Vísir - 26.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 26.08.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR Mánudaginn 26. ágúst 1957 WISKK. D A G B L A Ð yitlr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstoíur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. SUtstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. ■ Aígreiðsla Ligólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,Ú0. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kosta- kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ekki fer það batnandi. Lengi getur vont versnað, má segja um fregnir þær, sem almenningi berast nú um á- standið í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, þegar stjórn ,,umbótaflokkanna“ hefur setið að völdum í aðeins rúm lega ár. íslendingar hafa oft fengið að finna fyrir því, að gjaldeyrisþörf þjóðarinnar ér mikil, svo að oft getur ver- ið torsótt á mið gjaldeyris- yfirvaldanna, en þó keyrir alveg um þverbak nú. Þess vegna gera menn sér grein fyrir því, að það, senr áður var talið illt og erfitt, er eiginlega barnaleikur í samanburði við það, sem er að verða undir núverandi ríkisstjórn. Sá kaupsýslumaður mun ekki vera til, sem hefur ekki fengið mörg kvörtunarbréf vegna þess, að ekki hefur verið hægt að standa við skuldbindingar vegna leyfðs innflutnings. Þeir eru mjög í náðinni, er hafa ekki orðið varir við óþolinmæði er- lendra viðskiptamanna — svo að ekki sé dýpra tekið í árinni — af því að tafir verða á öllum greiðslum. Þótt síð- asta stjórn hefði ekki úr of miklum gjaldeyri að spila, varð ástandið þó aldrei eins slæmt og nú, þegar menn sjá fram á það, að öll við- skipti og athafnir dragist saman vegna gjaldeyris- skorts. Ekki verður annað sagt en að eymdin sé orðin býsna mikil, þegar svo ei komið, að Eimskipafélag íslands, er flytur mest af inn- og út- flutningi landsins, á á hættu að skipin verði stöðvuð er- lendis, af því að það getur ekki staðið í skilurn með greiðslur fyrir annað en það allra nauðsynlegasta. Von- andi sér ríkisstjórnin um það, að annað eins komi ekki fyr- ir skipadeiid Sambandsins, enda ætti hún að hafa nægan gjaldeyri til sinna þarfa vegna flutningsgjaldanna, sem Hamrafell tekur fyrir siglingarnar frá Svartahafi. Hann siglir með átta laumufarþega um höfin. Engin þjó5 vill taka vi5 þeim og skipstjór- inn lendir í fangelsi, sleppi þeir í land. Erfitt unt skýringar. Stjórnarblöðin hafa ekki kom- izt hjá því að geta nokkuð um þetta vandræðaástand, en ekki eru þau alveg á saraa .máli um ástæðurnar. Tíminn kennir þetta afla- bresti á síðustu vetrarvertíð, auk aflabrests á SÍldarvertið- inni, sem nú er fyrir skemmstu lokið, en hann gleymir að geta þess, að afli hefur verið rýr bæði á þorsk- veiðum og síldveiðum urn mörg undanfarin ár, og mún- urinn á aflanum á þessu ári og hinu síðasta ræður ekki úrslitum í þessu efni. Þjóðviljinn hefur aðra af- sökun fram að færa fyrir því, hversu iila er komið erlend- um fjárhag íslendinga undír stjórn kommúnista og banda- manna þeirra. Hann segir í síðustu viku, að framkvæmd- irnar sé svo stórkostlegar, að þær gleypi svo mikinn gjald- eyri, að ekki sé nægilegt til fyrir öllum þörfum af þeim sökum. Aðalráðherra komm- únista hefur meira að segja tekið fram, fyrirfram, að skýring Tímans sé vitlevsa. En Þjóðviljinn boðar engin úrræði —- hann spyr, hvað Sjálfstæðisflokkurinn vilji gera í þessum efnum. Hing- að til hefur ekki skort úr- ræði þessa blaðs, en nú er víst fckið í flest skjól, úr því að það leggst svo lágt að spyrja „íháldið“, hvað það mundi gera. Frá fréttaritara Vísis. — Osló í ágúst. Að fá laumufarþega lun borð í skip sitt, er eitt það versta, sem fyrir skipstjóra getur kom- ið, nema ef til vill að stranda skipinu eða grantla því á ein- hvern hátt. Það er því ekki furða þó Alf Jensen, skipstjóri á norska