Vísir - 13.01.1958, Blaðsíða 7
Mánudaginn 13. janúar 1958
VÍSIR
Véla- og raftækjaverzlunlfL
Bankastræti 10. Sími 12852.
Tryggvagötu 23. Sími 18279.
í Keflavík á Hafnargötu 28
PHILIPS
plötuskiptari 3ja hraða til sölu. tækifærisverð.
Flugvöllurinn á Sauðárkróki.
*
Frá starfi Flugfélags íslands:
Aldrei flogiö eins
vélum fé
ástæður fyrir því aðallega
tvær. í fyrsta lagi mikil 'fjár-
festing vegna kaupa á nýju
millilandaflugvélunum, og í
öðru lagi er Skymasterflugvél-
in sem félagið gerði ráð fyrir
að selja, ennþá óseld, og eru
líkur til að hún verði seld á
allmiklu lægra verð en gert var
ráð fyrir, vegna þess hve verð
á eldri gerðum flugvéla hefir
fallið á heimsmarkaðinum, Og
þó við vildum selja eitthvað af |
l
F. I. vill ekki
ríkisstyrk.
— En því ekki að fá ríkis-
styrk eins og allir aðrir?
— Það eru víst nógir um
það boð og ef við lítum til
annarra flugfélag í Evrópu, a.
m. k. til allra þeirra stærstu,
! Þá eru þau ýmist rekin sem.
ríkisfyrirtæki eða með rífleg-
um ríkisstýrk. Flugfélag ís-
lands hefir fram til þessa seti:
Kaup Viscount-vélanna sýndu stórhug og
bjartsým en vegna míkiilar fjárfestingar
þarf F.l. á auknu rekstrarfé aö haída.
l iðtaí við Bíiiíittig' SifjBirðvxefMi
s/i r i ís tn íii s tjjá va.
i og leitaði hjá honum frétta
bæði af sölu skuldabréfanna
og rekstri félagsins.
Við kaupin á Viscountvél-
unum tveiinur á sl. vori, lagði
Flugfélag Islands í mikla fjár-
festingu, þar sem flugv’élarnar
jkostuðu marga tugi milljóna
Itróna, en félagið hinsvegar
flugflotann áður en langt liði.
En vegna fjárfestingarinnar,
sem leiddi af kaupum Viscount-
vélanna, þarf Flugfélagið mjög
á rekstrarfé að halda og
skömmu fyrir jól gaf það út
angt að árum og ekki með happdrættisskuldabréf, sam-
ýkja mikið fjármagn á bak við tals að upphæð 10 milljónir
sig.
í þessu framtaki lá mikill
stói'hugur og bjartsýni, og hefir
þegar komið á daginn að
brýn nauðsyn var á þessum
flugvélakaupum, enda óhjá-
kvæmilegt annað en endurnýja
króna, sem verður endurgreitt
á einum gjalddaga að sex árum
liðnum, þ. e. 30. desember
1963.
! í tilefni þessa átti fréttamað-
ur Vísis tal við Hilmar Sigurðs-
son skrifstofustjórá
■S¥S
Stúlkur — Konur
Afgreiðslustúlka óskast strax (i sælgæti) í eina búðina
okkar, ennfremur vantar stúlku i eldhús.
Uppl. milli kl. 5—7.
Adlon
Aðalstræti 8.
UTIDYRALAMPAI
mað húsanúmeri
Gekk ágætlega
á sl. ári.
■—- Um tildrögin að útgáfu
þessara skuldabréfa er það að
segja — sagði Hilmar — að
vegna mikillar fjárfestingar á
árinu sem leið, sem orsök-
uðust af kaupum beggja Vis-
countvélanna, þarf Flugfélagið
nauðsýnlega á rekstrarfé að
halda til þess að geta veitt
landsmönnum áfram þá þjón-
ustu, sem það hefur veitt á
undanförnum árum.
— Hefur reksturinn gengið
illa á árinu sem leið?
— Öðru riær. Velta félagsins
hefur verið meiri en nokkuru
sinni áður og meira flogið, fleiri
félagsins I farþegar fluttir, varningur og
póstur en dæmi eru áður til í
sögu félagsins. Sem dæmi um
það má geta þess, að á árinu
1956. sem var metár hjá félag-J
inu fluttu flugvélar F. í. nær
55 þúsund farþega innanlands,
137 lestir af pósti og 1170 lestir
af vörum. En á árinu sem var
að líða flytja vélarnar á inn-
anlandsleiðum nær 5 þúsund
fleiri farþega, rösklega 100
lestum meira af vörum og tals-
vert meira af pósti en áður. I
millilandafluginu hefur þessi
aukning orðið miklu stór-
felldari.
Skymastervélar
falla í verði.
