Vísir - 23.10.1957, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Miðvikudaginn 23. október 195T
fim
D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
s Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Uppreist Ungverja.
I dag er eitt ár liðið frá þeim
1
atburðum, sem hrundu af
stað tilraun Ungverja til að
verða frjáls þjóð á nýjan
leik eftir að hafa verið ár-
um saman undir hæl komm
únismans. Fyrir einu ári var
efnt til fundar í Búdapest til
að óska eftir því, að rúss-
neskt herlið væri látið fara
úr landinu, svo að það gæti
stjórnað sér sjálft, ráðið
sjálft stjórnarfari sínu. Til-
mælum fundarmanna var
svarað með því eina, sem
kommúnistar telja gild rök
— byssukúlum og blóðsút-
hellingum. Þar sýndi kom-
múnisminn betur en nokkru
r sinni innræti sitt.
Úngverjar höfðu fengið um
) það fregnir frá Póllandi, að
f kommúnistaflokkurinn þar
! hefði losað lítið eitt um þau
? tök, sem risinn í austri
í hafði haft á þjóðinni, Pól-
} verjum. Þeir gerðu sér von-
} ir um, að eins mundi fara,
} að því er Ungverjaland
f snerti, ef kröfur væru
r væru bornar fram um auk-
! ið frjálsræði og sjálfstjórn.
1 En þeim skjátlaðist. Kom-
! múnistaforingjarnir óttuð-
ust, að sjálfstæðisþrá þjóð-
annað í leppríkjunum kynni
að vera smitandi — eins og
kom á daginn — og þeir sáu
ekki önnur ráð en þau, sem
þeir beittu í Austur-Þýzka-
landi 1953 og I Poznan á
síðasta sumri. Frelsisþráin
skyldi kæfð í blóði.
Ungverjar nutu frelsis í um
það bil viku. Skothríð lög-
reglunnar þann 23. október
1956 vakti ungversku þjóð-
ina af dvala — hún varð
sannarlega sem einn maður.
Skothríðin heyrðits um allan
heim, svo að þjóðirnar fyllt-
ust aðdáun yfir hugrekki
Ungverja, er stóðu ber-
skjaldáðir og vopnlausir
gegn miskunnarlausasta
herveldi, sem nokkru sinni
hefir verið um getið í sög-
unni. Hvarvetna var fylgzt
með því að óþreyju, hver
úrslitin urðu í Ungverja-
landi — og ef til vill var á-
huginn mestur hjá þeim
þjóðum, sem eins var á-
statt fyrir og Ungverjum,
voru einnig undir járnhæl
kommúnista og fengu því
að njóta ,,mannúðar marx-
ismans'*. ! ■ i'■'
Griðrof og svik.
Ungverjar kröfðust þess, að
i'ússneskar hersveitir væru
’ iátnar hverfa úr landi. Þeir
vildu búa þai' einir, og þeir
gerðu ráð fyrir því, að þetta
mundi verða auðsótt mál,
því að svo eindregið hafa
Rússar krafizt þess — alveg
1 óbéðnir — að erlent herlið
f sé ekki haft í öðrum lönd-
um, sem þeir ráða ekki. En
í þessu efni skjátlaðist Ung-
! verjum, hafi þeir vænzt góðs
af Rússum.
Þegar fyrirliðar Ungverja voru
að semja um það við full-
trúa rússneskra kommún-
ista, að allt erlent herlið
skyldi flutt á brott úr land-
inu, voru rofin grið á Ung-
verjum og þeir fangelsaðir.
Foringi kommúnista, Nagy,
var einnig ginntur úr
hæli sinu 1 erlendu sendi-
ráði með loforði um, að hann
skyldi fá að fara frjáls
ferða sinna. Grið vorueinn-
ig rofin á fulltrúum verka-
manna, er ræddu við kvisl-
inginn Kadar.
Þannig mætti lengi telja, og
þannig er saga kommúnista
hvarvetna —. aðalefnið hið
sama með dálitlum breyt-
ingum eftir aðstæðum.
„íslendingar festi sér í miniii
örlög ungversku þjóðarinnar".
Frjáis mennmg og Aimenna bókafélagið
mfnnast Þjóðbyitingarinnar í Ungverjaiandi.
Formaður félags Frjálsrar menningar og framkvæmdarstjóri
Almenna bókafélagsins ræddu við fréttamenn í gær, til þess að
skýra þeim frá, hvað gert væri af hálfu félagaima, til að minn-
ast þjóðbyltingarinnar í Ungverjalandi, sem hófst í dag fyrir
einu ári, og er nú minnst livarvetna meðal frjálsra þjóða.
*
OskackauHiir kommúnista.
Öllum nema blindum ofstæk-
ismönnum varð ljóst eðli
kommúnismans fyrir einu
ári, þegar hann kæfði frels-
isþrá ungversku þjóðarjnn-
. ar í blóði. Hann krefst frels-
is og sjálfstæðis allra þjóða
— nema þeirra, sem hann
ræður. Þær ber hatm niður
! með harðri hendi, og ein-
stakir kommúnistar eru fús-
■ ir til að feta í fótspor
Kvislings og Kadars til að
þjóna mannúðínni, sem þeir
tneð kaldhæðni kenna við
marxismann.
