Vísir - 25.11.1957, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
Mánudaginn 25. nóvember 1957
WKSX3S.
D A G B L A Ð
Vífilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíSur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,Q0.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Getur ísEand hafið frjálsa
verzlun ?
Flestum kemur saman um það,
að frjáls verzlun sé eitt
höfuðskilyrði fyrir góðri
afkomu almennings i öllum
löndum. Þar sem viðskiptin
| eru bundin með leyfisveit-
ingum, skömmtun, rikis-
J rekstri og sérleyfum, eru
; iífskjör alþýðu kröpp og
■ bágborin. í engu landi
' Vestur-Evrópu hafa kjör
1 almennings tekið svo mikl-
j um stakkaskiptum síðustu
] árin, eins og í Vestur- Þýzka-
Jandi. Þessa breytingu má að
f verulegu leyti þakka meira
viðskiptafrelsi en í öðrum
löndum Evrópu.
Á árunum 1950—54 var gert
mikið átak til að koma hér
1 á viðtæku viðskiptafrelsi.
1 Þessi tilraun varð að engu
! gerð með stórkostlegum
! kaupkröfum, verkföllum og
I of mikilli fjárfestingu und-
anfarin ár. Nú er hér á
: landi ekkert verzlunar-
i'relsi. Ástandið í þessum
efnum er verra en í nokkru
1 öðru landi, sem þátttakandi
1 ei- í greiðslubandalagi Ev-
rópu.
Verzlunarástandið hér á landi
liefur færst 20 ár aftur í
tímann og er nú eins og
þegar verst stóð á árunum
milli 1930—40. Allur inn-
flutningur er nú bundinn og
háður leyfum, annað hvort
innflutnings eða gjaldeyris-
] leyfum. Hlutdrægni í leyfis-
veitingum er þegar farin að
' koma í ljós, eins og var hér
Unidi ai Ijósmyndun handrita
Landsbókasalnsins.
1 handritasafninu eru nú
um 10500 bindi.
i
áður fyrr, þegar framsókn-
arflokkurinn drottnaði yfir
leyf isveitingunum.
Afgreiðsla leyfisveitinga í inn-
flutningsnefnd og böukum j
er að verða óviðunandi
vegna seinlætis. Bankarnir
svara ekki beiðnum svo vik-
um og mánuðum skiptir.
Sumir fá aldrei svar við
beiðnum sínum. Þetta á-
stand sýnir hversu þjóðin
er djúpt sokkin í fen ó-
stjórnar og opinberrar.
ski'iffinnsku.
Nú er mikið rætt um það, að-
ísland gerist aðili að frjáls-
um markaði Vestur-Evrópu,
sem þýðir, að viðskipti okk-
ar við þessi lönd verði alveg
frjáls. En þegar iitið er til
hins ömurlega verzlunar-
ástands í landinu nú og þess
sem gerst hefur í yiðskipta-
málunum síðustu tvö árin,
er varla furða þótt menn
spyrji livort íslendingar
hafi þroska til þess að halda
uppi frjálsri verzlun.
Þjóð sem hefur framleiðslumál
sin, gjaldeyrismál peninga-
mál og fjárfestingu í slíku
öngþveiti og vanskipan sem
íslendingar, getur aldrei
haldið uppi frjálsum við-
skiptum. Hún getur ekki
orðið hluttæk í félagsskap
þeirra þjóða, sem hafa stöð-
ugar gætur á því að þjóðar-
búskapurinn haldist í jafn-
vægi, nema því aðeins að
hún breyti háttum sínum
gersamlega.
Hvað þarf tii?
Til þess að þjóðin geti haft
frjálsa verzlun og hagkvæm
viðskiptin þarfyrst og fremst
tvennt: — rétt gengi og fast
1 verðlag. En það er þó ekki
! einhlítt ef ekki kemur ann-
að til. Kaupgjaldið í land-
inu þarf að vera í samræmi
; við afkomu atvinnuveganna.
Alþingi verður að stilla í
hóf útgjöldum ríkissjóðs og
fjárkröfum á hendur lands-
mönnum í sköttum og toll-
um. Opinberar framkvæmd-
ir verður að miða við eðli-
' legt gjaideyrisþol ríkisins
eða aðflutt lánsfé. Allt þetta
er nauðsynlegt til að við-
halda efnahagslegu jafn-
r vægi, sem er undirstaða
frjálsrar verzlunar og góðr-
ar afkomu almennings,
En í þessu reikningsdæmi hins
efnahagslega jafnvægis er
ein óþekkt stærð. Það er á-
hrif stjórnmálaflokkanna og
verkalýðshreyfingarinnar á
efnahagslífið. Þessi öfl, sem
ráða nú orðið mestu um
hvcrt stefnt er í þessum
efnum til vansældar eða
farsældar, verða því að gera
upp við sig af raunsæi í eitt
skipti fyrir öll, hvort þau
vilja heldur róa öllum árum
að efnahagsjafnvægi eða
láta reka á reiðanum og
loka augunum fyrir afleið
ingunum.
