Vísir - 23.10.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 23.10.1957, Blaðsíða 10
VÍSIR Miðvikudaginn 23. október 1957 w =A GATHA j^HRISTIE /Ular leiíít Itygja tii... 59 brot, sem hann var að athuga. Dr. Pauncefoot Jones heilsaði undirmanni sínum ósköp blátt áfram. „Sæll, Richard, drengur minn, þú ert þá kominn hingað,“ tók hann til mála. „Mig grunaði, að þú mundir koma á þriðjudegi, og veit þó ekki hvers vegna." „Það vill nú svo til, að það er einmitt þriðjudagur í dag,“ svaraði Richard. „Nei, er það?“ mælti dr. Pauncefoot Jones, en virtist þó alveg láta sér það í léttu rúmi liggja. „Komdu nú bara, og segðu mér, i hvað þér sýnist um þetta hérna. Við erum ekki búnir að grafaj nema þrjú fet niður, og samt rekumst við á veggi, sem hafa varðveitzt furðu vel. Mér sýnist meira að segja, að hér verði vart leifa af málningu. Komdu nær, og láttu mig svo heyra I skoðun þína á þessu. Eg geri ráð fyrir, að við getum vænzt ií mikils árangurs af starfi okkar hér.“ ;'j' Richard stökk ofan í gröfina, sem grafin hafði verið meðfram Veggnum, og fornleifafræðingarnir undu glaðir við samræður um áhugamál sín í um það bil fjórðung stundar. Þá greip 'ísfeichard tækifærið til aö brjóta upp á öðru umræöuefni. i „Meðal annarra orða,“ sagði hann, „þá kom eg hingað með stúlku.“ „Jæja, einmitt það,“ svaraði dr. Pauncefoot. „Hverskonar jj stúlka er það?“ jí '„Hún sagði mér, að hún væri bróðurdóttir þín,“ mælti Richard. ; ' „Bróðurdóttir mín?“ hafði dr. Pauncefoot eítir honum, og með erfiðismunum tókst honum að rífa hug sinn frá þúsund ára ;jgÖmlum viðfangsefnum. „Eg held bara, satt að segja, að eg eigi ■'ills enga bróðurdóttur," sagði hann efablandinn, eins og það gæti svo sem vel verið, að hann ætti bróöurdóttur, en hefði að- i'.dins gleymt því. ’ wSe |p;;„Mér skildist á henni, að hún væri komin hingað, til þess að :j starfa fyrir þig,“ sagði Richard til frekari skýringar. = „Ha — núú.“ Svipur dr. Pauncefoots breyttist, svo að það var j éins og ský drægi frá sólu. „Já, vitanlega — það hlýtur aö vera iún Veróníka.“ ■ |j „Eg er nú hræddur um, að hún hafi kallaði sig Viktoriu,“ svar- áði Richard. „Já, já, Viktoria. Hann Emerson skrifaði mér um hana frá ; j^jCambridge. Mér skildist á honum, aö þetta væri mesta dugnaðar- ^ifcúlka. Hún er víst mannfræðingur. Eg fæ ekki skilið, hvernig jljnokkurn mann getur langað til þess að veröa mannfræðingur. Sérðu nokkra skynsamlega ástæðu fyrir því?‘ „Eg frétti, að þú ættir von á mannfræðingi til að vinna hér með okkur,“ sagði Richard. „Við höfum ekki rekizt á neitt enn, sem viðkemur hennar grein,“ svaraði dr. Pauncefoot. „En það getur breytzt fljótlega — i við erum aðeins að byrja. Annars skildist mér, að hún kæmi ekki fyrr en eftir hálfan mánuð eða síðar, en eg las ekki bréfið frá ,jhenni svo greinilega, og síðan fór það á flæking, svo að eg man :j i rauninni ekki, hvaö hún sagði. Konan mín kemur í næstu jj viku — eða þeirri þar næstu — og hvað hefi eg nú gert við ÍÍfíréfið frá henni — og mér skildist eiginlega, að hún Venetia ij ætlaði að koma meö henni — en auðvitað hefi eg skilið þetta i;iallt vitlaust. Jæja, jæja, eg geri þó ráð fyrir, að við getum notazt ! ðitthvað við hana.“ ___________________________________________________________ „Hún er væntanlega ekkert skrítin?“ spurði Richard með mestu gætni. „Skrítin?