Vísir - 28.03.1958, Síða 6

Vísir - 28.03.1958, Síða 6
8 VtSIR Föstudaginn 28. marz 1958 D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 bláðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstiórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 0,00—18,00. ,y Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. ■>U Játning Tímans. Forustugrein Tímans í gær er að ýmsu leyti athyglisverður pistill. Þar er ný játning, sem Tímamenn hafa alltaf tregðast við að gera, þangað til nú. En þarna viðurkenna þeir loks að ríkisstjórnin hafi enga nýja leið fundið til viðreisnar í efnahagsmálum um, engin „ný úrræði" eins , og lofað var þegar stjórnin tók við, heldur hafi hún að , eins lappað upp á gamla styrkjakerfið, en ætíð hafi „sigið á sömu hlið“ og alltaf þurft „að hefja undirbúning nýfl-a ráðstafana jafnskjótt og síðustu viðgerð var lok- ið.“ í þessu sambandi er rétt að rifja upp einu sinni enn, hverju ríkisstjórnin lofaði landsmönnum þegar hún settist að völdum: Hún byrj- aði á að lýsa því yfir, að hún væri sterkasta stjórn, sem mynduð hefði verið á ís- landi, og á því skyldu lands- menn skilja að hún hefði töglin og hagldirnar og væri þess megnug að gera þær ráðstafanir, sem dygðu. Hún sagðist hafa á bak við sig meginþorra verkalýðsins, bænda og launþega og í samráði við þessar stéttir ætlaði hún að gera „alls- herjar úttekt á þjóðarbú- inu“ og skapa nýjan og traustan fjárhagsgrundvöll með ráðstöfunum, sem ekk- ert skyldu skerða hag hinna vinnandi stétta. Vinnufriður væri fullkomlega tryggður, verkföll úr sögunni og fram- undan betri tímar fyrir „hið vinnandi fólk“, sem nú gæti treyst forustu og forsjá sinna manna í öllum greinum. Fylgismenn stjórnarinnar biðu lengi þolinmóðir og vongóð- ir eftir úrræðunum, aðrir höfðu litla trú á þeim frá upphafi, en trúðu þó varla að svikin yrðu eins alger og raun varð á. En svo fór trú fylgismannanna einnig að bila og þeir fóru líka að tala um svik. Blöð Sjálfstæðis- flokksins héldu vitanlega uppi harðri gagnrýni á rík- isstjórnina fyrir vanefnd- irnar og úrræðaleysið, en engin viðurkenning kom frá Tímanum á því, að nokkuð færi aflaga. Hann hélt því blákalt fram, að allt væri í bezta lagi, ný úrræði hefðu verið fundin og önnur væru á leiðinni, „úttektin“ yrði gerð þá og þegar, og nú væru notuð önnur vinnu- brögð heldur en hjá fyrr- verandi stjórn, þar sem Framsókn átti nú raunar fjármálaráðherrann, eins og nú. Hvað vill Framsókn? Alþýðublað segir í fyrradag, að „Framsóknarflokkurinn vilji algerlega snúa við blað- inu“. Þar er önnur játning á því, að blaðinu hafi ekki verið snúið við þegar stjórn- in settist að völdum og meira að segja ekki búið að því enn, þótt kjörtímabilið sé næstum því hálfnað. Ætli útkoman verði ekki sú, að ef hálft kjörtímabilið þurfi til að hugsa um að snúa við blaðinu, þá fari hinn helmingurinn í það að ákveða hvernig því skuli snúið, ef stjórnin þarf þá að glíma við gátuna svo lengi. Sennilegra er að þjóðdn hafi knúið hana til að segja af sér fyrir þann tíma. Tíminn segir að viðhorf stjórn- arflokkanna til dýrtíðar- málsins séu „ljós í höfuð- atriðum", en fyrr í greininni stendur, að innan ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- flokka hennar hafi ekki náðst samkomulag um ann- að en að „halda áfram að setja nýjar bætur á styrkja- kerfið“ og „þannig hafi fram leiðslunni verið fleytt áfram síðan“. Þessi viðhorf eru vissulega „ljós í höfuðdrátt- um“. Innan stjórnarinnar er sem sé hver höndin upp á móti annarri og ekki hægt að ná samkomulagi um neitt annað en halda áfram með gamla kerfið, sem allir stj órnarflokkarnir töldu óal- andi og óferjandi, þegar stjórnin settist að völdum, og þóttust ætla að breyta strax fyrstu mánuðina. Oll skrif stjórnarblaðanna sýna það, að engrar breytingar