— En hvers vegna þá aukið
rekstrarfé?
— Eins og eg sagði áðan eru
Dakotavélum okkar þá myndi
það draga úr þjónustu við
fólkið í landinu og í raun réttri
vera neyðarúrræði. Þess vegna
grípum við til þess ráðs að
gefa út happdrættisskuldabréf
í þeirri von að almenningur
keypti þau.
— Hvað gefið þið út mörg
skuldabréf?
—■- Samtals 100 þúsund og
hvert að upphæð 100 krónur.
Þetta er svo lítil fjárhæð að
engan einstakling munar um
að verja 100 krónum í skulda-
bréf. Þegar þess er ennfremur
gætt að þau greiðast upp að
fullu með vöxtum og vaxta-
vöxtum að aðeins sex árum
liðnum og þar við bætist svo
von um happdrættisfeng, en
happdrættisvinningarnir eru
153, sem dregnir eru út á
hverju ári, samtals að upphæð
300 þúsund krónur. þá treyst-
um við því að einstaklingar vg
jafnframt fyrirtæki í landinu
geti lánað félaginu þessa fjár-
upphæð.
Sala gengið
furðu vel.
— Hvað er hæsti vinningur
hár hverju sinni?
J — Tíu þúsund krónur að
* verðmæti og enginn undir 1
þúsund krónum.
I — Hvernig hefur salan geng-
ið til þessa?
! — Fram að þessu höfum við
ekki gert okkur miklar vonir
um sölu skuldabréfanna sök-
um jólaanna fólks og af því að:
um þetta leyti er fólk yfirleitt
févana vegna jólainnkaupa
og hátíðaumstangs. Samt sem
áður hefir hreyfing orðið furðu
mikil á sölu bréfanna þar sem
við höfum frétt til og ber það
vitni um áhuga almennings
fyrir málinu. En hvað úr hverju
þurfum við að hefja allsherjar-
sókn og' selja hvert einasta
skuldabréf á næstu mánuðun-
um. Við væntum þess fastlega,
að sem svarar tveir af hverj-
um þrem íslendingum geti lán-
að félaginu 100 krónur í sex
ár til þess að gera félaginu
kleift að halda áfram uppbygg
ingarstarfi sínu í þágu þjóðar-
innar.
. metnað sinn í það, að fara ekki
inn á þessa leiðindabraut o.
hefir komízt af án þess enu
sem komið er og vonandi
■ veiður svo áfrám.
1 — Starfsemi Flugfélags ís-
lands hefir aukizt verulega
síðustu árin?
— Það er óhætt að fullyrða,
að það hefir orðið risastökk i-
þróun flugsins og flugsam-
gangna á íslandi á síðustu ár-
unum, stökk, sem enginn befði;
vogað sér að dreyma urn fyr-
ir aldaríjórðungi. í dag heldui'
Flugfélag íslands uppi áætlun-
arferðum til 20 staða á íslandi
og sumir eru staðir, sem næs
engar aðrar samgöngur eru við,
svo sem Öræfin. Meii-a eri
þriðji hver íslenSingur héfii'
flogið með okkur innanlands á
árinu sem leið og um helming-
ur allrar þjóðarinnar, ef utan-
landsflugið er tekið með.
Hvergi annars staðar í heimin-
um eru samsvarandi tölur til.
Við höfum sex stórar farþega-
vélar í innanlandsflugi, þar aíl
2 Catalínuflugbáta, 3 Dakota-
vclar og 1 Skymaster, en Vis-
countvélarnar báðar í milli-
landaflugi og reyndar höfum.
við stundum orðið að setja þær
i innanlandsflug — til Akur-
eyrar. Eftirleiðis getum vicS
lika sent þær til Egilsstaða ef
þörf krefur.
Ef flugið
legðist niður.
■ Um 200 manns vinna orðið)
hjá félaginu og bækistöðvar*
eða opnar skrifstofur hefir fé-
lagið í 5 stórborgum.
Þannig fórust Hilmari Sig-
urðssyni orð við blaðamam».
Visis í gær. Og við þetta er
litlu að bæta, því alþjóð eru
þegar kunn þau miklu störf,
sem Flugfélag íslands hefir
innt af hendi og hvernig þacl-
hefir með stórhug og framsýni
hætt svo samgöngur þjóðar-
innar á síðustu árum, að geng-
ur ævintýri næst. Þyrfti ekki
annað en að ímynda sér hvern-
ig færi, ef allt innanlandsflugr
yrði lagt niður í einni svipan.
og ekkert sambærilegt kærni
þess í stað. Þá yrði manni fyrst
ljóst hvílíka þjónustu Flug-
alveg nýjar gerðir á vegg og í loít.
Önnur nýju flugvélanna rennur að flugskýlinu.