Byrjað hefir verið á því að
gera mikrófilmur af handrita-
safni Landsbókasafnsins, en til
þess var veitt nokkurt fé á fjár-
lögum Alþingis fyxir skemmstu.
í greinargerð um starfsemi
Landsbókasafnsins 1955—1956,
skýrir Landsbókavörður, Finn-
ur Sigmundsson frá því, að
haldið muni verða áfram að
gera mikrófilmur af helztu
handritum safnsins eftir því,
sem fé verður fyrir hendi.
Landsbókavörður kvað það
hafa verið til atliugunar, að
gera neðanjarðargeymslu við
Safnhúsið fyrir dýrmæt hand-
rit og skjöl. En nú hafi verið
horfið frá þessari hugmynd,
þar sem sýnt þyki, að í náinni
framtíð verði eigi hjá því kom-
izt, að reisa bókhlöðu á öðrum
stað. Segir Landsbókavörður,
að þrengt hafi verið að Lands-
bókasafninu á undanförnum
árum með því að reisa stórhýsi
á næstu grösum og loks hefir
Safnhússlóðin verið tekin undir
bifreiðastæði.
Árin 1955—’56 hefir bóka-
öflun Landsbókasafnins verið
með svipuðum hætti og undan-
farin ár, eða alls aukizt um 10
þúsund bindi á þessum tveimur
árum. Sérstök áherzla hefir
verið lögð á að fylla ýms skörð
í hinum erlenda hluta safnsins,
einkum í tímai'itum og ritröð-
um vísindastofnana. Þá hefir
Landsbókasafnið verið aukið
eftir föngum og áskriftum tíma
rita fjölgað.
Handritasafnið mun nú vera
samtals um 10.500 bindi og
eykst smám saman. í prentun
er aukabindi II af Handrita-
skrá, sem Lárus H. Blöndal
bókavörður hefir samið. Er þar
skráður handritaauki safnsins
síðustu 10 árin. í sama bindi er
skrá um skinnblöð í Lands-
bókasafni eftir dr. Jakob Bene-
diktsson. Prentun bindisins
verður væntanlega lokið á
þessu ári.
Aðsókn að lestrarsal hefir
verið svipuð og áður, oft hvert
sæti skipað. Notkun handbóka
telur landsbókavörður vera
mikla, einnig blaða og tímarita,
ekki sízt hinria eldri. í lestrar-
sal liggja frammi um 125 ný
tímarit og blöð og nota margir
þau að staðaldri. Notkun hand-
rita ier vaxandi.
Þá má að lokum geta hinnar
veigamiklu ákvörðunar sí&asta
Alþingis um sameining'u Há-
skóla- og Landsbóksafnsins, svo
fljótt sem því yrði við komið.
Heimsvandamáíiii —
Framh. af 1 i síðu.
óttast að fyrir Bretum og Banda
riíkjamönnum vaki, ;að grafa
undan þeim efnahagslega í N.-
Afríku, en þessu er algerlega
neitað á Bretlandi.
Málamiðlunin,
Hér við bætist, að taugar
frönsku þjóðarinnar eru í ólagi
út af Alsír. Byrðar Alsírstríðs-
ins sligandi, horfurnar óviss-
ar — gjaldþrotshætta ríkisins
á næsta leyti, ef ekki rætist úr
Ekki virðist þó úr sögunni,
að reynd verði málamiðlun. —
Pineau hafnaði tilboði kon-
ungsins í Marokkó og Bour-
giba forsætisráðherra Tunis um
málamiðlun, en franska stjórn-
in hefur ekki rætt tilboðið. Það
var rætt á fundi radikala flokks
ins í Strassbourg.
Niðurjöfnunarnefnd
kjörin á Akureyri.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri. í gær. —
Niðurjöfnunarnefnd fyrir
Akureyrarbæ var kosin á síð-
asta bæjarstjórnarfundi.
Nefndin var endurkjörin og
skipa hana eftirtaldir menn:
Gunnar H. Kristjánsson, Hallur
Sigurbjörnsson, Sigurður M.
Helgason og Þorsteinn Jón-
atansson. Bæjarstjóri er sjálf-
kjörinn formaður nefndarinn-
ar. —
q í september s.l. komn 109.000
erlendir ferðamenn 111 Bret-
lands og nam aukningin 8%
miðað við sama mánuð í
fyrra. 53.000 komu frá Evrópu
löndiun. Fyrstu 9 mánuði árs-
ins koniu 1.007.000 ferðamenn
til Breílands,
Sírassborgarsigur
Mendes-France,
Þar varð stefna M. F. oían á
Hann gagnrýndi, að tilboðinu
væri hafnað án athugunar og
vildi, að stjórnin tæki það til
athugunar. Gaillard gagn-
rýndi Mendes-France harðlega.
