Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Vísir - 25.11.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 25.11.1957, Blaðsíða 10
VISIR Mánudaginn 25, nóvember 1957 í' sækir yður klukkan tólf. Eg verð að fara með ferðamenn, sem ætla að eta hádegisverð á „La Romantica", sagði hann. John labbaði um bæinn í sólskininu. Hann heyrði þaö á skvaldrinu í fólkinu á gangstétíinni að þarna voru saman kom- in allra þjóða kvikindi — Englendingar, Norðurlandabúar, Þjóð- vefjar, Frakkar og Ameríkumenn. Hann fékk sér kaffibolla hjá gangstéttargreiðslu, og þar var alþjóðleg samkunda. Hann heyrði Breta og Ameríkumenn tala saman um skemmtiferðir, sem þeir ætluðu að fara, og hann þakkaði sínum sæla fyrir að hann skyldi sjálfur eiga heima í litlu matsöluhúsi og ekki hafa neinar áætlanir að haga sér eftir. Þessar sex vikur, sem hann átti í vændum virtust rnundu verða rólegar og friðsælar. í fyrsta skipti i mörg ár ætlaði hann að hvílast algerlega og.vera aðeins það, sem honum dytti í hug. Sjúkrahúsið í Castleton var langt- langt burtu. Fyrir þremur dögum hafði það verið öll hans veröld, en nú fannst honum það vera komið á aðra plánetu. Það er eitthvað í þessu með loftbreytingu og algert iðjuleysi, hugsaði hann með sér. Honum fannst hami sjá alla hluti skýrar núna — hann var farinn að taka eftir umhverfinu og hafa i gaman af ýmsu smávegis. Þó ekki yrði nema að ganga á göt- unni og sjá ferðamannastrauminn sem ætlaði til Venezia — til Firenze — eða til Róm — og vita að sjálfur þurfti hann ekki um annað að hugsa en að rangla um göturnar þangað til Colette i kæmi að sækja hann á árabátnum' sínum — það var dásamleg tilhugsun. Og þegar hann sneri bakinu að blómskreyttiun stöll- unum fyrir framan Hotel Paradiso gladdist hann yfir því að ; hann skyldi ekki eiga heima þar og þurfa að liafa fataslcipti íyrir miðdegisverðinn á hverjum einasta degi og hafa langar, háalvarlegar viðræður yfir borðum. Hann fann aö litla matsölu- j húsið var þegar orðiö honum heimili. Það var heitt í sólskininu og þægilegra að ganga í skuggan- um af kastaníutrjánum. Þarna voru margar verzlanir og nær allar þeirra höfðu á boðstólum varning, sem aðallega var ætlaður ferðafólki: körfur, stráhatta, ilskó, litlar chiantiflöskur í bast- neti, spiladósir eins og svissneskir fjallakofar í laginu og ógrynn- in öll af útskornu smádóti. Hann hafði gleymt tannburstanum sínum í lestinni og kom loks að snyrtivörubúð. Þar sagði hann fyrstu ítölsku setning- una, sem hann hafði búið sig undir lengi: — Uno spazzolino da denti.... — Tannbursta. Já, herra. Á hann að vera harður eða mjúkur? spurði gamli maðurinn á ensku, og John fann að liann roðpaði. Steve frændi hafði haft rétt að mæla. Þarna í Lugano töluðu allir ensku. En hann var staðráðinn í að læra dálítið í itölsku rneðan hann dveldi þarna syðra. Hann fann verzlunina sem Colette hafði sagt honum frá — þar sem myndirnar hennar voru seldar. Afgreiðslumaðurinn þar íalaði líka ensku reiprennandi svo að John gafst ekki færi á að nota setningarnar, sem hann hafði lært utan aö í ítalska sam- talskverinu sínu. Hann keypti ýmsar málaravörur og nokkrar ávartkrítarmyndir úr þorpunum í kring. Þær mundu sóma