“ Dr. Pauncefoot Jones rak upp stór augu, og leit undrandi á Richard. „Að hvaða leyti áttu við — hvað ertu eiginlega að fara?“ „Eg á við, að hún hafi ekki fengið taugaáfall eða neitt þvílíkt?11 „Eg man að vísu, að Emerson sagði eitthvað um þao,“ sagði dr. Pauncefoot, „að hún hefði unnið baki brotnu undanfarið. Hún var víst aö strita við að taka eitthvert próf, en ég minn- ist þess ekki, að hann hafi talað um taugaáfai! e'ða neitt af því tagi. Hvers vegna dettur þér það í hug allt í einu?“ „Nú það liggur þannig í því,“ svaraði Richard, „aS eg rakst á hana fyrir utan veginn gegnum auðnina. Hún var þar ein á rölti. Það var á hólnum litla, sem er um það bil mílu frá þeim stað, þar sem beygt er af veginum til þess að komast beinustu leið hingað---------“ „Já, eg veit, við hvaða stað þú átt,“ greip dr. Pauncefoot fram í fyrir honum, og var samstundis kominn óraleið aftur í tímann. „Eg fann þar einu sinni pottbrot, sem hafði borizt undarlega langt suður á bóginn frá upprunalandinu. Það var sannarlega einkennilegt, að finna það svo sunnarlega." En Richard lét sig það engu skipta, þótt karlinn iangaði ber- sýnilega til að hefja langar samræður nm þetta fomfræðilcga efni, því að hann hélt áfram eins og ekkert heföi í skorizfc: „Hún sagði mér furðanlega sögu, þegar við hittumst þarna við hólinn í dag. Hún sagði, að hún hefði farið til einhverrar hárgreiðslu- konu í Bagdad, til þess að láta þvo sér um hárið eða eitthvað i þá áttina, og þá hefði hún verið svæfð meö klórafonni, þegar hún átti sér einkis ills von. Síðan hefði henni verið rænt, og hún verið flutt á brott til Mandali-þorpsins, og þar hefði hún verið höfð í haldi í húsi einu, en tekizt að strjúka þaðan. í nótt. Eg verð aö segja eins og mér býr í brjósti, að eg hefi aldrei á minni lífsfæddri ævi heyrt aðra eins bannsetta vitleysu.11 Dr. Pauncefoot hristi höfuðið, þegar aöstoðarmaður hans hafði lokið sögu sinni: „Það er hverju orði sannara, að þefcfca er mjög ósennileg saga,“ -svaraði hann. „Hér ríkir alger kyrrð í landinu, og lögreglan ér á varðbergi hvarvetna. Eg hefi aldrei vitað til þess, að menn væru óhultari um líf sitt hér í Irak en einmitt um þessar mundir.“ „Stendur heima. Það liggur í augum uppi, að stúikufcetrið hefur búið þessa sögu til frá rótum. Það var þess vegna, sem mér flaug í hug að spyrja þig, hvort hún hefði einhvem tíma fengiö taugaáfall. Hún hlýtur að vera einn af þessum móðursjúku vesalingum, sem standa á því fastar en fótunúm, að prestar sé að sálast af ást til þeirra eða að læknar reyni að beita þær valdi, þegar þær leita á náðir þeirra. Eg gæti trúað því, að við værum ekki alveg búnir að bíta úr nálinni, að því er hana snerfcir “ „Æ, ætli hún' sefist ekki með tímanum,“ svaraði dr. Paunce- foot og virtist taka þess með stakri rósemi. „Hvar er hún annars niður komin þessa stundina?“ „Eg skildi við hana hjá húsinu, svo að hún gæti þvegið sér og snyrt sig eftir þörfum,“ mælti Richard, en hikaði svo andar- tak, áöur en hann hélt áfram. „Hún hefur ekki neinn farangur meðferðis.“ „Einmitt það? Það er nú verri sagan. Eg vona, að hún ætlist ekki til þess af mér, að eg fari að lána henni nátfcföfc. Eg hafði aðeins tvenn meðferðis, og önnur eru orðin rifin og slitin.