Vísir - 15.10.1958, Blaðsíða 4
i
Miðrikudaginn 15. október 195S
Það er tekið að hausta hér
heima, og lika í Grænlandi. Um-
hleypingar, rok, rigning, okkur
bregður við, eftir þetta yndislega
sumar. Grænlandsflugin okkar í
sumar voru oft í dásamlegu
veðri, en mér sýnist annað vcrða
upp á teningnum í þetta skipti.
En „nú er komið hrímkalt
haust, horfinysumar blíða", og
því ber að taka.
Flugáætlunin er Reykjavík
Ikateq, Syðri Straumfjörður,
Ikateq og hingað heim. Þann-
íg er nú i Ikateq (skammt
norðan við Angmagsalík) að
alveg má telja vonlaust að kom-
ast þangað. Við ætlum samt að
athuga það, þvi það er alveg i
leiðinni.
Flogið í skýjum.
Flugtak í Reykjavík laust eft-
ír kl. 8 að morgni þ. 16. sept. —
Við klifrum i 4000 feta hæð, og
fljúgum í skýjum. Við erum
venjulega sex í áhöfn, nú er
einum íleira, hann er yfirvéla-
maður Flugfélagsins, Brándur
Tómasson. Auk hans er Sigurð-
ur Haukdal II. flugm., Rafn Sig-
tirvinsson „navro", Ásgeir
Magnússon vélamaður og flug-
freyjur þær María Jónsdóttir og
Guðrún Einarsdóttir. Þetta er
allt úrvals fólk, traust, vinnur
vel og nákvæmt.
Við Sigurður fögnum þvi, að
hafa með okkur jafn reynda
menn og þá Ásgeir og Rafn, en
þeir hafa báðir flogið miklu
lengur en við. — Við fljúgum í
rigningu og súld. Sigurður er
við stjórnvölinn. Eg legg til
að við förum að lækka okkur og
reyna að haldaokkurístjórnflugi
imdir skýjum. Það tekst, en fljót
lega dimmir enn. Við hækkum
fiugið meira. Skyggni fer þverr-
andi, mikil rigning, vindur að
sjá á sjóinn allhvass norðaustan.
Það grillir öðru hvoru í borgar-
ísjaka, sem svamla í öldunum,
blágrænir að neðan. Hálf er það
kuldalegt. Rafn kemur með nýtt
um, við höldum áfram upp I
12,500 fet. Það er ákveðið að
sleppa Ikateq og halda áfram
til Syðri-Straumfjarðar. Við er-
um að komast upp á jökul, við
sjáum það á radio-hæðarmælin-
um, að landið undir fer ótt hækk-
andi. Smáglæta öðru hverju,
engin ísing, sem heitið getur, og
við komust út úr skýjaþykkni,
framundan er heiðríkja og ótak-
markað skyggni. Fjöllin undir
okkur eru óhugnanleg eyðimörk,
sem ekki er hægt að lýsa með
orðum einum. Eg vona þó, að
við eigum ekki eftir að kynnast
jöklinum of náið!
Við sjáum ekkert nema jökul,
lengi, lengi, hann er furðu sléttur
þar sem hann er hæstur, en þeg-
ar nær dregur ströndinni koma
fram sprungur, sig, lón. Kring
um fjöllin, sem standa upp úr,
bæði á austur- og vesturströnd-
inn hlykkjast skriðjöklar i sjó
fram, mikið sprungnir og illúð-
legir. — Það er bezta veður í
Straumfirði brotið skýjafar, og
gott skyggni. Við erum teknir
inn á radar, það er mjög algengt,
og þægilegt fyrir okkur. Við er-
um „talaðir" niður, ef svo mætti
segja. —
Við lendum, eftir 4% klst.
flug frá Reykjavík. Það sem
næst liggur fyrir er að athuga
veðrið I Ikateq, hvort nokkur
breyting hafi orðið á til batnað-
ar. En því fer viðs fjarri. Við
verðum hér í nótt segir einhver,
já, ég tek undir orð hans, og á
morgun lika, hver veit. Sólfaxi
er afhlaðinn, og hlaðinn aftur
ýmsum varningi, við förum inn
að borða. Það er steik, þeldökk-
ur náungi, á nærskyrtunni einni,
spyr okkur hvernig eigi að
steikja, við viljum öll láta
steikja lengi, nema tveir, þeir
vilja hálfhrátt! En steikin er
seig, já, Ásgeir lætur sitt af
hverju fjúka, hún er ólseig, en
mjólkin er góð, það er þessi vél-
framleidda mjólk, mér finnst
hún sérstaklega góð. En út af
Flugmenn og flugfrcyjur af Sólfaxa á leið út í v.b. Pálniar frá
íslandi, sem þá lá við Grænlandsströnd.
veður í Angmasalík og Ikateq.
