Vísir


Vísir - 24.09.1958, Qupperneq 4

Vísir - 24.09.1958, Qupperneq 4
V í S I R Miðvikudaginn 25. september Í95S Atómöldin 13: Hi5 æ&ísgegna ©g blinda kapphSaup — ðrSagarík áfök á svE5l yísinia og fækni — iréf Onstéiiis ti! Reosevefts — llitler bannar söiu á úraníum iír tékknesku námunum — ÞjóÖverjarnir og þunga vatnIB — Hin diiSar- fufla „ir«álmrannsóknarstö5#/ Fermis — Fyrsta fakmarkiB: keBjuverkanir ” Hversu fangt voru PióBverjansir komnir? — 'Æftir t'ha'ísiiíBía EÞsshtt*vsap Iíoc/a- Aðfaranótt 15. marz 1939 lét Hitler hersveitir sínar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. Það var einn liðurinn í undirbúningnum und- ir heimsstyrjöldina. Mikið var um þessa atburði rœtt og ritað í öllum löndum. í vísindaritum I Vestur-Evrópu og Bandarikjunum var þó meira skrifað um önnur mál. Aðalefni þeirra blaða var hin mikla frétt: Klofningur úraníum kjarnans og þýðing hans — nýtt vopn — atómsprengja? Þeim fáu, sem sáu hvert stefndi, hryllti við þeirri hugsun, að einræðisherrarnir yrði á und- an í kapphlaupinu um þetta vopn vopnanna, en tilraunir þessara manna til að fá forráðamenn vesturveldar.na til að opna augu sin og gera sér ljósa þýðingu þessa máls, mætti tortryggni og sinnuleysi — þetta yrði of kostn- aðarsamt og engin trygging fyr- ir verulegum árangri .... Dag nokkurn birti Hitler til- kynningu, sem vakti athygli hinna lærðu vísindamanna: iÞjóð verjarnir liöfðu stöðvað alla sölu á úraníum frá námunum í Tékkóslóvakíu! Bréf Einsteins til Roosevelts. í örvæntingu 'sinni sneru Ung- verjarnir Szilard og Teller sér til Einsteins. Þremenningarnir hitt- ust 2. ágúst 1939 í húsi Einsteins á Long Island og þar ritaði Ein- stein, eftir tillögu Szilards, bréf til Roosevelts, þar sem ástandinu var lýst og skorað eindregið á forsetann að hlutast til um að Bandaríkin tækju málið föstum tökum og hæfu framleiðslu á kjarnorkusprengju. Það var hinn rússnesk fæddi Alexander Sachs, sem færði Rosevelt þetta bréf. Þetta varð upphafið að því æðisgengna kapphlaupi og þeim sorgarleik, sem nú hófst. Þegar Roösevelt hafði lesið bréf Einsteins skipaði hann þriggja manna nefnd til að at- huga málið og gaf hún honum skýrslu sína í nóvember s. á. Tillögur nefndarinnar voru ekki sérlega merkilegar eða stór- mannlegar, en þó studdi hún mál- íð og í febrúar árið eftir létu her og floti alls 6000 dollara fjárveit- ingu í té til tilrauna til að ganga úr skugga um hvort hægt væri að framleiða atómsprengju. Það kom auðvitað fljótt i Ijós að það þurfti allt aðrar upphæðir til þess að nokkuð miðaði á- fram, en það var alltaf jafn erf- itt að vekja áhuga forráðamann- anna fyrir málinu. Þeir voru tor- tryggnir og skildu ekki hið alv- arlega ástand. En eítir því sem vísindamönn- unum miðaði áfram minnkaði mótstaða hinna tortryggnu og að sama skpi jók Hitler aðgerð-' anna frá fyrirætlunum þessum ir sínar í Evrópu. Danmörk og Moregur féllu. Þá Holland, Belgía, Luxemburg, Frakkland. Harmleikurinn í Dun kirk var leikinn til enda, árás- irnar á Bretland hófust og njósn- ararnir skýi’ðu frá því, að Hitler j endurskipulögð og stofna sérstáka deild,en þótt deild þessi fengist við sérstakt við- var stofnuð sérstök deild innan verkfræðlngadeildar hersins og hún opinberiega skýrð Manhatt- an District of Army Engineers. Þetta benii aðeins til þess að verkfræðingadeildin hefði verið þætti rétt að hefði æ meiri áhuga fyrir því að afla sér þungs vatns og léti nú framleiða það í Noregi. Blint kapphlaup. 