Alþýðublaðið - 31.01.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur
31. jan. 1958
A 1 þ ý # u b 1 a 8 i 8
5
EITT mitt fyrsta verk, eftir
að hafa komið mér fyrir, er
að kaupa kort yfir Wasliing-
ton, en það fœst í hótelinu.
Skipulagið er einfalt. Göt-
urnar mynda yfirleitt rétta
'ferhyrninga tölusetta á tvo
vegu og bókstafsmerkta á
hina tvo^ Yið búum við 16 str.
Q-götu. í daglegu tali okkar
Islendinganna nefnd Kúagata.
Meginhlutinn af galdrinum er
að kunna að telja upp að, segj
um tuttugu og kunna stafróf-
ið afturábak og áfram. 'Auk
þessa er miðborgin lögð ská-
'strætum, sem liggja út frá
Þinghúsinu og hvíta húsinu
og bera nöfn einstakra ríkja,
eða fylkja. Þær eru yfirleitt
breiðari en hinar tölusettu og
bókstafsbundnu og þar sem
þær skerast víða torg með
styttum af frægum Könum,
steyptum í eir. En til þess að
koma í veg fyrir misskilning.
sem ætíð er hugsanlegur, má
geta þess, að það koma at-
kvæðagötur utan stafrófsins
fyrst eins svo tveggja at-
kvæða, er mér sagt. Þetta er
ekki skáldleg lausn, en ein-
föld, sem eflaust skiptir
mestu. fagrir garðar eru hér
og þar, smærri og stærri, sem
setja sinn svip á borgina til
augnayndis, þótt nú sé vetur
í bæ. Hér og þar gnæfa minn-
ismerki rnerkustu forsetanna
mismunandi að gerð og stíl.
i . .
maugt' ber fyrir
! • AUGIL
• Annars gerist það söguiegt
í ferli okkar þremenninganna
fyrsta daginn að við tökum
okkur göngu án leiðsagnar.
Leiðin liggur frá Capítól inn
■ 7. str. að Q (kúagötunm) og
þaðan til 16. str. (heim). Ekki
verður sagt að sú ganga væri
sérstaklega hrífandi. Götur og
hús, sumt fremur og sumt
mjög sóðalegt. Brotnar flösk-
ur á gangstéttum, fjúkaridi
pappír og lauf ásamt ryki. og
öðru drasli. Fólkið allt svart,
að undanteknum 5—6 hræð-
um. Búðargluggar fullir af ó-
dýru dóti og mesti fiöld' af
l fornsölum. Hér er útsala í full
um gangi. Eitt undruðumst
við mikið að siá í veglegri
i búð á leið okkar góð jakkaföt
auglýst á S—6 dollara og ekki
síður hitt, að Abrahamsen
gamli átti búðina. ,,Sá karl
kann bó sitt fag“, varð Brodda
að orði. Ekki varð þó af at-
hugun, því að tekið var að
rökkva. Sliýringu fengum við
síðar, en hún var sú, að hér
er aðeins um fyrstu afborgun
að ræða, svo að eflaust hefur
Abrahamsen sitt á þurru um
það er lýkur, sem vænta
mátti. Hitt er þarflaust að
segja, hver hugmynd okkar
um Washington hefði orðið, ef
við hefðum yfirgefið staðinn
næsta morgun.
Næsti dagur, sem er laug-
ardagur og öll skrifstofuvinna
liggur í dvala, hamingjunni
sé Iof, fer í búðasnatt. Við
komumst að því, að því nær
sem dregur Capitol breytást
bæði vörugæði og verðlag og
úrval langtum meira. Annars
uppgötvum við að í strætum,
sem kennd eru við ríkin, er
víða miklu fleira og fallegra
.að sjá. En það furðar okkur
hve snautt er af bókabúðum
og blómabúðum. Raunar höf-
um við ekki fundið neina not-
hæfa bókabúð, varla sambæri
legar við bókaverzlanir í smá
stöðum heima. „Internationai
Center“ er áfangastaðurinn
að kvöldi. Þar er mislitt fé,
en allt brosir hunangssætt,
nema við. Það er dansað þetta
kvöld, en einhvern veginn
kunnum við ekki við okkur.
