Vísir - 26.08.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 26.08.1957, Blaðsíða 7
VÍ SIB Manudagirm 26. ágúst 1957 CATHA J^HRISTIE flllar letöi? 'iaaia tii... fyrirtæki hahs eða vandamál sjálfs hans. Morganthal varð því furðu lostinn, þegar Anna tók svo til orða við hann, þegar hún var að fara úr skrifstofunni þenna dag: „Ég vildi gjarnan fá þriggja vikna orlof, ef hægt væri, herra Morgant- hal. Það þyrfti að byrja á þriðjudaginn.“ Hann rak upp stór augu, staroi á hana, og sagði með nokkr- um kvíða: „Það kemur sér illa — mjög illa.“ „Ég held, að það baki yður ekki svo mikla erfiðleika, herra Morganthal. Ungfrú Wygate er fær um að taka við öllum rhínum störfum. Ég skil eftir minnisblöð fyrir hana og nákvæm fyrirmæli. Herra Cornwall getur séð um Aschersamsteypuna.“ Honum var enn órótt, er hann spurði: „Ég vona, að þér séuð ekki veik?“ Hann gat ekki hugsað sér, að Anna Scheele yrði veik. „Nei, nei, herra Morganthal. Mig langar aðeins til að heimsækja systur mína i London.“ „Systir yðar?“ Hann hafði ekki liugmynd um, að hún ætti systur eða yfirleitt nokkra ættingja, enda hafði hún aldrei minnzt á Skyldmenni sín við hann. Samt stóð hún nú þarna fyrir fram- an hann, og talaði um einhverja systur, sem hún æt’ti í London, eins óg það væri á hvers manns vitorði. Hún hafði verið með honum í London árið áður, óg þá hafði hún ékki haft orð á því, að hún ætti systur þar. Það var eiiis og' hahn væri að ásaka hana, er hann sagði: .„Ég hafði ekki hugmynd um, að þér ættuð systur í Englandi." Ungfrú Scheele brosti lítið eitt. „Jú, herra Morganthal, það vill nú svo til, að ég á systur, sem er gift Englendingi, er starfar við Brezka safnið. Hún verður því miður að leggjast í spítala, þar sem hún verður að ganga undir hættulega skurðaðgerð. Hún hef- ur óskað eftir þvi, að ég komi þangað og verði hjá henni, meðan hún er í sjúkrahúsinu. Mér er mikið kappsmál að komast til henn- ar af þeim sökum.“ Otto Morganthal gerði sér loks nú grein fyrir því, að Anna Scheele var staðráðin í að fara á fund systur sinnar, hvað sem hann segði. Hann tautaði því, og var engan veginn ánægður yfir þessu: „Jæja, þetta verður víst svo að vera ... En þér verðið að lofa mér því að koma aftur eins fljótt og þér getið. Eg hef aldrei lifað það, að verðbréfamarkaðurinn væri svona óstöðugur. Það er allt þess- um bannsettum kommúnisma að kenna. Styrjöld getur skollið á áður en nokkurn varir. Stundum finnnst mér, að hún sé eina iausnin. Landið er allt gegnsýrt af kommúnisma — hann gerir vart við sig um allt. Og nú er försetinn staðráðinn í að fara á þessa heimskulegu ráðstefnu í Bagdad. Hún er nú bara skrípa- ieikur í mínum augum. Þeir ætla sér að koma honum fyrir katt- arnef. Bagdad! Það var þá staður, sem valinn var!“ „Eg er sannfærð um, að það verður strangur vörður um hann, svo að ekkert komi fyrir,“ sagði Anna, eins og hún vildi sefa hús- bónda sinn. „Eg veit ekki betur en að þeir’hafi skotið keisarann í Persíu á árinu sem leið. Og þeir myrtu Bernadotte i Palestinu. Þetta er vitfirring — það er það, sem það er — vitfirring. Eii heimurinn er liká allur vitfirring," stundi Morganthal að endingu. ANNAR KAFLI. Viktoria Jónes sat á bekk í Fitz James-garðinum í London, og hún var í þungu skapi. Hún helgaði sig að öllu leyti hugleiðingum um það óhagræði, er stafaði af því að beita sérgáfum sínum á röngu augnabliki. Viktoria var eins og flestar stúlkur — hún átti bæði sína kosti og galla. Til kosta mátti telja, að hún var örlát, góðhjörtuð og hugrökk. Löngun hennar til að lenda í ævintýrum gat talizt kost- ur eða galli eftir ástæðum. Versti löstur hennar var hins vegar sá, að hún skrökvaði við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Vik- toria réð ekki við þá tilhneigingu sína að skreyta veruleikann lítið eitt. Hún var mælsk, hugmyndarík og listfeng, þegar hún skrökvaði. Kæmi hún of seint á stefnumót eða einhvern slíkan fund — sem oft átti sér stað — nægði henni engan veginn að segja, að úrið hennar hefði allt í einu tekið upp á því að stöðvazt — en það gerðist æðioft — eða að kenna seinlátum strætisvagni um töfina. Nei, Viktoriu fannst sjálfsagt að kenna því um, að strokufíll hefði legið á götunni, þar sem strætisvagninn átti að fara um, eða hún hefði verið vottur að stórkostlegu ráni, og hefði hún tafizt, er hún