Vísir - 13.12.1957, Side 1

Vísir - 13.12.1957, Side 1
12 síður 67. árg. Föstudaginn 13. desember 1957 292. tbl. Fjöisóftur fundur um kðsnisigafrumvarpió. Menn einhuga um að svara kúgun stjórnarinnar. Sjálfstaeðisfélögin í Beykja- vik héldu sanieiginlegan fund í gærkvöldi um hið nýja kosn- ingalagafrumvarp stjórnarinn- ar. Formaður Varðar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, setti fund- inn en frummæiendur voru þeir Bjarni Benediktsson og Gunnar Tlioroddsen. Bjarni Benediktsson sagði að I sambandi við frumvarp þetta kæmi í ljós jafnvel meiri hræsni en venjulegt var hjá- stjórnar- flokkunum og að þingdeild sú, er um málið fjallaði hefði verið knúin til þess af atkvæðum stjórnliða. Ekki hefði verið leit- að skoðunar Sjálfstæðisflokks- ins, sem er þó stærsti flokkur landsins. Gunnar Thoroddsen benti á galla og hroðvirkni þá er einkenndu frumvarpið að öllum búningi. Varpaði hann fram þeirri spurningu hverjir hefðu óskað eftir frumvarpi þessu? Ekki voru það kjósend- ur því engin félög eða fundir hefðu sent óskir um að frum- varp, sem þetta yrði lagt fram og barið í gegn. Að lokum hvatti Þorvaldur Garðar kjósendur til að svara kosningahömlum stjórnarinnar með því að sækja betur kjör- staði en nokkru sinni fyrr og svara ofbeldisaðgerðum hennar. Fundurinn var fjölsóttur og fundarmenn einhuga gegn kúg- unaraðferðum stjórnarinnar. Sjómannaráðstefna hefst hér á morpn. Þar mun verða tekin ákvörðun um fiskverðssamningana. Á morgun hefst í Reykjavík sjómannaráðstefna á vegum Al- þýðusambands íslands. Verður |>ar rætt um væntanlega fisk- verðssamninga og kjarasamn- jnga við útgerðarmenn, en öll fjölmennustu sjómannasamtök á landinu hafa sagt upp samn-. ingum og falla þeir úr gildi um næstu áramót. Engar ákveðnar tillögur varð andi hina væntanlegu samn- inga hafa komið fram enn, en fastlega er búizt við að fari'ð verði fram á talsverða hækk- un á fskverði til sjómanna. — Formlegir viðræðufundir milli‘ sjómánnasamtaka og útgerðar-1 manna hafa heldur ekki farið fram. en útgerðarmönnum munu að einhverju leyti lcunn- ar fyrirhugaðar kröfur hinna ýmsu sjómannafélaga. Rekstursreikningar útgerðar- innar sem fundur LÍÚ sendi ríkisstjórninni ásamt kröfu um aukna styrki, voru byggðir á fiskverði eins og það er nú og má því vænta breytinga sem stafa af kröfum um hækkað fiskverð. Að því er Vísir hefur verið' tjáð munu samtök útgerðar- manna ræða við ríkisstjórnina í dag, en ekki mun vera hægt að ganga frá ákveðnum tillög- um fyrr en sjómannaráðstefn- unni er lokið og fiskverðskröf- ur sjómannafélaganan verða birtar. Fulltrúar sjómannafélag- anna í öllum landsfjórðungum munu sitja ráðstefnuna. Sprengáigar í bandarískum stöðvum í Grikklandi. Dldu.r b gkrifstofu upplýsinga- þjónu§íunnar, I morgun kom upp eldur að afstaðinni sprengingu í skrif- stofu bandarísku upplýsinga- stofnunarinnar í Aþenu og eyði- lögðust þær af eldi. Talið er, að þarna hafi verið komið fyrir tímasprengju. Einn- ig urðu sprengingar í banda- rískri flugstöð suðaustur af Aþenu og særðust 4 bandarískir flugmenn. Fréttaritarar eru þeirrar skoð- j unar, að hermdarvek þessi j hafi verið unnin vegna afstöðu Bandaríkjanna á fundum stjórn- málanefndar allsherjarþingsins j um Kýpurmálið, en fulltrúi þeirra studdi ekki till. Grikkja, \ heldur sat hjá við atkvæða- greiðsluna. JVgp ytjllsififið freá ISBtsstSBss: Mlkii síídveiði í nótt var mikil veiði hjá rek- netabátuniun og voru þeir ailir fyrii- sunnan Keykjanes, eins og í gær. Aflinn er ærið misjafn, frá 60 tunnum í 300 tunnur. Sigrún frá Akranesi kom með 31112 tunnu af síld í gær, en alls barst þang- að 1721 tunna af 14 bátum. Allir Akranesbátar reru í gær nema þeir, sem komu síðast að, en það var um kl. 1,30 í nótt, eft- ir meira en sólarhriings útivist. 