Vísir - 12.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 12.08.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Mánudaginn 12. ágúsí Ji9'5T irisiE ' D A G B L A Ð Tlilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofur biaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. n Heföi getað entfað jafnteffi Driiaiuo — Frain 3 :1. Handritin á dagskrá. Handritamálið er nú á ný á dagskrá beggja vegna hafs- ins. Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn hefir geng- ið á fund forsætis- og utanríkisráðherra Dana og komið á framfæri við hann þeirri ályktun, sem Aiþingi - íslendinga gerði fyrr á árinu varðandi endurheimt hand- ritanna úr vörzlum Dana. ■ Ennfremur stakk sendiherr- ann upp á því fyrir hönd ís- i lenzkra stjórnarvalda, að sett verði á laggir sameiginleg i nefnd Dana og íslendinga til að fjalla um málið og geri hún siðan tillögur um lausn þess til beggja ríkisstjórn- anna. Því hefir verið lofað, að mála- leitan íslenzku ríkisstjórnar- innar verði tekin til athug- unar innan dönsku ríkis- stjórnarinnar i þessum i mánuði, og mega það kall- ast góðar undirtektir. Enn- í fremur hefir það verið haft eftir forsætis- og utanríkis- ráðhefra Dana, að hann muni i- leggja til innan ríkisstjórn- arinnar að sett verði á lagg- irnar nefnd til að fjalla um málið. En þótt þessi valda- maður í dönskum stjórnmál- um sé hlynntur þessum þætti málsins, er þó vitað, að til eru menn innan stjórnarinn- ar eða meðal stuðningsmanna hennar, er vilja ekki gera okkur neina úrlausn og láta okkur fara bónleiða til búð- ar. þessu stigi málsins verður ekkert-um það sagt, hver úr- slitin verða, en ef til er ær- leg taug í Dönum munu þeir nú afhenda handritin, því að þeir gera sér vafalaust grein fyrír því, að' afstaða okkar og þeúra til þessara dýr- gripa er gerólík. Það voru forfeður íslendinga, er skráðu handritin og þótt í fjarlægð séu, eru þessir dýr- gripir orðnir hluti af holdi og blóði íslendinga, ef svo má að orði komast, en í Dan- mörku veit sáralítill hópur um tilveru handritanna og um hvað þau fjalla. Handrit- Þriðji leikur rússneska liðs- ins Dynamo fór fram í gær- kvöldi á Melavellinum og léku þeir við Reykjavíkurmeistarana Fram. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu til hinnar síð- ustu og þó að Rússarnir ættu meira í leiknum þá sköpuðu Frammarar sér oft mjög góð tækifæri og hefði leikurinn jafnvel getað endað með jafn- tefli. Það var strax á fimmtu mín- útu, að Framarar náðu góðu upphlaupi og gerðu fyrsta mark leiksins, Skúli Nielsen fékk góðan bolta sendan fyrir og skoraði viðstöðulaust. Það var svo ekki fyrr en tíu mínútum síðar, að Rússarnir kvittuðu. Markið var skorað með löngu skoti og hefði Geir markmaður hiklaust átt að verja. Fimm mínútum síðar gerðu Rússarnir annað mark, sem ekki síður hefði átt að verjast, en Geir var ekki rétt staðsettur í markinu og boltinn smaug framhjá honum í netið. í hálfleik stóð leikurinn 2:1 og má allt eins segja, að Rúss- arnir hafi mátt vel við una. Liðin skiptust á upphlaupum strax og síðari hálfleikur hófst og enn börðust Framarar af mikilli hetjudáð. Boltinn var reyndar oftar á þeirra vallar- helmingi, en samt áttu þeir mörg rétt uppbyggð upphlaup, en það fór fyrir þeim eins og öllum öðrum liðum hér, að þeg' ar virkilega þarf að gefa ná- kvæma sendingu til síðasta mannsins, sem þá er í skotfæri, þá fer boltinn eitthvað út í loft- ið og upphlaupið þar með að engu orðið. Þriðja markið fengu Fram- arar á sig á 14. mínútu síðari hálfleiks og var það sjálfsmark. Leiknum lauk því 3:1 Rússun- um í vil. Hvorki í öðrum leiknum eða þeim þriðja, leiknum í