hjálpaði lögreglunni við að hafa uppi á óbóta- manninum. Viktoria hefði ekki liðið fullkomlega vel, nema tígris- dýr hefði verið á ferli á Strand og stórhættulegir ræningjar leik- ið lausum hala í Tooting-hverfi. Viktoria var grönn vexti, og fagurlega limuð, en annars var ekki hægt að segja annað en hún væri ósköp blátt áfram. Hún var smáfríð, en þar við bættist, að hún var með gúmmíandlit, eins og einn aðdáenda hennar komst einhverju sinni að orði, því að hún gat sett upp svip næstum hvers sem var, ef hún vildi það við hafa. Það var einmitt þéssi eiginleiki hennar, sem varð henni að fóta- kefli hjá síðasta húsbóndánum, er hét Greenholtz. Viktoria hafði verið að skemmta þrém öðrum vélritunarstúlkum í skrifstoíu hans með bráðsmelíinni leiksýningu og lýsingu á því, er frú Gréehholtz kæmi í heimsókn til manns síns í skrifstofuna. Það skal fram tekið, að Viktoria gerði þetta, þegar hún hélt, að Green- holtz væri staddur hjá lögfræðingum sínum, því að þótt hún kynni vart að hræðast, hugsaði hún þó einnig um að gæta þess, að gera sér ekki brauðstritið of erfitt með leiklistinni. Og þetta hafði saniiarlega verið velheppnuð leiksýning, því að véiritunarstúlkurnar höfðu allar hætt vinnu sinni, til þess að horfa á Viktoriu, hlægjá að fettum hennar og brettum, og klappa henni lof í lófa, þegar henni tókst eitthvað sérstaklega vel. En því miður höfðu þær allt í einu tekið upp vinnú aftur, án þess að Viktoria gerði sér fulla grein fyrir því, hvað því olli, en svo varð henni litið um öxl, og hver skyldi þá hafa staðið í dyrunum annar en sjálfur húsbóndinn, Greenholtz. Viktoriu datt ekkert smellið eöa heppilegt í hug, er segja mætti á þessu örlagaþrungna augnabliki, svo að hún lét sér nægja að stynja „Ó“ — dálítið láhgdregið þó — en heldur ekki meira. Það rumdi eitthvað í Greenholtz, en svo var það heldur ékki meira — að sinni. Hann reif af Sér frakkann, og hengdi hann upp, skálmaði til einkaskrifstofu sinnar, skellti hurðinni á eftir sér. Næstum á sama andartaki hljómaöi bjalla í herbergi vélritunar- stúlknanna — tvær stuttar hiringingar og ein löng. Viktoria átti að koma inn til húsbóndans. „Það er þin hfinging, Vigga mín,“ sagði ein hinna stúlknanna að þarflausu, en það var heldur ekki laust við, að það hlakkaði i henni yfir væntanlegum óförum stöllunnar. Hinar voru ekki alveg eins glaðklakkalegar, þegar þær sögðu: „Nú færðu á baukinn, Viktoria,“ og „Sá er víst æfur,“ en vikapilturinn, illa innrættur strákur, lét sér nægja að draga annan vísifingurinn þvert yfir hálsinn til áð gefa til kynna, á hverju Viktoria mætti eiga von. Viktoria tók hraðrit'unarblokkina sína og blýant, og bruhaði síðan inn til húsbóndans, vopnuð allri þeirri rósemi, sem hún átti yfir að búa á þessu augnabliki. „Voruð þér að hringja eftir mér, herra Greenholtz?“ spurði hún lágri röddu og leit blíðlega til hans. Chervrolet fólksbifreið 6 manna, smíðaður 1955 til sýnis og sölu við Leifsstytt- una frá kl. 5—7 í dag. Bif- reiðin er í sérstaklega góðu lagi, keyrð aðeins 19000 km. M.s. Dranning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn til Færeyja og Reykjavíkur, þriðju daginn 27. ágúst. — Skiþið fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar 3. septem- ber. — Pantaðir farseðlar ósk- ast greiddir strax. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. „HERÐUBREIÐ" austur um land í hringferð hinn 28. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðarj Djúpavogs, Breiðdalsvíkurj Stöðvarf járðar, Borgaff j arðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Ráufárhafriaf árdegis í dag. FarseðTar seldir á þriðjudag'. Johan Ronning h.f. Raflágnir og viðgérðif á öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð 'vinria. Sími 14320. Johan Rönning h.f. AÐAL- 1IÍL4SALAA er í ASalstræti 16. Sími 1-91-81 Vatnsþrýstingurinn lá eins og farg' á Tarzan á fcotni •'skipsins, en Hauri. hélt áfrám.leit sinni þm’ tiii að' hariri úndrunar kom í ljós skinandi málmuf. pátan. var ráðin — þettak'ár tmiklll fjársjðður'af silfufstörigúrh, - - } C & Stíwwfla 23.32 íaim kisturnar, sem innihéltíu svörtu stangurnar- sém -Molti haíði talað. um. Hárimtók eina stöngina og synti með tók nu iiiiiirn.i og skóf yíirborð stángar- inriar með- honum. Tarzán til mikilíaf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.