Vísir - 02.11.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 02.11.1957, Blaðsíða 7
Laugardaginn 2. nóvember 1957 VÍSIR ^THA C HRISTiE ftllap ieiiit tiflfja til... m komin írá Englandi. Edward gat ekki á sér setið, er hér var komið. Hann skelli- hló. „Þú ert dásamleg, Viktoria!“ sagði hann svo. „Þér verður aldrei ráðafátt — alltaf dettur þér eitthvað i hug, þegar illa stendur á.“ „Eg veitsvaraði hún. Annars virðist eg sérfrœðingur í að búa til nána ættingja — dr. Pauncefoot Jones að þessu sinni og biskupinn áður.“ Hún hafði varla sleppt orðinu, þegar það rann upp fyrir henni, livað liún hafði ætlað að spyrja Edward um forðum, þegar þau hittust í Basra. Þá hafði verið kcmið fram á varir hennar að leggja fyrir hann mjög mikilvæga spurningu, þegar frú Clayton kallaði til þeirra, og sagði þeim að korna inn í húsið. „Eg ætlaði annars að spyrja þig um dálítið fyrir löngu,“ hélt hún áfram. „Hvernig stóð á því, að þú vissir, að eg hafði skrökvaö þessu um biskupinn í Llangow — að hann væri frændi minn?“ Edward haíði haldið um hondur hennar, og hún fann nú, að honum brá mjög við þessa spurningu. Svo svaraði hann í flýti, eiginlega alltof fljótt: „Nú, þú sagðir mér sjálf frá þeirri upp- finningu þinni — var það ekki?“ Viktoria leit á hann. Það var einkennilegt, hugsaði hún síðar, að þessi smávægilegu, barnalegu mistök skyldu hafa eins mikil áhrif og raun varð á. Spurning hennar hafði nefnilega komið Edward algerlega á óvart. Hann vissi ekki, hverju hann átti að svara — svipur hans lýsti allt í einu varnarleysi, það var eins og hann hefði verið sviftur einhverri grímu. Þegar Viktoria virti hann fyrir sér undir þessum kringum- stæðum, var eins og allt umturnaðist í huga hennar, sem hún hafði safnað þangað af minningum um at’ourði síðustu vikna, allt félli í þær skorður, sem því var ætlað, og hún sá sannleikann. ! Þó getur vel verið, að þetta hafi ekki gerzt snögglega. Ef til vill hafði undirvitund liennar glímt svo lengi og mikið við spurn- 1 inguna: Hvernig vissi Edward um biskupinn- að hún hafði verið að mynda svarið síðustu vikurnar — og svariö gat ekki orðiö nema á einn veg.... Edward hafði ekki fré.tt um biskupinn í Llangow frá henni, og þá voru aðeins tvær manneskjur í öllum ' heiminum, sem hann hafði getað frétt um hann hjá — Clipp- 1 hjónin. Það kom hinsvegar ekki til mála, að þau hefðu hitt Edward eftir að hún kom sjálf til Bagdad, svo að hann hlaut aö, hafa vitað um þessa skröksögu hennar áður en hann fór frá London. Af þvi leiddi þá, að hann hlaut að hafa vitað frá byrjun, að hún — Viktoria — mundi fara til Austurlanda á þeirra veg- , um, og þá var þessi dásamlega tilviljun ekki nein tilviljun fram- ar. Einhver hafði lagt á ráðin um þetta, undirbúið það og séð um, að það yrði framkvæmt. Og sem Viktoria virti nú fyrir sér grímulausa, ásjónu Edwards, varð henni allt í einu ljóst, við hvao Carmichaei hafði átt, þeg- ar hann nefndi orðið Lucifer. Hún gerði sér einnig grein fyrir' því, hvað hann hafði séð fyrir enda gangsins í ræðismannsbú- ' staðnum í Basra, er hann hafði flúið út á götuna. Kann hafði séð þetta unga, fallega andlit, sem hún virli fyrir sér á þessum augnabiikum — þvi að Edward var fríður sýnum: „Lucifer, sonur Morgunsins, hví hefur þú fallið svo djúpt?" Hættan stafaði ekki frá'dr. Rathbone — heldur Edward! Hann hafði aðeins lítilfjörlegt lilutverk á hendi írammi fyrir almenn- ingi, hlutverk óbrotins skrifara, en þó var það hann, sem lagði ( á ráðin og sagði fyrir verkum, en dr. Rathbone var aðeins hafður til að sýnast — og dr. Rathbone hafði ráðið henni til að forða sér, meðan þess væri enn kostur.... En Viktoria virti nú fyrir sér þet-ta fallega, illúðlega ar.dlit, varð heimskuleg krakkaást hennar allt í einu að engu, og hún skildi snögglega, að tilfinningar hennar gagnvart Edward höfðu raunar aldrei átt neitt skylt við ást. Þetta voru nakvæmlega sömu tilfinningar og hún fann bærast meo sér, þegar hún sá Humphrey Bogart í fyrsta skipti í kvikmynd, og síðar, er hún sá í fyrsta sinni mynd af hertoganum af Edinborg.... Og Ed- ward hafði aldrei elskað hana. Hann hafði hagnýtt sér það af ásettu ráði, að hún var áhrifagjörn og leiðitöm gagnvart þeim, sem hún fékk mætur á. Hann hafði kunnað tökin á áhrifa- gjörnum stúlkum í London forðum, þegar hann settist hjá henni, og hún hafði gengizt upp yið smjaður hans. Hún hafði hegðað sér eins og flón. Akvegir - Framh. af 1. síðu. Helztu framkvæmdir í sumar. Helztu vegaframkvæmdir í j sumar hafa verið sem hér seg- ir: Unnið var að Hvalfjarðarvegi hjá Fossá og nýr vegur lagður þar á kafla. í Borgarfh-ði og á Snæfellsnesi var unnið að smáspottum víða og auk þess að allmikilli vegarlagningu á Skógarströnd. Þar var fullgerð ur vegur frá Bakka cg 2 kíló- metra út fyrir Gljúfrá, þannig að nú er upphleypti vegurinn kominn vestur fyrir sýslu- mörkin. Á sunnanverðu Snæ- fellsnesi var unnið að svoköll- uðum Heydalsvegi, en honum er í framtíðinni ætlað að liggja norður yfir. Rauðamelsheiði og verður það þá þriðji akvegur- inn yfir Snæfellsnesfjallgarð- inn og am leið sá sem lægst Iiggur og sennilega snjólétt- \ astur. Nú er vegur þessi kom- inn að Ölviskrossi, efsta bæn- j um í Hnappadal. Yzt í Barðastrandasýslu var unnið að vegargerð og er nú bílfært orðið að Hvallátrum og um allan Rauðasand. Vestfirðir x vegasamband. Mestu fé hefur samt verið varið til Vestfjarðavegarins, þ. e. úr Arnarfirði í Vatnsfjörð á Barðaströnd, en þeim vegi er ætlað að tengja Vestfirðina við vegakerfí landsins. Þessi veg- ur, sem nú er unnið að, verður ^ alls um 30 km. að lengd frá j Vatnsfirði og i Dynjandisvog og | er um þriðjungur hans þegar fullgerður. BEZTAD AUGLÝSAI VfSj Vegur um Tjörnes. í Þingeyjarsýslu hefur veru- legur áfangi náðzt mpð vegin- um um Tjörnes, sem nú er orð- inn akfær, enda þptt ekki sé að fullu lokið við malarburð í hann. Með þessum vegi verður Reykjaheiðarvegur óþarfur, en hann er snjóakista hin mesta og ófær mikinn hluta árs. Austurlandsvegur. Á Austurlandsvegi hefur verið lagður nýr vegur 5% km. að lengd vestur frá Jök- ulsá hjá Grímsstöðum en þar var áður fremur ógreiðfær og' leiðinlegur vegur. Austan Jök- ulsár er einnig kominn nýr vegur upphleyptur, sem nær að Víðidal á Fjöllum. Á þeirri leið var 6 km. vegarkafli tek- inn í notkun í haust. Enn er ólagður vegur frá Víðidal og austur