Þáð er enn verra en áður. Við
erum komin hvert á sinn stað, og
allar horfur á að klifrað verði
fijótlega. Það er varla hættandi
á það að fljúga nær ströndinni
S þessari hæð, og i þessu skyggni
sem enn fer versnandi.
jFjölIin óhugnanleg
eyðimörk.
Eg bið Ásgeir að auka afl
hreyflanna, og við hækkum
flugið og erum þegar komnir í
ský. Við beygjum af stefnu og
klifrum suður í fyrstu, meðan
Við- erum að komast upp fyrir
hæstu fjðllin á ströndinni, beygi
um síðan á Angmagsalík og klifr
zim áfram. 9000 fet, enn í skýj-
steikinni datt mér i hug sönn
smásaga sem eitt sinn skeði á
matsölustað í Reykjavik. Gam-
all og einkar skemmtilegur starfs
maður Flugfélagsins sat þar að.
snæðingi, ásamt nokkrum félög-
um sínum. Maturinn var ekki að
hans óskum, svo hann spyr stúlk-
una sem bar fram: „Er þetta kjöt
af dauða hrafninum, sem fannst
niðri í fjöru um daginn?" Stúlk-
unni brá, byrsti sig og sagði „Á
ég að sækja hótelstjórann, eða
hvað?" Það stóð ekki á svarinu:
„Já, hefur hann kannske dánar-
vottorðið?" Stúlkan varð orðlaus
og málið útrætt.
Á að Ioka og kynda eða ...?
Dagurinn líður óðfluga, veðrið
V í S I R
á austurströndinni skánar ekk-
ert. Við bíðum, höngum, við eig-
um að gista á danska hótelinu,
þar er ágætt að vera, mjög
viðkunnalegt og fæði prýðilegt.
Við búum allir fimm saman
í litlu herbergi, með sex kojum.
Það er strax komin upp rimmá
um gluggann. Þeir Sigurður og
Ásgeir vilja loka glugganum og
kynda ofninn, en við Brandur
viljum opna gluggann og loka
svo fínn, að hann er sem hveiti,
og mjög ljós. Veðrið er fagurt,
logn og sólskin. Við höldum
heim á hótel, þar sem þau öll
eru að raða saman spilinu, og er
ekki bilbugur á neinum. Dagur-
inn líður, og við göngum út á
veðurstofu, spjöllum við dönsku
veðurfræðingana um útlitið, það
er heldur betra í fyrramálið, lítil
sem engin von í dag.
Er kvölda tekur er útlitið fyrir
að halda leiðinni, eftir að ísingiri
byrjaði. Við fylgdumst vel með
ha^ðinni frá jöklinum á radio-
hæðarmælinum, og biðum eftir
því að jökullinn færi að lækka
Auk þess fór hraðinn minkandi,
það þýddi ekkert að klifra, í það
fór mikil benzín-eyðsla, við urð-
um líka að horfa í það, því ekk-
ert benzín er í Ikáteq, og það
á því að endast heim til Islands
og betur.
Eg ákvað því að þrjóskast
svona áfram, það var líka stutt
eftir niður af jöklinum, og þá
gátum við byrjað að hækka okk-
ur. Það er ekkert notalegt að
fljúga þetta i svona skilyrðum,
enda held ég að mönnum hafi
ekki þótt það neitt spennandi,
það var yfirleitt heldur lítið
skrafað þennan hluta leiðarinn-
ar. Að vísu var ekki hægt um
vik, því við vorum allir með súr-
efnisgrimur. Sólfaxi hefur oft
áður háð erfiða baráttu yfir há-
jöklum Grænlands, og á það
sjálfsagt eftir, blessaður.
ísinn brotinn af
vængjunum. i
Þetta er senn á enda, jökull-
Á ílugi meðfram Grænlandsströnd.