1 júní 1940 var þriggjamanna- neíndin lögð niður og „úraníum- nefndin" sett á laggirnar og skyldi hún starfa undir yfirstjórn „Þjóðlegu varnar- og rannsókn- arnefndarinnar" (NDRC),en það þýddi, að meira fé yrði til ráð- stöfunar. Um haustið 1940' komu tveir þekktir, ameriskir vísindamenn heim úr Bretlandsferð. Það voru jþeir Urey og Pegram. Þeir ósk- | uðu strax að fá að ræða við j Roosévelt og varaforsetann Wallace, þeir höfðu fregnir að færa: Þó að orustan um Bret- land væri í algleymingi, létu Bretar ekkert tefja sig frá rann- sóknum sínum á „úraníum-mál- inu“. Þeir voru lengra komnir en Bandaríkjamenn, og þeir vpru óþreytandi í að hamra það inn í höfuðið á hinum amerísku gest- um sinum, að nú lægi mlkið á! Atómkapphlaupið var hafið, höfðu Bretarnir sagt, en þó vissi enginn hversu langt andstæðing- urinn var kominn áleiðis — það var blint kapphlaup.... Nú kom fyrst skriður á málið og skipulag á starfsemina. Stofnuð var Office of Scienti- fic Research and Development (OSRD) og Vannevar Bush gerð- ur forstjóri stofnunarinnar og fékk hann mikið fé til umráða. Fleiri vísindamenn og stjórn- málafulltrúar voru kvaddir til„ svo sem A. H. Compton frá Chi- cago-háskóianum, H. Urey frá Columbía-háskóianum og E. O. Lawrence frá Berkley-háskólan- um. Sérstök pólitísk yfirumsjón- arnefnd (Top Policy Group) með forsetann sjálfan í fararbroddi átti að gefa allar pólitískar leið- beiningar og bera hina pólitisku ábyrgð. Á fundi, sem haldinn var í pólitísku nefndinni í desember 1941 var loks ákveðið að starfinu skyldi haldið áfram, og liraðað eins og mögulegt væri að leysa kjarnorkuvandamálið. Bush áætl aði, að fyrst um sinn þyrfti að verja 5 milljónum dollara til starfsins, og var sú fjárveiting samþykkt umræðulaust! Hin dularfulla „Manhattan-framkvæmd". Bush stakk upp á því að herinn annaðist framkvæmdirnar og í ágúst 1942 tók hann þær að sér. Til þess að leiða athygli óvin- fangsefni, sem hét hinu saklausá nafni Development of Suhstitute Materials (Fullkomnum gervi- efna), vissu fáir hvað hér var um að vera, því að almennt gekk hún undir nafninu ,.Manhattan- áætlunin". Það var ekki fyrr en 1947 að nafninu var breytt í Atomic Energy Commission (Kjarnorkunefndin). Eitt fyrsta skrefið sem tekið var, eftir að Top Policy Group hafði gefið merkið um að starf- ið skyldi hafið og fimm milljón doliar fjárveitingin var sam- þykkt, var að Fermi og sam- verkamenn hans voru kvaddir til starfa og látnir setjast að í Chi- cago. Þar skyldu þeir starfa á „málmrannsóknarsíöð“. Leið nú íram til ársloka 1941. Þá trúði Fermi konu sinni fyrir því, að á „málmrannsóknarstöð- inni“ væri ekki starfandi einn einasti málmfræðingur. En hann tók þagnarhéit af konu sinni og skýrði ekki frekar frá starfsem- inni. Verkefni Fennis: Keðj uverkani rnar. I dag vitum við, að Fermi hafði verið falið að leysa grundvallar- atriðið sem framleiðsla atóm- sprengjumar. byggist á. Hann og samstarfsmenn hans áttu að sannprófa, hvort í raun og veru væri hægt að framleiða keðju- verkanir, eins og Meitner og Frisch höfðu haldið fram. Þeir áttu sem sé að opna dyrnar að leyndardómum atómvísindanna. í Chicago fengu þeir kjallara- pláss undir knattspyrnuvelli háskólans til umráða. Það var ekki meira en 9 rnstrar á breidd og tuttugu metra langt og svo urðu þeir sjálfir að sjá um allt annað, sem á þurfti að halda. Þeim var ljóst, að þeir þurftu að fá úraníum, en hvar átt'u þeir að fá það? I þá daga þekktu menn aðeins þrjá staði, þar sem úraníumblönduð efni voru fáan- leg í ríkum mæli, nefnilega Tékkóslóvakíu, sem var í hers- höndum Hitlers, Norour-Kanada, og svo I hinu órafjarlæga Belg- íslia-Kongó, sem var hinum meg- inn Atiantzhafsins, þar sem kaf- bátar Þjóðverja hcrjuðu. Árið 1941 voru ekki til í ölium Bandaríkjunum nema um 50 gr. af hreinu úraníum og kostnaður- inn við að vinna þetta hafði svar- að til þess að kílóið kostaði 2000 dollara. Fermi þurfti á mörgnm smálestnm að halda! En þegar komið var