Hann spurði hann hvort hann
vildi sjálfstæði Alsír eða að Al-
sír yrði sjálfstætt áfram. Og
hann spurði hver væri sá aðili
í Alsír, sem koma ætti fram
er miðlað væri málurn? Upp-
reistaiTnenn? Aðrir þjóðernis-
sinnar, sem berjast við upp-
reistarmenn? Enn aðrir Alsír-
menn, sem fylgja Frökkum, en
hafa ekki skipað sér í fylking-
ar hinna? Eða alþýða innbor-
inna manna, sem verður margt
illt að þola, en tekur ekki virk-
an þátt i neinu? Eða Alsífmenn
af frönskum stofni og franskir
landnemar? En M. F. sigraði
með 60% atkvæða, en þa'5 er
engan veginn víst að ráðherrar
flokksins í stjórn Gaillards
fari að þessari samþykkt.
Konungurinn í Marokko.
er nú á leið til Bandaríkj-
anna flugleiðis í opinbera heim
sókn. Hann ræðir málamiðlun-
artilboð sitt og Bourgiba við
ráðandi menn í Washington,
að því er áreiðanlegar heimildir
telja.
1 hinu glögga yfirliti Runólfs
heitins Sveinssonar, sem kaflar
hafa verið teknir upp úr í grein-
um hér í blaðinu, í tilefni af
hálfrar aldar afmæli sandgræðsl-
unnar, er — auk þess, sem getið
hefur verið — og margs, sem ó-
getið er, — rætt um áhrif veðr-
áttunnar á gróður landsins. Fer
hér á eftir kafli, sem hefir margt
að geyma, sem þeir er nú lifa,
mættu gjaman vera minnugir á:
Veðráttan,
eins og hún er á einstökum
árstíðum, frá ári til árs og ára-
raðir í senn, veldur mestu um
þann gróður, sem þrífst í land-
inu. Gildir þetta þó einkum um
hinn náttúrulega og villta gróður
landsins. Möguleikar á ræktun
nytjajurta eru einnig háðar loft-
slagi og ekki síður veðráttunni
eins og hún reynist á hverjum
tima.
Aðaleinkenni
íslenzkrar veðráttu er, að hún
er óstöðug og misjöfn, oft frá
degi til dags, árstið til árstíðar
og frá ári til árs. Hún er óút-
reiknanleg, jafnvel til næsta
dags, hvað þá lengur. Hún fylgir
ekki annarri reglu en þeirri að
vera óstöðug. Þó er Ijóst, bæði úr
1000 ára sögu landsins og af stað
reyndum 100 ára veðurathugana
hér á landi, að nokkuö reglu-
bundinn mismunur er hér á
loftslagi og veðráttu alda og ára-
tuga milli. Skal nú vikið að þessu
nokkru nánar og áhrifum veðr-
áttunnar á gróðureyðingu og
uppbiástur landsins.
í 1000 ára árferðissögu
Þorvalds Thoroddsens er að
íinna mikinn íróðleik um veðr-
áttu hér á landi í 10 undangengn -
ar aldir, frá 900—1900. Ef þessar
heimildir, sem Þorvaldur styðst
við í riti sínu, eru teknar bók-
staflega hefur loftslag hér á
landi verið mildara og veðrátta
hagstæðari fyi'stu aldir Islands-
byggðar er siðar varð. — Ýmsir
veðurfræðingar og jarðfræðing-
ar, einkum á Norðurlöndum,
telja, að frá 1600—1900 hafi
loftslag á norðurhveli jarðar
verið mun kaldara en það áður
var. Hið sama má fá út úr ár-
ferðissögu Þ. Th. og ennfremur,
að veðráttan fer versnandi þess-
ar þrjár aldir.
Ilarðir vetur
eru íleiri á 18. öld en þeirri
17. og flestir á 19. öld. Alveg
sérstaklega hefur verið kalt og
erfitt tíðarfar hér á landi 100
J árin' frá 1740—18-10. Þá eru a.m.k.
I fleiri vetur harðir en mildir.
Tuttugu árin frá 1820—1860 voru
fremur mild, eða mildir vetur
nokkru fleiri en þeir hörðu. Eftir
1860 kólnar aftur, og var afleitt
harðindatímabil til 1890, líklega
eitt hið versta, sem verið hefur
á Islandi síðan það byggist.
Veðurathuganir
hafa verið gerðar hér á landi
í rúml. 100 síðastliðin ár, lerigst
i Stykkishólmi, þar á meðal dag-
legar hitamælingar. Enda þótt
árshiti segi ekki ýkja mikið um
veðráttuna yfirleitt, því að margt
fleira kemur þar til, þá er vitað,
að litlar breytingar á meðalárs-
hita, t. d. 1 st.C til eða frá geta
liaft úrslitaþýðingu um gróður-
far og ræktun nytjajurta.
Meðalhiti
áranna 1860 til 1890 reynriist í
Stykkishólmi 2.8 st.C, en árin
1920—1940 er meðalhili áranna
þar yfir 4 st.C.