Vísir - 12.08.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 12.08.1957, Blaðsíða 7
Manudaginn 12. ágúst 1957 VÍSIR T VEIT ÆYIXA ^ýiorence Kodd. Witts læknis og raulaði dægurlag, er inn kom, sótti fötu og kúst í skáp, fyllti fötuna og'bjóst til að fara aS þvo gólfið í-sjálfu læknisherberginu, en þar var hún vön að byrja. En hún nam staðar í dyrunúm eins og hún hefði orðið fyrir reiðarslagi. Hún náfölnaði og mátti sig ekki hræra. Af tilhugsuninni um, að hún 'væri ein í byggingunni éða a. m. k. á hæðinni varð hún svo ótta- slegin, að hún rak upp véin mikið. Maður lá í blóði sínu á gólfi.nu. Frú Thomas jafnaði sig og skundaði niður á næstu hæð og sagði ræstingarkonu frá því, sem hún hafði séð, og saman áræddu toær upp. Þær beygðu sig niður og hin sagði: „Við verðum ao hringja til lögreglunnar." „Ég held, að ég hringi nú til læknisins fyrst," sagði frú Thomas og-gekk að símanum. „En segðu honum, að þú hringir til lögreglunnar — það er manni upp á lagt. Þú gætir fengið sekt, ef þú gerir það ekki." Þegar Allan kom hafði lögreglan verið þar hálfa klukkustund. Tveir lögreglumenn, sem voru í eftirlitsferð i bíl, höfðu íengið loftskeyti um að fara á vettvang. „Við vitum hver maðurinn er, dr. Witt," sagði annar lögreglu- maðurinn, Prentice að nafni. „Hann heitir Albert Larriman og er nýsloppmn úr fangelsi. Það litur út fyrir, að hann hafi brot- izt hér inn, hver svo sem tilgangurinn hefur verið." „Ég hef aldrei séö manninn fyrr," sagði Allan, „én ég hef heyrt á hann minnzt, þegar hann var lagðúr inn í sjúkrahúsið, og mér var sagt í gær, að hann hefði Iaumazt burt." Allan lét Prentice í té þær upplýsingar, sem hánn bað um. ,.Það er þannig augljóst, að Larriman laumaðist burt úr sjúkra- húsinu, er óráðlegt var fyrir hann að fara, sökum þess, sem fyrir liann hafði komið og vár orsök þess, að hann var þar. Hvers vegna háhn fór'er sro annað mál. Kannske hann hafi einhverju að leyna í sambandi við bílslysið — kannske gert þetta hálf- ruglaður." „Én ég skil ekki hvers vegna hann skyldi fremja innbrot ein- feftt hér," sagði Allan, sem gerði sér vitanlega ljóst, að einhver félagi hans hafði njósnað um Stellu og komizt aS því hvar hún var. Hann gizkaði á, að komið hefði til átaka þeirra milli og Larri- .man dottið og beðið bana í fallinu, því að steindauður var hann. En hvað mundi nú gerast, ef lögreglan færi nú að róta upp í þessu öllu?'Þess yrði þá kannske krafizt, að Stella væri yfirheyrð, en liún gat vart vænzt þess, að hún gæti til lengdar haldið því leyndu hver hún væri. „Það er ekki óalgengt, að brotizt sé inn til lækna," sagðl Prent- ice. Eflaust hefxir hann vitaö, að þér voruð i sjúkrahúsinu í gær, og að hann mundi ekki verða truflaður við innbrot — hann hef- m nefnilega verið dauður frá því síðdegis í gær." . Nú komu sérfræðingarnir á vettvang og athuganir þeirra stað- festu álit Prentice. Sennilega hefði hann brotizt inn til þess að komast yfir eiturlyf, sögðu þeir, ef til vill til þess að selja á svört- um markaði.' Höfuð hans virtist hafa slegizt við skáp úr málmi, en maðurinn mattfarinn eftir mikið blóðmissi, og líf hans fjarað nt fljótlega. „Við verðum fljótt búnir, læknir," sagði Hoyt, sem var yfir- maður sérfræðinganna, „og þér getið farið að taka á móti sjúk- lingum eftir klukkustund." Alian vonaði, að Hoyt sæi ekki hver léttir honum var að þvi, að þeir væru á förum, ... „Verður ekki likskoðun?" spurði Allan. „Áð sjálfsögðu, þér veröið ekkl til kvaddur sem vitni. Það mun verða látið nægja að yfirheyra ræstingarkonurnar, og svo mun verða látið nægja skýrsla okkar um athuganir þær, sem við höf- um framkvæmt." Allan hringdi úr símaklefa til Evu Edmond og sagði henni, að hún skyldi ekki leggja af stað til starfs þegar — hann væri á leið- inni til hennar. Hanii var nokkurn tíma á leiðinni, því að umferð var mikil á götunum. Hún sá hann koma og opnaði fyrir honum. Svo gengu þau inn í setustofuna, þar sem Stella sat. . „Hvað hefur gerzt?" spurði hann í þeim tón, sem krefðist hann svars þegar í stað. Henni skildist, að hann var að missa alla þolinmæöi. Jafnvel þótt Eva hefði litla samúð með Stellu