Vísir - 22.04.1958, Page 4
i
VlSIK
Þriðjudaginn 22. apríl 1958
WX15111.
D A G B L A Ð
Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsiður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru 1 Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 0,00—18,00.
' Aðrcir skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuðl,
kr. 1,50 eintakið 1 lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Stöðnun og atvinnuleysi.
Ný aðíerð við skattheimtu.
Varhugaverð lelð, sem eykur á glundroðann
í skattheimtunnh
Fjárhagskerfi landsins er sjúkt
og hefir verið svo um nokk-
urn tíma, eða síðan komm-
únistum tókst að koma því
úr skorðum með verkfallinu
1955. Eftir það fór allt að
síga á ógæfuhliðina og því
meira sem lengra leið.
Sjúkdómurinn er ekki ein-
göngu fólginn í því, að
' kostnaðurinn við útflutn-
- ingsframleiðsluna hefir farið
' langt fram úr því sem fæst
1 fyrir afurðirnar á núverandi
“ gengi. Fleiri átumein eru í
fjárhagskerfinu og eitt
hættulegasta þeirra er of-
sköttun fyrirtækja og ein-
staklinga í hverskonar at-
vinnurekstri. Beinu skatt-
arnir eru að sliga fjárhags-
kerfið og munu leggja það
í rúst á skömmum tíma ef
áfram er haldið á sömu
braut.
Með beinu sköttunum er hér
átt við tekju og eignarskatt
til ríkissjóðs og útsvar til
bæja- og sveitarfélaga.
Nokkur undanfarin ár hafa
skattarnir gengið svo nærri
félögum og einstaklingum,
sem einhvern rekstur hafa,
að rekstrartekjur flestra
hverfa að mestu leyti í hít
skattanna og hjá mörgum
! hrökkva tekjurnar ekki
nærri fyrir sköttunum.
Neyðast þá skattþegnarnir til
■ að greiða skattana af eign-
um sinum.
Aðallega er það veltuútsvarið
sem leikur skattgreiðend-
urna svona grátt, enda er
það lagt á án nokkurs tillits
til tekna eða eigna greið-
andans. Sú skattheimta
brýtur í bága við heilbrigða
skynsemi og allar viðteknar
reglur um skattheimtu. Á-
stæðan fyrir þessari óeðlilegu
skattheimtu bæjarfélaganna
er aðallega sú, að fjármala-
ráðherra og Alþingi hafa
látið undir höfuð leggjast,
að sjá bæjarfélögunum fyrir
nauðsynlegum skattstofnum
eftir að ríkisvaldið fór að
leggja sívaxandi byrðar á
bæjar- og sveitarfélögin í
félagslegum efnum.
Skattlieimtan er því orðin að
átumcini í fjárhagskerfinu,
sem kemur fram í því, að
þeir aðilar sem lialda uppi
atvinnurekstrinum í land-
inu, geta ekki safnað eðlilegu
rekstrarfé og eru nú að
verða fjárvana. Fyrirtæki,
. sem starfað hafa í tugi ára
og haft heilbrigðan rekstur,
hafa staðið í stað og engu
getað við sig bætt. En verð-
bólgan hins vegar rýrt stofn
fé þeirra og sjóði svo stór-
kostlega, að við borð liggur
að fjöldi fyrirtækja verði að
gefast upp við reksturinn.
Rekstrarfé hrekkur ekki
lengur fyrir þörfum starf-
seminnar.
Á Alþingi er komið fram frum
varp um að skattleggja sérstak-
lega eina grein iðnaðarins til á-
góða fyrir framkvæmdasjóð eins
líknarfélags, sem nýlega hefur
verið stofnað til styrktar van-
gefnu fólki. Er svo til ætlast að
félagið innheimti sjálft skattinn
af umræddum iðnaðarvörum,
sem eru öl og gosdrykkir. En
þessar vörur eru þegar mjög há-
skattaðar af ríkissjóði.
