Vísir - 19.12.1957, Page 6
VlSIB
Fimmtudaginn 19. desember 1957
'WX8ZR.
DAGBLAÐ
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á uánuði,
kr. 1,50 eintakið 1 lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Líður ai lokun.
í>að er næstum orðin föst regla,
að þingi ljúki ekki fyrir
áramót, heldur komi aftur
saman fljótlega upp úr ný-
ári, og sé þá jafnvel setið
fram á vor, ef svo ber und-
ir. Mun fara svo að þessu
sinni sem oft áður, svo að
; ekki héfir stjórn umbóta-
flckkanna tekizt að koma á
miklum umbótum að þessu
leyti, og' var raunar ekki
mikils að vænta, þegar á
önnur afrek stjórnarinnar
er litið. Þó munu menn hafa
ætlað, að stjórn með svo
traustan meirihluta að baki
sér — allar vinnandi stéttir
landsins, að manni'skilst —•
hefðj átt að geta heldur
meira.
Það er helzta dæmið um dáð-
leysi ríkisstjórnarinnar, að
hún hefir ekki lagt eitt ein-
asta — hvað þá fleiri — stór-
mál fyrir þingið, á þeim
rösku tíu vikum, sem það
hefir setið á rökstólum. Það
, skal fúslega játað, að fjár-
málaráðherrann hafði frum-
varpið til fjárlaga fyrir
næsta ár tilbúið, en það er
öðru nær en að það bæri
hinum alkunna dugnaði
hans vitni. Það var tákn um
úrræðaleysi, eins og marg-
sinnis hefir verið lýst hér í
blaðinu, og síðan hefir ekki
heyrzt eitt orð um það frá
stjórninni, hvernig hún ætl-
ar að fylla þær eyður, sem í
frunr'arpinu voru.
En m’enn mega ekki láta þetta
koma sér alveg á óvart, því
að nú er ekki nákvæmlega
sama ástand og um þetta
leyti á síðasta ári, þegar rík-
isstjórnin var að „servera“
jólagjöfina miklu og góðu.
Það eru nefnlega kosningar
í næsta mánuði, og þær ótt-
ast stjórnarflokkarnir eins
og heitan eldinn. Þess vegna
verður að fela allt, sem hægt
verður að fela, og þess vegna
koma ekki fram nein ný úr-
ræði að þessu sinni — hvorki
varanleg né venjuleg, það er
nýir skattar. En almenning-
ur veit, að hann verður að
borga vaxandi kostnað á
öllum sviðum, þóft falinn sé
rétt sem stendur.
En það er ekki rétt að láta það
liggja í láginni, að stjórnar-
liðið hefir borið fram eitt
frumvarp, sem ber í senn
vott um einræðdskennd þess
og ótta við dóm kjósenda,
þegar þeim gefst næst tæki-
færi til að ganga að kjör-
borðinu. Það er frumvarpið
um breytingar á kosninga-
lögunum, og þær breytingar
miða einungis að því að
draga úr kjörsókn, en minnk
andi kjörsókn hlýtur að hafa
í för með sér, að myndin,
sem kosningin gefur af
skoðunum almennings, verð-
ur ekki eins glög og ella.
Þessi er líka tilgangur stjórn
arliðsins með frumvarpinu.
Stjórnariiðið bendir á, að er-
lendis sé ekki kosið eftir kl.
9 á kvöldin. Kann að vera,
en þar er kosning líka hafin
klukkan átta að morgni, en
það er ekki gert hér. Ef
stjórnarliðið vill ekki draga
úr kjörsókn í von um, að úr-
slitin verði því hagstæðari
en ella, þá hefði það átt að
láta kjörfund hefjast fyrr-en
gert hefir verið. íslendingar
— eða a. m. k. þeir, sem í
bæjunum búa — fara yfir-
leitt seint á fætur, og hefði
stjórnarliðið mátt gera til-
raun til að breyta þeim sið,
en því er slíkt ekki áhuga-
mál. Það er ánægt, ef kosn-
ingaþátttakan verður ekki
hættulega mikil. Þá er meiri
von um, að það geti kijtnið í
veg fyrir allt of miklar ófar-
ir og vantraust.
