Vísir - 11.12.1957, Síða 10

Vísir - 11.12.1957, Síða 10
10 VISIR Miðvikudaginn 11. desember 1957; til þess ennþá. — Hefur þú komið þangað? spurði hann forvitinn. Colette brosti. — Já, einu sinni. Stúlkan sem átti að leiðbeina varð veik, og bilstjórinn, sem er vinur minn, fékk mig með sér í staðinn. Það er afar margt að sjá á leiðinni, og þetta er ódýr ferð. Þú sérð bæði Padua og Milano og Como-vatnið — og Venezia er dásamleg. En ekki vildi eg eiga heima þar. — Hvers vegna ekki? Honum var skemmt að sjá ákefðina í henni. — Eg hélt að listafólki þætti gaman að eiga heima í Venezia. Hún yppti öxlum. — Það er of mikið af öllu þar. Byggingarnar eru stórar — risavaxnir jötnar úr marmara og steini. Það hlýtur að hafa verið margra ára verk að gera litsteinamyndirnar á veggjunum og öll málverkin. Og það er langtum of mikið af ferðafólki þar — síkin eru full af skolpi og pappír og appelsínu- hýði og loftið er heitt og mollulegt. — Mér finnst þetta ekkert freistandi, sagði John og hló. — Eg held að við hlaupum yfir Venezia í þetta sinn. Hann vildi ekki segja henni, að hann hefði ekki nægja peninga til þess að fara til Venezia. Hún horfði spyrjandi á hann. — í þetta sinn? Áttu við að þú munir koma til Lugano einhverntíma seinna? Þau stóðu fyrir utan járnbrautarstöðina og hann horfði yfir litla sólbjarta bæinn við brosandi vatnið. — Eg held áieiðanlega að eg eigi eftir að koma til Lugano altur, svaraði hann lágt. Og hann vissi að það var satt. Hann var heillaður af þessum staö, sólinni, kyrrðinni og andrúmsloftinu. — Kannske oft, bætti hann við. — Það er gaman að heyra þig segja þetta! Colette ljómaði af fögnuðu. — Þá finn eg, að eg er ekki alfarin frá Lugano. — Bjáninn þinn. Það er svo auðvelt að ferðast nú á dögum, og eg veit að hún amma þín gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja þig. Hún mændi enn einu sinni á auglýsinguna frá Venezia og sagði: — Mér þykir nú samt verra, að þú sérð ekki Venezia núna. Það er svo fallegt þar á kvöldin. Og á leiðinni til baka gætir þú séð rómverska hringleikhúsið og svalir Júlíu í Verona.... og allstáðar eru þessir ítölsku garðar og vínekrur.... Hún hló. — Þarna getur þú séð, að eg hef alls ekki verið fráleitur leið- beinandi! Þegar við komum aftur gáfu allir farþegarnir í bíln- um mér gjafir. COLETTE KAUPIR. Þau gengu hægt niður brekkuna og hann sagði hugsandi: •— Þú ert skrítin, Colette. Þér þykir gaman að taka við vika- skilding hjá ferðafólki og selja því lélegar myndir. — Þér finnst gaman að nota þessa peninga frá ömmu þinni til að kaupa gjafir handa Emiiio og öðrum — en sarnt þverneitaðir þú að svara bréfunum frá frænda mínum, þar sem hann var að bjóða þér gott hús og rikulegan styrk frá ömmu þinni. Hún snarstansaði og kippti hendinni úr olnbogakrika hans. •— Já, en þessum peningum vann eg fyrir! Og hvað myndirnar snertir þá er miklu erfiðara að mála það sem fólk vill, en það sem mann langar sjálfan til að mála. — Hvernig geturðu útskýrt það? Colette yppti öxlum. — Skilurðu það ekki. Eg vil gjarnan selja myndir, en sjálfa mig vil eg ekki selja. Ef hún amma mín heldur að hún geti keypt mig — fyrir dýrt hús, fín föt og pen- inga — þá verður hún að lesa upp og læra betur. Þá strýk eg mína leiö, alveg eins og mamma gerði. — Eg skil. — En henni hefur verið ánægja að senda mér þessa peninga, sem eg fékk núna. Eg hef ekki beðið um þá. Og það er ekki nema sjálfsagt, að fjölskyldan mín fái eitthvað af þeim. — Jæja, er ekki bezt að ljúka þessum kaupum af, sagði John góðlátlega. Fyrst keyptu þau gjafirnar, og þó að Colette hefði sagt að sér hundleiddist að fara í verzlanir, virtist hún skemmta sér ágætlega. — Og svo eru það fötin þín. John nam staðar fyrir utan kven- fataverzlun með miklu af kjólum í gluggunum. — Við getum keypt allt sem þú þarft hérna. Eg sé ekki betur en að skór og handtöskur fáist hérna líka. En þegar þau komu inn í búðina var líkast og æði gripi hana er hún sá afgreiðslustúlkuna og allar kjólaraðirnar meðfram veggjunum. — Hjálpaðu mér, hvíslaði hún og þrýsti sér að honum, svo að afgreiðslustúlkan hélt aö þetta væru faðir og dóttir. — Megum við líta á.... útikjól, hentugan til ferðalaga? flýtti hann sér að segja og ýtti Colette ofurlítið áfram um leið og brosandi afgreiðslustúlkan sneri baki við þeim til að opna einn glerskápinn. — Farðu með .henni, bjáninn þinn, og veldu eitt- hvað sem þér þykir fallegt. En það var eins og Colette væri límd við gólfið. Hún var föl undir sólbrunanum og hendurnar titruðu. John vorkenndi henni. Hún vakti athygli í þessari