Við umræðu málsins i efri
deild mun félagsmálaráðherra
hafa skýrt frá þvi að ríkisstjórn-
in væri fylgjandi þessari nýju
leið i skattheimtu. Virðist ríkis-
stjórnin vera með þessu að
leggja inn á nýja braut í skatt-
heimtunni, er hlýtur að auka
mjög á glundroðann sem nú er
í skatttmálunum.
•Enginn efast um að mikil þörf
sé á að koma upp hæli fyrir van-
gefið fólk og félagsskapur til
styrktar því málefni er því alls
góðs maklegur En það hljóta að
vera takmörk fyrir því hversu
langt slík félagssamtök geta
gengið í því, að skattleggja al-
menning til sinna þarfa, at)k
allra skatta, sem ríkissjóður inn-
heimtir. Annars staðar þekkist
ekki aðslík líknarfélög einstakl-
ekki, að slík líknarfélög einstak-
linga fái heimild til að leggja á
ið, heldur er teknanna aflað ein-
| vörðungu með frjálsum samtök-
um.
I Ef líknarfélög eiga að fá sér-
stakan rétt með lögum til að
leggja á skatta umfram það sem
rikisvaldið sjálft innheimtir, þá
eru skattamálin hér á landi kom-
in út í slíkar öfgar, að almenn-
ingur getur átt von á að greiða
mikla óbeina skatta til viðbótar
því sem ríkið sjálft telur sig
þurfa. Og um leið taka félags-
samtökin að sér innheimtu skatt
anna, sem hingað til hefur verið
eingöngu í höndum ríkisins.
Ef einu félagi er gefin heimild
til að leggja á og innheimta
skatta af einni framleiðslugrein,
eins og frumvarpið gerir ráð fyr-
ir, geta menn gengið að þvi vísu,
að öll líknarfélög heimta sama
rétt og gera tillögu sér til handa
um skatt á nýjar vörutegundir,
sem almenningur notar. Um þau
liknarfélög, sem hér starfa, er
varla hægt að segja að eitt eigi
meiri rétt en annað. Þau hafa
því öll sama rétt til að fá fyrir-
greiðslu þingsins til skattlagn-
ingar, ef eitt þeirra fær slíka
fyrirgreiðslu.
Menn geta hugsað sér þá
skrípamynd af skattheimtu, sem
hér mundi verða, ef 10—15 líkn-
arfélög yrðu gerð að sérstökum
skattheimtustofnunum, í landi,
þar sem skattamálin nú þegar
ganga brjálsemi næst. Og öll
þessi líknarfélög berjast fyrir
málefnum, sem ríkisvaldinu ber
raunverulegá skylda til að sjá
farborða.
Ef áðurnefnt frumvarp nær
fram að ganga, væri ekki nema
eðlilegt, að önnur liknarfélög
komi á framfæri frumvörpum í
þinginu. Mætti þá hugsa sér, að
eitt óskaði að fá 50 aura skatt
af hverjum kaffi pakka, annað
mundi vilja fá 50 aura af hverj-
um benzinlítra, hið þriðja 10
aura af hverju smjörlíkisstykki
og svo mætti lengi telja. Mögu-
leikarnir eru óþrjótandi. En hins
þegar \'æri ekki eins vist að þol-
inmæði almennings, sem þegar
er háskattaður, mundi vera eins
óþrjótandi.
Hér er lagt inn á varhugaverða
leið, sem skattasjúk rikisstjórn
virðist hafa lagt blessun sína yf-
ir. En þessi skattlagning á al-
menning er mjög óviturleg og
brýtur i bága við hugmyndir
manna um eðlilega skattheimtu.
★
Átiimeinið í fjárhagskerfinu.
Elliheimili verður byggt
fyrir Akureyrarbæ.
Byggingamefnd var kosin á bæjarstjórnar-
fundi í fyrradag.
