Vísir - 09.10.1957, Side 4
VÍSHt
Miðvikudaginu 9. okíóbcr 1957
4 §u!S- og 2 slSfurverSlaun.
Endanlegar fréítir Siafa nú
borizt frá keppni NorSurland-
anna við Balkanlöndin um sl.
iielgi.'
Eins og fyrr hefir veri-5 greint,
þá sigraði Vilhjálmur Einars-
son þrístökkið auðveldlega.
Átti hann stórglæsilega stökk-
seríu: 15.58, 15.84, 15.95, sleppt,
14.42, og 15.92. Næs.ti maður
stökk 15.03 í öðru stökki.
Hilmar varð annar í 200 m.
og hljóp á 21.6. Valbjörn varð
annar í stangarstökki og stökk
jafnhátt sigurvege;.um eða
4.30 m.
Þá ber að geta þess að Hilm-
ar sigraði í 100 m., en í þeim
var keppt fyrsta daginn og
fékk hann tímann 10.8. Þá var
liann og í 1000 rn. boðhlaups-
sveitunum. Hafa þvi íslending-
arnir hlotið fern gullverðlaun
og tvenn silfurverðlaun á þessu
móti og hafa íslendingar aldrei
fyrr sýnt jafn síórkostlega yfir-
burði á alþjóðamóti.
E’kki gefst rúm til að birta
úpslit í öllum greinum mótsins,
en hér fara á eftir úrslit fjög-
urra fyrstu manna í þeim grein-
um, er íslendingarnir kepptu i:
100 m. 1) Hilmar 10.8. 2)
Búnaes (Noregi) 10.8. 3) Kolev
(Búlgaría) 10.9. 4) Nilsen (Nor-
egi) 10.9. Þristökk: 1) Vilhjálm
ur 15.95. 2) Norman (Svíþjóð)
15.03. 3) Gurguachinov (Búlg-
aríu) 14.49. 4) J'arvi (Finnl)
14.44. -200 ni: Buna:es (Noregi)
21.4. 2) Hiimar 21.6. 3) Kolev
(Búlgaríu 21.7. 4) Malamros
(Svíþjóð) 21.7. Stangarstökk:
Sutinen (Finnl.) 4.30. 2) Val-
björn 4.30. 3) Lesee (Júgósl.)
4.30 4) Lukman (Júgpsl.) 4.20.
Mót þetta var stigakcppni,
þrír menn frá hvoru liði, og
sigruðu Norðurlöndin með
glæsilegum yfirburðum, og
miklu meiri en nokkur hafði
j búizt við. Úrslitin urðu Norður-
! löndin: 243 stig. Balkanlöndin:
177 stig.
Mýtt hefti Iþrótta-
bhSsíns.
Nýlega er komið út sepíem-
berhefti þessa árgangs af
íþróttablaðinu. Blaðið er að
vanda fjölbreytt að efni og má
þar m. a. nefna greinar um síð-
ustu landskeppni ísl. við Dani,
Landsflokkaglímuna, Reykja-
víkurinótið 1957 í knattspyrnu,
Ifeimsókn á skrifstofu ÍSÍ o. m.
fl.
Það þykir nú máske fullsnemmt að birta skíðamynd, en ekki
cr ráð nema í tíma sé tekið og því birtist hér mynd af einni
fremstu skíðakonu Bandaríkjanna, Betsy Snite. Hún tók þátt
í Olympíuleikunum 1956 og var þá aðeins 17 ára gömul. —
Betsy hugsar sér að verða sérfræðingur í röntgenlækningum,
cn aðaltómstundáiðja hennar er að matreiða sjaldgæfa rétti.
Akranes : Reykjavík — 5:0.
Síðasti stórleikurinn var
firðu daufur.
I Galli er hvað íþróttablaðið
, kemur sjaldan ut og er það sér-
! staklega bagalegt yfir sumarið
meðan hvert stórmótið rekur
1 annað innanlands sem utan.
1 Ástæðuna fyrir því er líklega
; ekki hægt að kenna ritstjóran-
I um, því yfir honum er sérstök
' blaðstjórn og hefur hún ein-
■ mitt vikið að þessu vandamáli
! í fyrri heítum blaðsins. Erfið-
! Jeikar á útkomu blaðsins og þá
! einnig útgáfu, eru m. a. hve
treglega gengur að innheimta
árgjöld og eins gera íþrótta-
menn og íþróttaunnendur lítið
til að kynna og útbreiða þetta
elzta málgagn sitt. En blaðið
hefur komið út í nítján ár og
þj’kir það hár aldur hérlendis
á ,,sér“tímariti. Ritstjóri blaðs-
ins er hinn kunni íþróttafröm-
uður og fyrrverandi íþrótta-
maður Brynjólfur Ingólfsson.
