Alþýðublaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. jan. 1958 AlþýSublaðið 7 Mynd af dýragrafreitum m r s BRETAR hafa löngum verið þekktir fyrir það, hversu mikl- ir dýravinir þeir eru, og ferða- menn verða þess varir af hin- um mikla fjölda minnisvarða, sem hafa verið gerðir dauð- um dýrum. Þessir minnisvarð- ar eru miög margbreytilegir. Þeir geta verið skreyttar rúð- úr í kirkjúm, grafsteinar í kirkjugörðum eða jafnvel stytt ur af dýrinu. • Eins og vænta má, eru flest þessara minnismerkja af hund- um oe köttum. Meira að segja er kirkjugarður í lllford, Es- séx, sem gerður var af dýra- spítala þar, og er hann ein- göngu helgaður þessum heim- ilisdýrum. Minningu kattar eins hefur verið sýndur viðeigandi heið- ur. þar sem hann hvílir í kirkju garðinum í St. Mary Redcliff í Bristol, því að á staðnum er miniimgarsteinn með þessari einföldu áletrun: ..Kirkjukött- urinn 1912—;1927“. í mörg ár mætti köttur þessi kirkjugest- um í dyrum kirkjunnar og fylgdi þeim til sæta sinna. Að launum var honum leyft að haf ast við í kirkjunni á daginn, og á nóttunni svaf hann oft í ræðu ! stólnum. Það hefur verið vel séð fyr- ir minningu hunda í steindu gleri, t.d. er rnynd af einum ásamt húsbónda sínum í kirkju . S't. Anthonys í Lenton, Notth- | inghamshire. Önnur er af hundi sem fylgir umferðasala í St. J Mary’s kirkjunni í Lambeth, ’ London. Sagan um þennan Lam beth glugga segir, að umferða- salinn hafi verið þarna á ferð einhvern tíma á fimmtándu öldinni, og hundur hans gróf upp af tilviljun box með gull- mynt. Umferðarsalinn gróf það niður aftur og fór síðan og keypti landið fyrir fáeina shill- inga — og með því fjársjóð- inn. Hann varð auðugur mað- ur og síðar í lífinu gaf hann kirkjunni álitlega fjárupphæð með því skilvrði, að þessi rúða yrði sett upp. Það vili svo skemmtilega til, að London County Iiall er nú staðsett á, ekru „umferðasalans“. Önnur fræg og áhrifamikil saga er um hinn trygga hund Gelert eftir að bund- urinn hefði bjargað syni prinsins frá úlfi. Sög- una um Gelert er hægt að lesa á hinni frægu gröf hundsins í I Beddgelert í Caernavonshire, I sem er eitt mest töfrandi þorp í norður Wales. Það er samt sem áður enginn minnisvarði sem gefur tií kynna, hvar gröf þekktasta hunds veraldar er. Það er gröf hins svarta og hvíta hunds sem mynd er af á öllum hljómplöt- um Hins Masters Voiee. Allt sem vitað er, er það, að hann var grafinn við trjálund í Eden Street, Kington-uppon-Tham- es, Surry fyrir sextíu árum. NYJASTA kvikmynd Réne Clair heitir Porte des Lilas. Hún gerist í Parísarborg og er eins konar hljóðlátur ástaróður til borgarinnar og íbúa hennar. ! Aðalniutverkið ímýndinni,emn lifsins lausamann, leikur hinn frægu leikari Pierre Brassuer, en vin hans ,,skáldið“ leikur Georges Brassens. Lífið og and rúmsloftið í Parísarborg er gamalt og kært viðfangsefni Clairs. Hann vinnur nú að gerð annarrar mvndar, sem ekki er sögð ósvipuð að efni, en hefur lýst yfir því, að það verði síð- asta kvikmynd, sem hann geri. Þetta er fyrsta hlutverk Brass- ens í kvikmynd, en hann er annars kunnastur sem