£hcm ^ncnaAcw, 0u$Atjcri:
fyrir ofninn. Meðalvegurinn er
farinn, ofninn er hafður í gangi,
og glugginn opnaður. Brandur
er mikið upptekinn. Já einmitt,
hann hafði þá komist yfir, eða
haft með sér, eitthvert tímarit
með einhverjum einkar skemmti-
legum sögum, hann bókstaflega
lítur ekki upp. Menn eru farnir
að gjóta til hans augum.Brandur
hefur orð á því, að sá sem sé
í kojunni fyrir ofan sig sé kom-
inn með trjónu, hann langi svo
í tímaritið. Eg held þó að Ásgeir
hafi komist yfir heftið næst, og
árangurinn varð einn heljarmik-
ill draumur, sem ég er þó búinn
að gleyma út á hvað gekk.
Nýr dagur 17. sept. Sama veð-
ur í Ikateq, engin breyting,
útlitið ekkert í dag Veðrið hér
aftur á móti er svalt, en gott.
Við setjumst inn í stofu á hótel-
inu. „Danskir" lána okkur
myndaþraut. Það er tekið til að
raða þesu, önnur er komin sam-
an eftir um það bil 3 klst. held
;g, en hitt, sem Ásgeir var með,
'pví lauk eitthvað um miðnætti!
Hvílík seigla, þau voru öllíþessu
nema ég, ég hafði ekkert út-
hald!
Leitað að' rjúprim eða
refum.
Við fórum í göngutúr, ég
Brandur og Guðrún, og ætluðum
nú mest að skoða bílakirkjugarð,
en aðgangur var bannaður, svo
við notuðumst við kíkinn hans
Brands. Annars var landslagið
mikið skoðað í sjónaukanum.
Brandur leitaði ákaflega að rjúp-
um og refum, en efst í fjöllun-
um var grátt af snjó, og hann
vildi helzt ganga þangað, en við
aftókum það með öllu. Landið
þarna er lyngi vaxið, jafnvel
lágu kjarri, með berum jökul-
núnum klöppum i milli, sand-
flákum og fjöllum. Sandurinn er
morgundaginn dágott. Við förum
að sofa um miðnætti eftir okk-
ar klukku en klukkan hér er að-
eins 21.
ísing sezt á vélina.
Enn nýr dagur 18. september.
Veðrið á austurströndinni er
skaplegt, við ákveðum að fara.
1 ýmsu þarf að snúast fyrir brott
för, það tekur lika talsverðan
tima. Farþegarnir okkar koma
um kl. 13. Við hefjum flug stuttu
seinna. Sigurður flýgur fyrri
hlutann. Við áætlum um 2% klst.
til Ikateq. Flugskilyrðin yfir jökl
inum sýnast ætla að verða
góð, svo langt sem við sjáum.
Fyrst klifrum við i 10.500 feta
hæð. Þegar inn á miðjan jökul
er komið hækkum við flugið i
13.500 fet, og byrjum að renna
inn í ský. Við vorum smástund
milli skýjalaga, en síðan i skýj-
um og byrjaði nú þegar ising að
setjast á vélina. ísing er einn
versti óvinur okkar ekki síst
þegar fiogið er yfir 8—9000 feta
háu landi, eins og jöklinum
þarna.
Flugvélin var þung, gekk illa
inn lækkar óðum, og við erum
fljótlega komnir út yfir strönd-
ina, og byrjum að lækka okkur,
og brjóta ísinn af vængjunum.
Við og við sjáum við niður í
ísbarða og hrikalega fjállatoppa
og rétt áður en við komum yfir
Angmasalik komum við alveg
niður úr skýjunum. Flugvöllur-
inn í Ikateq, ef flugvöll skyldi
kalla, er skammt norðan við
Angamagsalík, við tökum stefnu
þangað. Úti fyrir ströndinni er
að sjá austan rok, en lítill vind-
ur inn á fjörðunum. Þó er eitt-
hvað misvinda að sjá á stöku
stað. Við sleppum að mestu við
ókyrrð, eða þangað til við vor-
um á lokastefnu fyrir lendingu,
þá fengum við það óþvegið.
skiptist á niður- og uppstreymi,
og vindgustur sem gerðu aðflug-
ið og lendinguna erfiða.
I Ikateq beið. eftir okkur
stór Helicopter, sem tók farþeg-
ana og flutti þá til eyjar sem
heitir Kulusuk, og er rétt við
Angmasalik. Þar eru Bandaríkja-
menn að byggja flugvöll, og var
meiningin að við Sigurður fær-
Frh. á bls. 10.
Sólfaxi er lentur í Ikateq.