Þetta sífellda bros fer í taug-
arnar á okkur, enda vont að
segja hvað undir brosinu býr,
og líklegt er að Kínverjanum,
sem datt kylliflatur og trill-
aði eftír götunni framan við
húsið, hafi ekki beint verið
hlátur í hug, en hann brosti
samt, frá eyra' til eyra, eins
og Miklabæjar-Sólveig, þegar
hann stóð á fætur. Við förum
heim aftur stutta stund. Ann-
ars gengst I.C. fyrir margs
konar menningarstarfsemi,
hljómleika- og leikhúsferðum
við vægu verði, þar sem
margt það bezta er á boðstól-
um, svo við erum óheppnir
með fyrstu kvnni, og býr lengi
að þeirri gerð.
SKOÐUÐ SÖFN.
Sunnudagurinn fer í að
skoða tvö söfn Smithsonian
I.nstistute, en upphaf þess er
að enskur auðmaður gaf allar
eigur sínar til stofnunar þess
Qg ber það nafn hans. Hér
verður fyrir fyrst í anddyrinu
plaststeypa af fiskinum, sem
sagður var útdauður fyrir tug
milljónum ára, en gerði svo
þann skolla, að koma ljóslif-
andi fram fyrir nokkrum
árum, veiddist í Mazambique
sundi. Ekki er nú karl fríður
en myndarlegur að sjá um
vöxt og vel tenntur. Svo ligg-
ur leiðin yfir í forsöguna til
númmúlita, þríbrota og til
risaeðlanna, stærstu landdýra,
sem til hafa verið. Margt er
þar nýstárlegt að sjá og eng-
inn dauðlegur nraður hefði
verið ofsæll af að mæta þeim
kvikindum í lifenda lífi, enda
allir löngu óhultir fyrir slík-
um hlutum. Héðan reika ég
undrandi og hrifinn af mikil-
leik þess, sem fyrir augu ber
og verður næst fyrir safn frá
lífi Indíánanna, hið fullkomn-
asta í heimi er mér tjáð. Hér
er salur eftir sal fullur minja
frá þessum herskáu náttúru-
börnum, sennilega gerná-
kvæm lýsing á lifnaðarhátt-
um þeirra, trúabrögSum, sið-
um, veiðum og veiðibúnaði, og
vopnum, klæðnaði, vefnaði og
búsáhöldum. Hér er löng saga
og merkileg skráð á ógleyman
legan. hátt og ótal sösur bak
við þá sögu. Lokaþátturinn
hér er svo sýning frá lífi
stærri dýra, áður en hvítir
menn komu hér. öd sýnd í
eðlileeu u/mhveríi. Héðan för-
um við í Þjóðlistasafnið ,Nat-
ional Gallery. En bó tíminn
sé ríflegur endist hann ekki
nema til hess að skoða mál-
verkin frá Renaissance-tíman-
um ítalska og vestur evrónska
málaralist fram yfir daga
Rembrandts. Og hér gefur á
að láta. Hér hafa að unnið
menn, sem kunnu til verka.
Aðdáanlesast er hve litirnir
eru skærir, rétt eins og ný-
lokið væri við málverkin og
bað eru ekki aðeins óregluleg-
'ir punktar, strik, hvrningar
eða skjálgaugu á óiíklegustu
stöðum á myndfletinum. Hér
birtist eins og. lifandi ,fólk
sem maður gæti búizt við að
stigi á hverri stundu fram úr
umgerðunum, töfrandi lit-
auðgi og fegurð og þó eru
máske liðin 400—500 ár .síðan
pieistararnir handléku þessa
dýrgrini. Tizian, Tintoretto,
‘ da Vinci, Rafaeí. Michelan-
gelo. Lippi, nei það mætti æra
óptöðugaij a'ð nefna nöfn. Frá
Itölum liggur leiðin til meist-
aranna snöngku Velasaes, Mu-
fillo, El Greco og þaðan til
flæmsku og hobenzku snilling
anna Rubens, VermeerogRem
brahdts. Nei, hér væri hægt
a:S reika um dögum saman og
sfeoða. undrast og dást að. Og
nú komur í hugann hvílíkur
siónarsvintir er fyrir ættlönd
beséara dyrgrina. að hafa séð
beim á bak. Ofurlítil hross-
skinsbót á sárin að vita þau
örugglega geyrnd og varðveitt
Smithsonian-safnið.
af alúð og virðingu til augna-
yndis þeim, sern hér fara um.