vísna- skáld, hinn franski trúbadúr nútímans. Oftlega semur hann bæði ljóð og lag sjálfur og syng ur síðan látlaust og skýrt. (I myndinni Porte des.Lilas er það söngur hans, sem skapar blæ sýningarinnar). Stundum tek- ur hann líka kvæði þjóðskáld- anna og tónsetur. Þannig er um ballöðu Villons um konurn ar frá í fyrra og kvæði Aragons um ástina ólukkulegu. Vísur Brassens eru oft ádeila, stund- um beizk eða gróf, stundum um beizk eða gróf stundum glett bregður oft upp stuttum falleg- um myndum í lyriskari vísum sínum, en samúðin með lítil- magnanum, olnbogabörnum þjóðfélagsins, er rauður þráður í verkum hans. Á síðari áruni hefur hann öðlazt töluverðar vinsældir og eru til einar þrjár plötur með flutningi hans á eig- in vísum. Ameriskur tóniistarniaður, dr. Harald Johnson, sem dvalizt hefur um skeið í Finnlandi, fann nýlega í Sibeliusarsafn- Barraud fjölskyldan í Liverpool | inu í Ábo (Turku), — átti Nipper, en það var hund- i handritið að tveimur verkum, urinn kallaður. Einn í fjölskyld junni, Francis, var listamaður. , Hann tók eftir því, að þegar 'leikið var á grammófóninn var Nipper vanur að setjast og . halla undir flatt og stara inn í ' hinn stóra og hornlaga lúður. j Listamaðurinn sem hreifst af þessari skemmtilegu sýn gerði | af því málverk — án þess að renna grun í, að myndin ætti I eftir að verða vörumerki sem sem ekki var lengur kunnugt um. Annað hafði þó verið flutt þrisvar sinnum árið 1902, það er forleikur í a-moll, sem flutt- ur var um leið og 2. sinfónían. Var það hald manna til þessa, að nóturnar hefðu týnzt. Hitt verkið er atriði úr ballett, og álítur Johnson, að það verk sé samið 1908. Bæði þessi verk verða bráðlega flutt í Helsinki. Otvarpshljómsveitin flytur for- þekkt væri af milljónum manna | leikinn undir stjórn Nils-Eric um allan heim. Fougstedts í næsta mánuði, en hitt verkið flytja sömu aöiljar í aprílbyrjun. —o— BANDARÍSKA bassasöngv- sranum og leikaranum Poul Robeson hsfur verið boðið að leika í Shakespeareleikhúsinu í Stratford on Avon í sumar. Er þar um að, ræða hlutverk Gow- ans í Cymbelinu Shakespeares. —o— MEÐAL þeirra verka, sem kgl. leikhúsið í Kaupmanna- höfn hefur tekið til meðferðar í haust er Fröken Júlía eftir strind'berg. Sænski leikstjórinn Alf Sjögberg, sá sem gerði kvik myndina Fröken Júlía hér um árið, var gestaleikstjóri, en fremsta unga leikkona leikhúss ins, Ingeborg Brams lék titil- hlutVerkið. Þá hafa og verið sýningar á De unges forbund Ibsens, þar sem leikur Poul Reumerts í einu hluverkinu þykir mikill viðburður. Enn- fremur má nefna Andbýling- ana, stúdentavaudeville Hostr- ups, en þar á Reumert einnig eitt af sínum beztu hlutverk- um. Loks var svo frumsýning á En Idealist eftir Kaj Munk um daginn, svo sem áður hefur verið drepið á í þessum dálk- um. Taka þátt í þeirri sýningu margir beztu listamenn leilc- hússins, Henrik Bentzon sem Heródes, Else Höjgaard (Salo- me), Karen Nellemose (Cleo- patra), Astrid Villaume (Mari- anne). Síðasttalda hlutVerkið 3ék Anna Borg síðast þegar leikrit var flutt í konunglega leikhúsinu, en nú fer hún með hlutverk