fram á árið 1942 var búið að framleiða sex smálestir og nú komst fram- leiðslan brátt upp í 250 kg á sólarhring og verðið var 40 doll- arar kílóið. Þungt vatn eða grafit? Þá kom vandinn með nevtrón- urnar, sem þurfti að setja hemil á. Nú þurfti á „moderator” eða hemli að halda — þungu vatni eöa grafit. Helzt hefði Fermi kosið að nota þungt vatn, en af þvi var ekki til einn einasti dropi í öllum Bandaríkjunum. Það mátti auð- vitað vinna það úr venjulegu Þessi stóra klukka er úr eggjaskurnum. í býzka bænum Bendorf er árlega haldin svo kölluð Kermesse, samkvæmt gamalli hefð. Einn þátturinn er klukkugerð af þessu tagi og mánv.ðum saman safna húsmæður eggjaskurnum. í ár söfnuðust 28.000 eggja- skurn — og þarna er klukkan. drykkjarvatni, en úr fimm líír- um vatns mundi aðeins fást í eina fingurbjörg, og kostnaður- |inn mundi verða um 250.000 kr. | á lítra. Joliot haíði reyndar séð j um, að um 200 lítrai’, sem hann . hafði undir höndum, yrðu fluttir ' til Englands áður en Frakkland j féll Hitler í hendur en nú voru Bretar önnum kafnir við rann- sóknir sinar og þurftu á þunga vatninu ao halda. í Noregi var það tii, og áfram var haldið við framleiðslu þess þar. Það var því ekki um annað að ræða fyrir Fermi, en að halda sér að graf- ítinu. j En þá kom í Ijós að grafítið var ekki sem heppilegast, það ; veitti of mikla mótstöðu, heml- aði nevtrónurnar um of, já, allt að því stanzaði þær eða gleypti þær. Grafítið var ekki nógu hreint eða ómengað. Þessi „ó- hreinindi" voru bór — eitt gr. í j hverjum 500 kg af grafítinu! Oft . veltir lítil þúfa stóru hlassi! Plér voru góð ráð dýr: Það þurfti að hreinsa grafítið — það mátti ekki vera ögn af bór eða öðrum efn- um í því. Það tókst líka að leysa þennan vanda og nú átti að vera hægt að koma keðjuverkununum af stað. Ferliyrnd blaðra og flöt appelsína. Félögunum kom saman um, að búa til stengur úr úraníuminu og grafítinu og raða þeim eða hlaða þeim upp (þar af nafnið kjarn- orkuhlaða — „pile“) í stafla sem átti að vera í laginu eins og út- flöt appelsína, en appelsír.an varð nærri því sex metra há. Utan um staflann skyldi svo koma fer- hyrndur trékassi og þar utan um ferhyrnd gúmmíblaðra, svo að hægt væri að sjúga loftið út úr staflanum til að hindra að at- óm loítmólikúlanna gæti „krækt sér í“ of margar nevtrónur. For- stjórar Goodyear-verksmiðjanna héldu að maðurinn, sem þangað kom til að panta svona gúmmí- blöðru væri ekki með öllum mjalla. Reyndar kom svo seinna í ijós, að ekki var þörf á því að dæla loftinu út. Undir kassann átti svo að setja einskonar íkveikju — beryllium klump, sem orðinn var geisla- virkur af alfa-eindum, sem skot- ið var á hann frá radíum, svo að hann sendi írá sér nevtrónur. Þessar nevtrónur áttu að koma af stað keðjuverkununum — kljúfa fyrstu úraníumkjarnana í staflanum, og síðan áttu þær nevtrónur, sem þá losnuðu, að kljúfa fleiri kjarna og svo koll af kolli. En nú kom í ljós, að sprenging- arnar margfölduðust ekki eins hratt og ætlað var — „margfald- arinn“, sem ltaliaður var k, komst ekki yfir 100. Það þýð’r: i Að í hvert sinn, sem t.d. 100 j kjarnar voru sprengdir, þá ' sprungu ekki 100 kjarnar cða meira næst, heldur Kiinna — k var minna en 100 og svo logn- uðust sprengingarnar út, og það meira að segja mjög fljótt. í júlí 1942 tókst að hækka gildi k-sins ofuriítið og loks komst það upp í 107. Nú var því hægt að „leggja af stao“ jafn- skjótt og staflinn var tilbúinn. En þá kom ánnar vandi. Var hægt að stöðva sprengingarnar : aftur? Ef það tsekist ekki mundu afleiðingarnar verða örlaga« j þrungnar og í bezta falli brynni allt efnið upp til agna. Fermi og félögum hans varð! Frh. á 11. síðu. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.