Vísir - 14.04.1958, Blaðsíða 12

Vísir - 14.04.1958, Blaðsíða 12
r&kert blað er ódýrara i áskrift en Vísir. Lútið hana færa yður fréttir og annað Seeírarefni beim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Súni 1-16-60. Mánudaginn 14. apríl 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókej'pis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Stjárnarkreppn í FrakkSandi út af Túnisdeiiunni afstýrt. Samkomulagshorfur betri, en þó ekki öruggar. Fyrir dynmi stendur uniræða ram Túnisniálið i fulltrúadeild franska þíngsins. Horfur þykja nú öllu vænlegri eftir aS franska stjórnin féllst á tiifögíir þeirra Beeleys og Murp- hys, sem samningsgrundvöli, — þö með því skiiyrði að hún á- skildfi sér rétt til þess að skjóta til Sameiimðu þjóðanna tillög- dnum um, að alþjóðagæzlulið verði haft á Iandamærum Túnis ©g Alsír. BeeJey, brezki samningamað- virinn, kom til Lundúna á iaug- ardag, og kvaðst vera miklu bjartsýnni en áður eftir að stjórn in féllst á tillögumar sem við- ræðugrundvöll. Taismaður ame- xiska utanrikisráðuneytisins kvaðst einnig fagna þeirri sam- þykkt, en viidi ekki segja meira að svo stöddu. Beeley fer aftur til Parísa.r á morgun og ef til vill til Túnisborgar á fimmtudag til frekari viðræðna, sem Bour- giba forseti ræddi i gær við sendi Iherra Breta og Frakka. Fundurinn stúð 11 klst. Fundur frönsku stjórnarinnar stóð 11 klst og var haldið fund- Droffning veifur ekki. Queen Mary er byrjað sigling- aw aftur eftir gagngerar endur- bætur. Sú helzta er fólgin í því, að „Uggar“ hafá verið settar á byrð- • inga skipsins til að draga úr velt ingi. í fyrstu ferðinni voru ugg- amir notaðir £ 57 klst. samfleytt, og minnkuðu þeir veltur skipsins úr 15 í 1,5 gráðu. arhlé meðan Gaillard forsætis- ráðherra og hægriflokka ráð- herrar gengu á fund Coty for- seta, en hægriráðherrarnir höfðu hótað að biðjast lausnar, ef Gaillard tæki ekki ákveðnari afstöðu gagnvart Túnisstjórn. Enn deilt um eftirlit. Niðurstaðan af viðræðunum við forsetnn og. á fundinum varð sú, sem að ofan getur, og þar með var stjórnarkreppu bægt frá — a. m. k. í bili, en augljóst er, að þótt horfur séu vænlegri, eru menn engan veg- inn öruggir um algera lausn málsins, þar sem Alsír er meg- inorsök ágreiningsins, en hvor- ugur aðili hefur enn slakað til varðandi eftirlit á landamærum Alsír og Túnis. SVFÍ. fær mynd- arlegar gjafir. Slysavarnafélag íslands hef- ur þessa daga móttekið ýms stórmyndarleg framlög frá deildum félagsins til viðbótar því, sem áður hefur verið' um getið. Kr. 30,000 hafa borizt frá kvennadeild S.V.F.Í. á Akur- eyri í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Kr. 11,500 frá kvennadeildinni Hafdís, Fá- skrúðsfirði og þar af eiga kr. 10,000 að ganga í björgunar- skútusjóð Austfjarða. Kvenna- deildin Framtíðin á Hornafirði hefur sent kr. 5000 sem sömu- leiðis eiga að renna í björgun- arskútusjóð Austfiarða. Málaferli enn vegna dauða Wilmu Montesi. Nú er sóknínni stefnt gegn aðalvitni málsins. Montesi-málið Jhefur nú gengiS aftur, segja blöð í Róm, því að eitt af helztu vitnum þess hefur verið ákært fyrir ærumeiðingar. í þessari viku verður tekið fyrir í Rómaborg ánál, sem er í beinu framhaldi af Montesi- málinu svonefnda, sem vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Reis það vegna þess, að stúlka nokkur Wilma Montesi, er þótti léttúðug í meira lagi, fannst örend á baðströnd skammt frá Róm og var álitið, að hún hefði verið myrt. Málinu lyktaði með því, að hinir ákærðu voru sýknaðir. Ákærðir voru Giampieri Piccioni — sonur þáverandi r utanríkisráðherra Ítalíu — og IJgo Montagna, en aðalvitnið gegn þeim var Annamaria Caglio, gleðikona, sem gekk undir nafninu „svarti svanur- inn“. Hún hélt því fram, að Piccioni væri morðinginn, en Montagna hjálparmaður hans, en auk þess bar hún þeim margt annað á brýn, svo sem að Montagna væri foringi hrings eiturlyfjasala og fleira af því tagi. Nú hafa menn þessir höfðað mál gegn stúlkunni vegna æru- meiðinga og getur því svo farið, að það verði aðalvitnið gegn þeim í Montesi-málinu, sem í fangelsi lendir um síðir. Hún mun hinsvegar ætla að reyna að sleppa með því að fá sig dæmda óábyrga gerða sinna með geðveilu. SMi&ssun réíaaitía Verður kjarnorkuspreng- ingum senn hætt? Kröfufundur