er að vænta, nema þeirrar, að enn verður seilzt niður í vasa almennings með ein- hverjum ráðum, til þess að „lappa upp á styrkjakerfið til bráðabirgða", og þegar það er ekki hægt lengur — þegar sjálfur Eysteinn Jóns- son, sem fyrir löngu á heimsmetið í skattauppfinn- ingum, gefst upp og segir, að nú sé ekki hægt að finna upp fleiri nýja skatta og tolla, þá hrökklast þessi aumasta ríkisstjórn allra tíma frá völdum, sennilega Eþfópia hefir hug á að eignast Sómalí-land. Pví er æflað að öðlast sjálfsfæði árið 11160» Deila er hafin milli Eþíópín og Sómalíiands í Austur-Afríku, og getur hún orðið afdrifarík. Hale Selassie keisari í Eþíópíu hefir hug á að leggja undir sig strandlengjuna, sem áður nefnd- ist ítalska Sómaliland og er nú undir verndargæzlu Sameinuðu þjóðanna. Hann óttast, að Sómali menn kunni að komast undir á- hrif frá Nasser, og finnst nóg að vera nágranni hans á einum landamærum, þótt ekki bætist önnur við, svo ekki sé minnzt á Jemen, sem er handan Rauða- hafs. Sómalímenn hafa enga löngun til að verða þegnar Eþíópíu- manna, því að þeir hafa aldrei lotið konungs- eða keisarastjórn, og hefir forsætisráðherra bráða- birgðastjórnar þeirra Abdullahi Issa látið svo um mælt, að lands- menn óski að stofna fullkomið lvðræðisríki í landi sínu. Verða sjá-lfstæðir 1960. Vestrænar þjóðir Bretar og Bandaríkjamenn vilja vera beggja vinir, en það er erfitt, eins og gengur. Sameinuðu þjóð- irnar hafa heitið Sómalímönnum fullu sjálfstæði 1960, en spurn- ingin er, hvort landsmenn verða þá færir um að stjórna sér sjálf- ir og verða ekki einhverjum á- gengum nágranna að bráð. Bandarikjamenn hafa að und- anförnu hjálpað Eþíópiu um vopn, og telja Sómalimenn, að þeim sé lítill greiði gerður með því móti, þar sem vopnum þess- um kunni að verða beitt gegn þeim, og að keisarann dreym- ir um að færa út ríki sitt, svo að það nái til Indlandshafsstranda. Hale Selassie reynir að sefa' Sómali-menn með því að segja, að hann skuli styðja sjálfstæðis- viðleitni þeirra, en óski Sómalí- menn að ganga í samband við Eþíópíu, þá standi ekki á því, að þeim muni verða fagnað. Sérfræðingarnir eru kvíðnir. Annars eru sérfræðingar þeir, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent til Sómalílands til að búa það undir sjálfstæða tilveru, kvíðnir varðandi framtíð lands- íns, því að þar er lítill auður í jörðu og þjóðin mjög frumstæð. Aðaluppskera landsins er ban- anar, sem ítalskt fyrirtæki kaup- ir nær alla. Landið er aðalfram- leiðandi heimsins á sviði reyk- elsis, sem fæst úr safá gúmtrjáa, en það er ekki líklegt til gróða á 20 öldinni. Annars eiga landsmenn mikið af kvikfénaði, sem talin er tákn um auð manna, svo að eigendur tíma ekki að slátra slíkum grip- um — jafnvel ekki til eigin þarfa — til þess að ganga ekki á höfuðstólinn. Þórður Þórðarson taflmeistari Nýkomið: Uppreimaðir strigaskór, allar stærðir. VERZl. með þeim hætti, að komm- únistar skríða út úr flat- sænginni, hrópa á réttlæti fyrir hönd verkalýðsins og stofna til nýrra verkfalla og kauphækkana. Taflfélag s.f Hreyfils hóf vetrarstarfið 29. okt. 1957, með jhinu árlega innanfélagsmóti sínu, og lauk því 11. fcbr. 1958. Þátttakendur í mótinu að þessu sinni voru 24, og skiptust í þrjá flokka. — í meistara- flokki tefldu 6 félagsmenn, og auk þess skákmeistarinn Egg- ert Gilfer er tefldi sem gestur félagsins á mótinu. 