Enn verður mér á að hugleiða
hvílíkt geipifé það hiýtur að
hafa kostað fósturþjóðina að
eignast þetta og búa því slík-
an samastað, en ég varpa
þeirri hugsun frá. Má vera aö
hana hafi ekki munað meira
um það en Vatnsdælingum að
kaupa. eldspýtubúnt, eins og
haft er eftir Birni á Löngu-
mýri.
DRUGSTORE.
Mánudagur og þriðjudagur
eru annadagar okkar, sem
kalla á allt annað en ráp um
götur. Við göngum milli góð-
búanna, erum yf-irheyrðir Qg
talað yfir liausamótum okkar,
skýringar á kerfinu, eða rétt-
ara kerfunum. Á miðvikudag
er frí hjá okkur og þá er tekið
til þar sem frá var horfið. Við
erum nú þyrjaðir að þjálíast
í stafrófinu og eins konar
tölunum og gengur orðið
sæmilega að rata. Nú skal
heimsækja íslenzka sendiráð-
ið, sem reynist standa á kvrr-
látum stað við 23. str N.W.
íslenzk eign undir íslenzkri
lögsögu, snoturt og hreinlegt
í stíl og íburðarlaust, en við-
kunnanlegt. Hittum sendiráðs
ritara, Stefán Hilmarsson og
Björn Tryggvason, Þórhalls-
sonar, sem vinnur í alþjóða-
bankanum. Hann ber ríkan
svin föður síns og er alúðin
siálf. Hann ekur okkur heim
og býður okkur í ökuferð n. k.
sunnudag, sem er með þökk-
um þegið. Eitt af því sem löng
um hefur vakið athygli okkar
á rápi okkar um borgina er
nafnið „Drug-store“, sem er
að finna hvgg ég í h\ærri götu
og margar í sumum. Nú er á-
kveðið að rannsaka hverskyns
stofnanir þetta séu, en eina
hugmynd okkar þar um er að
hér fari einhvers konar
kaupskapur fram. Og nú er
bezt að velja ekki af verfi end
anum. Við ráðumst til inn-
gongu í ema. sem stendur viö
Connecticut Av„ sem er fín
gata, og hér gefur á að líta’
er inn er komið. Meðfram
einni hliðinni er gevsilegur
rnatar- og kaffibar, jafnvel
sennilega hægt að fá eitthvað
sterkara af drykkjarvörum.
Onnur hlið er þakin lyfjavör-
urn, þar sem hægt er að fá
jafnvel rammasta eitur, en þá
verða menn að gefa handskrif t
sína að veði. Þriðja er með
snyrtivörum í allskonar mynd
og ástandi föstu og fljótandi
o.g svo á miðju gólfi raðir af
borðurn hlöðnum allskonar
smáyarningi, sern nöfnum tjá-
ir að nefna. Hér gæti skáldiö
vel hafa fengið hugmynd um
smá-skítakaupmanninn, sem
yerzlaði með það, sem aðrir
ekfci höfðu, nema hér er ekki.
b.eint smátt skorið um birgðir.
Við rápum nú um og tínum
saman ýmsa þarflega smá-
hluti, sem okkur vantar og
búðardarna, sem fyrst hafði
Framhald á 8. síSu.
jr m m
Hinn 1. febrúar er alka síSasti gjalddagi á-
lagðra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur 1957.
Þann dag ber að greiða að fullu útsvör fastra
starfsmanna, sem kaupgreiðendur, sem ber
skylda til að halda eftir af kaupi stárfsmánná til
útsvarsgreiðslu, eru alvarlega minntir á að gera
strax lökaskil til bæjargjaldkera.
Útsvör, sem þá verða í vanskilum, verður að
krefja með lögtaki hjá kaupgreiðendum sjálfum
sem þeirra eigin skuld og verður lögtakinu fylgt
eftir án tafar.