Vísir - 23.12.1957, Side 6

Vísir - 23.12.1957, Side 6
vism Mánudaginn 23. desember 1957 Úr jólamyndinni í Tjarnarbíó. verið einn þeirra fáu, sem unn- I ið hafði það afrek að stökkva jþrjú heljarstökk í lofti hvert á fœtur öðru. Hann finnur þenn- an félaga föður síns, sem að lokum fells á að þjálfa hann. En hin fræga Lola otar sínum tota óspart og gerist nú margt sögulegt, er hér verður ekki rakið. Kvikmyndin er vel svið- sett og leikin. Fagur líkams- vöxtúr Ginu Lollonrigida nýt- ur sín vel í myndinni, en dýpt er ekki í leik hennar. Leikur Burt Lancaster er afburða góð- ur. — Mjög skemmtileg mynd og spennandi. Hafnarbíó Úr jólamyndinni í Nýja Bió. Nýja Kvikmyndin sem Nýja bíó sýnir á annan dag jóla, er hin fræga myr.d Anastasia, með Ingrid Bergman í aðalhlutverk- inu. Ennfremur fara með mik- ilvæg hlutverk Yul Brunner og Heien Hayes. — Það er um ör- lög. Anastasiu, yngstu dóttur Nikulásar Rússakeisara, sem myndin fjallar. Sögur komust á kreik um, að hún hefði kom- izt ein undan, er fjölskylda her.nar var myrt. í Þýzicalandi er kona, sem kveðst vera An- astasia. Um þetta allt hafa ver- ið ritaðar bækur og ó.al ritgerð- ir, en hver sem sannleikurinn er um Anastasíu, er myndin ógleymanleg fyrir margra hluta sakir, en íramar öðru fyrir snilldarleik Ingrid Bergman. Gamla Bíó Jólamyndin í Gamla bíó er „Alt IIeidelberg“, sem allir kannast við, og alltaf er til ó- blandinnar ánægju, á leiksviði og í kvikmyndum. Það eru þau Ann Blyth og Edmund Purdom, sem fara með aðalhlutverkin, ágætir leikarar og geðþekkir — og svo spillir það ekki til, að söngrödd Mario Lanza heyrist í myndinni. Kvikmyndahand- ritið er gert samkvæmt hinum heiinsfræga söngleik Sigmunds Rombergs, er hann bvggði á leikriti Wilhelms Meyer-For- resters. Nýir söngvar eru í myndinni eftir Nicholas Brod- zky og Paul Francis Webster. — Myndin, sem mun koma öll- um í sólskinsskap. 1 npolibio Á svifránni (Trapeze) er jjólamynd Tripolibíó. Þetta er stórfræg mynd og söguna kann- ast margir við^ því hún birtist Úr jólamyndinni í Trípolibíó. í dönsku vikuriti, sem hér er mjög mikið lesið. Myndin ger- ist frá upphafi til enda í Cirkus Bouglione í París. Þangað kem- ur efnilegur loftfimleikamaður, sem verið hafði félagi föður ; hans, sem er látinn, og hafði Úr jólamyndinni í Gamla Bíó. Úr jólamyndinni í Hafnarbíó. Æskugleði nefnist jólamynd- in í Hafnarbíói. Þetta er ensk músik- og gamanmynd, sem John Mills, Cecil Parker Jere- my Spenser og seinast en sann- arlega ekki sízt Dorothy Bro- miley leika aðalhlutverkin í. — Hér er enginn deyfðarbragur á neinu — öðru nær. Kvikmyndin gerits sem sé í 6. bekk í mennta- skóla, en þar kennir söng afar vinsæll kennari, Dingle, sem er rekinn fyrir framtakssemi sína úr kennarastöðunni,' en nem- endurnir fylkja sér um Dingle — og fellur auðvitað allt í Ijúfa löð að lokum. Laugarássbíó Nýjársfagnaður (The Carni- val) nefnist jólamyndin í Laug- arásbíói. Þetta er rússnesk dans og söngvamynd, tekin í litum, og fer hin fræga Ludmila Gar-. schenko með aðalhlutverk. I myndinni er mikið um létta, lífgandi tónlist, og þarna eru fagrar konur, og kampavín er kneifað, þótt í Rússíá sé, en það er unga listafólkið í „æskulýðs- höll“, sem gert hefir uppreist gegn afturhaldssegg, sem vill gera skemmtun þeirra svo sið- samlega og gamaldags, að það tók til sinna ráða. — Myndin er skemmtileg og gaman að sjá hvernig Rússar 'gera létta skemmtimynd af þessu tagi úr garði. Úr jólamyndinni x Stjörnubíó. Stjörnubíó ; báðum. Vandleyst mál er kom- ið til sögunnar, en leysist þó að lokum. —■ Skemmtileg' mynd og líkleg til vinsælda. Stjörnubíó sýnir kvikmynd- ina „Eiginmanni ofaukið“, sem Betty Grable og Jack Lemon leika aðalhlutverk í. Bráð- skemmtileg dans- og söngva- mynd. — í myndinni dansar dansparið Marge og Gower Champion, og fjöldi kunnra dægurlaga er sunginn í mynd- inni, „Dawn Bay“, „Someone to watch over me“ o. m. fl. — Betty Grable leikur þarna dæg- urlagasöngkonu, sem lendir í því að vera gift tveimur mönn- um samtímis, en fyrri maður- inn var talinn hafa fallið í stríð- inu. en kemur svo allt í einu tveim árum síðar, og var þá kona hans öðrum gift — eða Tjarnarbíó Heillandi bros, sem raunar heitir „Funny Face“ á ensku, er bráðskemmtileg' mynd og vel leikin, en það er Audrey Hepburn, sem leiku Jo, sem finnst, er leitað er að sérkenni- legri stúlku, sem á að senda til Parísar, til tízkukóngsins þar. Jo verður fyrir valinu, en hefir raunar engan áhuga fyrir tízk- unni, heldur fyrir heimspeki. — Fred Astaire leikur á móti henni. Og þessi tvö — og ýmsir fleiri — munu áreiðanlega koma Öllum gestum Tjarnar- bíós í sólskinsskap. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.