Hvernig stendur á því, að....?“ Hvernig átti hann að komast úr þessum vanda? Þetta kom honum mjög óvænt og það gerði hann óöruggari, að Jane horfði á hann athugandi augum. Hann gat ekki varist þeirri hugsun, að grunsemdir hefðu vaknað í huga hennar, en svo reyndi hann að telja sjálfum sér trú um, að hann væri orðinn svo taugaóstyrkur, að hann sæi drauga í hverju skoti. Jafnframt gerði hann sér ljóst, að vegna þess að hann hafði orðið að leyna Jane öllu hafði hann hvað eftir annað orðið að segja henni ósatt .Og nú varð hann að grípa til lygavopns enn einu sinni. Og skýringin var eins nálægt sannleikanum og hann þorði að fara. „Þú ættir að geta gert þér grein fyrir hvað gerðist — ung- frú Dawson fór í skakkan bíl — ekki bílinn, sem ég sendi frá sjúkrahúsinu, heldur í leigubíl. Ruth gaf bílstjóranum fyrir- skipun um að aka til sjúkrahússins, en á leiðinni lentu þau i bifreiðarslysi, sem ekki mun hafa verið alvarlegt, og varð hún að fara í öðrum bíl til sjúkrahússins. Þar tók ég við kápu hennar til þess að koma henni í hreinsun. „Jæja,“ sagði hún í hálfum hljóðum og honum var léttir að því, að hún andmælti engu, og taldi því, að hún tæki skýringuna til greina, en svo beindist hugur hennar, að peningunum, sem hún hafði fundið í kápuvasa hennar. „Hvers vegna léztu hana fá peningana, sem þú fékkst hjá mér. Á hún ekki að fá kaup sitt hjá sjúkrahúsinu?" Hann hnyklaði brúnir og þóttist vera mógðaður, og svaraði gremjulega: „Hvað gengur að þér, Jane? Er þetta yfirheyrsia — eða hvað? Ungfrú Dawson bað mig um að lána sér dálitla upphæð, ef hún yrði fyrir útgjöldum, vegna sjúkrahúsvistarinnar —“ „En nú er ekki um nein útgjöld að ræða, þegar 'um starfsfólk sjúkrahússins er að ræða.“ „Það sagði ég henni líka, en þar sem hún bað mig um þá vildi ég ekki neita henni um þá. Hvernig veizt þú annars, aö þetta eru sömu seðlarnir?“ „Það var klemma í þeim, sem ég hafði sett um þá, og þar að auki voru þetta nýir seðlar, sem ég hafði brotið saman, og þeir voru í sömu brotunum. Ég furðaði mig bara á þessu, en vitan- lega þarftu ekki að gera mér grein fyrir neinu, Allan. Ég var ekki að stofna til neinnar yfirheyrslu — en anr.ars höfum við allt af getað talað saman um allt.“ Auðvitað hafði hún satt að mæla, og hann var fífl. Með fram- komu sinni hafði hann vakið grunsemdir hennar. „Ertu búin að borða morgunverð?" „Nei, ég beið eftir þér. Ferðu að koma niður? Hann kinkaði kolli. Honum var léttir að þvi, er hún var farin, en hann var áhyggjufullur, því að hann vissi, að undir niðri hlaut hana að gruna, að allt væri ekki með íelldu. Nokkrum mínútum síðar kom hann niður. Jane kom brátt inn í borðstofuna. Frá því er hann kynntist henni, hafði honum fundist, að fley hans væri bundið við land traustum festum — og ef hann sigldi því úr höfn myndi hún standa við hlið hans hvað sem á dyndi. Allt var öruggt — og mark framundan. Nú var komið los á allt — óvissa — síðan Stella kom aftur til sög- unnar. Traustið milli hans og Jane var rökið út í veður og vind. Fannst Jane það ekki lika, þar sem hún lét allt tal um kápu Ruth Dawson detta niður? Hann óskaði sér þess, að hann gæti sagt henni allt af létta, en hann þoröi það ekki, vegna aðvörunar Hartley læknis. Jane var ekki sterk, það mátti ekki leggja of mikið á hana. Pósturinn lá við diskinn hans eins og vanalega á morgnana. Það voru bréf og tímarit og morgunblaðið, sem hann rétti Jane en fór sjálfur að athuga bréfin. „Allan,“ sagði hún allt í einu og bar rödd hennar hugar- æsingu vitni. „Já —?