Vísir - 14.04.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 14.04.1958, Blaðsíða 10
ISL vfsnt Jrank Ifwty Fjársjóðurinn Fagradal. 60 Fallegasta stúlka, ef eg man rétt. Eldri bróSir hennar og eg vorum bekkjarbræður. Hún er ekkja en það vissi eg ekki fyrr en eg fór að skrifa fólkinu heima aftur út úr leiðindum. Þaö er ekki nógu langt um liðið en eg veit að hún vill. Hún sendi mér þessa mynd. Bruce tók myndina og horfði á fingert hjartalagað andlit, sem brosti út úr miklu af svörtu hári. — Falleg, sagði Bruce, — mjög falleg. En hvers vegna sendir þú bara ekki eftir henni eins og flestir sem eru að flytja inn konur frá austurströndinni? Sparar þér mikla peninga. Hailey hristi höfuðið. — Nei, sagði hann. — Þannig get eg ekki gert það. Eg býzt við að hún Jo litla hafi ger migt dauöhræddan við allt kven- fólki viðkomandi. Eg verð að sjá stúlkuna fyrst — sjá hvað hún hefur breytzt mikið. Biðja hennar. Kynnast henni. Það gengur hægar á þann hátt, býzt eg við, en það er miklu viturlegra. — Eg býzt við að þú hafir rétt fyrir þér, sagði Bruce. — Samt sem áður reiddi eg mig á þig til aö.... Fjandinn. Hvað er eg að hugsa? Þú verður kominn aftur um það leyti. Meðal annarra orða, hvernig líður Jo núna? Hefurðu heyrt nokkuð um hana. — Frá henni, leiðrétti Hailey. — Hún skrifar mér reglulega. Hún á eigið spilavíti nú, sem hún reisti fyrir peningana, er King arfleiddi hana að. Kallar það La Rubia. Það er spánska orðið fyrir „Sú ljóshærða“, er það ekki? Það er mjög vinsælt. Hún heldur sér á móttunni eða öllu heldur heldur sér sér ekki á mottunni eins og hún er vön. Eg hálf vorkenni henni. Jæja, lagsi, get eg dregið þig með til Frisco? Bruce glotti við tönn. — Eg á nú heldur bágt með það, Hailey, sagði hann. — Þú skilur, eg get eiginlegá ekki yfirgefið Juana einmitt núna. Hailey leit á hann og munnur hans glenntist sundur í gleitt bros. — Nei, sagöi hann. — Já, hérna, gamli minn. Þú ert að koma til. Hvern skyldi hafa grunað það. í sama taili kom Juana út úr húsinu, jafn grönn og jafn þrung- in yndisþokka og áður. — Maður skyldi halda, Senor Burke, sagði hún á ensku, sem vakti furðu Haileys, — að þessi barnungi okkar ætti að fæðast á morgun í staðinn fyrir eftir tvo mánuði, héðan í frá. Eg er gall- hraust nema þennan smálasleika í morgun. En hann, guö minn góður. Hann vill ekki að eg gangi, hreyfi mig eða geri nokkurn skapaðan hlut. Hann bannaði mér jafnvel að elda þar til við reyndum brasið hans; þá fyrst urðum við veik. — Juana, kæra, sagði Hailey. — Þú verður að afsaka en eg ætla að kyssa þig. Eg er svo hamingjusamur yfir þessu öllu að eg gæti baulað eins og vetrungur. Hann kyssti hana og gekk svo aftur á bak, brosandi. Juana brosti til hans. — Nú verð eg að fara, sagði hún, — og ná handa ykkur í vín og smákökur, sem eg hef bakað. Síðan skal eg láta ykkur í friði til að þið getið hlegið og gortað hvor við annan eins og smá- strákar, sem þið karlmenn eruð allir i hjarta ykkar. — Já, hérna, sagði Hailey, þegar hún var farin inn. — Su talar góða ensku. Þú hefur kennt henni, er það ekki? jú, sagði Bruce. — En hún Jærði samt mest af sjálfri sér. Var vakin og sofin