Vísir


Vísir - 15.10.1958, Qupperneq 11

Vísir - 15.10.1958, Qupperneq 11
í r’£.'\ ■■■■■■ -.'4/ !(.- - ’• ■- r ' : - / 'r/: Miðvikudaginn 15. október 1958 V I S I H . p**T -rr :1 11 KATHRYN BLAIR: /fCviHtijri í pwtúyal. ASTARSAGA 51 — En ef ég neita? — Ég get ekki lofað þér neinu, því að Richardo rannsakar hvernig liggur í þessu með árarnar og Ijóskerið. Ef hann skilur samhengið áður en ég fer héðan á föstudaginn, verð ég að reyna að finna einhverja skýringu á því. Þú verður að hætta á það — en ég er viss um að þú mátt treysta göfugmennsku hans, jafnvel þó hann fyrirlíti þig. Höfuðið á henni riðaði. — Ég get ekki séð að ég eigi nema um eitt að velja. En svo baðaði hún út höndunum. — En ég hef ekki meðgengið neitt! — Þá það, sagði hann og gekk fram að dyrunum. — Það er kannske réttast að þú komnir með mér til Helen í kvöld. Bæði henni og öðrum mun finnast það kynlegt, ef þú ferð án þess að kveðja. Segðu að þú ætlir að nota farmiðann hennar, og að þú sért orðin leið á að hangsa hérna og hafa ekkert fyrir stafni. Henni finnst það ekkert tiltökumál. Hann fór. Júlía starði á lokaðar dyrnar, svo þreif hún krukku með andlitssmyrslum og grýtti henni í þilið, svo að smyrslin spýttust út á þilið og glerbrotin hrundu niður á gólf. RICHARDO í HEIMSÓKN. Um sama leyti sem Júlía var að taka saman farangur sinn kom Richardo inn í herbergi Helen í Castelo de Calamo. Hún hafði ekki sofnað síðan Ralph fór frá henni, en lá í dvala milli svefns og vöku, og fannst hvert smáhljóð vera eins og þruma. Hún glaðvaknaði er hún heyrði smella í lásnum. Hún bjóst við að sjá svartklæddu konuna, sem aíltaf var svo vingjarnleg. Það hafði ekki mikil áhrif á hana fyrst í stað, að það var Richardo, sem kom að rúmstokknum. Hún leit til hans. Hann brosti og sagði: — Vitið þér að þetta er í fyrsta skiptið, sem ég hef séð ljómandi bláu augun í yður verulega vel? iiður yður betur núna, menina? —Miklu betur, þökk fyrir. En mér þykir leitt hve mikla fyrir höfn ég hef bakað yður. — Þér hafið ekki verið neinn húskross, Helen, þó að.... Hann þagnaði. — Eruð þér með höfuðverk núna? —, Nei, en ég er ekki vel skýr í höfðínu. — Það kemur af meðulunum og liður bráðum frá. Þér gerðuð okkur verulega hrædd. — Já, ég veit það, og mig tekur það svo sárt. Sagði Ralph yður nokkuð af því, sem gerðist i bátnum? — Já, hann gerði það. Og það er svo margt af því, sem mér er ráðgáta og ég verð að rannsaka betur. Það^þýðir ekki að sak- ast um orðinn hlut, en mér er ómögulegt að skilja, hvemig þetta gat viljað til á bátnum mínum.... Jæja, við hugsum ekki meira um það. Hún lá þeygjandi um stund. Henni fannst skrítið að Richardo var þama við rúmstokkinn hennar — að hann, sem var svo siða- vandur, skyldi koma einn inn til hennar. En Richardo de Vallarez gat sjálfsagt hafið sig yfir allar venjur án þess að það kæmi að sök. Hún var of þreytt til að brjóta heilann um það núna. Það var nærri því hvíslandi sem hún sagði: — Mér var sagt að þér höfðuð borið mig alla leið hingað, neðan úr fjöru. Hvemig get ég þakkað yður þetta? Þér hljótið að ver& afar sterkur. Hann yppti öxlurn. Það er ekkert þrekvirki. Þér eruð svo létt. Hún varð að fá svar við einni spurningu. — Hefur Ralph sagt nokkuð um hvenær ég geti farið héðan? Hann horfði á tærða andlitið með dökku blettina undir augun- um: — Þér verðið hérna þangað til