Þegar svo er komið, er vá fyrir
dyrum. Ef átumeinið fær að
grafa um sig, hlýtur af því
að leiða stöðnun og viðtækt
atvinnuleysi. Engir atvinnu-
vegir geta starfað án nauð-
• synlegs veltufjár. í stað þess
; að veita atvinnurekstrinum
tækifæri til að safna nauð-
synlegu veltufé, hefir skatt-
heimta hins opinbera jafn-
óðum hirt allan afrakstrur-
inn og sett það fé strax í um-
ferð til greiðslu á útgjöldum
hins opinbera, þörfum og
óþörfum. Þetta er einn aðal-
þátturinn í verðbólgunni,
1 enda hefir hin ofboðslega
skattheimta valdið því, að
geypilegur þrýstingur hefir
myndast á útlán bankanna
til þess að bæta úr þeirri
rekstrarfjárþurð, sem of-
sköttun hin.s opinbera hefir
valdið.
Hér væri nú öðru vísl umhorfs
í fjármálum, ef skynsamlegri
skattstefnu hefði vérið fylgt
frá ófriðarbyrjun, eða síðan
verðbólgan tók að sýkja allt
efnahagslíf landsmanna. Hér
getur aldrei þróast heilbrigt
efnahagslíf- og verðbólgan
heldur áfram að grafa um
sig, ef einstaklings- og fé-
lagsreksturinn í landinu fær
ekki að starfa undir eðlileg-
um og sanngjörnum skatta-
lögutn.
Þeir sem halda að hægt sé til
lengdar að halda uppi at-
vinnu í landinu með núver-
andi skattkúgun, ganga
drjúgt fram í dul. Það er
ekki farið fram á nein sér-
réttindi til auðsöfnunar
heldur að atvinnuvegir
landsmanna geti starfað á
heilbi’igðan hátt og haft þau
starfsskilyrði sem er grund-
völlur fyrir öllum atvinnu-
rekstri.
Akureyri í gær.
Samþykkt hefur verið í
bæjarstjórn Akureyrar að hefja
byggingu á elliheimili fyrir
bæinn og hefur verið kosin sér-
stök byggingarnefnd.
Vísir skýrði frá því fyrir
nokkuru að elliheimilismálið
væri mjög til umræðu á Akur-
eyri um þessar mundir.
Frá því var jafnframt skýrt
að eigandi elliheimilisins Skjald
arvík hafi boðið kvenfélaginu
Framtíðin heimilið til eignar
og umráða gegn settum skil-
yrðum. Kvenfélagið taMK^sig
ekki á eigin spýtur geta staðið
undir viðgerð og rekstri á
heimilinu og leitaði því eftir
fjárhagslegri aðstoð Akureyr-
arbæjar.
Bæjarstjóri skipaði fimm
manna nefnd til þess að kynna
sér aðstæður allar og gera til-
lögur í máli þessu. Nefndin var
skipuð þeim Magnúsi E. Guð-
j ónssyni bæjarstjóra, Árna'
Jónssyni, Braga Sigurjónssyni,
Eyjólfi Árnasyni og Brynjólfi
Sveinssyni.
Nefndin hefir nú skilað áliti
sínu og gert tillögur sem miða
í-þá átt að boði eiganda Skjald-
arvíkurheimilisins, Stefáns
Jónssonar, verði ekki tekið,
heldur verði hafizt handa um
undirbúning að byggingu nýs
elliheimilis, kosin verði bygg-
ingarnefnd, lóð undir húsið á-
kveðin og sótt um fjárfesting-
arleyfi.