sér vel á veggjunum heima í stofunni hans í húsinu hans Steve frænda. Þetta vorú góðar teikningai og afgreiðslumanninum faniist hann velja vel. En þegar John spurði eftir myndum eftir ungfrú Berenger kom vanþóknunarsvipur á afgreiðslumanninn. — Þær eru svo litskrúðugar, signor — þær sóma sér ekki meö svörtu myndunum,... Mig langar til að fá að líta á þær samt, Hann kipptist við þegar maðurinn lagði myndirnar fram á borðið. Colette hafði sagt satt þegar hún sagði honum að þær væru lélegar. Litirnir voru skerandi — græni liturinn á vatn- inu, blóðrauð magentablómin, fjólublátt sólarlagið. — Þetta var skræpulegt og Ijótt. En Colette hafði sagt að ferðafólkið keypti þetta. Honum létti þegar hann sá að hún hafði ekki sett nafnið sitt á þær. — Tíu krónur stykkið, sagði afgreiðslumaðurinn, — Signor- inan málar fyrir ferðafólk, skiljið þér. Hún getur málað öðru vísi ef hún er beðin um það. — Eg skil. John brosti ofurlítið. — En eg tek þessar samt. — Allar sex. Virðing mannsins fyrir Jolm sem smekkmcnni, fór lækkandi. — Já, allar sex. Eg á nokkrar frænkur, sem hafa gaman af sterkum litum. Jolm brosti. — Ó, si, si — það var annað mál. John fór á pósthúsið og sendi frænku sinni bréfspjald. Það var mjög ópersónulegt — hann sagði henni hvernig ferðin hefði gengið og að hann kynni vel við sig í Lugano. „Eg ætla1 að mála og veiða og sleikja sólskinið,“ skrifaði hann og brosti um leið að sjálfum sér. Bellu frænku mundi líka að frétta þetta, og Steve mundi ekld geta rennt grim í neitt af því, sem hann hefði fyrir stafni. Hann hafði megnustu andúð á því að skrifa að hann hefði fundið Colette Berenger, og ætti heima í sama húsinu og hún. Hann hafði tímann fyrir sér, og fyrst ætlaði hann að tala betur við hana og segja henni hver hann væri og hvaðan hann kæmi. Hann hafði gaman af að sjá markaðinn og alla litina þar. Þarna gengu konurnar milli borðanna og verzluðu, allar í svört- um kjólum og með hettuklút. Þær bentu og gægðust og prútt- uðu eins og húsmæður gera um allan heim, og svörtu kjól- arnir voru alger andstæða rauðu tómatanna og gulu glóaldin anna á borðunum. Hann gekk fram hjá blómabúð og datt í hug að ef til vill hefði Colette gaman af að fá blóm í kassann á svölunum. Hann valdi jurt með dökkbláum blómum. Vissi ekkert hvað liún hét, en blómin voru með sama lit og augun í Colette. Þegar gömlu konurnar á torginu komu auga á hann með blómapott undir hendinni, gerðu þær aðsúg að honum, því að þær héldu að hann væri venjulegur heimilisfaðir, og mæltu hið bezta með því sem þær höfðu að bjóða. Áður en hann vissi af var hann með fangið fullt af appelsínum og kirsuberjum, 1 melónum og osti sem hann hafði aldrei heyrt nefndan á nafn fyrr. Loks tókst honum að slíta sig af kerlingunum og fór nú niður í vatnsbakkastrætið til að svipast eftir hvort Colette væri { komin. COLETTE REIÐIST. John sat í skugga undir einni kastaníunni og naut útsýnisins yfir vatnið. Útsýnið töfraði hann svo mjög, að hann vissi ekki fyrr en Coletté stóð við hliðina á honum. — Hæ hefurðu verið að verzla? Hún studdi brúnum höndunum; á mjaömirnar og hallaði undir flatt meðan hún var að skoða! það sem hann hafði keypt. Hún vildi vita upp á