1 morgun var verið að landa sild úr þremur bátum, Höfrungi, Sigurvon og Ásmundi, og voru allir bátarnir með góðan afla frá 100 til 250 tunnur. I gær komu 16 bátar með 1400 til Grindavikur. Til Sandgerðis komu 13 bátar með 1000 tunnur, til Hafnarfjarðar komu 6 bátar með 500 tunnur. Aflamagn Keflavíkurbáta var svipað og hinna, þar eð allir róa á sömu slóðir. Frá Keflavík róa um 20 bátar. Eisenliower á lcið iil Parísar. Rússar liafa nú byrjað sein- ustu lotuna í „sókn“ þeirri, sein að áliti manna í vestrænum löndum er háð tii þess aðhindra samstarf og samheldni lýðræð- isþjdðanna, og hefur Soboleb fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjcðunum veriff sendur fram með ný gylliboð, en samtímis endurtekur hann hin gömlu. Se'irjasta gylliboðið er það, að Sovétríkjasambandið geri vináttusáttmála við Bandarík- | in, og að hætt verði „áróðurs- j styrjöldinni“ Samtímis endur- tók hann, að nauðsynlegt væri að gerður yrði griðasáttmáli milli N.A.-varnarbandalagsins og Varsjárbandalagsins, að samkomulag yrði um hlutlaust belti þvert yfir álfuna, bann- | aðar yrðu tilraunir með kjarn- orkuvopn. j Reynslan. Reynsla liðins tíma calar sínu máli um hvers virði eruj vináttusamningar nazista og kommúnista. Adlai Stevenson L'nm nólcocff i cfnpr. pr hann i sagði, að reynslan á liðnum tíma væri ekki sú, að traust manna á leiðtogum Rússa hefði aukist, en þar fyrir bæri að grípa feg- ins hendi hvert tækifæri sem gæfist, ef vænlegt þætti til bættrar sambúðar þjóða milli. Ótti við eld- flaugastöðvar. í bréfi, sem Búlganin sendi Harold Macmillan forsætisráð- herra Stóra-Bretlands, er rætt um hættur tengdar ældflauga- stöðvum og æfingaflugferðir með kjarnorkusprengjur. Kvað hann slíkar æfingaferðir hættu legar og ögrandi. Um fund æðstu manna talar hann ekki beint, en víkur að nauðsyn á kynnum helztu manna. Frkkar og eld- flaugastöðvarnar. Efri deild franska þjóðþings- ins hefur samþykkt með 274 atkvæðum gegn 14 ályktunar- tillögu um, að stjórmnin leyfi ekki eldflaugastöðvar án sam- ráðs og samþykkis þingsins. Er lánið ófengiö ennþá? Bátasaníðarnar I AusSur- Þýzkalaatdíi í óvissu. Eins og kunnugt er, hefur ríkisstjórnin samiff um smíði á skipum . Austur-Þýzkalandi fyrir um 50 milljónir króna. Skipasmíðastöðvarnar lána aðeins lítinn hluta af andvirð- inu til stutts tíma. Fullvíst er, að ríkisstjórnin liefur enn ekki fengið lán erlendis til þess að greiða fyrir þessar skipasmíðar, sem ráðist var í af fullkomnu fyrirhyggjuleysi og án þess að lánsfé væri tryggt. Sagt er, að sendimaður ríkisstjórnar- innar sé nú farinn til Bandaríkjanna í fjárútvegun. Er Ijóst að ríkisstjórnin er komin í nokkurn vanda út af ráðsmennsku útvegsmálaráðherrans, Lúðvíks Jósepssonar í þessu máli og er sagt, að bátabyggingarnar í Austur- Þýzlcalandi séu í nokkuri óvissu eins og stendur. Ráðherrann lýsti vfir því á þingi fyrir skömmu, að ríkisstjórnin væri staðráðin í að kaupa 15 togara nú þegar án tillits til hvort lánsfé væri fyrir hendi! Þessir togarar kosta ekki minna en 150—170 millj. króna. Hvar á ríkis- sjóður að taka þetta fé og þenna gjaldeyri, ef ekkert lán fæst? En almenningur í landinu spyr nú fyrst og fremst um það, hvort nauðsynlegt sé að stofna til slíkra kaupa á svo glæfralegan liátt, til þess mgöngu að gera út skipin með erlendum skipshöfnum. Síæði ekki nær að koma sjávar- útveginum á heilbrigðan grundvöll, áður en samið er um kaup á skipum, sem cnginn peningur er til að greiða, og enginn sjómaður til að sigla. En svona er ráðsniennskan í höndum kommúnista og undir forustu hinnai ráðlaúsustu ríkisstjórnar, sem setið hefur á íslandi. Natofundurinn. Það mál verður rætt á Nato- fundinum, sem hefst í París á mánudag. Mikill undirbúning- ur er að fundinum. Sagt er, að mikið verði um undirbúnings- ferðir um helgina. Herskip gæti leiðarinnr. Herskip verða á verði á haf- inu meðan flugvél Eisenhow- | ers er á flugi til London, en hún leggur af stað í dag. Banda j rísk herskip verða vestan meg- !in á hafinu, en brezk austan- megin. FrekfBd fBuft út fyrlr 13 rciilSj. kr. Frá ársbyrjun er búið að flytja út 6263 lesíir af freðsíld fyrir 13,3 milljónir ísl. króna. Stærsti kaupandinn er Tékkó- slóvakía, en þangað hafa verið seldar 3237 lestir. Annar stærsti kaupandinn er Pólland með j 1300 lestir. Talsverðar birgðir af freðsíld eru til í landinu og mikil á- herzla verið lögð á að frysta, sem mest af reknetasíld suð- vestanlands, en síldveiðin hef- ir að mestu brugðizt í haust og því hægt að selja meira magn til Tékkóslóvakíu en til er af freðsíld.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.