Islendingar eiga enn því láni
að fagna að geta valið sér
stjórnarfar án íhlutunar
annarra. Þó er ekki víst, að
þjóðin beri alltaf gæfu til
þess, en frekar ætti að vera
von til þess, ef hún gerir
sér grein fyrir því, að með-
ai hennar eru margir menn,
sem mundu ekki telja
hörmulegt, þótt íslendingar
hlytu örlög Ungverja,
mundu raunar fagna því,
bar sem það mundi færa
þeim völd.
Tómas Guðmundsson skáld
hafði orð fyrir Frjálsri menn-
ingu. Skýrði hann frá því, að
stjórn og framksvæmdanefnd
félagsins, hefði komið saman itl
fundar í tilefni ársafmælis
þjóðbyltingarinnar, og gera svo
fellda ályktun:
ÁLYKTUN.
1. Félagið Frjáls menning
vottar ungversku þjóðinnivirð-
ingu sína og samúð, og harm-
ar þá ógæfu frjálsra þjóða, að
hafa ekki getað komið henni til
liðs í þeirrf frelsisbaráttu, sem
hún háði við miskunnarlaust
ofurefli.
2. Félagið fordæmir árásar-
styrjöld Sovétríkjanna á hend-
ur Ungverjum sem hróplegt af-
brot gegn grundvallarlögmáli í
sambúð siðaðra þjóða. Það for-
dæmir í nafni mannúðar og
manm'éttinda hinar hryllilegu
ofsóknir, mannrán fangelsanif
og aftökur, sem haldið er uppi
gegn ungverskum föðurlands-
vinum, körlum og konum, sem
hafa unnið sér það eitt til saka
að berjast fyrir sjálfstæðri til-
veru þjóðar sinnar. >
3. Félagið beinir þeirri á-
skorun til íslendinga, að þeir
festi sér örlög ungversku þjóð-
arinnar í minni, og láti þau
verða sér til varnað'ar í skiptum
við þau ofbeldisöfl, sem líkleg
eru til þess að grafa undan
sjálfstæði þjóðarinnar og búa í
haginn fyrir erlenda íhlutun og
yfirdrottnun.
Ræddi T. G. nokkuð maik
Frjálsrar menningar. sem starf
ar i flestum löndum hins frjálsa
heims, að öllu því, sem verða
mætti öllu mannkyni að liði,
svo að menn geti verið frjálsir.
Hann ræddi nokkuð bókina
„Þjóðbyltingin í Ungverja-
landi“, sem Almenna bókafé-1
i
lagið gefur ut, og höfund henn-,
ar, Erik Rostböll, en Tómas er'
þýðandi bókarinnar. Hún væri j
gefin út í tilefni af þjóðbylt-j
ingarafmælinu. Einnig skýrði
hann frá áformi Frjálsrar menn-'
ingar, að stofna til samkomu
hinn 3. nóv. næstkomandi af
sama tilefni, en þar yrði. aðal-:
ræðismaður ungverskur maður j
sem var ritstjóri blaðsins Uro-j
dalmu Ujsag, sem var um skeið
áhrifamesta blað Ungverja-1
lands, og var málgagn ung- *
verskra rithöfunda. Ritstjór-1
inn, George Palmude er mik-j
ill mælskumaður. Hann varð
að flýja land og er nú ritstjóri
tímarits Ungverja í Lundún-
um, Hungarian Literary Gaz-*
ette. Frjáls menning bauð
Þessum ágæta frelsisvini hing-
að\ Ræðumenn verða fleiri, að
sjálfsögðu. j
Framkvæmdastjóri Almenna,
bókafélagsins, Evj. K. Jónsson
sagði og frá bókinni „Þjóðbylt- _
ingin i Ungvetrjalandi'V Hún
kom út hjá Gyldendal í marz
s.l. og vakti fádæma athygli.
Hún kemur í bókaverzlanir í
dag og rennur allur ágóði
af henni til Ungverjalands-
söfnunar Rauða krossins. Höf-
undurinn gaf ritlaun sín Rauða
krossinum.
Dr. Gunnl. Þórðarson var á
fundinum til þess að bera
fram þakkir Rauða krossins.
Hann sagði frá ungverska flótta
fólkinu, sem hér dvelst, 50
manns, en það er flest hér í
nágrenni Rvíkur, og 10 manns
í Vestmannaeyjum. Allir, sem
hingað komu, eru hér enn,
nema tvær stúlkur, 15 ára, sem
R. Kr. var beðinn sérstaklega
fyrir, þar sem ættingjar þeirra
vildu fá þær aftur. Eru þær
komnar til þeirra. Og svo er
skákkappinn Benkö, hann er
nýfarinn til Bandaríkjanna.
