Vísir - 15.01.1958, Blaðsíða 6

Vísir - 15.01.1958, Blaðsíða 6
6 vísnt Miðvikudaginn 15. janúar 1958 A 1 wwmim D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru 1 Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur írá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Síml: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á uánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasöhu Félagsprentsmiðjan h.f. Þeir éttast samanburð! Kommúnistar tala oft um það, hvað Reykjavík sé dæma- laust illa stjórnað í saman- burði við ýmis bæjarfélög úti um land — meðal ann- ars þau, sem kommúnistar stjórna að einhverju leyti. Þetta er samanburður út ef fyrir sig, og ekkert við hon- um að segja, því að það er einmitt slíkur samanburð- ur, sem gefur borgunmum noltkra hugmynl um það, hvort þeir eiga að breyta til, fá aðra menn til að taka að sér stjórn í bæjarfélagi þeirra, þegar gengið verður til kosninganna eft.ir hálta þriðju viku. Skoðanir manna í öllum málum mótast ai' samanburði af einhvcrju tagi. Þess vegna hafa kommúnistar heldur ekkert á móti því, að gerður sé samanbui'ður, ef hann er þeim í vil. Þá er sjálfsagt að gera hann, og það er alveg eins sjáifsagt, | að allur almenningur láti niðurstöður hans ráða skoð- unum sínum. Á þetta alveg eins við um stjórn bæjar- mála og landsmála — og jafnvel um heimsmálin, cf hægt er til dæmis að græða á einum sputnik eða tveim- ur. En samanburður er ekki alltaf hagstæður kommún- istum, svo að þeim fijmst hann ekki alltaf sjálfsagð- ' ur. Þeir vilja til dæmis eng- an, ef hann er þeim í óhag. Þjóðviljinn er til dæmis sár- reiður í gær, af því að gerð- ur hefir verið samanburður á útsvarsþunga hér í Reykja vík og á ýmsum síöðum úti á landi, bæði þar se.n kommúnistar stjórna einir og þar sem þeir eru '.il dæm- is í félagi við krata. Þá kemur m. annars í Ijós, að fimm barna faðir, sem hefir 60 þús. kr. árstekjur greið- ir þrefalt hærra útsvar austur í paradís kommún- ista á Norðfirði en hér í bænum. Hverjum skyldi hafa dottið annað eins í hug, ef hann hefði aðeins lesið Þjóðviljann og teldi allt heilagan sannleika, sem þar er birt? Kommúnistar segja, að út- svörin eigi að vera lág hér, af því að hér sé mestur auð- ur þjóðarinnar saman kom- inn, heiidsala, embættis- menn og þar fram eftir göt- unum — en blaðið nefnir ekki SÍS, enda fæst ekki mikið fé út úr því, þótt það velti hundruðum milljóna. En það er einmitt það, að alþýðumaðurinn finnur, að hér eru þeir látnir bera meira en hann, sem hafa breiðara bakið, og þess vegna þarf hann ekki að borga meira. Verður þó að hafa það hugfast jafnframt, að hér er tekjuþörf bæjar- ins margfalt meiri en hvar- vetna úti um land, því að framkvæmdir eru hér svo miklu meiri — í þágu borg- aranna. Það kemur þess vegna engum á óvart, þótt komúnistar uni því illa, að frá því sc sagt, hversu miklu meira Norðfirðingurinn verður að greiða fyrir minni þjónustu en Reykvíkingurinn. Reiði kommúnista er mjög eðlileg, af því að þeir vilja aldrei hafa það, sem sannara reyn- ist, ef hægt er að beifa ó- sannindum, án þess að upo um þá komist. En þeir eiga eftir að verða enn reiðerí, því að í þessari kosninga- baráttu mun verða haldið áfram að gera samanbuv,ð a „afrekum" kommúnista og aðbúnaði manna til dæmis í Reykjavík. Þeir geta sín .\a mönnum um kennt, ef sam- anburður verður óhagstæð- ur, en þeir græða ekker’c á að láta í ljós bræði sína ei.ns og hún kom fram í Þjóðvilj- anum í gær. Þegar útsvarsskráin kemur útíRómaborg. Almenningur hefir gaman af að gægjasf s hana. Eru þeir ofurmenni? Ýmiskonar erfiðleikar steðja að bæjarfélögum í landinu, og má að mestu leyti kenna þá stjórnarstefnunni, því að svo miklar kröfur gerir stjórnin nú til greiðslugetu borgaranna, að varla er nertt eftir handa bæjunum. Og ríkisstjórninni kemur vitrn lega ekki til hugar að ætla bæjarfélögum nýja tekja- stofna. En rauðu og rauðflekkótt.u flokkarnir þykjast gcfa stjói'nað þetur en sjálfstæð- ismenn í Reykjavík þrátt fyrir þetta — og þrát.o iyrir feril þeirra í ýmsum bæ.