við það. — Alltaf, lagsi minn? spurði Hailey stríðnislega. __já, sagði Bruce og brosti friðsamlega. — Ekki kanngke alltaf, Hail. — Það er gaman að vera að fara heim, sagði Hailey. — Það gerir mig enn ákaíari að sjá þig svona hamingjusaman. Eg býzt ekki við, að eg geti t lið þig á að koma með mér til Frisco eins og komið er. — Nei, Hail, sagði Bruce, ánægður. — Eg býzt ekki við þvi. Juana sat á brunnbarminum og horfði á Bruce grafa. Er hann rétti sig upp sá aðeins á kollinn á honum. Síðan klifraði hann rólega upp úr brunninum. Hann hélt á einhverju í hendinni. j Síðan hélt hann því upp fyrir framan sig og hún sá hvað það var. Hún leit á hann og augun voru stór af hræðslu sem hún minntist vel. Bruce brosti. Síðan fleygði hann klumpnum, sem var stærri en dúfuegg, tandurhreinn, hreint gull, rauðleitt, algjörlega ómengað — aftur í brunninn. Hann tók upp skófluna og hóf að kasta moldinni niður í aftur, hann vann óhikað, en flýtislaust við að fylla hann. — Eg skal hjálpa þér, mi marido, sagði Juana. — Nei, sagði Bruce. — Hugsaðu um barnið, Juana. Hann vann stöðugt þar til brunnurinn var fullur. Síðan þjapp- aði hann moldina með staur. Síðan rakaði hann og bursta blett- inn með greinum og skildi þær eftir erhann fór til að hylja vegs- ummerkin. Juana vissi að eftir tvo aaga mundi ekki sjást að grafið hefði verið þarna. Þau fóru inn í húsið og Juana lagðist á rúmið. Hún lá róleg í friði, sem var heitur sem sólskin, djúpur sem sjálfur tíminn. — Mi Corizon, sagði Juana. — Hjartað mitt — þetta þarna gull — það vakti ekki ótta hjá þér, var það? Segðu mér, að það hafi ekki verið ótti. Nei, sagði Bruce. — Hvers vegna spyrðu þessa, Juana? — Eg vildi ekki að það hefði verið ótti, sagði hún, — því ótti er fyrir konur — ekki menn eins og þig. — Nei, sagði Bruce. — Ekki ótti en gull er illur hlutur. Hann lyfti henni upp svo að hún gæti séð út um gluggann, síðasta geislabað sólarinnar. — Eg þarfnast þess ekki, Paloma. Eg veit að þetta er sjald- gæfur hugsunarháttur, en það er aldrei hægt að kaupa neitt sem máli skiptir fyrir gull. Hvaða ást gæti það fært mér, sem eg hef ekki þegar öðlast? Því eg hef þegar fundið fjársjóð minn, Juana mín. Þetta, — hann benti út um gluggann — og þig. Juana leit út og sá sólskinið i dalnum, ungt kornið bugðast í birtunni, Jesús og Jósefína ganga niður með röðunum og gera fallegar sveiflur, er þau slógu það. Síðan leit hún aftur til hans, reis upp, leitaði að munni hans með sínum og hvíslaði: — Og barnið okkar. Bættu því við og þú hefur á réttu að standa, elsk- an mín. — E N D I R — íslenzk tónskáld senda ,kollegum,/ orð. //■ Nýlega hefir Tónskáldafélag íslands sent Norræna tón- skáldafélaginu og tónskáldafé- lögum Norðurlanda svohljóðí- andi orðsendingu: „Vegna þeirrar kröfu hinnar norrænu dómnefndar, sem kjörin var til að velja tónverk fyrir næstu norrænu tónlistar- hátíð, að til greina skuli ekki koma tónverk, er samin hafa verið fjuúr tíu árum eða meir, vill Tónskáldafélag íslands leyfa sér að benda á það, sem hér segir: Það verður ekki hjá því komizt að segja frá því, að tón- listarlíf á íslandi hefir enn ekki náð svo miklum þroska, að