S'ðasti stórleikur sumarsins
var háður á Meiavellinum s.I.
sunnudag og keppti lið íþrótta-
bandalags Akraness á móti
úrvali Reykjavíkur. Keppni á
milli Akraness og Reykjavíkur
hefur farið fram nokkrum
Fjfiibreytt féEags-
hial K!
Félagsblað KR er nýkomið út
og segir 'par frá hinni fjöl-
brcyttu starfsemi félagsins í
liinum ýmsu deildum þess.
Afrekaskrá KR í frjálsíþrótt-
um 1921—57 vekur hvað mesta
athygli af efni blaðsins, en KR-
ingar liafa löngum átt góðum^
| frjálsíþróttamönnum á að skipa
' og kennir margra grasa í þessari
skemmtilegu skrá.
Ritnefnd blaðsins skipa: Sig-
urgeir Guðmannsson, Haraldur |
Guðmundsson, Hörður Óskars-
son og Hara'ldur Gíslason og
eru þetta allt framámenn í
! knattspvrnumálum félagsins.
sinnum áður og þeir fyrrnefndu
oftást nær farið með sigur af
hólmi og svo var í þetta sinn,
því þeir unnu með fimm mörk-
um gegn engu.
Fjöldi áhorfenda var við-
staddur leikinn þó veður væri
fremúr kalt. Völlúrin'n var mjög
þungur eftir langvarandi rign-
ingar og stór forarpollur rétt
austan við syðra markið. Þessi
erfiðu skilyrði háðu leikmönn-
um nokkuð og þá ekki síður, að
harður suðaustan vindur var
allan tímann.
Akurnesingar léku undan
vindi í fyrri hálfleik. Ekki voru
nerna örfáar mín. af leik þegar
Þórður Þórðarson er fyrir inn-
an vörn Rvk og skallar að
marki, cn Björgvin fær naum-
lega varið i horn.
Fyrsta markið.
Tíu mínútur voru af leik er
Þórður fær á ný bolta utan frá
hægri kanti, hann skaut á
mark, boltinn fór með jörðu og
í stöng en af henni og' ir.n.
Þarna bjuggust fæstir við
marki, það kom óvænt og að
því er virtist var ekki mikil
hætta við markið þetta áugna-
blik. Þórður Þórðarson var sér-
staklega vel upplagður í þessum
leik, snérist allt, sem hættulegt
var við mai’k Rvk í kringum
hann og á 15. mín. spilar hann
bókstaflega í gegn um vórnina,
náði að skjóta og aftur fær
Björgvin naurnlega \ arið í
horn.
Rvk-liðið átti nokkrár sókn-
arlotur, en þær máttu sín
einskis. Annað hvort voru þær
brotnar á bak aftur ai' hinni
kraftalegu vörn Akurnesinga
eða þá, að allt rann í sandinn,
er að markinu kom, hlutúr sém
reyndar hcíur verið einkenn-
andi fyrir Reykjavíkuliðin í
súm'ar. Þau ná góðu sárrcpili
upp að marki en þégar réka
skal endalmútinn á það, þá fer
allt í algjöra rúst. Þetta er
hlutur sem að þjálfarar liðánna
verða að gefa gaum, því fallégt
spil án marka hefur harla iítil
áhrif á úrslit leiksins.
Á 28 mínútu nær Þórður
Jónsson að skjóta og það tvisv-
ar því Björgvin missti af böít-
anum eftir að hafa varið fyrra
skotið en í síðara skiptið var
það Hreiðör hægri bakvörðu.%
sem bjargaði á línunni.
AnnaS markið.
Er hálftími var af leik fékk
Skúli Nielsen v. útherji boltann.
í andlitið og vai'ð að yfirgefa
leikvanginn. í hans stað kom
Karl Bergmann. Akurnesingar
voru í einni af sínum mörgu
sókr.arlotum rétt á eftir og'
náði Þórður Þórðarson að skalla
að marki, og með hjálp vinds-
íns náðd boltinn að læðast millí
fingurgóma Björgv. og markslár
innar og inn. Vindurinh hefur
kannske truflað Björgvin, því
þetta hefði hann varið tutdir
venjulegum kringumstæðum.
En nú stóð 2:0.
!
Þriðja inarltið.
Á 34 mínútu dæmdi Mágnús
Pétursson (en hann var dómari
í þessum leik) vítaspyrnú á
Rvk. Erfitt var að sjá hvers
vegna, en varla þarf að efast
urn að svo strangur dómur sem
vítaspyrna er sé dæmd á lið
nerna dómarinn hafi séð leik-
mann brjóta af sér.
Gísli, nýliðinn í Akraneslið-
inu, skaut glæsilega og skoraði,
Framh. á 9. eíðu.
það sama að gerast hér við
land nú í dag? — Þýð.).
í
Hake er kunn meðal fiski-
manna undir nafninu „Silfur-
dauðinn“, vegna þess að fiskur-
inn er á hættulegustu slóðum
hafsins. Hann er mjög sein-
þroska; hrygnan er ekki kyn-
þroska fyrr en tíu vetra gömul.
