Vísir - 24.08.1957, Blaðsíða 9
Laugardaginn 24. ágúst 1957
VÍSIR
arna se
SPvegar ég fór til S'pó'icnn*
Ritstjórinn hafði skroppið
á laxveiðar ('iiér verður
staldrað við augnablik, svo
að fóiki gefist tími íil að
liiregja) og liann hafði stein-
gieymt að segja mér, ran
hvað ég ætti að skrifa. Þess
vegna var það, að ég skrapp
til spákonu og ætlaði að
plata hana til að segja mér
eitt og annað, svo að ég gæti
nú einu sinni komið með ný,
stárlegt efni.
Ég var ekki fyrr stiginn inn
fyrir þröskuldinn, en hún segir:
Fáið mér höndina. Það var auð-
vitað voða erfitt, því höndin er
föst við handlegginn, en svo
sagðist hún bara astla að lesa í
lófa minn, svo að þetta var þá
allt í lagi.
Þér eruð vonandi eidri örf-
hendur?
Jú, sagði ég. Ég er alveg
svakalega örfhendur. Ég geispa
meira að segja með vinsíri
hendinni.
★
, Það var nú verra, sagði
hún og myndaði voða
skrýtnar hrukltur, svo að
ennið á jhenni varð eins ag
opin Hansagardína. Síðan
hélt hún áfram:
Þér eruð eitthvað viðrið-
in skriftir.
Já, óbeint, já. Eg læt
voðalega oft skrifa hjá mér.
Já, þetta sýndist mér.
Þessi lína hérna sýnir sterk-
an persónuleika.
Augnablik.
Já, ungi maður. Framtíðin
ber margt í skauti, sýnist
mér á þessari línu.
Já, en augnablik.
Nei, truflið mig ekki. Ég
sé . . . . já, þetta er svo sann-
arlega línan yðar.
Augnablik, augnablik.
Hvað er eiginlega að, pilt-
ur minn?
Ja, ég vildi b.ar-a segja, að
þetta er nú eigirjlega engin
lína. Ég datt, þegar ég var lítill,
og þetta er bara ör.
Ör, já, það mætti svo sem
segja mér, að þér séu'ð dálítið
ör. Já, en eru ekki allir gáfu-
menn örir?
Ja, þeir eru í það minnsta
örir af víni, sumir.
Þér hafið mikla námshæfi-
leika og ættuð að ríýta þá. Þér
ættuð að fara í skóla, já, í
skóla ættuð þér að fara.
Ég er búinn að vera í skóla,
meira að segja í alltof mörg ár.
(Ég féll nefnilega þrisvar upp
í fimmta bekk).
★
Já, daít mér ekki í hug,
þessu átti ég von á.
Nú, hvað sjáið þér nú?
Peiiinga, : milria peninga,
mjög mikla peninga.
Það eru þá skattarnir mín-
ir, xun aðra milria peninga
veit ég ekki.
Og um leið og hún sagði
Laugardagssagan
næstu setningu, færðist tvi-
rætt hros yfir andlií hennar:
Og þarna sé ég stúlku.
Háa rauðhæroa stúlku.
Það færi bctur, ao konan
niín sæi hana ekki.
Og þarna sé ég bréf, nei
vitleysa er þetta í mér. Þetta
er bara símareikningurinu.
Hvernig er það, er ekki
ferðalag þarna á ferjinni? Þau
eru alltaf höfð með.
Jú, mikil ósköp. Ferð áttu í
vændum, kannske ekki langa
ferð, en ferð er það samt. Senni-
lega bara bílferð, og það er
margt fólk með yður í þeirri
ferð.
Ég skyldi nú halda það. Þetta
er Vogahraðferðin — ég er
nefnilega að fara heim strax
á eftir.
Já, mér datt það í hug. En
á ég ekki að segja yður eitt-
hvað um fortíðina. Það kostar
ekki nema tíu krónur extra.
Jú, fyrir alla munj.
★
Já, nú skulum við sjá. Nei,
nú er ég svo aldeilis hissa.
Þér fæddust fyrir norðan,
hvernig stóð á jóví?