1. flokk skipuðu 5 keppendur, en 12 II. flokk. Urslit í mótinu urðu þau, að í meistarafl. urðu efstir: 1 —2. sæti Þórður Þórðar- son og Eggert Gilfer jafnir með 5% v. 3. sæti Guðlaugur Guðmunds son með 4 v. 4. sæti Anton Sigurðsson með 3 v. Þórður Þórðarson varð því skákmeistari félagsins 1958, en hann varð það einnig 1957, í 1. fl. varð efstur: Jónas Kr. Jónsson með 3Ví v. 2. Dómald Ásmundsson með 3 v. 3 Þorvaldur Magnússon með 2y2 v. Efstur varð í II. fl. Gunnar Guðmundsson með 10 v. 2. Árni Björnsson með 9 v. 3. Snorri Jónsson með 8V2 v. Þann 25. febr. voru tefldar undanrásir í hraðskákmóti fé- lagsins, en úrslit voru tefld 4. rnarz. Keppendur voru 23 Undanrásir voru tefldar í tveim riðlum, og tefldu síðan 5 úr hverjum riðli til úrslita, auk Eggerts Gilfer sem einnig tefldi þar sem gestur. — Endanleg úr- slit urðu þau að efstur varð: Eggert Gilfer með 10 v. 2. Þórður Þórðarsbn með 71/2 v. 3. Magnús Vilhjálmsson með 6 v. 4. Anton Sigurðsson með 51/2 v. Þórður Þórðarson varð því einnig hraðskákmeistari félags- ins 1958. Þann 28. febr. s 1. tefldi skák- meistarinn Eggert Gilfer fjöl- tefli við félagsmenn á 18 borð- um, og vann skákmeistarinn 10 skákir, gerðá eit't jafntefli og tapaði 7 skákum. 3. marz fór svo fram skák- keppni milli Taflfélags s.f. Hreyfils og Taflfélags alþýðu, á 13 borðum, og lauk með 7:6 v. Hreyfilsmönnum í vil. Úr heimi ínyhdlistailnnar. Frá Guðmundi Einarssypi frá Miðdal, hefur borizt eftirfarandi athugasemd við útvarpserindi Björns Th. Björnssonar sl. mári'u dag, „Úr heimi myndlistarinn- ar“: „1 útvarpsþættinum „Úr heinri myndlistarinnar" sem Björn Th. Björnsson flutti s.l. mánudag minntist hann á Wiliam Morris — Islandsvininn góða — og tilraunir hans með að stofna list og listiðnaðarverkstæði i Englandi. Var helzt á fyrirlesar- anum að heyra að tilraunir W. Morris í þessa átt „hafi rurinið út í sandinn”. Ef átt er við að stofnanir hins iriikla skálds og snillings hafi orðið að engu, þá er það mikill misskilningui'. Hefði fyrirlesari látið svo lítið að fletta upp i fyrirtækjaskrá Lundúnarborgar, þá hefði hann fundið þrjú stór og fræg verk- stæði William Morris og Co. Smíði listrænna gi'ipa. Verkstæði, sem vinnur að steindu gleri og listi-ænni járn- smiði (þar vinna tugir færustu listamanna). Annað verkstæði, sem gerir gi’ipi úr gulli, silfri, tini og kopar. Er það frægt víða um lönd fyrir fagra kirkjugripi og drífna skartgripi. Verkstæð- ið er í þrem deildum og hefur stórhýsi til umráða. Þriðja fyrirtækið, er steypu- verkstæði, eitt hið bezta í Evrópu, hefir tekið að sér vandasömustu útfærzlur fyrir listamenn úr þrem heimsálfum notar ýmsar frumlegar aðferðir við bronce- steypu. Útfærir allt frá kerta- stjökum til stærstu standmynda. Hefur það einnig útfært íslenzk listaverk. Sömuleiðis glervei'k- stæðin. Rúðurnar í líessa- staðakirkju. . í kirkjunni á Bessastöðum. getur Björn Th. Björnsson séð vinnu á steindum rúðum Bessa- staðakirkju. Forstjóri þessarar starfsemi William Morris & Co. er Frierick Cole, hann kom hingað til lrfndsins s.l. sumar er endurvíksla kii’kjunnar fór fram: Þetta mun hafa farið fram hjá B. Th. Björnssyni. Bókagerð. í fjórða lagi beitti W. Morris sér fyrir listrænum vinnubrögð- um í bókagerð. Eru aðferðir hans viðhafðar af beztu bóka- útgefendum Englands enn í dag. Að öllu þéssu athuguðu er varla hægt að segja að hið merka starf W. Morris „hafi runnið út í sandinn" heldur er það „þjóð- leg staðreynd." Undirritaður hafði tækifæi’i til að vinna lítilsháttar í sambandi við verkstæði W. Morris, og sannprófa hið menningarlega gildi þeirra. Þau standa á traust- um, þjóðlegum grundvelli, leiða hjá sér tízkutildur og hégóma. 1 safni verkstæðanna eru teikningar af islenzkum gripum, eru ýmsir þeirra muna nú horfnir. Þar eru t.d. kaleikar og aðrir kirkjugripir, snildar vel teiknaðir. Forráðamenn fyrir- tækjanna virtust mjög vel heima í íslenzkri skreytilist, létu þá ósk í ljósi að heimsækja ísland. Ýms blöð og tímarit íslenzk hafa get;ð starfsemi fyrirtækja William Morris & Co. undanfar- in ár. Væri ástæða til að Björn Th. Björnsson kynnti sér þau ummæli. Guðmundiir Einarsson frá Miðdal.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.