Spánverjarnir héldu veiðinni
áfram sleitulaust og sendu
fiskinn með sérstökum skipum
á heimamarkaðinn. Fiskurinn
náði ekki kynþroskaaldri sakir
ofveiði — og þá fór sem vonlegt
var, að miðin eyðilögðust. Sjö-
tiu hundruðustu af fiskilöndun-
um fiskimanna í Milford
Haven hafði fram að þessu ver-
ið hake. Nú tók gersamlega
fyrir þennan atvinnuveg og
fjöldi þeirra fluttist til annarra
borga eða fór að stunda önnur
störf, en togarafloti borgar-
innar liggur athafnalaus í höfn
og margar áhafnanna eru át-
vinnlausar.
j En það er eins og áður segir,
ekki aðeins hake-miðin sem
hafa orðið fyrir barðinu á þess-
um ránfiskiaðferðum. Hinar
mikilvægari fisktegundir oins
og þorskur og skarkoli hafa
mjög gengið til þurrðar. Um
1930 hafði tala þorskfisks í
Norðursjónum minnkað um
þriðjung frá ásétlaðri tölu 1920,
en skarkoli var talinn tólffalt
sjaldgæfari en seint á nítjándu
öldinni. Nú á tímum er áætlað
að aðeins 300 milljónir skarkola
séu í Norðursjónum -—- og
'gengur ört á stofninn. Hættan
af hinni heimskulegu ofveiði
héfur þannig opinberast í af-
leíðdngunum.
I Til þess að mæta hinni vax-
andi þörf örtfjölgandi íbúa
jarðarinnar, hafa útgerðarfélög .
! og togaraeigendur orðið að
senda skip sín æ lengra til.
veiðanna og afleiðingin hefur
orðið: stærri skin. mannfleiri
áhafnir og vandaðri og dýrari
utbúríaðúr. Þar s'em Nörður-
sjórinn er næstum ..bu'rausitm“,
verða togararnir að leita lengra
riorður. Þeir fara norður í
veðravíti Íshaí'ins með hinu
hættulega „svartfrosti“ og rek-
ísbreiðum, og til gjögróttra
stranda íslands og til hinnar
eyðilegu Bjarnareyjar og
Novaja Zemblja, til Hvítaháfs-
ins meö hina rússnesku tólf-
mílna landhelgi og til Noregs
djúpa, sem fiskimenn hafa skýrt
,.Vegg dauðans“.
Á þessar slóðir safnast skip
fjölda þjóða, alveg eins og floti
víkinganna í Norðursjónum í
fyrri daga. Meðal þessara skipa
eru rússnesk skip einnig, eins
og gera má ráð fyrir, þar sem
Rússland áætlaði fiskiafla sinn
fyrir árið 1956 meira en þrjár
og hálfa milljón tonna!
Þótt hópfiSkivéiðarnar í
Norðursjónum væru ófsalégar,
þá voru þær samt eins og
barnaleikur móti bví er gerist
þarna á norðurslóðum.
Þessa síðustu varnarstöðvar
hipna ofsóttu nytjafiska, sem
eru undir siöðugu eftiriiti er-
lendra varðskipa, er stundum
ofsækja fiskiskip utan land-
helgi viðkomandi lands, eru
orðnar xættvangur hinna hams-
lausustu og gegndarlausustu
vinnuaðferða, sem nokkurn-
tíma hafa þekkzt. Og margar
eru þser hrottasögur, sem gaml-
ir og reyndir togaramenn segja
af þessu.
Ein er um skipstjóra, sem
setti einn háseta sinn á ,,eins
shillings mánaðakaup og fæði“,
af því að aumingja maðurinn
þoldi ekki að standa daga og
nótt við aðgerð í slorugum
fiskstíunum. Önnur saga er af
manni er marðist til dauða
undir toghlcrunum og af öðr-
um manni, er varð fyrir tog-
vörnum svo að tók af höfuðið
svo eldsnöggt. að hann gekk
nokkúr skref áður en h.ann féll.
Svo ganga sögur af drauga-
skipum, togurum. sem með
vofuáhöfn sinni villast að eilífu
innan um blindslter ókunnra
stranda, er grandaði þeim og
skipi þeirra, og um síðustu boð
traustum skipum, sem holskefl-
urnar færðu í kaf. ..Báturinn
farinn .... réykháfurinn far-
inn ..... voriin íarin
Æðisgéngin og hörmuleg hjálp-
arköll hafa borizt frá traustuni
og velbúnum skipum. sem hafa
verið að hvolfa undir ísfargi
,.svartfrostsins“. Er þar
skemmst að mirínast, er tog-
ararnir ..LorelIa“ og „Roderigo“
fórust af þessum orsökum
norður af íslandi 26. janúar
1955. Þrátt fyrir hetjulegar
Framh. á 9. síðu. ,