Mér fannst einlivem veg-
inn viðkunnanlegra að vera
hjá móður minni, meðan á
athöfninni stóð.
Já, og þér eigið mörg
systkini.
Okkur mömmu er alveg ó-
kunnugt um það. En það
væri þá frekar að pabbi vissi
það, iiann var sko sölumað-
ur, skiljið þér.
★
Já, ég sé það hér. Sé það allt
saman. Hann hefur verið mikið
að heiman. Þetta hefur verið
slæmt líf fyrir móður yðar. Hún
hefur saknað hans gífurlega.
Hún hefur verið mjög einmana.
Og ekki svo mjög. Við áttum
nefnilega kött.
Já, það er leitt að sú gæða-
kona skyldi fara á bezta aldri.
Fara, hún hefur sko ekki
farið nokkurn skapaðan hlut.
Nei, 'það er víst alveg rétt.
Þetta er systir hennar.
Nei, og ég held nú ekki. Hún
j er líka sprelllifandi.
j Nú, hver getur þetta þá vér-
|ið? Já, nú hef ég það. Þetta er
móðir hennar. v
*
Hún amma. Ég er nú
hræddur um ekki. Hiin hefur
aldrei verið eins lifandi, les
meira að segja Hannes ó
horninu gleraugnalaust. Og
það er nú ckki hver sem er,
sem leggur sig í óað, að lesa
hann Hannes á horninu með
gleraugu, hvað þá heldur
gleraugnalaust.
Ja, ég er svo aldeilis hissa.
Það er áreiðanlega einhver
dáinn hér. Eruð þér alveg
viss um að það hafi enginn
dáið?
Auðvitað hafa margir dáið.
En haldið þér bara ekki að
Frh. af 4. síðu.
til þess tíma, er hann var tíu
ára og elskaði aila heiminn.
Þá spígsporaði hann í allt of
stuttum samfestingi niður að
höfn og bað veourbarða sjó-
menn að gefa sér fisk í soðið,
og oft urðu endalok þeirrar
sjálfsbjargarviðleitni, að hann
fór hróðugur heim með hálf-
úldnar grásleppur í götóttum
strigapoka."
Hann langaði helzt til að
gráta, því alit var svo leiðinlegt
og andstyggilegt, einskisvirði
og tómt. En það hefði verið synd
að gráta á svo fögru síðsumar-
kvöldi. Og hvers vegna heiði
hann svo sem átt að gráta?
Vegna þess að hann haíði séð
sakleysið í nekt sinni eins og
litla, tæra lind — svo tæra, að
sá í botn? Vegna þess, að hann
hafði kastað hluta af ævi sinni
á glæ?
Það glampaði á hvíta vængi
tveggja fiðrilda, sem flugu í
loftinu fyrir framan hann. Hann
hafði einhvers staðar lesið um
það, að fiðrildi gætu grátið,, en
tár þeirra væru svo agnarlítil,
að þau megnuðu ekki að mynda
hringöldur. Þannig vildi hann
geta grátið, og fellt þurr, ósýni-
leg tár.
Litla frænka hans átti afmæli
næsta miðvikudag. Hann ætlaði
að gefa henni afmælisgjöf, —■
já, hann Jóakim Hansson, sem (
stundað hafði brotajárnssöfnun ,
síðustu fimm árin og eytt flest- i
um kvöldum þessa tímabils við !
brennivís- eða kogaradrykkju,
heitstrengdi þetta með sjálíum
sér.
Félagar hans, sem í ofvænis-
bið höfðu vísað honum til óæðri
heimkynna, af því að tröllatrú
þeirra á honum hafði brugðizt,
voru eflaust farnir heim í
braggann þeirra fyrir löngu og
biðu þess að Lína k-æmi og syði
fyrir þá mat. Ef til vill hafði
Lína ekki komið og þá — því
matreiðslukunnátta þeirra var
engin — samanstóð máltíðin að
öllumu líkindum.af einni sard-
ínudós og þremur rúgkökum,
en máske borðuðu þsir ekki
neitt.