Nefndin komst-að þeirri nið-
urstöðu að óheppilegt væri
ýmissa hluta vegna, að hafa
elliheimili langt utan við kaup-
staðinn, heldur en í eða við
bæinn sjálfan, ekki sízt í sam-
bandi við aðdrætti og sam-
göngur, ráðningu starfsfólks
og læknishjálp. Auk þess virt-
ist það vera vilji almennings á
Akurevri, að elliheimilið yrði
Áhuginn fyrir skógrækt hefur
ukist víða um lönd á seinni tím-
um. Skipulega er unnið að þeim
málum og m.a. reynt að vekja
áhuga skólabarna fyrir skóg-
ræktinni, og víða taka þau þátt
í skógplöntun, t.d. í Noregi, en
megin áherzla er lögð á kennslu
og að vekja áhuga þeirra.
Ungviði, kennarar
— skógrækt.
Hinn ötuli forvígismaður Há-
kon skógræktarstjóri skrifar um
þessi mál í Menntamál — og
einkum þann þátt „skógræktar-
málanna, sem kennarar geta
stutt með starfi sínu“.
Hann bendir m.a. á, að þessi
hugmynd, að nota börn til að
gróðursetja skóg, hafi komið
hingað frá Noregi, þar sem börn
hafa viða verið látin taka þátt í
skóggræðslunni. Hákon skóg-
ræktarstjóri segir svo:
„Norðmenn hafa því mikla
reynslu í þessu, og er skemmst
frá því að segja, að nú dettur
engum manni í hug að nota
vinnuafl barnanna sem ódýran
vinnukraft. Þar sem slík skóg-
plöntun er enn stunduð, og það
er víða, er það einungis gert til
þess að kenna börnum og ung-
lingum handtökin við gróður-
setningu. Samtímis því, sem
holt er talið að þau kynnist hinni
lifandi náttúru."
Kennsla, áhugi.
H.Bj. leggur þannig áherzlu á,
að kenna börnunum, vekja á-
huga þeirra meðan þau eru á
þroskaskeiði, en til þess er kunn-
átta nauðsynleg, og ræðir hann
m.a. námskeið fyrir kennaraefni
i plöntun trjáa.
1 niðurlagi greinar sinnar seg-
ir hann.
„ Ef áfram verður haldið með
slcógrækt á svipaðan hátt og
undanfarin ár, þá verður hér til
mikið af plöntum á hverju vori,
svo mikið, að aðalvandamálið
verður að koma þeim niðúr á
heppilegum stöðum. Þetta starf
yrði miklu auðveldara í fram-
tíðinni, ef áhuga unglinganna
væri beint að þessum störfum
meðan þeir eru á þroskaskeiði,
því að enn er hið fornkveðna í
gildi: hvað ungur nemur, gamall
temur.
Námskeiðum kennaraefna i
plöntun trjáa verður væntanlega
haldið áfram um mörg ár, óg
skógræktarfélögin víðs vegar um
landið munu eflaust óska hins
bezta samstarfs við kennarana.
En það skal vel vanda, sem lengi
á að standa, og við alla trjárækt
gildir fyrst og fremst vandvirkni
og þolinmæði, og þetta ættu
menn að festa sér í minni, því að
með því að rjúka upp til handa
og fóta í eitt eða tvö ár og hætta
síðan, er oft verr á Stað farið en,
heima setið.
staðsett í bænum sjálfum.
Talið er að um 1 millj. kr.
séu handbærar til byggingar-
framkvæmda, en auk þess sé
einnig um góða lánsmöguleika
að ræða.
Tillögur nefndarinnar og álit
var lagt fyrir bæjarstjórnar-
fund í gær, þar sem tillögurnar
voru samþykktar og samkvæmt
þeim kosin byggingarnefnd.
Skipa hana af hálfu bæjar-
stjórnar þeir Jónas G. Rafnar,
Stefán Reykjalín og Jóhannes
Hermundsson. Bæjarstjóri verð
ur oddamaður nefndarinnar,
en fimmta fulltrúann tilnefnir
Kvenfélagið Framtíðin, sem
lengst og bezj hefir barizt fyrir
þessu máli.