Ein kona er látin, en önnur
bættist í hópinn. sameinaðist
hér manni sínum. Elýði hún til
Júgóslavíu, og hjálpaði ítalski
. Rauði krossinn henni, en Rauði
. krossinn hér borgaði farið fyr-
, ir hana hingað. Ungverjarnir
,hafa haldið hópinn eftir því
sem þeir hafa getað og láta vel
af sér.
Bókin „Þjóðbyltingin í Ung-
verjalandi“ á erindi til allra og
mun vekja mikla athygli. Hún
mun auka skilning. manna á
dýrmæti frelsisins og baráttu
ungversku þjóðarinnar. Hún
hefur mikinn boðskap að flytja.
Eftirmála hefur þýðandi ritað.
Bókin er tæpar 160 bls. og út-
gáfan hin vandaðasta.
Mtréi:
Hvers vegna var lokað?
Fimmtudagirm 3. október birt-
ist grein í Morgunblaðinu, með
fyrirsögninni: „Fiskbúð lokað“.
I greinarkorni þessu er sagt, að
lögreglan hafi verið við hurð
fiskbúðar með innsigli til að loka
henni samkvæmt skipun heil-
brigðisyfir\'aldanna i Reykjavík.
Þess. var ekki getið, hversvegna
fiskbúð þessari var lokað, eða
á nokkurn hátt rakin tildrög
þessarar heldur vesældarlegu
greinai'. En aftur á móti er hún
jafnval meint sem tilraun til at-
vinnuskerðingar af þeim, sem
greinina skrifar. Lokun fisk-
skerðingcU* af þeim, sem greinina
skrifar. Ástæða fyrir lokun fisk-
búðar þessarar hefur var.t mikil
yerið, þar sem leyft var að opna
hana aftur eftir 2-3 klukkutíma.
Nú liggur fyrir að spyrja heil-
brigðiseftirlitið, hvers vegna var
fiskbúð þessari lokað? Auðvitað
á fólk það, sem skiptir við búð
þessa, fullan rétt á að vita um
ástæðuna fyrir lokun búðarinn-
ar. Greinarhöfundur telur lokun
eða innsiglun þessarar búðar
jafnvel einsdæmi.
En hv'að er hér á ferðinni?
Hvað dettur okkur i hug? Það
hafa þó ekki slæðst nokkrii- kart-
öflupokar með 1—2 kg. upp á
hiilu iijá fisksalanum, en það er
mjög þægilegt fyrir húsmæðurn-
ar að geta keypt sér kartöflur
um leið og þær ná sér í fisk, eða
ef til vill er það vatnsslanga, sem
er ekki alveg réttvísandi úr hrein
lætisskálinni niður í frárennslið,
eða er það krani, sem vætlar með
eða er stirður að snúast, cða
vatnsmælirinn sem kostar fisk-
salann 10—20 krónur yfir nótt-
ina, eí hann ætlar að, láta renna
lifandi vatn a saltfiskinn, kæsta
skötu og grásleppu, því að öðr-
um kosti veröur hann eins og nú
tiðkast —- að selja viðskiptavin-
unum ofangreinda vöru úr dauðu
og hálffúlu vatni, eða jafnvel
flís í vegg, sem hefur orðið fyrir
þvi óhappi að losna frá stall.s-ystr-
um síntijn.
Eða maður fer nú út fyrir tak-
mörkin og giskar á kókó-kóla,
sem strákar mundu glepjast á að
kaupa um ieið og þeir kaupa
fisk. Ekki|þefur það verið slæm-
ur fiskur, þvl þessháttar smá-
munir ertt fyrir neðan alltsaman.
Við fisksalar erum menn eins og
aðrir og fáu.m oft harða gagn-
rýni, sem stundum er ekkert við
að segja, en það er líka stund-
um dómur, sem ekkert er við að
seg;ja, en það er líka stundum
dómur, sem ekkert hefur við að
styðjast í veruleikanum. Grein
sú, sem hér er um að ræða, um.
lokun fiskbúða okkar með log
regluvaldi.eftir skipun heilbrigð-
iseftirlitsins, fyrir litlar eða eng-
ar sakir, er ekki til að efla sam
vinnu í svo alvarlegu máli, sem
hér er um að ræða. Það fæst ekkt
allt með valdboði einu saman.
Að lokum þetta. Ef það e'n.dur-
tekur sig, sem maður vonar að
verðl ekki, að fisksalar séu tekn-
ir frá atvinnu sinni fyrir smá-
muni eina saman og gengið sé
framlijá þeim mönnitm, sem
kosnir hafa verið af fisksala-
stéttinni til miðlunar á shkum
málum, þá neyðumst við' til að
nota þennan rétt, sém öll stéttar-
félög hafa, góðu heilli, félags-
réttinn.
Reykjavík, 8. okt.
Fisksali.
OdVrl
sokkabuxur
allar bíærðir
VERZL.
g NÆRFATNAM
karlmannu
fÝíí\ *S drcnsí*
JAim, fyrirliggjandi.
1 LH. Mullar