íslenzk bygging.
Fagurt rit um brautryðjendastarf Guðjóns
SamúeSssonar húsameistara ríkisins.
enda fór hann eigin götur og
var leitandi á því sviði. Hann
lagði mikla áherzlu á að sam-
ræma byggingar landslaginu og
í því tilliti reyndi hann að end-
urvekja burstabæjarstílinn í
varanlegu efni, þ. e. sementi,
en seinna tók hann upp svo-
kallaðan hamrastíl og leitaði
þar hugmynda í íslenzk fjöll og
björg — ekki sízt stuðlaberg-
ið. Margar veigamestu bygg-
ingar Guðjóns eru byggðar í
hamrastíl.
Bókin um Guðjón og bygg-
ingarlist hans heitir íslenzk
bygging og er nær hálft ann-
að hundrað síður að stærð í
stóru broti, prentuð á fegursta
myndapappír og skreytt mikl-
um fjölda mynda af bygging-
um og teikningum Guðjóns.
Höfundur bókarinnar skrifar
æviágrep Guðjóns, en auk þess
sem steinsteypubyggingar tóku' um strauma í húsagerðarlist og
Bókaútgáfan Norðri hefir
gefið út fagurt myndskreytt
rit um brautryðjandastarf
meistara rikisins. Höfundur
meitsara ríkisins. Höfundur
bókarinnar er Jónas Jónsson
frá Hriflu.
Guðjón Samúelsson á tví-
mælalaust meiri þátt í útliti og
gerð íslenzkra bygginga — og
þá einkum stórbygginga —
heldur en nokkur einn maður
annar fram til þessa dags.
Gæti maður rétt gert sér í
hugarlund þá breytingu sem
yrði, ef kippt væri burt öllum
þeim bygging'um, stórum og
smáum, sem Guðjón Samúels-
son teiknaði hér í höfuðborg
landsins.
Guðjón Samúelsson var
húsameistari ríkisins í meira
en aldarfjórðung og tók til
starfa einmitt á þeim árúm,
að ryðja sér til rúms hér á landi.
Verkefni biðu hans ærin og
þeim mun fleiri og stærri sem
lehigur leið á æviskeið h.ans,
enda er nú svo komið, að mik-
ill meivi hiuti opinberra bygg-
inea á íslandi eru ýmist teikn-
aðar af Guðjóni eða undir um-
siá hans.
Því er ekki að neita, að Guð-
jón var umdeildur arkitekt,
þætti úr byggingasögu og rek-
ur þar fyrst og fremst þátt
Guðjóns og störf hans í þágu
byggingarlistar á íslandi. —
Benedikt Gröndal alþm. og
forstöðumaður fræðsludeildar
S.ÍS. hefir viðað að myndaefni,
skrifað myndskýringar og ann-
azt, ásamt Gunnari Steindórs-
syni forstöðumanni Norðra út-
lit bókarinnar og gerð.
Bók söngvarans-
Hví ekki a$ sumarlagi ?
Hér að ofan hefir verið drepið
lítið eitt á ,,afrek“ stjórnar-
liðsins, og verður ekki sagt,
að þau séu mörg eða mikil.
Mun framkoma þess í kosn-
ingamálinu lengi í minnum
höfð, og einkum það, hvern-
ig veslingar krata og fram-
sóknar láta kommúnista
reka sig út í að stíga fyrsta
skrefið til að draga úr kosn-
ingarrétti. Endanlegt tak-
mark kommúnista er að af-
nema hann, og hálfnað er
£ verk, þá hafið er, eins og
máltækið segir. Framhaldið
verður auðveldara, þegar
kálfarnir hafa verið leiddir
fyrsta spottann.
En það er annars athugandi,
hvort ekki ætti að gera þá
breytingu varðandi kosning-
ar í bæjarstjórnir, að kjör-
dagur verði hafður að sum-
arlagi, því að hríðarveður
geta komið í veg fyrir, að
kosningar geti farið fram,
þegar kosið skal í janúar-
mánuði. Mætti hnika kjör-
.. degi - til, þegar = bæjar- og
Beniamino Gigli: Endur-
minningar. Jónas Rafnar
læknir íslenzkatl. Útgef-
andi: Kvöldútgáfan, Akur-
eyri. 1957.
£ Ef fiægt er að komast svo að
orbi nokkurn mann, að
hann hafi „sigrað heiminn“, þá
er ítalski hásöngvarinn, Benia-
mino Gigli, án efa í þeim fá-
menna hópi. Hvar sem hann
kom og söng var hann sam-
stundis tignaður, tilbeðinn og
elskaður, jafnt af fátækling-
unum sem hinum auðugu, ung-
um sem gömlum, svo af fáfróð-
um sem hinum menntuðu. Sjálf
ur hefur hann líklegast mátt
teljast með hinum fáfróðu, —
hann kunni lítið í mannkyns-
sögu og engu meira í landa-
fræði, stjórnmál voru honum
lokuð bók. Almenn greind hans
1 að líkindum í meðallagi, cn
rödd hans var himneskrar ættar
og hjartalagi? göfugt, . skap-
g'erðin öll sannheiðarleg og
bjargtraust.
Hann hóf opinberan söngferil
sinn í borginni Rivigo á Ítalíu
15. októþer 1914, en síðustu
kveðjuhljómleika sína hélt
hann í Washington 25. maí
1955. Hann entist lengur on
nokkur annar hásöngvari ver-
aldar, í 41 ár. Að vísu heyrir
maður á hljómplötunum sem
geyma kveðjusöng hans, að
hann er ekki lengur æskumað-
sveitarstj órnarkosningar
falla á sama ár og þingkosn-
ingar. Þessu verður ekki
breytt að þessu sinni, en
hafa má það bak við eyrað
fyrir næstu bæjarstjórnar-
kosningar.
ur, en sama gullfegurðin ljóm-
ar þó enn af rödd hans.
Gigli er nú nýdáinn, 67 ára að
aldri, heima hjá sér í Recenati,
en þá hafði hann nýlokið við
að rita og gefa út minningar
sínar, þær sem hér birtast í ís-
lenzkri og ágætri þýðingu Jón-
asar Rafnar. Og mér datt í
hug: Skyldi nokkur heims-
sigurvegari hafa skrifað lát-
lausari og elskulegri bók um
sína sigurgöngu? — Ekki hef
ég trú á því. Það er svo fátítt
að manneskjan þoli velgengn-
ina. Ef feyrur finnast í skap-
gerðinni, þá leiðir upphefð
mannsins þær venjulega í ljós.
Gigli virðist hins vegar sami
hugljúfi, hjartahreini drengur-
inn frá sínum fyrsta tóni til
hins síðasta. Þetta er víst ekki
hægt að læra, heldur er það
meðfætt, eins og snillgáfan
sjálf, samt tel ég sögu hans lær-
dómsríka og líklega til að vekja
unga menn til heiðarlegra dáða,
ekki aðeins listamenn, heldur
og sérhvern þann, sem óskar
að þroska sinn hæfileika sjálf-
um sér og öðrum til nytsemdar.
G. Daníelsson.
Holenstein er for-
seti Sviss.
Svisslendingar hafa kjörið
forseta sinn fyrir næsta kjör-
tímabil — árið 1958.
