Vísir - 24.08.1957, Side 6

Vísir - 24.08.1957, Side 6
6 Vf S IR Laugardaginn 24. ágúst 19bv irX’Siss. D A G B L A Ð ftolr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.. Skriístofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rititjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur írá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla Ligólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kosta.' kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Eíirliýu fttj Írúsítúi: Hvaða dagar koma? Vörubijstjorar deiía. Allur almenningur hefir fylgzt með áhuga miklum með deilu vörubílstjóra hér í Reykjavík og fyrir austan fjall um flutninga að nýja orkuverinu efst í Sogi. Eins og eðlilegt er, fara allir vöru flutningar, sem koma er- lendis frá, um Reykjavík, og deila bílstjórarnir nú um það, hvort félag, sem hefir aðsetur hér í Reykjavík, eigi að sitja að flutningunum að öllu leyti, eða hvort félag austur í Árnessýslu eigi að fá að vinna við þá að meira eða minna leyti. Er óþarft að rekja það, hver gangur mál- anna hefir verið, en um hitt er ekki að villast, að nauð- synlegt er að jafna ágrein- inginn sem fyrst. Vísir skal ekki leggja dóm á það, hvorir eigi meiri rétt til flutninga þeirra, sem hér er um að ræða, en ástæða er til að benda á vesaldóm Ai- þýðusambands íslands, er 'annað hvort vill ekki eða treystir sér ekki til að sker- ast í málið og reyna að sætta aðila. Virðist einsætt, að það sé fyrst og fremst þessi aðili, sem eigi að ganga fram fyrir skjöldu og reyna að setja niður deilu þessa, þar sem hún er milli tveggja fé- laga, sem bæði eru innan vé- banda sambandsins. Öllum fregnum ber hinsvegar sam- an um það, að stjórn þess vilji ekkert aðhafast, og undrast almenningur ræfil- dóm hennar og hræðslu. Allir vita, hvernig fjármunirnir til Sogsveitunnar nýju eru til komnir. Menn hafa verið að ,,eta orkuverið upp“, eins og almenningur hefir komizt að orði. Það er því ekki nóg, að landsmenn verði að hafa slíka aðferð við að koma þvi upp, heldur bætist það við, að félögin, sem deila, eru svo þrá og þvermóðskufull, að þau geta varla talazt við. Þetta hlýtur að vera dæma- laust fróðleg þjóðlífsmynd af íslendingum fyrir þá, sem utan við standa og horfa á. Þannig er íslenzkt þjóðlif undir „stjórn hinna vinnandi stétta.“ Skuggi yfir SýrSandi. Fiugumenn kommúnismans fyr- ir botni Miðjarðarhafs hafa liaft talsvert upp úr erc'ioi sínu, þar sem Sýrland hef.ir nú að kalla verið innlimað í kerfi kommúnismans. Af- staða þess til nágranna sinna og alþjóðamála mun frari- vcgis mótast af þörf þeirra. sem fyrir verkum segja í Kreml, og engin ástæða er til að ætla, að það leiði til.meiu kýrrðar. Hingað til hafa auk- in áhrif kommúnist ekki leitt til þess, að friðvænlegra yrði í heiminum. Sýrlendingar viðurkenna, að þeir fái ýmiskonar efna- liagsaðstoð frá Sovétríkjun- um, en bæta því við. að eng- inn böggull fylgi skammrifi. Kommúnistar ætlist. ekki til neins í staðinn — sjálfs- ákvörðunarrcttur Sýrlend- inga verði ekki skertur að neinu leyti. Má það vafalaust til sanns vegar færa að því leyti, að rússneskir komm- únistar hafa sýrlenzka kom_ múnista til að vinna verkin fyrir sig og benda síðan á, að allt, sem gert verði, sé verk Sýrlendinga sjálfra, og komi þar engin annarleg á- hrif til. Markmið hvarvetna. Sýrlenzkir kommúnistar hafa komið ár sinni betur fyrir borð en flugumenn kommún- smans í öðrum löndum. Það er hvarvetna markmið fimmtu herdeilda kommún- ista að komast í sömu að- stöðu og kommúnistarnir sýrlenzku, ;er hafa fært Kremlverjum sjálfstæði þjóðar sinnar að gjöf. enda þótt svo eigi að heita, að hún sc frjáls og sjálfri sér ráð- andi að öllu leyti. Þetta er einnig óskadraumur þeirra „íslendinga", er fastast fylgja kommúnisimnum. Þá dreym , ir um það Öilum stundum, að það verði þeir, sem fái að njóta þeirrar hamingju að að leggja ísland undir Sovét- ríkin — þcir verði hinir út- völdu í þvi efni en ekki ein- hverjr aðrir. Vonandi verða hvorki þeir né aðrir