Lína var af sama sauðahúsi
og þeir, drakk og svaíiaði um
tíma, en rétti sig svo af þess á
milli. Hún var á aldur við Jóa-
kim, hafði kastaníbrúnt hár,
augun voru stór og bjöft, augna
hárin íöng. Hver einasta lína í
líkama hennar seiddi þá til
hennar. Hún var eiris og r.okk-
urs konar drottning á meðal
þeirra. Þeir elskuðu hana aliir,
en enginn þorðd að snerta hana.
Þeir höiðu aiþiljað herbergi
handa Línu í bragganum.
Stundum lágu þeir í þreytandi
andvökudraumum og hlustuðu
eftir hverju hljóði frá henni
og lifðu sig inn í óoi'ðna hlúti,
unz svefninn yfirbugaði þá.
Jóakim hélt út úr garðinum,
inn á dimmar, malbikaðar göt-
urnar og gekk þögull heim á
leið.
þetta sé hún kisa okkar. Hún
dó fyrir nokkrum áruin.
Ja, kannske. Jú, látum
okkur sjá. Jú-jú, auðvitað
er þctta hún, ég áttaði mig
bara ekki á Wí strax.
★
Sjáið þér nokkuð fleira. Ég
þyrfti nefnilega að fara að fara.
Já, ég vil ráðleggja yður, að
vara yður á þreknum, ljós-
hærðum manni.
Ljóshærðum? Ég veit ekki
hver það getur verið.
Ja, hann er kannske ljós-
skolhærður.
Nú, ég átta mig bará ekki á
því.
Já, eiginlega skol-dökkhærð-
ur.
N.ú, dökkhærður. Því sögðuð
þér það ekki strax. Þetta er
auðvitað ritstjórinn.
'k
Ég nefni cngin nöfn, cn
hann á cfíir að skeyta skapi
sínu á yður og það fyrr en
þér haldið.
Nú, svo Iiann liefur þá
komizt að því, að ánama'ðk-
arnir, sem ég tíndi handa
lionum í veiðitúrinn, voru
allir í megrunarkúr.
Spói.
Það lagði á móti honum
angan af þungu lofti, mettuðu
ryki, er hann gekk inn í bragg-
ann. Þeir sátu allir og biðu
eftir honum. Hann gekk rak-
leiðis að legubekk sínum, sem
stóð í einu horninu, tók af sér
skóna og lagðist síðan á bekk-
inn. Þeir komu til hans.
„Þú komst aldrei.“ Lárus
reyndi að gera sér upp hroka.
„Nei,“ svaraði hann blæ-
brigðalausri röddu.
„Fékkstu ekki neitt?“
„Jú,“ laug hann drýginda-
lega.
„En-----------?“
„En hvað?“ hrópaði hann
æstur og reis upp .við dogg.
„Þú vissir að við biðum,“
Lárus haiði laekkað röddina.
„Ég' ætla að safna í afmælis-
gjöf handa lítilli frænku
minni,“ sagði hann blátt áfram,
án nokkurrar tónbreytingar.
Hinir skiptust á augnatillit-
um, en fóru svo að hlæja. Þeir
þrútnuðu og urðu rauðr í and-
liti af áreynslunni. Jóakim hló
ekki, og þegar þeir sáu alvör-
una í svip hans, fjaraði hlátur-
inn út smátt og smátt, og þeir
urðu hálf skömmustulegir. Þeir
gengu lúpulegir að rúmum sín-
um og settust á bríkurnar.
SkyndiJega birtist Lína í dyr-
um braggans, hikaði sem snögg-
vast, en gekk því næst inn á
gólfið. Hún var með rispu á
kinninni og annað augað var
blátt. Hár hennar var í óreiðu,
og barmurinn gekk upp og nið-
ur af mæði.
„HVer gerði þetta?“ ■ spurði
Lárus óg enginn; gaí annað séð,
en að ’hann væri öskuvondur.
„Segðu mér, hver hann er og
hvar hann á iieima; ég skai
spyrða hann upp á fvrsta girð-
ingarstólpá, sem á vegi mínum
'verður.“
„Ég-skal lenija hann sundur
og saman, í fiskistöppu,“ sagði
Jóakim og sló krepptum hnef-
unum saman, um leið óg hann
þandi út brjóstið og augun urðu
lítil og vir’tust glampa af reiði.