æ- félögum úti um land — og virðast þeir ætlast til þess. að almenningur telji þá ein- hver ofurmenni. Hingað til hefir alþýða manna ekld haft verulega trú á því, að slik manntegund væri 1 jj, og þegar litið er á það, hvernig kommúnistum og vinum þeirra ferst úr hendi Það er af sú tíð, er útsvars- skrá Reykjavíkur var seld á götum og gatnamótum bæjar- ins, og menn gátu gert þaö sér til dægrastyttingar í fábreytn- inni, að gægjast ofan í vasa ná- ungans fyrir forvitnisakir. Þessi skemmtilegi siður hef- ur þó ekki allsstaðar verið lagður niður, og að minnsta kosti geta Rómverjar enn notið þess að fræðast um liag með- borgara sinna af útsvars- skránni. Að vísu er hún ekki seld á götunum, en aðgengileg hverjum, sem vill hana lí'a Hún þykir mikill fréttama’- ur nú sem endanær og kennir margra grasa í frásögnunum. Ekki lengur Paradís. Auðvitað eru Rómverjar forvitnir um hag hinna ríku og frægu, svo sem eins og kvikmyndastjarnanna og ann- ara, sem mikið berast á. Italía er elíki lengur paradís skattgreiðenda og' kvarta menn mjög undan þungurn álögum. Gægjast þefarar skattstjórans þar í alla króka og kima og má engin um frjálst höfuð strjúka fyrir þeim, að talið er. í ráðhúsinu liggur útsvars- skráin frammi fyrir almenning og eru 50 stór borð undirlögð. Menn geta kært útsvör sín í Rómaborg eins og í Reykjavík og veitir víst ekki af eins og síðar kemur í ljós lrér á eftir. Þeir nífölduðu Önnu. Anna Magnani, sem fræg er. ekki sízt fyrir leik sinn í The Rose Tattoo, sem hún fékk C.-scarsverðlaunin fyrir, gaf uþp til skatts, að tekjur henn- ar á árinu hefðu numið einum 6000 dollurum alls. Skattstjór- inn var á öðru rnáli og lét sér ekki muna um að áætla tekjur hennar ríflega, og nífaldaði þær. Þið getið ímyndað ykkur hvað hin fræga stjarna hefur sagt, því konan er talin vera skapstór. Gina Lolloþrigida og Sophia Loren er . af skattstjóranum taldar hafa þénað 130.000 doll- ara hvor um sig. Þær gáfu skattstjóranum bara langt nef og segjast alls ekkert útsvar borga í Rómaborg, því lög- heimili þeirra sé annarsstaðar — vonandi eru þær vinkori- urnar því löglega afsakiðar. De Sica er hæstur. Hæstur á blaði meðal kvik- myndafólksins var Vittcric de Sice, sem taljnn er hafa haft 150.000 dollara í tekjur árið 1956. Roberto Rosselini, sem frægastur er fyrir mök sín við Ingrid Bermann og er nú skú- inn við liana, eiiis og kunnugt er, taldi sig ekki hafa haít nema 2500 dollars i tekiur í fyrra — aumingja maðurinn —. Hvernig’ hefir hann getað brauð fætt Ingrid og öll börr.in af þessum sultarlaunum? Þá hafa Rómverjar garnan af að kynna sér, hver sé nú tekjuhæstur þein’a borgaranna. Það kom í ljós, að það var maður nokkur, Romolo Vaselli að nafni, 75 ára gamall verk- taki. Hefur karl hagnast á byggingaræðinu í Rómaborg, en fyrir 50 árum byrjaði hann starfið með fimm essvögnum Tekjur hans 1956 reyndust hafa verið sem svarar hálfri milljón dollara. Svo virðist sem synir hans þrír liafi notið góðs af ríkidæmi föðurins, því tekjur þeirra Iwers. um sig voru áætlaðar 140.000 dollarar. Það þótti því tíðindum sæta, að nýlega var krafist gjaldþrota- skipta á búi eins sonar, svo að lukkan er hverful á þeim slóðum sem annarsstaðar. Þess má að lokum geta, að þetta er nýr siður í landi þar, að birta útsvarsskrána og þyk- ir gefast mæta vel. Síðan þessi nýi siður var upp tekinn, hefir heiðarleiki framteljenda eflst verulega. Kannske er fleira, sem veldur, en ekki vitum vér, deili á því öllu. V-Beríín kaupir mest frá Danmörku. Frá