gær- kvöldi, sýndu Rússarnir það, sem þeir gerðu bezt á grasinu. Og þá ber þess að geta, að þeir hafa mætt vaxandi mótspyrnu með hverjum leik. Tiiraunaúr- valið er lék við þá s.l. fimmtu- dag stóð sig prýðisvel og þá ekki sízt Framliðið í gær, sem sýndi mjög góðan leik. Það er alveg augljóst af þessum leik, að Akurnesingar munu vart sækja gull í greipar Fram, þeg- ar þeir mæta þeim í úrslitaleik 1. deildar keppninnar. essg. Á fjórða hundrað bændur eiga Deutz-dráttarvélar. Walter Rummel verkfræðingur hefur ferðast um og heimsótt 60 þeirra að undanförnu. Að undanförnu liefur verið á ferð iuu s\reitir landsins Walter j Runimel, fulltrúi þýzku vélaverk- in vei ða aldrei annað en is- | smjgjanna Klöckner Humboldt, Deutz i Köln, sem m.a. framleiða j liinar kunnu Deutz-dráttarvélar. lenzk eign, hvar sem þau eru geymd. Geymslustaður þeirra breytir engu um það. Safnhús vantar. Við skulum setja sem svo, að Danir samþykki nú að af- henda íslendingum handrit- in. Vel getur svo farið, því að þótt sumir vilji halda þeim ytra, eiga íslendingar þó margt vina, er vilja gera veg Dana sem mestan með því að skila þessum íslenzku eignum. En þá kemur þessi spurning: Hvar ætla íslend- ingar að geyma handritin, ef þeir frétta skyndilega og áður en langt líður, að þeir geti sótt þau, eða þau verði send heim? Fyrir nokki'um árum gekkst Stúdentafélag Reykjavikur fyrir söfnun til Árnasafns í Reykjavík, byggingar yfir handritin, er þau kæmu heim. Fyrst í stað mun söfn- unin hafa gengið all-greið- Iega, en síðan varð hljótt Walter Rummel, sem er verk- fræðingur að mennt, hefur ferð- ast um flest lönd álfunnar á veg-: um fyrirtækis síns, til þess að leiðbeina kaupendum með við- hald véla frá verksmiðjunum. Hér hefur hann á undanförnum vikum ekið um tvö þúsund km. vegalengd og heimsótt sextíu um málið aftur, svo að því , bændur viðsvegar um land, en hefir nú ekki verið hreyft J samtals eru í notkun hér rúm- um all-langt skeið. Virðist , lega 300 Deutz-dráttarvélar af ýmsum stærðum og gerðum. 1 viðtali við fréttamenn, komst Rummel svö að orði, að hann hefði hrifist mjög af nátt-! úrufegurð landsins og samskipt- j nú tími til kominn, að við gerum átak í söfnuninni og meira en áður. Handritin koma heim — á því er enginn vafi. Spurningin er aðeins, hvort það verður á morgun eða hinn daginn — á næsta ári eða eftir tvö ár. En þegar þau koma, eiga að vera til fyrir þau vistaver- ur, sem slikir dýrgripir verð- skulda. Óheppilegur leki. Fregnir um strok og „leka“ í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustig hafa verið næsta algengar í blöðunum upp á síðkastið, og enda þótt sagt sé frá þeim í léttum tón á stundum, er hér urn alvöru- mál að ræða. Föngum hefir veitzt furðu auðvelt að brjót- ast út úr hegningarhúsinu, enda mun fangavörðurinn hafa komizt svo að orði, að það væri alls ekki mannhelt. Reynslan hafði raunar fært sönnur á það fyrir löngu. Hér verður því að gera bragar- bót. Annað hvort vefður að búa svo um hnútana, að fangageymslur sé mannheld- ar, eða það er bezt að vera ekki að hafa menn í haldi í slíkum húsakynnum, að þeir geti hvenær sem er gefið rikisvaldinu lagt nef og um sínum við fólkið. Kvað hann sér hafa komið mjög á óvart þau víðtæku lífsþægindi, sem bænd- ur landsins ættu við að búa, og ennfremur lýsti hann undrun sinni og ánægju yfi'r þvi, hve gott skyn margir þéirra bæru á meðferð landbúnaðarvéla, þó fá eða engin tækifæri hefðu þeim 1 gefizt til að afla sér tæknilegar fræðslu. Walter Rummel. Um landið hefur Rummel íeiö- ast i sérstaklega útbúinni bif- reið hins þýzka fyrirtækis og haft meðfei'ðis líkön og sýnis- horn af vélum