“ „Hún verður að bjargast með einhverju móti,“ sagði Richard, „unz vörubifreiðin fer til borgarinnar í næstu viku. Annars verð eg að segja, að mér þætti gaman að vita, hvað hún hefur eigin- lega verið að gera þarna á auðninni — alein.“ • „Stúlkur eru kynlegir kvistir á vörum dögum,“ svaraði dr. Pauncefoot dálítið óljóst. „Þeim skýtur upp á ólíklegustu stöðum. Þær eru mestu vandræðagripir, þegar maður vill koma einhverju í verk. Maður skyldi ætla, að við værum nægilega langfc frá mannabyggðum, til þess að geta fengið að vera í friöi, en það er stórfurðulegt, hvernig feröafólki skýtur upp, þegar verst gegnir. Nú, nú, mennirnir eru hættir vinnunni. Það hlýtur að vera kominn matmálstími. Sennilega er hyggilegasfc að hraða sér til hússins. 2. Viktoria var ærið kvíðin, þegar hún beið þess, að hitta dr. Pauncefoot Jones, en þegar til kom, var hann harla ólíkur því, ■ E. R. Burroughs - TARZAN 247® Tarzan var nú orðinn ó- notalega svangur og hann flýtti sér í, áttina til þeirra grasivöxnu svæða, sem dá- dýrin hafast við á. Hann nam staðar í skógarjaðrin- um, nasir hans. bærðust og hann þefaði eftir bráð. En skyndilega kom antílópa á fleygiferð á sjónarsviðið og geystist fnæsandi beint í fangið á honum. kvöldvökunni Bankastjórinn stóð á fætur til að halda ræðu kvöldsins. Það munaði minnstu, að eg gæti ekki komið hingað í kvöld. Eg stóð upp af sóttarsæng til að ’ geta vexúð hér. Einkaritari minn hefir ekki verið frískur upp á síðkastið, aumingja stúlkan. ★ Prófessor nokkur í fæðing- ingarfræðum sagði við kunn- ingja sinn og stai-fsbróður eitt sinn, er hann var í óvenju góðu skapi: Eg veit um 78 ára garnla konu, sem átti tvíbui'a. En það er ómögulegt írá líf- fræðilegu sjónarmiði. Nei, nei, þetta var fyrir 50 árum er hún var 28 ára. ★ I sti’ætisvagninum, sem var yfirfullur, varð aumingja mann inum heldur en ekki hvert við þegar kona nokkur brosti til hans og sagði: Þér eruð faðir tveggja barn- anna minna, er það ekki? Allir litu á manninn, sem stamaði út úr sér: Ja, ekki það eg veit. Jú, eg er alveg viss um það. Eg kenni í fjórða bekk í skól- anum hérna. ★ Tvær konur hittust á biðstofu læknis nokkurs. Eg skyldi gefa allt fyrir að eignast bai'n, sagði önnur, en eg er alveg úrkula vonar. Eg veit alveg hvernig yður líðux', sagði hin. Maðurinn minn var svona líka. En nú er allt í lagi og eg á von á barni x næsta mánuði. Hvei'nig fóruð þér að þessu? Eg fór til andalæknis. Það höfum við líka gert, mað- urinn minn og' eg, fyrir sex mánuðum. Verið nú ekki svona heirnsk. Fai'ið þangað ein. ★ Móðirin sagði við fimm ára garnlan son sinn: Og hver á þig nú? Sonurinn leit furðu lostinn á móður sína: Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú vitir það ekki. ★ Hefi eg’ ekki séð andlit yðar einhvei’s staðar annax’s staðai', spurði maður nokkur annan. Nei, það hefir alltaf vei’ið kyrrt þar sem það er nú. ★ Maður nokkur var spui'ður hvernig' megrunarkúr konu hans hefði tekizt. Alveg ágætlega, sagði hann, hún hvai'f alveg í síðustu viku. 'k Þrír sölumenn, matvöru-, vín- og rúmdýnu-sali voru að tala um stöi'f sín. „Eg g'et ekki séð konu snæða eina,“ sagði matvörusalinn. Eg get ekki séð konu drekka eina, sagði vínsalinn. Rúmdýnusalinn þagði þar eð hann yar „gentlimaður11. ★ Maður nokkur hvai'f, er hann var á villidýraveiðum í frunx- skógurn Afríku. Dánai'vottoi'ð: Honum sinn- aðist við eitthvað sem .... át hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.