þeirrar „gæfu“ aðnjótandi. Guðspjaliið á morgun minnir á tár. Þegar Jesús var að koma til Jerúsalem á síðustu för sinni, þegar hann kom nær henni og sá hana, grét hann yfir henni og sagði: Ef þú hefðir vitað, hvað til friðar heyrir. En nú er það hulið sjónum þinum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gera hervirki um þig og setjast um þig og þröngva þér á alla vegu og þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartima. , Eftir tæp fjörutíu ár var þetta komð fram. Jerúsalem að velli lögð, musterið í ösku, mestur hluti borgarbúa deyddur eða her numinn. Og um allar aldir síð- an er sem tár þessarar löngu iiðnu stundar svíði í sárum Iraels, þjóðarinnar, sem var kölluð en daufheyrðist, útvalin, en brást. Og um allar aldir síð- an er þetta dæmi í allri sinni ógnþrungnu alvöru sett fyrir sjónir þeirra, þjóða og einstak- linga, sem tóku við þeirri arf- leifð, sem ísrael hafnaði. Um allar aldir síðan er kristinni kirkju gert að árétta þessa ægi- þungu áminningu til þeirra, sem kvaddir hafa verið undir merki og drottindóm Jesú Krists og hafa notið návistar hans og blessunar í sögu sinni og lífi. Það er sett þeim fyrir sjónir til þess að minna á, að sú náð, sem þeir njóta, verður af þeim krafin, Guðsríkið verð- ur enn að nýju tekið frá þeim, sem bera ekki ávöxtu þess. Jerúsaiem var eydd á þessum árstíma. Af þeim sökum er þess minnzt á þessum degi kirkju- ársins. En boðskapur þeirrar minningar er sá, að eitt og hið sama hlýtur af því að leiða á öllum öldum, um tíma og ei- lífð, bæði fyrir þjóðir og ein- staklinga, að hafna Kristi, flýja Guðs raust, víkja sér undan vitjun hans, elska myrkrið meira en ljósið. Ef þú hefðir vitað. hvað til friðar heyrir, en nú er það hulið sjónum þínum. Ef Kristur mæl- ir þessum orðum í dag, þá bein- ir hann þeim ekki til borgar, sem fyrir löngu hlaut sinn dóm. En mvndi ekki einhver mega taka þau til sín, einhver borg, land.'álfa, e'g eða þú? Öllum er oss meira eða minna ljóst, að það standa yfir alda- hvörf. En það þýðir, að yfir stendur sérstakur vitjunartimi. Það er staðreynd til íhugunar, að Jesús Kristur og þeir. sem honum vilja fylgja, hafa sætt rrieiri gagnrýni og opinskárri ofsókn á þessari öid en nokkru sinni, í sjálfri háborg kristins siðar, Evrópu, í:sjálfum megin- löndum kristninnar. Kristnir pislarvoítar eru fleiri orðnir á þessari öld en okkurri annarri, að fornöldum, fyrstu öldum kristninnar, ekki frátöldum. Á voru landi þynnist sífcilt fylking þei: ra. sem að staðaldri og opinskátt vilja.sjást í fylgd mcð-Kiisfi. Það. sem hér .hefir gerzt á íslándi i þeim efnUm í minni núlifandi manna og öll- um er kunnugt og ljóst, er á- þekkt því er gerzt hefir víða í öðrum löndum, þó sú þróun hafi á margan hátt verið örari hér. ..Hér verður engin kirkja til árið 2000“ sagði menntaður grunnvitringur í mín eyru ný- lega og vitnaði þar í frægan ís- lending. Svipað hafa fleiri sagt, smærri og stærri spámenn, af meiri eða minni alvöru, meiri eða minni tilhlökkun fyrir þjóð- arinnar hönd. En þeir, sem taka sér fyrir hendur að ráða tákn tímanna fyrir samtíð sína, mættu ef til vill íhuga þá spurningu, hvort ekki muni vera eitthvert innra samband milli þessarar þróun- ar og þeirra viðburða, sem sett hafa svip á næstliðna áratugi og ekki eru neinum fagnaðar- efni og því siður tilhlökkunar- efni, ef aðrir fara á eftir eins eða verri. Nægir að minna á stjórnmála- og styrjaldarsögu aldarinnar. Stefna samtíðar í siðgæðislegum efnum mætti lika athugast, svo sem hrað- vaxandi glæpahneigð ungmenna í vestrænum hámenningarlönd- um. Mannkyn nútímans getur óendanlega mikið og þekkir margt. En það veit ekki, hvað til friðar heyrir. Lausnin undan oki þeirrar skelfingar, sem al- þjóðlegar viðsjár og hraðvax- andi vígbúnaður veldur, er hul- in sjónum þjóðanna Þær standa uppi með meiri möguleika til farsældar en nokkrar fyrri kynslóðir gat dreymt um. En þeir hinir sömu möguleikar eru settir feiknstöfum. Vitsmunir til tæknilegra afreka eru tak- markalitlir. Og mestu afrekin horfa til tortímingar. „Þeir hafa hafnað orði Drottins og hvaða vizku hafa þeir þá?“. sagði spá- maður fyrrum. Og Jesús: „Þeir dagar 'munu koma .... vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ Hann túlkar ekki ómótstæðileg örlög með þessum orðum. Þau eru aðvör- un, gild í dag. lífsbrýn í dag. Þeir dagar þurfa ekki að koma yfir land, yfir heim. Það er unnt að þekkja vitjunartímann, unnt að snúa við, kjósa Krist og hafna Barrabasi. Vér gætum gert það, íslendingar. R.K.R. sá usn flutnlng 7914 sjúktínp. Aðalfundur Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands var haídirm á skrifstofu félagsins íinn 13. ágúst s.l. Formaður R.K.R., síra Jón Auðuns dómprófastur, flutti skýrslu um starfið árin 1955— 1956 og minntist á helztu verk- efni deildarinnar á þessu tima- bili svo sem: Rekstur barna- heimilis; en á tímabilinu dvöldu 501 barn í sveit á vegum deild- arinnar; rekstur sjúkrabifreiða R.K.R., sem fóru 7914 sjúkra- flutninga umrætt tímabil, en tvær nýjar sjúkrabifreiðar af Ford-gerð voru fengnar frá Bandaríkjunum sl. ár; námskeið i hjálp í viðlögum fyrir almenn ing, sem haldin hafa verið við góðar undirtektir. og öflun hjúkrunargagna til útlána i Bílarnir í roiðbænum. Miðbæjarbúi skrifar: „Stöðu- mælumim fjölgar stöSugt í niið- bænum. Mikið er um það rætt, að vegna þeirra breytist mjög til batnaðar þar að þvi er bílaum- ferðina snertir, og efa ég ekki, að þetta reynist svo, — allt verði greiðara. En það þarf fleira að gera — einkanlega í miðbænum — til jiess að koma í veg fyrir, að bílum sé lagt klukkustundum saman við göturnar þar. A ég þar ekki að cins við kvosina, heldur tel miðbæjarins götur eins og Bakarabrekkuna, Amt- mannsstíg, Bókhlöðustig o. fh, þótt þær ef til vill strangt tekið teljist ekki til iniðbæjarins. Vafa- laust koma þar stöðumælar lika,. en citl er það, sem ekki iná drag- ast. Bókhlöðustígur. Það er að bægja á brott hinum mikla bilafjölda, sem að staðaldri er á Bókhlöðustíg. Þar er oftasl svo mörgum bilum lagt beggja ! vegna götunnar, að umferð um hana er erfið og jafnvel liættu- leg, enda hcfur við þessa götu afgreiðslu fyrirtæki, sem verzlar með notaða bíla. Það er alls ekki tilgangur minn að amast við þessu fyrirtæki, heldur benda á hversu óheppilegt það er, að slikt fyr- irtæki sé staðsett þarna, við þessa bröttu götu, með injóum gang- stéttíim, -— götu, sem hundruð barna eiga leið um daglega og oft á dag, allan skólatima ársins, I en Miðbæjarbarnaskólinn er j þarna á næstu grösum. i , Má ekki dragast. Eg hef oft vcrið að hugsa ura, að stinga niður penna um þetta. Eg á olt leið um þessa gðtu og bilarnir þar og umferðin liefur verið mér áhyggjuefni. Nú virð- ist mér hentugt tækifæri til þess að hreyfa þvi, að eitlhvað verði gert til úrbóta á þcssum stað. Að íninu áliti má það alls ekki drag- ast lengur. Eg vænti þess, að citt- livað verði hér gert til úrbóta, áð- ur en skólaganga barnanna hefst. — Miðbæjarbúi.“ Þegar Nehru forsætisráð- herra Indlands fyrir nokkru ræddi byltinguna í Ung- verjai'.andi og sagði, að þar hefði verið ])jóðarbyltingr var vandlega þagað yfir þeim ummælum hans í út- varpinu í Moskvu. heimahúsum í veikindatilfell- um. Endurskoðaðir reikningar voru lagðir fram og samþykktir samhljóða. Kjörnir voru 19 fulltrúar á aðalfundi Rauða i kross Islands. Stjórn deildar- jinnar var endurkosin nema hvað jfrú Ragnheiður Guðmundsdótt- jir, læknir, kom í stað írú Guð- I rúnar Bjarnadóttur, hjúkrunar- jkonu. Stjórnin er nú þannig jskipuð: Síra Jón Auðuns dóm- jprófastur, formaður. Jón Helga- son kaupmaður, gjaldkeri. Gísli. ^ Jónasson skólastjóri, ritari. Jón- as B. Jónsson, fræðslufulltrúi. , Jón Sigurðsson, borgarlæknir. Óli J. Ólason, kaupmaður og jRagnheiður Guðmundsdóttir, læknir. Varastjórn: Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona og sira Þorsteinn Jóhannsson- 1 stjórnarráðsfulltrúi; Endurskoð' endur: Magnús Vigfússon óg. Víglundur Möller.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.