glæsilegu verzlun. í upplitaða kjólnum sínum með gatslitna ilskóna. John brosti hughreystandi til hennar. — Nú er annaö hvort að hrökkva eða stökkva. Láttu nú hendur standa fram úr ermum. Hann settist á stól við stóran sýningarglugga og sá að Colette var vísað inn í mátunarherbergi, með flaueishengi fyrir dyrun- um. Afgreiðslustúlkan fór á eftir henni, klyfjuð af allskonar fatnaði. Eftir fimm mínútur komu þær fram aftur og John leit við og starði undrandi á þá nýju Colette sem hann sá. Hann heyrði varla skjall afgreiðslustúlkunnar. Colette stóð fyrir framan hann grönn og spengileg í hafbláum göngufötum og hvítri treyju undir jakiianum. Eina skrautið á kjólnum voru ofurlitlar blúndur á kraganum, og fötin fóru eins og þau væru sniðin á hana. — Þetta fer þér ágætlega, sagði John, sem furöaði sig á, að hún skyldi hafa svona góðan smekk. Colette þótti auðsjáanlega vænt um að honum líkuðu fötin, og sneri sér að stúlkunni og sagðist ætla að kaupa þau. — Þau eru nokkuð dýr, sagði hún svo lágt að John einn heyrði, — fjög- ur hundruð krónur. Eg hefði getað fengi fjóra kjóla fyrir það. — Kauptu þér kjól líka, sagði hann og var ánægður með hana og sjálfan sig líka. Afgreiðslustúlkan var ekki iðjulaus. Eftir augnablik kom hún með eplagráan línkjól og hélt honum upp fyrir framan Colette. — Si, si. Þetta er númer signorinunnar, sagði hún. John borgaði úttektina og sagði Colette að vera í kjólnum áfram, svo að hún gæti valið sér skó og tösku í samræmi við hann. Og svo fór hann með hana í hattadeildina. — Æ, John — ekki hatt! hrópaði hún. — Eg nota aldrei hatt — ekki einu sinni í kirkjunni. Bara hettuklút! — Ef þú ætlar að verða mér samferða verðurðu að hafa hatt, sagði hann bilbugslaus. — En þú getur haft hann lítinn. Honum var skemmt. Litli hvíti hatturinn breytti henni enn meir. ■— Nú ertu lík henni mömmu þinni, sagði hann hugsandi er þau fóru að kaupa skóna og töskuna. — Þekktir þú hana mömmu vel? spurði hún áfjáð? — Eg sá hana aðeins þegar eg var heima í sumarleyfinu. Eg var strákur í skóla þá — fimmtán ára. En Evelyn var falleg. ( Colette hló. — Hún var ekki aðeins falleg og góð, hún var töfrandi, hún mamma mín! Og hafir þú verið fimmtán ára þá,1 ertu ekki nógu gamall til að vera faðir minn núna. — Hvaða dagur er í dag? — Eg veit það ekki. Hvers vegna gáir þú ekki að því í dagblaðinu, sem þú ert með í vasanum? — Það þýðir ekki neitt. Það er síðan í gær. ★ Það var svo heitt að gefa varð hænsnunum rnuldan ís, svo þau verptu ekki harðsoðnum eggj- um. ★ — Ef þér er svona kalt á fót- unum ,hvers vegna færðu þér þá ekki hitapoka? — Eg reyndi það. — Kom það ekki að gagni? — Nei. Eg kom löppunum ekki ofan í hann. ★ — London er þokusamasti staður í heimi. — Nei eg hefi verið á einum verri. — Hvar var það? — Eg veit það ekki, það var svo mikil þoka. Skemmtileg barnabók. Það fer ekki mikið fyrii? Dodda-bókimum í (þessu flóði stórra og dýrra bóka á jóla- markaðinum, en börnin koma samt auga á þessa litlu bók inn- an um skrautlegu stóru bæk- urnar. Það er Myndabókaútgáfan, sem gefur út Dodda-bækurnar, tvær að þessu sinni „Doddi í leikfangalandi“ og „Doddi x fleiri ævintýrum“. Dodda-sög- urnar eru eftir hinn vinsæla barnabókahöfund Enid Blyton. Dodda-bækurnar eru í afar- litlu broti og þægilegar í með- ferð fyrir litlar hendur. Helm- ingur hverrar síðu er prýddur teikningu, en lesmál er á hin- um helmingnum. Málið er létt og lipurt, en það er því miður ekki hægt að segja um állar barna- og unglingabækur. E. R. Burroughs 2512 Grípið svikarann, hróp- l aði drottningin, en það var 'l um seinan. Remu var skjót- ráður. Hann var stokkinn og hafði hrifsað spjót af einum varðmanninum og áður en verðir Leeru gátu stóð óvarinn og hafði alls áttað sig reiddi hann vopn- ekki búizt við þessari ið að drottningunni, sem skyndilegu árás. Usigur höfusidur af ísíenzkum æftum. Það er óvenjulegt að sjá nafnt íslenzks útgáfufyrirtækis á bók, sem gefin er út erlendis og* prentuð á erlendri tungu. Þó hefir þetta gerzt, að því er snertir smásöguheftið „Kont- rakten og andre Noveller" eítir Knud Brandholt. En menn mega nefnilega ekki láta nafnið blekkja sig, því að þarna er um ungan höfund að ræða, sem er íslenzkur í aðra ættina. Eíni smásagna þeirra, sem þarna er um að ræða — eða a.m.k. sumra — er sótt til íslands, en ekki veit Visir, hvort höfundur hefir kom- ið hingað til lands eða fengið kynni sín af landinu með upp- eldinu. Það er forlag Odds Björnsson- ar á Akureyri, sem er útgefandi gagnvart íslandi. .

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.