og vélahlutum. Hefur hvort tveggja komið að hinu bezta gagni í leiðbeiningar- starfi hans. farið leiðar’ sinnar, þegar þeim býður svo við að horfa. Líka- verður að gera kröfu til þess, að lýst sé eftir föng- um, sem strjúka og nást ekki þegar. Það á ekki að gefa þeinr tækifæri til að leika lausum hala dögum saman dg svíkja fé út úr mönnum hingað og þangað út um land, eins og gerzt hefir nýverið. Einn af höfuðkostum Deutz- dráttarvélanna kvað Rummel vera loftkælinguna, sem kæmi í veg fyrir margan vanda í með- ferð slíkra véla. Væri þróunin sú, að um 70% dráttarvéla, sem nú væru smíðaðar i Þýzkalandi, væru loftkældar. En af þeim framleiða KHD-verksmiðjurnar stóran liluta, enda hafa þær verið i röð hinna stærstu sinnar tegundar og þvi átt merk- an þátt í þeirri stórkostlegu 1 uppbyggingu, sem átt hefur sér stað á sviði vélfræðinnar siðstu 50 árin. Þess má geta, að Klöckner Fyrirgreiðsla erl. ferðamanna. Hvarvetna, þar sem leitast er við að hæna að erlenda ferða- menn, er lögð stund á, að unnt; sé að greiða fyrir þeim svo vel, sem föng eru á. Þar kerriur margt til greina, og eitt mikil- vægra atriða er, að ferðamenn geti sem fyrirhafnarminnst fund ið þá staði, þar sem fyrir er fólk, er getur látið þeim i té allar þær upplýsingar, sem þeir kunna að þurfa á að halda. „Ferðalangur“ minnist á þetta í eftirfarandi bréfi: „Eg held, að því hafi ekki ver- ið sá gaumur gefinn sem skyldi hér, hve mikilvægt það er, að ferðaskriístofur og aörar stofn- anir, þar sem ferðamenn koma og leita upplýsinga, séu sem snekklegastar, og þannig gengið frá þeim, hið innra sem hið ytra — auk hentugrar staðsetningar — að þær veki athygli. Góð fyrirmýnd. Góð fyrirmyrid er hve smekk- lega hefur verið gengið frá af- greiðslu Flugfélags Islands við Piccadilly-stræti í Lundúnum, en sú afgreiðsla er samtimis ferða- skrifstofa. Afgreiðslan er við fjölfarna götu, á grunnhæð, og Svo smekklega frá öllu gengið, að athygli vekur jafnt þeirra, sem um götuna fara og þangað eiga ekki- erindi, sem hinna, er hafa þar erindi að reka. Þó er afgreiðslan ekki stór,_ á erlend- an mælikvarða, en hefur þann svip, að hún laðar að. Of lítið. 1 ekki stærri bæ en Reykjavik er ættu ferðamenn ekki að þurfa að ganga nema einu sinni um miðbæinn til þess að finna stofnun eins og Ferðaskrifstofa. ríkisins er, þar sem ætla má, að margir þeirra komi. Hún er ekki við ,en þó nálægt aðalgötu, og er skilti með nafni hennar við göt- una (Bankastrætien skiltið er svo lítið, að það er álíka og sum skilti, sem bændur setja upp við við aðalvegi, þar sem farið er út af á veg heim að bæjum þeirra. Þarna þyrfti að koma smekk- legt, áberandi skilti, Þetta er- sjálfsögð fyrirgreiðsla, sem kost- ar ekki mikið, en mundi koma ferðamönnum vel, og meiri not verða að stofnuninni en ella. Eg geri sem sé ráð fyrir, að þar geti menn fengið þá fyrirgreiðslu, er þeir óska, upplýsingar, bækl- inga o. s. frv. — Það eru mörg atriði varðandi móttöku erlendra ferðamanna, sem þörf væri að ræða nánara, en ég ræði þetta eitt að þessu sinni. Ferðalangur.“ — . ■ • • ■ ■ ■ " í, íbúAii; — íltúðir! j Höfum kaupenclur að íbúð- I um af ýmsurr, stærðum í ( Reykjavík og Kópavogi. — j Miklar útborganir. Fasteignasalan Vatnsstíg 5, sími 15535. j Opið kl. 1—7. Humboldt Deutz verksmiðjurnar hafa framleitt aílvél dráttar- bátsins Magna, sem er 1000 hest- öfl, og vélar í fjölmarga íslenzka fiskibáta. Vélsmiðjan Hamar í Reykja- vik hefur umboð fyæir Klöckner Humboldt Deutz verksmiðjurn- ar hér á lantli og var Einar Þor- kelsson Verkfræðingur hjá Hamri með Rúmmel á ferðum hans hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.