Kjörinn var dr. Thomas Hol-
enstein, sem liefir undanfarið
verið efnahagsmálaráðherra í
stjórninni í Bern. Hann er 61
árs og meðlimur kaþólska
íhaldsflokksins í landinu. í
stjórninni eru sjö ' ráðhérrár og
skiptast þeir á að véfa fórsetar.
Jólaskreyting
viðskiptahverfa,
Aldrei hefur verið gert eins
mikið að því og fyrir þessi jól
að skreyta helztu viðskiptagöt-
ur. Ef þróúnin heldur áfram í
þessa átt verður þess ekki langt
að biða, að fyrir jól hevr verði
allt ljósum lýst og grænar vefj-
ar til prýðis allt frá mótum Að-
alstrætis og Austurstrætis og
inn á Hlemmtorg og frá mótum
Bankastrætis og Skólavörðustígs
upp að Ingólfsstyttu, en Skóla-
vörðustigurinn er að verða æ
meiri viðskiptagata. Vaifalaust
kunna flestir, ef ekki allir, vel
þessari skreytingu á götunum
fyrir jólin. Hún lífgar upp í
skammdeginu og gleður augað.
Að sjálfsögðu er þessi skreyting
auglýsing, nútíma auglýsing,
til þess að hæna að viðskipta-
vini, en ég fæ ekki séð neitt at-
hugavert við þessa auglýsinga-
aðferð. Það eru ekki aðrar
smekklegri og viðkunnanlegri
.— og heppilegri í svartasta
skammdeginu. Og líklega mundi
mörgum finnast það leið um-
skipti, ef þessi skreytingarsiður
legðist niður.
Stöðumæluunum
er fjölgað.
Það er alltaf verið að bæta
við fieiri og fleiri stöðumælum
og kvarta bifreiðaeigendur, sem
þurfa að skilja bifreiðar sínar
eftir nálægt vinnustöðum. Ef
haldið verður áfram að fjölga
stöðumælunum og banna bif-
reiðastöður er ekki annað sjá-
anlegt en að menn, sem eiga
bifreiðar, og aka í þeim til vinnu
sinnar, verði að hætta því, þar
til séð verður fyrir geymslu-
stöðum fyrir bifreiðar. Er þá
ekki um annað að ræða fyrir eig-
endur einkabifreiða, sem nota
þær til þess að komast á vinnu-
stað og heim, en að ferðast með
strætisvögnunum, og þyrfti þá
að fjölga vögnum, þar sem
vagnakostur er sízt of mikill
eins og er. Þegar flestir eru á
leið til vinnu eða þurfa að kom-
ast heim síðdegis er troðið í
vagnana eins og í þá kemst, en
sumir komast ekki með og verða
að biða eftir „næsta vagni.“
Væri nú ekki ráð, að bíða með
frekari fjölgun stöðumæla, og
banna ekki bifreiðastöður fi’ek-
ara en orðið er — þar til eitt-
hvað verður gert til þess að
leysa vanda þeirra, sem eiga
bifreiðar, og aka í þeim til vinnu
og heim? — 1.
Stórhríð...
Frh. af 1. s.
í Grímsey var véðurhæðin
meiri, eða allt upp í 10 vind-
stig í nótt.
Vegna hvassviðr’isins og haf
rótsins úti fyrir gekk sjór upp
á götur á Oddeyrinni og sums
staðar svo djúpt, að ekki var
vætt á stígvélum. Meðal annars
hafði sums staðar flætt inn í
kjallara húsa, en hvergi valdið
verulegu tjóni, sem enn hefur
frétzt um. Þá hafði sjór flætt
inn í ganga á götuhæð frysti-
húss KEA yzt á Oddeyrinni og’
sjór gekk án afláts yfir bryggj-
una þar fyrir neðan. Unnu
menn að austri út úr göngum
frystihússins í morgmi.
í morgun, um tíuleytið, var
tekið að draga úr veðrinu, úr-
-koma minni orðin og frost væg-
ara. . -