skipinu „Skaubryn“, hafi verið súr á svipinn síðan í október í haust, en það var þá að hann fékk ekki einn laumufarþega, heldur 8 slíka og ríkisfangs- lausa í þokkabót. Af þessum 8 eru ein hjón og hefur allur hópurinn verið með skipinu síðan í fyrrahaust að fólkinu, sem allt er frá Júgoslavíu nema einn, tókst að laumast urn borð, þegar skipið lá í Bremerhaven í Þýzkalandi. Fólkið hafði af einhverjum á- stæðum flúið til Þýzkalands og fengið þar dvalarleyfi til á- kveðins tíma. Og þegar sá tími var útrunninn gat það ekki fengið dvalarleyfið framlengt og var því ekki við öðru að bú- azt, en að það yrðd flutt heim því önnur lönd vildu ekki veita því viðtöku. Nú er fólkið búið að flækjast með skipinu um öll heimsins höf á kostnað útgerðarinnar. Það var ekki fyrr en komið var til Kolombo að vart varð við það og var það þá strax sett í gæzluvarðhald. Aðeins einn af laumufarþeg- unum hefur gert tilraun til að stelast frá borði. Þá var skipið á siglingu skammt frá Höfða- borg í Afríku. Maðurinn 26 ára flugmaður varpaði sér til sunds, en hafði ekki synt nema 200 metra þegar hann var hirt- ur upp af strandgæzlunni og fluttur um borð, Jensen til lít- illar ánægju. Þar sem skipið kemur í höfn eru hafðar á því strangar gæt- ur-. ,,Auk ýmiskonar óþæginda af fólkinu á ég það á hættu að verða dæmdur í 6 mánaða fangelsi ef einhver kemst i land í brezkri höfn og ver'ð'ur handsamaður,“ sagði skipsrjÓL - inn. Tvær kjarnorku- sprengingar. Kjarnorkusprengja var sprengd yfir Nevadaauðn í Bandaríkjunum í gær. Hún var látinn springa í um 500 metra hæð. | Formaður Kjarnorkuráðsins í Bandaríkjunum hefir skýrt frá því, að Rússar hafi byrjað af nýju tilraunir með kjarnorku- (vopn, og hafi kjarnorku- sprengja verið sprengd í fyrra- dag í Síberíu, og verið allöflug. 1 Hlé hefur orðið á slíkum sprengingar-tilraunum í Siber- íu siðan í apríl. í Ghana hefur verið sam- þykkt að lokinn 1. umræðu frumvarp, sem veitir stjórn- inni fulla heimild íil þess að gera menn útlæga. Bitnar þetta fyrst á tveimur leið- togum Mohammeðstrúar- manna. Bréf: Vanhirt húslóð. Höfuðdagur var s.l. laugardag, en hunda- dögum lauk daginn áður. Hinir gömlu, góðu hundádagar, eins og sumir gömlu karlarnir taka til orða, standa réttan mánuð. Oft hefur verið að því vikið og um það rætt, að mikið væri að marka hversu viðraði á hunda- dögum, og einkum, ef snögglega breytti til með komu hundadaga. Nú verður kannske vart sagt, áð snögglega hafi breytt til með komu hundadaga 23. júlí s.l. iþ. e. þeirra gömlu), en þurrkleys- ur hafa víða verið, sumstaðar síðum súld og jafnvel nokkur úr- koma á þessum tíma. Flæsur. — Höfuðdagsþerrir. Flæsur komu þó sumstaðar og var það til bóta, til þess að ná upp heyjum aðallega, og var yf- irleitt lítið hirt, nema í vothey. En þurrt var á Höfuðdegi og (mundi einhvern tírna hafa sagt I verið, að nú væri kominn höfuð- dagsþerrir. Verði þerrir nú | nokkra daga, þótt ekki væri lengur, má búast við að hirt 'verði feikn mikið af heyjum i vikunni. í Borgarfjarðarhéraði var viða verið í heyi í gær, þótt sunnu- dagur væri. H\-arvetna er þar | mikið af heyi í sæti, og mikið búið að slá á ílæðiengjum og 'öðrum véltækjum engjum, og mestallt flatt viða ennþá. Berjaferðir. — ! Kvöldfegurð. Mikill fjöldi manna fór í berja- ferðir í gær, og óvenjulíflegt á Draghálsi, en þangað fara marg- ir til berja. Þegar ekið var í bæj- inn í gærkvöldi Hvalfjarðarleið- ina mátti sjá, að margir stöðv- uðu bíla sína sunnan fjarðarins, til þess eins að njóta sem lengst hinnar dásamlegu fegurðar kvöldsins. Logn var og heiður himinn, er sól hneig til viðar, og ) varpaði gliti sínu á fjöllin, sem Fyrr en varBL Almenningur gerði aldrei ráð . fyrir, að stjórn „umbótaafl- anna“ múndi geta leyst vanda þjóðarinnar, en hann gerði heldur ekki ráð fyrir, að hún mundi verða svona fljót að sigla