“ „Það var maður að nafni Larriman, sem hringdi til ungfrú Dawson ók héðan. Getur það 'ekki hafa verið þessi sarni Larri- meiðst alvarlega í bílslysi — og hann var lagður inn í sjúkra- húsið, þar sem þú starfar. Eitt vitnanna segir, að það hafi verið kona í bílnum hjá honum, en hún hvarf meðan ös var á slys- staðnum. Lögreglan vill gjarnan hafa tal af henni. Heldurðu, gð það geti hafa verið ungfrú Dawson?“ Jane lagði blaðið frá sér. „Hvenær gerðist þetta?“ spurði hann, en forðaðist að líta á hana um leið, eins og hann væri með allan hugann við bréf, sem hann var að lesa, og var frá lyfjaverzlun. „í gærkvöldi, það getur ekki hafa verið löngu eftir að ungfrú Dawson ók héðan. Getur það ekki hafa þerið þessi sami Larri- mann, sem beið fyrir utan? Og kápan — öll blóöug —“ l1 k«v*ij»í«d»v*ö*I(*ij»n»íi»i Þrjár virðulegar frúr voru fyrir nokkru að rabba saman um nýjan fatnað, sem þær töldu sig þurfa að kaupa vegna ó- nefndrar veizluhalda, sem fram undan voru í stærsta gistihúsi bæjarins. — Eg ætla að fá mér svartan, flegin kjól, sagði hin fyrsta, — því maðurinn minn er dökk- hærður og við förum að sjálf- sögðu saman. — Minn verður sennilega rauður með breiðum kraga, því minn maður hefur svo mikið og rautt hár. — Þetta verður líkast til auð- veldara fyrir mig, — maðurinn minn er sköllóttur! • Trúboði var á ferð lengst inni í myrkustu skógum Afríku, þeg- ar hann var tekinn til fanga af. soltnum mannætum, sem strax tóku að undirbúa dýrindis mál- tíð. Tækifærin til undankomu voru ekki mörg. En þrátt fyrir það slapp hann burtu með undursamlegum hætti og reikaði um í frumskóg- inum dögum saman. Kvöld nokkurt glaðnaði heldur yfir honum, þegar hann uppgötvaði, að hann var komin í byggð. Hver skyldi nú búa þarna? Hann skreið í gegn um gras- ið að húsunum og létti ótrúlega mikið, þegar hann heyrði skyndilega í kvenmannsrödd, sem hrópaði: — Kemur þú nú enn einu sinni fullur heim, svínið sitt! — Hamingjunni sé lof, and- varpaði trúboðinn — ég er kominn aftur til siðmenningar- innar. ★ Maður og hundur sátu hvor andspænis öðrum á veitinga- húsi og tefldu. Einn af gestun- [ um kom þar að og spurði undr- andi: — Getur hundurinn yðar í raun og veru teflt. — Mja, svaraði maðurinn — það er líkast til rétt að gera ekki of mikið úr getu hansi — því ef satt skal segja, þá hefur hann tapaði tveim síðustu skák- unum. £ & SiírmtqkA TARZAM 2115 Tarzan var nú á leið til strandar- innar, en þremur árum áður hafði ^krautlegur skemmtiferðabátur siglt inn í þrönga vík við strönd Afríku. Þessi lygni vogur var felustaður, því hann sázt ekki utan af hafi og eða af landi fyrr en að honum var komið' því að hann var hulinn háum fjöll- um og frumskógi. Að kvöldi skipaöi skipstjórinn, Jim Cross, að akkerið skyldi látið falla. Áhöfnin gekk snemma til náöa, en.Crcss skipátjóri vann alla nóttina yfir kortum sínum, og útreikningum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.