krafa þess geti átt við um )V" izk tónverk. sem oft bíða óflutt handriti áratugum E. R. Burroughs ■TARZAN— g'issgí y *V« y. 2597 Ekki leið á löngu fyrr ea hópur af dvergum, ríðandi á strútum, var saman komin til að ráðast gegn Tarzani. Tarzan hélt áfram för sinni, en nú tók hann eftir reyk áti á sléttunni og það gat ekki annað verið en þar taari hópur ríðandi manna. Hann tók ör úr mæli sín- um og setti á bogastrenginn. En honum fellust nærri hendur er honum mætti óvenjuleg sýn. Mánudaginn 14, apríl 1958 saman og oftast einmitt þau veigamestu. Það er ekki hægt að dylja þá ótrúlegu staðreynd, að íslenzk tónskáld búa við langum lakari kjör en stéttar- bræður þeirra á hinum Norð- urlöndunum, Jslenzk tónskáld hafa ekki tök á að fá verk sin afrituð, fjölrituð eða ljósmynd- uð —> hvað þá heldur prentuð. Hvorki Ríkisútvarp íslands né Symfóníuhljómsveit íslands né íslenzkir söngflokkar né flokk- ar stofutónlistar né einleikarar né söngvarar hafa, nema að mjög litlu leyti, getað annast flutning eða dreifingu ís- lenzkra tónverka. íslenzk tónskáld hafa heldur ekki haft tök á að starfa sjálfir að kynningu verka sinna, held- ur hafa einkum á seinni árum þurft að eyða kröftum sínum í að skipuleggja á fslandi al- þjóðlega réttindastofnun og fé- lagsstarfsemi til að reyna að skapa sér og tónlistinni sams- konar aðstöðu hér á landi sem annars staðar tíðkast. Þess er að vænta, að þessi aðstaða verði eftir 10—20 ár orðin á íslandi svipuð og í öðrum lönd- um. Tónskáldafélag íslands treyst ir því, að Norræna tónskálda- ráðið og norrænu tónskáldafé- lögin sýni fullan skilning á sér- stöðu íslands í þessum efnum og styðji einnig- kröfur Tón- skálafélags íslands á hendur þeim íselnzkum aðilum, sem eiga að leggja rækt við tónlíst og alþjóðleg viðskipti á sviði tónlistar — svo að ísland geti sem fyrst staðið jafnfætis hin- um Norðurlöndunum í þessum efnum. Það er einnig skoðun Tón- listarfélags íslands, að í vali tónverka til flutnings á nor- rænum tónlistarhátíðum skuli ekki farið eftir tízkufyrirbrigð- um og stælingum þeirra, hversu haganlega sem þær kynnu að vera gerðar — held- ur skuli hinar listrænu kröfur við samningu á efnisskrám ein- göngu miðast við hið sálræna tjáningargildi verkanna — sem er óháð tíma og tízku.“ ★ Sjókort útgefin af brezka flotamálaráðuneytinu eru not- nð um allan lieim. 1 fyrra voru seld 1.404.450 sjókort. :k Yuri Soloviev, yfirmaður rússnesku skipasmíðastofnun- arinnar, kom fyrir nokkru til Rretlands, m.a. til þess að kynna sér innréttingu brezkra skipa. m fa rir oi/ tœhni—frh. Fi'amh. af 3. síðu. áfram. Spaðarnir eru í einskon- ar hólfi svo að þeir minna á viftu. Vélin getur sem sé notað lítinn blett til flugtaks eða lendingar, en auðvitað getur hún einnig 'ent eða hafið sig á loft eins og v: 'iuleg flugvél á velli. 1 agvél þessi flýgur hraðar en kopti cg hún getur lika verið lengur á flugi. Heri’.m hefur mikinn áhuga fyrir flugvél þessari og hyggst nota hana rem eftirlitsflugvél og björgunarfli.gvél, en verksmiðj- an, sem byggir hana, telur að hún verði ein iig hentug til al- ' mennra nota.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.