á Trafalgar forgi í gær. Fundur mikill var haldinn á Trafalgartorgi í Lundúnum í gær tii stuðnings kröfunum um, að Bretar og Bandaríkjamenn hætti tilraunum með kjarn- orkuvopn. Aðalræðismenn voru krata- forsprakkarnir Gaitskell og Bevan. Hinn fyrrnefndi hvatti ríkisstjórnirnir Bretlands og Bandaríkjanna til þess að taka ákvörðun samskonar og Rúss- ar í ofangreindu efni. og taldi hann, að þá mundi opin leið til almennrar afvopnunar. Bevan ræddi nokkuð varna- stefnu vestrænu þjóðanna, en hún væri miðuð við það, að þær yrðu jafnan að vera við- búnar, en Bevan kvaðst sann- færður um, að Rússar myndu ekki ráðast á Vestur-Evrópu. Hvað gerir brezka stjórnin? Áður var kunnugt orðið, að brezka stjórnin myndi hug- leiða að hætta kjarnorku- tilraunum — ef tilraunir Bandaríkjanna,, sem nú eru í þann veginn að hefjast, bera þann árangur, að Bandaríkja- menn telja fært að hætta, en við þær tilraunir, sem nú eiga fram að fara er m. a. leitað svars við spurningum, sem Rússar kunna að hafa fengið við hinar mörgu tilraunir þeirra á undangengnum tíma. Sú gseti þá orðið reyndin, að öllum tilraunum yrði hætt að loknum tilraununum á Kyrra- hafi — því að sjálfsögðu kem- ur ekki til þess, að þær verði notaðar sem átylla af neinum til að halda áfram tilraunum. Kyrrahafstilraunum verður lokið 1 ágúst. Kann því svo að fara, að öllum tilraunum með kjarnorkuvopn verði hætt síð- ar á árinu. Hættulegar endur- minningar. Nelly Rivas, sem varð fræg um það bil, þegar Peron var rekinn frá völdum ætlar nú að giftast. Nelly var aðeins 14 ára, þeg- ar hún varð ástmær einræðis- herrans, en upp um þau komst, er hann var hrakinn úr landi. Nú er stúlkan orðin 19 ára og ætlar að giftast bókhaldara við bandaríska sendiráðið. Argen- tínsk yfirvöld hafa bannað út- gáfu endurminninga hennar þar í landi. 25.000 ganga á fjall á sama degi. Mikið er um dýrðir í ísrael um þessar mundir, og verður enn um sinn. Er það vegna þess, að nú eru liðin tiu ár frá stofnun rikisins, og hófust minningarhátíðahöld- in meö þvf, að 25.000 manns klifu upp é EoBS-fjall. McBroy og Twin- ing í Keflavík. McEIroy landvarnaráðherra Bandaríkjanna hafði viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í gær, á Iei5 sinni á fund landvarnaráð- lierra Nato, sem stendur fyrir dyrum í París. Með ráðherran- um var Twining hershhöfðingi og nokkrir aðstoðarmenn aðrir. Flugvélin kom til Keflavík- ur kl. 4 í fyrrinótt. Var ráð- herranum og fylgdarmenn hans gestir Thorne hershöfðingja, yfirmanns varnarliðsins ,með- an dvalist var á Keflavíkur- flugvelli. Sat McElroy; fund með foringjum á vellinum og' skoðaði mannvirkin. Thorne hershöfðingi hafði hádegisverðarboð inni og var utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, og nokkrir íslendingar aðrir meðal gesta. Flugvélin lagði af stað héðan kl. 2 e.h. og mun hafa flogið beint til Parísar. Sex söngskemmtanir Karlakórs Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur efnir til samsöngs í Gamla Bíó í dag, og síðan daglega til laugar- dagskvölds. — Hefjast söng- skemmtanirnar alltaf kl. 7,25. Einsöngvarar kórsins verða þeir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guðjónsson, en Fritz Weisshappel annast und- irleikinn eins og venjulega. — Söngstjóri verður Sigurður Þórðarson. Viðfangsefni kórsins verða 12, og eru sex eftir útlenda höfunda og sex eftir innlenda. Eru innlendu höfundarnir þessir: Baldur Andrésson, Páll ísólfsson, Jón Leifs, Sigvaldi Kaldalóns og Sigurður Þórðar- son. Útlendu höfundarnir eru Enrico Barraja, Jan Sibelius, Rosini, Sigmund Romber og R. Wagner. Aðgöngumiðar verða aðeins seldir að síðustu hljómleikun- um, sem verða á laugardags- kvöldið. Minningarathöfn um Ásgrím Jónsson Minningarathöfn um prófes- sor Ásgrím Jónsson, listmálara, fer fram í dómkirkjtmni i Reykjavik þriðjudaginn 15. apri! 1958, kl. 10 árdegis, en jarðsett verður að Gaulverjabae kl. lo sama dag. Dr. Bjarni Jónsson, vígslubisk up, flytur minningarræðu í dóm- kirkjunni, en síra Magnús Guð- jónsson jarðsyngur. Á leiðinni frá dómkirkjunni mun iíkfylgdin staðnsemast við' heimili listamannsms, Bergstaða stræti 74, og blásarasveit leika þar eitt iag. tForsætisráðimeyt'ð, 11. apríl 19581

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.