að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal og ei það samtals um 60 km. Þegar þeirri vegar- lagningu er lokið má búast við að leiðin milli Austur- og Norðurlandsins verði opin miklu lengur fram eftir hausti og opnist fyrr á vorin heldur en ruddi vegurinn, sem nú liggur á þessari leið. A Lónsheiði er búið að und- irbyggja veg yfir alla heiðina og ætti hann að öllu forfalla- lausu að verða fullbúinn næsta sumar. Þrengslavegur. Á Suðurlandi hefur ekki verið unnið að- neinni meiri- háttar vegargerð nema Austur- veginum — cðru nafni Þrengslavegi — úr Svína- þrauni og ausfur í Ölfus. I suniar var undirbyggðui: 3ja hm. la(ngur vegur vestasí í Svínahrauni, en þa.r er saint enn eftir að leggja 21 km, langan veg. E. R. Burroughs 24S4 Þegar Tarzan hafði veitt Betty Cole verðskuldaða' ráðningu, gekk hann á.brott, Betty Cole virtist hikandi, en svo kallaði hún: Bíddu eftir mér. Þú getur ekki skilið mig svona eftir. Burðarmenn mínir hafa hlaupizt á brott og eg er hér ein og yfirgefin og rata ekki um skóginn. Betty brá litum við augnatillit Tarzans. Jæja, eg biðst afsökunar, sagði htm en viltu nú hjálpa mér? Tiginn maður, er var gestur á geðveikrahæli þurfti að fara í síma. Honum gekk illa að ná sambandi og loks hrópaði hann sárreiður: J — Halló, stúlka mín, vitið þér hver eg er? — Nei, var svarað rólega, — en eg veit hvar þér eruð. ★ Húsmóðirin: — Nýi gestur- inn er áreiðanlega kvæntur eða ekkjumaður. Dóttirin: — Nei, mamma, hann segist vera piparsveinn. Húsmóðirin: — Ja, eg trúi því nú ekki. Þegar hann opnar veskið sitt til að borga leiguna snýr hann sér alltaf undan. + — Eg get ekki borðað þetta kál, hrópaði gesturinn. — Kallið á forstjórann. — Það þýðir ekkert, sagði þjónninn, — hann getur heldur ekki borðað það. ★ — Frúin: — Eg hef verið beðin að gefa síðustu vinnu- konunni meðmæli. Eg er búin að skrifa að hún sé bæði löt, ó- stundvís og ósvífin. Hvað á eg nú að segja henni í vil? Maðurinn: — Segðu að hún hafi góða matarlyst og sofi vel. ★ Ræðumaðurinn var orðinn þreyttur á sífelldum framítök- um. — Það virðast vera marg- ir asnar hér í kvöld, sagði hann. — Væri ekki ráðlegt að einn talaði í einu? — Jú, svaraði rödd í salnum: — Ilaldið þér áfram. ■¥■ — Getur bekkurinn sagt mér til hvers kýrhúðin er notuð? spurði kennarinn. — Vissulega, sagði kunnugleg rödd aftan úr bekknum. — Hún heldur beljunni saman. * Afinn: — Hver er vinsælasti drengurinn í bekknum? Drengurinn: ■— Hann Jói var það síðast, því hann smitaði kennarann af mislingum. Hann sagði stúlkunni sinni að ef hún giftist sér ekki fengi hann sér reipi og hengdi sig á staðnum. — Ó, gerðu það ekki, Rikki minn. Þú veist hvað pabba er, i’Ia við- að þú hangir hérna. * — Þetta rúm var í eigu langa- langömmu minnai’, sagði forn- minjasa’inn. — Og vafalaust eití af rúm- unum sem Washington. sv.qf í, svaraði hinn vantrúði kaupandi, — Ekki ólíklegt, en. hún amma mín mundi aldr.ei viður- kenna það. 'k Það var skrýtið.sem kom fyr- ir Lúðvík. XVI. Hann var fyrsti karlmaðurinn, sem gekk á há- um hælum til að sýnast hærri. Síðar hjuggu Frakkar af hon- um hausinn til að hann sýndist lægri. u ........

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.