„Komist ég í tæri við hann,
skal eg velgja honum undir
uggum,“ skaut Tyrfingur inn
í fullur ákefðar og vingsaði til
handlegggjunum, eins og til að
sýna yfir hvaða krafti hamts
byggi.
„Það á að staurhýða þessa
„legáta“, sem hlaupa eftir
hverju pilsi og gera sumar
kannske hinsegin,“ hrópaði
jDóri og fór að ganga um gólf
— hratt og óákveðið, eins og
j orð þeirra heíðu komið honum
úr jafnvægi og hann væri að
^ reyna að ganga þau af sér.
Orðlaus undrun lýsti sér í
svip Línu. Hún horfði rannsak-
1 andi á þá til skiptis, eins og
hún heí'ði ekki áttað sig til fulls
á þeirri dirfsku og þeim kald-
' leika, sem þeir höiðu látið í
Ijós og hún vissi, að þeir
voru langt frá að búa yfir, und-
ir' venjulegum kringumstæðum,
Metriáður hennar fékk allt í .
einu löngun ’til að láta þá .
standa við orð sín. Það fór
kipringur um varir hennar; hún
j sléttaði úr kápu sinni, lagaði
! lausbeizlaða lokka í vöngunum
og gekk því næst þegjandi út»
Þeir fylgdu henni eítir.
„Þarna er hann.“ Rödd henn-
ar titraði, er hún benti í áttina
að trésmíðaverkstæðinu hinurn
megin götunnar. í bjarmanum
af götuljósinu sáu þeir, hvar
þreklega vaxinn maður gekk
fram og aftur á gangstéttinni,
Hann nam staðar, er hann sá
þá koma í ljós úti fyrir bragg-
anum. Hann brosti og horfði á-
þá um stund, en hélt síðan á-
fram að ganga fram og aftur,
„Er þetta hann?“ Lárus dró™
séiminn og sjálfsöryggi hans
virtist hafa minnkað.
„Skyldi hann vera aðkomu-
maður?“ spurði Dóri og hallaðí
undir flatt, um léið og hann
sperrti brýnnar.
„Hann er býsna sterkur, trúi
ég.“ Kvenleg rödd Tyrfings
hljómaði eins og tíst í rottu.
! „Ætli hann sé einhver stór-
spekúlant?“ áræddi Jóakim að
láta í Ijós.
| Þeir tvístigu þarna, snýttu
sér og ræsktu sig og stungu
höndunum í vasana. Þeir gáfu
hver öðrum hornauga, eins og
þeir væru að ögra hver öðrum.
um að fara yfir götuna og efna
heit sín, en þeir voru hræddir
við trúna á sjálfum sér.
| Lína gaut hornauga til þeirra
og þegar enginn gerði sig lík-
legan til þess að fara yfir göt-
una og veita áverkamanni
hennar ráðningu, breyttist ÖIL
trú hennar á þeim í beizka reiði..
Þeir náðu tökum á henni, en
hún sagði ekki neitt, því hún
var vinur þeirra og vildi ekki
skamma þá. Tár lauguðu augu
hennar, barmafylltu þau, og
runnu síðan hægt niður vang-
ana. Þeir voru sér meðvitandi,
að hún kvaldist og það olli þeim
! kvöl að horfa á hana kveljast.
j „Ég ætla að skreppa niður í
bæ“, Lárus rauf þögnina hálf
hikandi.
„Ég geng með þér“, flýtti
Tyrfingur sér að segja og þar
með að grípa tækifærið til þess
' að laumast í burtu.
Þeir bjuggu sig til að halda.
á brott. Lína hljóp inn í
braggann og skelti hurðinni á
' eftir sér, svo að buldi í. Þeir
hrukku í’kút. Það var eins og
1 eitthvað hefði brostið inni í
þeim. Þeir gegu niður lóðina.
j Jóakim var síðastur í hóþn-
um. Hann stanzaði sem snöggv-
1 ast við dyrnar á bragganum og
hlustaði á
lágan, sogmiklari
Frh. á 11. s. .