fréttaritara Vísis. K.liöfn, í janúar. Yfir 60% matvæla, sem flutt cru til Vestur-Berlínar eru i'rá Danmörku, að þ\'í er hermt er í skýrslum frá dönsku liernað- arnel'ndinni þar. Verðmæti landbúnaðaraf- urða, sem flutt voru til Vestur- Berlínar frá Danmörku á fyrra misseri sl. árs voru að verð- mæti 54.5 millj. marka, en annar innflutningur þar frá Danmörku 2.3 mill. marka. — Af öllum innflutningi Vestur- Berlínar eru 18 af hundraði frá Danmörku, og er það næstum I helmingi meira er flutt er inn frá löndum, sem eru í 2. og 3. sæti á innflutningslistanum, Holland og’ Svíþjóð. iinininniiiiHiNiHiiiHiiiiiiiHi Lausn á leynilögi’egluþraul: stjórn þjóðmálanna, kemur engum til hugar að ætla, öð ofurmennin sé að finna í þeim flokkum. Áróður þeirra verðui' því léttvægur fund- inn. 'uuungeuuese.ie aoueijo uo;jng jba ed ‘uuungeui -aeseje igjeq gecj ua i5teq ge luejedæjS ueSua ij;e aqe.iQ uias jed ge ‘jsas iac} jy -aqe.ia jajag uueq .io ecj (uo.vq iqqa js uueq So) .mge iuiasj.iejsedæiS eupu uuigijgiA gijBA iqqa igjeq uuijngecusjjnjs ge g '.111 1 jsas So suia 'fuSpa ssatj 'uuun -geiujeseje ss uoÁq Jpja | ge .mqqo jiSos g jsuitint •aqe.ia ega uo.íq j.iOAq geuue uueq .13 ‘aoueqa uojjng iqita J3 uui.m -geiusj.iejspjoq uras jb<j (j iimiiiiiiiiiimaiiiimiiiiiiiiiiin „Bílstjóri" skrifar: Bilaáreksti'arnir. „Hálka á götunum er óvana- lega mikil um þessar mundir og mun aldrei hafa verið meiri á vetrinum, a. m. k. aldrei eins launhált. 1 rauninni er svo hált á nærri öllum götum, að bíl- stjórar verða jafnan að hafa hugfast, að aka með hinni mestu gætni. En þótt hálkan sé mikil eru ökuskilyrði að öðru leyti slæm um þessar mundir, kemur það manni óvænt, að 50—60 á- rekstrar skuli verða af völdum hálku á einum og sama degi. Það er há tala og sýnir, að menn eru ekki nógu gætnir. Treysta um of á keðjurnar. Skyldi það nú ekki vera svo, að það sé einkum tvennt, sem menn athuga ekki nægilega vel. I fyrsta lagi, að menn treysta um of á keðjurnar, og aka því hraðaya en skyldi. En að aka hratt, þótt menn hafi keðjur á öllum hjólum, getur verið háska legt í slíkri hálku sem nú, þótt ekki sé nema vegna þess, sem alltaf getur komið fyrir, að menn verði að „snarstoppa“, vegna bifreiðar, sem á undan er, vegna þess að sá sem henni ek- ur þarf skyndilega að hægja mikið ferð sína eða nema stað- ar. Sá, sem á eftir kemur, hefur ekki nægan spöl framundan til að draga úr hraðanum, bifreið hans sviptist til að aftan eða rekst á bílinn fyrir framan. Hið siðara ati’iði er, og það er tengt hinu fyrra, að hafa nægt bil milli sín og þess, sem á undan ekur. Allt of margir aka alveg á „hælum“ þess sem á undan er. Hafið sköfm' við hendina. Sé ekki útbúnaður í bil, sem heldur rúðunum óhéluðum, verð ur að hafa handsköfur eins og fást hér og það er eitt af mörgu, sem menn verða að muna, en seinast en ekki sizt — og sann- ast að segja mikilvægast af öllu — alltaf og enn frekara við þau skilyrði, sem nú eru, en endra- nær, að forðast liraðan akstur. Bilstjóri.“ Stúdentar urðu meist- arar í körfuknattlelk. Fyrsta Reykjavíkurmeist- aramótið í Körfuknattleik fór fram að Hálogalandi dagana 14. nóv. til 17. des. s.l. í mótinu tóku þátt 5 félög og sendu samtals 13 lið, þar af voru 4 meistaraflokkslið. — Leiknir voru oftast 3 leikir á leikkvöldi. Reykjavíkurmeistari að þessu sinni varð íþróttafélag stúd- enta og hlaut 6 stig, annars varð röðin í einstökum flokk- um þéssi Meistaraf lokkur: 1. Í.S. með 6 stig, 2. Í.R. með 4 st. 3. Gosi með 2 st. 4. K.R. 0. II. flokkur: 1. Gosi með 4 stig. 2. K.R. með 4 st. 3. Ármann með 4 st. 4. Í.R. með 2 st. »»>>- III. flokkur: 1. Í.R.(A) með 7 stig. 2. Ármann(A) með 7 st. 3. í. R.(B) með 4 st. 4. Gosi með 2 st. 5. Ármann(B) með 0 st.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.