vildi hún draga úr því, að Allan kæmi óvægilega fram og sagSi: „Þetta var óhapp. Stella hefur sagt mér frá öllu." „Hvers .vegna i ósköpunum hafið þið ekki gert mér aðvart?" spurði hann. " Stella stóð upp og augu hennar skutu gneistum: „Þú getur ásakað mig, Allan, en þú hefur engan rétt til þess að ásaka ungfrú Edmond. Ég var lostin skelfingu, er ég allt í einu stóð auglitis viS Larriman. Mér duldist ekki hvað hann hafði i huga. Hann sagði, að ég skyldi deyja, eins og vinur hans, sem fallið hefSi fyrir böðuls hendi. Ég flýði inn í læknastofuna. Hann kom á eftir mér. Ég sá, að hann var máttfarinn, og vegna sjúkra- bindanna átti hann erfitt með að hreyfa sig. Þrátt fyrir það var i ég viss um, að honum mundi takast að hindra, að ég kæmist úfc því að hann hafði læst biðstofudyrunum og stungið lyklinum i vasann. Hann sýndi mér hann sigri hrósandi." Stella þagnaði sem snöggvast og hélt svo áfrain: j „Þegar hann stóð ahdspænis mér með aðeins skrifborð þitt j milli okkar, sagði hann, að hann gæti beðið — ég slyppi ekki við | minn örlagadóm. Hann var í þann veginn að rífa símann úr ! tengslum, þegar hanndatt. Ég hélt fyrst, að. það væri bragð, til þess að lokka mig nær sér. Ég var óttaslegin og beið, en þegar hann hreyfði sig ekki, tók ég í mig kjark. Ég kraup niður og sá, ' áð hanu mundi dáinn. Ég fann lykilinn í vasa hans, gætti þess , að skilja ekkert eftir, sem. gæfi til kynna, að ég hefði verið þarna, og beið, þar til farið var að skyggja. Ég er næstum viss um, að enginn sá mig," „Ég verð að hraða mér, ef ætlunin er að opna á venjulegum tíma," greip Eva fram í. Allan leit á armbandsúr sitt og kinkaði kolli. „Þú hefur enn ekki sagt mér hvers vegna þú lézt mig ekki vita um þetta," sagði Allan, þegar Eva var farin. „Þú hefur ekki gefið mér tækifæri til þess að ljúka frásögn minmi," sagði Stella. „Ég vissi, að ég mundi ekki geta sannað, að ég ætti enga sök á því, sem gerðist, þótt ég væri alsaklaus. Ég laumaðist burt og fór krókaleið hingað, af öryggisástæðum." Hún horfði á hann biðjandi augnaráði. Hann sagði ekkert, beið átekta. „Það var orðið seint, þegar ég kom, og ungfrú Edmond var ekki heima, en cg fann miða með tilvísun um hvaða herbergi hún ætlaði mér. Ég vildi ekki hringja til þín sökum þess hve fram- orðið var.", „Þú varst ekki að hugsa um það, þegar þú hringdir fyrr," sagði Allan napurlega," en(þú hefðir að minnsta kosti getað hringt tilj mín í gærmorgun, að dauður maður lægi í læknastofu minni. Þú kaust að draga það, eins og' þú hefur kosið að draga burtför þína. Eftir hverju ertu að bíSa, Stella?" . Hann sagði seinustu setninguna með áherzlu. Það fór1 ekki framhjá honum, að hún varð óttaslegin, svo 'að við lá, að hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð, og hann var því feginn, ef það leiddi til þess að i hún segði honum allt af létta. Hann var farinn að gruna margt — og að það væru einhverjar annarlegar ástjæður fryir því, að' hún vildi ekki sýna hoipm fullt traust. „Og hvenær ætlarðu að.segja mér hvenær þú ert tilbúin að fara? Ég hef pantað flugíar handa þér á föstudaginn. Ég skal Ný sending Bananar kr. 16.00 Tómatar kr. 21.80 índriðabúð Þingholtsstræti. 15, Sími 17-283. Kaupi ísl. frimerki, S. ÞOR3IAR Sími 18761. NÆRFATHAÖl ^A^ karlmamia fWÍ fyrirliggjandL LH. Muiler Hallgrimur Lúðvíksson lögg...skjalaþýðandi í ensku og þýzku. — Sími 10164. Johan Rönning h.í. Raflagnir og viðgerðir á ölluro heimilistækjum. — Fijót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan Rönning hA. Flestar stærðir af venju- legum ljósaperum. Flúrskinsperur Kertaperiir rur Afsláttur, þegar urn stærri kaup er að ræða. Véia- og raftækjaverzlunin ii.f. Bankastr. 10 . Sími 12852 Tryggvag. 23 . Sími 18279, £ & Samuflu TAHZAN - 2421 ?li;ókódílli.nn yar snar í s'núr.'i'r^um óg 'xát c a:ign3.i>Jiki' koíniíirt að .s^-ecíihgj- -a-ivuH-.''E:i harin; Stti'áfcC^öÆ-á'Sví:a5 íá inann á Ijak sér. Krókódillinn "reis upp ú-r vatninú'bjg^.10 til halahúm, en Tarzan kerði hníí'i'nn i -háls" og kvið dýrsins, sem ekki var brynjaður hinnS hörðu skel. ,. ' • ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.