í strand — spila rassinn úr buxunum. Stað- reyndin, sem við öllum blas- ir, er sú, að stjórnin hefur • ekki setið heilt ár að völdum, þegar hreint neyðarástand ríkir í gjaldeyrismálunum og stjórnarflokkarnir geta ekki einu sinni komið sér saman um, af’ hverju vand- ræðin stafa. Ástæðuiaust er að ætla, að stjórninni takist að kippa sér og þjóðinni upp úr því feni, sem stefnt hefur verið út í upp á síðkastið. Menn skulu því frekar vera við því bún- ir, að ástandið versni.frek- ar en batni, a. m. k, þangað til stjórnarflokkarnirir hafa geri upp við sig, i hverju meinið er fóigið og hafa leit- að ráða um, hvað þeir eigi að gera til að komast úr vandanum. Á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar lét bærinn á sín- um tíma byggja eitt glæsilegasta fjölbýlishús sem ennþá hefur byggt verið í bænum okkar. Voru íbúðirnar þá auglýstar til sölu, dg sótti um þær fjöldi manna, og fengu færri en vildu, enda byggingin mjög vönduð að öllum frágangi, og íbúðirnar með afbrigðunr vistlegar og rúmgóðar. Það mun hafa verið fyrir um sjö árum sem þetta skeði, og' fólk flutti almennt í íbúðirnar í þessari glæsilegu fjölbýlis- höll. Þessu mikla 'húsi fylg'di svo rúmgóð lóð, sem öll var strax girt vandaðri og sérkenni- legri trégirðingu, og hlaut þetta ( allt að setja glæsilegan svip á umhverfið, en til þess að svo ] yrði í framtíðinni þurfti að gæta þarna þrifnaðar, og snyrtilegr-' ar umgengni. Því miður vant-j ar mikið á að vel hafi tekist ( um það, að minnsta kosti hið ytra,.sem snýr að vegfarendum.1 . Forlóðin sem blasir við fráj Lönguhlíð er í megnustu órækt og vanhirðu, og ekki sýnilegt, ( að þar hai’i nein mannshönd. hlúð að blómi síðan flutt var í ( íbúðirnar, en villigróður vex þar hindrunarlaust, milli 'ó- j skipulegra gangbrauta. Ekki getur rnaður látið sér detta í' hug, að svo mikið sé við haft að slá þetta óræktarland svo sem einu sinni á sumri, ef það mætti verða svo lítið til prýði. En vit- anlega ætti þessi mikla lóð að vera skipulagður gróðurreitur með trjárækt og blómum milli grænna grunda og göngubrauta heim að höllinni. Um baklóðina er það að segja, að hún er síst í rninni vanhirðu en forlóðin. Og svo er það hin mikla og dýra girð- ing umhverfis alla lóðina. Ekki er sjáanlegt, að henni hafi neitt verið gert til góða árum saman, enda hang'a hliðgrindur skakkar og skældar á brotnum lömum, þar sem þeim hefur ekki verið alveg grýtt til hliðar, og girð- ingin öll að brotna og grötna niður vegna málningarleysis og vanhirðu. Villigróður vex upp með henni allri, og er að kaf- færa hana, og mun ekki langt að bíða þess, að hún lirynji á stórum köflurn af fúa, ef ekk- ert verður að gert. Þeir ágætu menn, sem eru eigendur þessarar glæsilegu fjölbýlishallar ættu að hafa samtök um að til slíks þurfi ekki að koma, og að hefja skipu lagt starf til að fegra og prýða rnikla og dýra lóð, sém veit að stóru umhverfi. K. stóftu á höfði í firðinum. Vegabæturnar \ið Fossá. Vegabótunum miklu við Fossá, . þar sem ný brú er i smíðum, er j nú vel á veg komið. en ekki hef- ur enn verið ákveðinn dagurinn 1 eða stundin, er umferð hefst á j þessum nýja kafla, en á honum er sefn fyrr hefur verið getið;ny-~ brú á Fossá, niðri \'ið sjó. Dæendur fyrír glæpi framda 1919. Fyrir skömniu var tekinn aí lífi sjötugur Ungverji, fyrir af- brot framin 1919. Hann hefur verið vinnumað- ur í sveit á síðari árum, en 1919 var hann liðsforingi, ,,hví't liði“, og segja yfirvöldin, að sannað sé, hann hafi fyrirskipað aftökur og misþyrmingar og sjálfur verið sekur um slík af- brot, en því neitaði maðurinn,: Mihaly Franczia-Kiss að nafni. Hann var sakaður um hvorkL Ifleiri né færri en 120 rnorð, sem talin eru hafa átt sér staö eftir að hin skammlífa komm- únistastjórn hrökklaðist frá eftir fyrri heimsstyrjöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.