Alexöndru. í nýja leikhúsinu er sýndur Vals nautabananna eftir Jean Anouihl í hugkvæmri sviðsetn- ingu Sam Beskow. í aðalhlut- verkum eru hinir vinsælu leik- arar Bodil Kjær og Mogens Wieth. í Folketeatret var ný- lega frumsýning á „Frá borði til borðs“ (Separate Tables) eft ir Terence Rattigan. Ebbe Rode og Birgitte Federspiel leika að- alhlutverkin. Á Alléscenen er leikinn gamanleikur eftir Soya, Afdöde Jensen; leikurmn þótti diarfur og hefur valdið deilum. Loks má geta þess, að í Ridder- salen er nýbvrjað að sýna nýja ieikritið hans Johns Patricks um ríku konuna góðu, sem hald in er briáluð. Leikurinn er kall- aður á dönsku De kloge og de gale. Aðeios fjórir róðrar á hálfum mánuði' frá Olafsfirði: og allir farnir í versla veðri Langvarandi illviðriskafli og mikil ófærð Fregn til Alþýðublaðsins ÖLAFSFIRÐI í gær. STÖÐUGAR ógæftir hafa verið hér á Ólafsfirði, og lengi hafa menn ekki farið á sjó á fitlum bátum. Vélbáturinn Stígandi, sem er 78 tonn að stærð, hefur heldur ekki farið nema 4 róðra á nærri hálfum shánuði, sökum þess að ekki hefur verið fært. í þessi fjög- ur skipti var einnig hið versta veður, svo að hann fór stutt, og afli var tregur. Mikill snjór er kominn, enda hefur verið langvarandi ill- yiðra- og hríðarkafli, og færð .íjrðin afleit. Kyngdi svo niður fönn í logni aðfaranótt laugar- | dags, að við lá, að allt teppt- ist. M Félagslíf Þjóðdansfélag Reykjavjkur. Sýningarflokkur og barnaflokkar. Munið æfingar í dag. Ðr. Fuchs Framhald af 4. síðu. þungu vélknúnu farartsikjum mjög að komast áfram. Þótti leiðangursmönnum það þó mun betra viðureignar en allir skafl arnir, sem tafið töfðu för þeirra síðustu átta hundruð kílómetr- ana. Þegar á sjálft heimskautið kom, sýndi það sig að nokk- urs ósamræmis gætti hvað snerti tímareikning leiðangurs- manna og' Bandaríkjamanna þeirra, er dvöldust í heim- skautsstöðinni. Brezku leiðang' ursmennirnir fóru nefnilega eftir brezkum meðaltíma, og töldu sig koma á skautið að kvöldi þess 19. janúar, en þá var morgun og 20. janúar hjá þeim í stöðinni. Sáu Bretarnir sér loks ekki annað fært en taka upp nýsjálenzkan tíma. Tveim dögum áður en leið- angur Fuchs bar að skautinu, komu þeir Hillary og banda- ríski leiðangursforinginn Du- fak flugleiðis til stöðvanna á suðurskautinu frá aðalstöðvun- um við Macmurdosundið. Héldu þeir til móts við þá dr. Fuchs og tóku síðan á móti hon um og félaögum hans eins og bezt varð á kosið. í suðurskautsstöðinni skildu þeir leiðangursmenn eftir þyngstu farartæki sín, eins og' áður hafði verið ráð fyrir gert, og’ héldu með dálítið léttari far aiTbúnað áleiðis til Scottstöðv- arinnar. Fara veður rú mjög versnandi suður þar, og má gera ráð fyrir að dr. Fuchs og leiðangursmenn hans fái sig fullreynda áður en þangað kemur. En þeþ* eru orðnir reyndir og hertir fyrir glímuna við örðugleikana, — og þeir hafa sýnt. það og sannað að þeir gefast ekki upp fyrr en í ful.ia hnefana, jafnvel þótt þeir hafl neyðst til að gefast upp á því að ferðast eftir brezkum með- altíma um suðurheimskauts- svæðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.