yður er batnað. Við frændi minn viljum það báðir. — En það er óþarfi. Ég get legið í gistihúsinu, og Júlía.... Hún þagnaði. — Hvar er Júlía? Er hún ekki hérna? — Systir yðar varð vitanlega skelkuð líka. Við verðum að muna að hún hefur ekki náð sér eftir hálsveikina ennþá. Ég held að hún sé rúmföst i gistihúsinu.... Hann laut niður að henni. — Ég get ekki lýst hve glaður ég er, að sjá yður svona hressa. Sera- fina er að búa til mat handa yður. Hún er góð hjúkrunarkona, en minntist ekkert á annað. sem t faag koma. Ut er að koma nýr leiðbein- ingabæklingur frá Neytenda- samtökunum, hinn 13. í röð- inni. Ber hann sama nafn og ' erindi það, er Sveinn Ásgeirs- son, hagfræðingur, formaður Neytendasamtakanna, flutti í sumar í Ríkisútvarpið í tilefni af hinum víðtæku verðhækk- Helen fékk að vera á fótum nokkra klukkutíma síðdegis daginn UnUm’ s®m 01 ðið hafa hér á ... Tjr. ... .... . .... .. . . . . landi undanfanð. I bæklinen- eftir. Hun var mjog mattfann, en vildi alls ekki lata a þvi bera i ... ... s , » tt’ , , . „ . , um er birtur urdrattur úr er- ne kannast við það. Hun var staðraðin í að synast vera orðm svo . ,. hraust, að hún gæti komist í gistihúsið von bráðar. mdmU °g segir þar svo a': Richardo kom inn og spurði hvernig henni liði, og horfði á „Neytendasamtökin þyrftu að hana þessum gegnlýsandi augum, sem hún átti svo bágt með að vera margfalt fjölmennari en þola. Hann var þarna í höllinni að staðaldri, og þau átu og sváfu þau eru til að verða svo öflug, undir sama þaki, hann hafði borið hana i fanginu yfir grjót- 'aðþau gætu vænztþess að geta hálsmn — og Ralph sagði að hann hefði setið við rúmið hennar J haft áhrif á efnahagsráðstafan- fyrsta sólarhringinn, meðan hún var í mestri hættu. I ir stjórnmálaflokka. Neytenda- Það var bersýnilegt, að hann taldi sig bera ábyrgð á slysinu í samtökunum er oft bent á að vélbátnum. En jafn augljóst var hitt, að tilfinningar hans í henn- gera þetta eða hitt og þess jafn- ar garð náðu ekki lengra. Hann gerði það, sem hann taldi skyldu vel krafizt af þeim. En verk- sína, rólega og nákvæmlega. Æ, hún skyldi verða glöð — eða að efnin eru nógu mörg, og það minnsta kosti losna við eymdarkenndina — undir eins og hún vantar ekki fólk til að benda væri komin úr umsjá hans. | á þau, heldur til að leggja fram Ekki varð séð, að hin bráða burtför Júlíu hefði haft nokkur þann litla skei'f að gerast með- áhrif á hann. Hann taldi leitt hve brátt hún hefði farið, og sagði limir samtakanna og stuðla á að hún hefði gjarnan mátt bíða þangað til fram yfir helgina. En þann hátt að því að hægt sé hann lét ekki á því bera, hvað hann hugsaði undir niðri. Líklega; að sinna fleiri verkefnum til var hann vonsvikinn, hugsaði Helen með sér. Það var auðvelt að hugsa sér Richardo í mikilli geðshræringu, en erfiðara að hugsa sér hann brjótast yfir klungur með kvenmann í fanginu. Eða var það? Helen sá hann svo greinilega .í huganum, er hún sat þarna milli svæflanna í stólnum — úfið svart hárið, gljáandi af vætu, einbeitt andlitið sem bar með sér, að hann tók á öllum sínum kröftum. Jú, „Pedro Pescador“ var fær í flestan sjó. Pedro Pescador með hvíta brosið og dökka hörundið, sterku handleggja- vöðvana, hvössu augun — sem gátu orðið svo mild og næm þegar hann beygði sig niður að stúlku og fann varir hennar. Heleh sleit sig af þessari tilhugsun, og fór að hugsa um Júlíu, sem nú var í flugvél á ieiðinni heim. Piinmtudag fékk Helen að vera á fótum og neyta hádegisverð- arins við borðið. Svo hvíldi hún sig í tvo tíma og síðdegis sat hún við gluggann með tebollann sinn. Luisa Ohveira kom mn, í heið bláum kjól með hvítum leggingum. í handarkrikanum hafði hún stóran blómvönd, er hún iagði á borðið. íinnst yður það ekki? — Hún er alveg einstök. — Yður er óhætt að borða allt sem hún færir yður, og áður en vikan er liðin verðið þér farin að ganga um héma í garðinum. En þér megið ekki ofreyna yður.... Svo stóð hann upp, og nú var hann á ný hinn formfasti, kurteisi Portúgali:—- Frændi minn, greifinn, bað mig um að heilsa, og segja yður, að þér verðið að láta eins og þér væruð heima hjá yður, héma í höllmni. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Helen brosað að þess- ari hæversku. En nú kinkaði hún bara kolli. Þegar hún var orðin ein fann hún hve máttfarin hún var. Tárin brunnu undir augna- lokunum. Ralph og Júlía komu síðar um daginn. Þau settust hjá rúminu hennar. Júlía opnaði varla munninn fyrr en undir það að hún var að fara. Þá fálmaði hún eftir töskunni og sagði: — Jæja, nú er það versta afstaðið hjá þér, Helen, og þess vegna get ég farið að hugsa fyrir mér. Ég fer heim — á morgun. — Á morgun? Helen varð forviða. — En hvað verður þá um fríið þitt? Það er ég, sem verð að komast heim eins fljótt og hægt er. K R, Burroughs - TARI4M 2738 1 hagsbóta fyrir meðlimina og alla neytendur þessa lands. í þetta sinn skulum við líta. í eigin barm og athuga, hvort sá háttur, sem við höfum á út- gjöldum okkar, sé hinn hyggi- legasti. Ef við gætum þar ein- hverju umbreytt til batnaðar, jafnvel án þess að við þyrftum að láta neitt á móti okkur, þá jafngildir það tekjuaukningu og það skattfrjálsri með öllu.“ Tilgangur bæklingsins er ekki hvað sízt að hvetja fólk til að hafa bókhald yfir útgjöld sín, a. m. k. viss tímabil. Nokkr- ar síður í bæklingnum eru að- eins strikaðar, og er lesendum ætlað að skrifa þær sjálfir, þ. e. bæklingurinn getur orðið vísir að heimilisdagbók fyrir þá, sem vilja. Eins og aðrir bæklingar Neytendasamtakanna er þessi innifalinn í hinu lága árgjaldi — kr. 25.00 —• og er sendur •heim til meðlima í pósti. Skrif- stofa Neytendasamtákanna er opin daglega kl. 5—7 e. h. nema laugardaga kl. 2—4. Síminn er 1-97-22, og er hægt að gerast meðlimur með því að hringja til skrifstofunnar. Hafnarbío: Æsti presturinn hvatti hermennina þegar til að gera árás. — — En stálfingur eins og hann væri strábrúða---------------og þeyttu honum fram- hrifsuðu jaæsta hermanninn, an í árásarmennina! Öskubuska í Róm. Hafnarbíó sýnir nú ítalskb kvikmynd í léttum dúr, sem hér nefnist Öskubuska í Róm. Seg- ir þar frá ungri og laglegri al- þýðustúlku, sem óvænt lendir í félagsskap hinna ríku og kynn- ist lífi í gleði og glaumi, en heldur sjálfstæði sínu og virðu- Ieik. Annars gerist margt til— viljunarkennt og skoplegt í myndinni, sem er vel leikin, og notalega skemmtileg. Auk þess er mikil og góð tilbreytni í að fá ítalska kvikmynd af þessu tagi. Tal er á ítölsku, en dansk- ur texti. Áhorfandinn fær- nokkra hugmynd um Róm af myndinni, en hún er í litum. Aðalhlutverk leikur Elsa Marti- nelli, sem mikið orð fer af, og Gabrielle Ferzetti. j

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.