hár hvað hann hefði borgað fyrir hvað um sig. — Þær hafa áreiðanlega prettaö ] þig, kerlinganornirnar. Éað er hægur vandi að leika á karlmann, sem fer einn að verzla á svona staði. Þú getur fengið nóg af ávöxtum hjá okkur fyrir tiu krónurnar þínar á dag, svo að þú þarft ekki að lcaupa þá sjálfur, sagði hún reið. — Eg ætlaðist til að þetta kæmi á svalirnar. Þú heíur gaman af blómum, er það ekki? -— Þakka þér innilega fyrir, þetta var fallega hugsað. Hún varð feimnisleg og^fór að bera varninginn ofan í bátinn. — En þú mátt aldrei káupa mat. Hvað kostaöi þessi melóna? Og ost- urinn? — Eg er búinn að gleyma því. sagði John og bað var satt. —■ En þú mátt ekki reiöast mér, Colette. Eg hef ekki komið í; verzlanir í mörg ár, nema þá sjaldan að eg hef keypt mérj E. R. Burrooghs 1 AHZAW — .2.101 Sá er séð hafði til ferða j Tarzans og þegar hann drap vörðinn, hljóp nú allt hvað af tók til að vara við komu hans. Tarzan fór hinsvegar til manna sinna og héldu þeir nú allir áfram ferð sinni inn í afkima fjallsins, þar sem hættan beið þeirra við hvert fótmál. Þeir vissu ekki að skordýramennirnk höfðu haft njósnir af þeim og biðu eftir færi á þeim. — Eg heyrði að þú hefðir neitað forstjórastöðunni við j f yrirtækið. — Já, það er engin von inn að hækka í tign. * — Ef forstjórinn tekur ekki orð sín aftur þá er eg farinn. — Hvað sagði hann? — Þú ert rekinn. * — Hættu að drekka. Það eru hérna 40 tómar flöskur og eg vil ekki sjá fleiri. — Það er skrýtið. Eg man ekki efíir að naia komið með nokkra tóma flösku. * — Hvers vegna slóuð þér konu yðar með stól? — Af því að eg gat ekki lyft píanóinu. * — Vaknaðu! Vaknaðu! — Nú hvað er að? — Eg gleymdi að gefa þér svefnmeðahð. * — Mér þykir leitt að konan þín skyldi yfirgefa þig, Komdu inn og drekktu sorgum þínum í einum sjússi. — Eg er hræddur um að það sé ekki hægt. — Hvað er að? Drekkurðu ekki? — Jú, en eg syrgi ekki. ★ Bjartsýnismaður er sá sem fer blankur inn í veitingahús. pantar sér mat og ætlar svo að borga með perlunni, sem er í ostrunni. Leigjandinn: Veggirnir eru allir útslettir. Eigandinn: Já síðasti leigj- andinn, sem var hérna, var upp finningamaður. Hann fann upp eitthvert sprengiefni. Svo að blettirnir eru leifar af því? Nei, þetta er uppfinninga- maðurinn. ----♦----- Önnur útgáfa af „Á bökkum Bola- fljóts.“ Skáldsaga Guðmundar Daní- elssonar „Á bökkum Bola- fljóts“ liefur nú verið gefin út í annarri útgáfu. Fyrri útgáfa hennar kom út árið 1940 og var útgefandi Þor- steinn M. Jónsson. Bókin kom út á dönsku árið 1949 í þýðingu Martin Larsen sendikennara ái'ið 1949. Var hún stytt í dönsku útgáfunni og hefur hún nú í endurútgáfunni fengið það form, sem höfund- urinn kýs sjálfur. Bólcin hefur féhgið ágæta dóma bæði hér og erlendis, enda er4skáldsagan fersk, upp- runaleg og safarík. Útgefandi er ísafoldarprent- smiðja h.f. og hefur ekkert ver- ið til þess sparað, að útgáfan yrði sem smekklegust. ■jjf Hámarksverð hefur verið sett á svonefnd borðvín í Frakklandi.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 277. tölublað (25.11.1957)
https://timarit.is/issue/83731

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

277. tölublað (25.11.1957)

Aðgerðir: