Alþýðublaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. marz. 1958 A 1 þ ý 8 n b I a 8 I • -----,------,---------------------------------, ..... ^ Alþgðublaötd Útgefandi: Alþýðuflokkuri n" n. Ritstjöri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samuel sd ó 11 ir. Ritstjórnardmar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. L__---------------- ......... ... - Beinir skattar og óbeinir : EJNS og frá hefur verið skýrt í fréttum, hafa þingmenn Alþýðuflokksins flutt á alþingi tillögu þess efnis, að athug- að verði hvort ekki sé tiltækilegt og réttlátt, að afnuminn . verði tekjuskattur, en samsvarandi fé til ríkissjóðs tekið með tollum. Er þetta hugsað sem spor í þá átt, að óbeinir skattar taki við atf þeim beinu í framtíðinni. Vissulega verður ekki anna'ð sagt en hér sé um ' stefnubreytingu hjá Alþýðuflokknurn að ræða í orði, 1 enda er þingmönnum hans það fyllilega 'ljóst. En síðasti ' flokksstjórnarfundur taldi rétt, að þes'si atliugun í skatta- , miálum yrði gerð. Þjóðviljinnigierir [þessa tillögu og stetfnu brieýtingii þá, sem hún vitnar um hjá Alþýouf lokknum, að umræðuefni nú ;í vikunni. Er ekki að isökum að spyrja, að hér eiga að vera á ferðinni stórkostleg svik flokksins við vinnandi stéttir og jalla (alþýðu. Er túlkun Þjóðviljans . svo einhliða og illviljuð, eins og í-aunar mátti vænta það- an, að rétt er að ræða ofurlítið þetta nýja viðhorf í skatta málum. ' Það er á allra vitorði, sem nokkuð fylgjast með skatt- lagningu og skattgreiðlslu, að launastéttir greiða yfirléitt tiltölulega mleira í tekjuskatt af föstu kaupi en þær stéttir, sem að einhverju leyti geta raðið kaupi sínu sjálfar. Sá, sem vinnur hjiá öðrum, getur ekki stuhgið neinu undir stól aif.kaupi sínu, hann Verður skilyrðislaust að greiða tekju- skatt af hverjum peningi. Við þessu er að sjálfsögðu ekkert að segja, ef allt væri með felldu. Skattar eru nauðsyn, og án skatta fengi þjóðfélagið ekki staðizt. En nú er svo kom- ið, — og er engin ásæða til að draga neina fjöður yfir það, — að stór hópur m'&nna finnur leiðir til að stinga miklum fj'árfúlgum undan skatti. Við þessu væri ef til vill ekkert aðsegja, e,f hér ætti einungis hlut að máli Mtækt fólk og illa stætt, þótt slíkt hlióti alltaf að valda misrétti, ef að því eru nokkur brögð>. En reyndin er sú, að það eru einmitt vel stæðir borgarar og eignamönn, alls konar kaupsýslu- mienn og atvinnurekendur, sem helzt koma því við að stinga tekjum undan skatti. Og sömuleiðis m!á í þessu sambandi benda á heilar stéttir, sem jafnan geta lagað. kostnaðanhlið svó í hendi sér, að tekjuskattur verður mlinni en ætla mætti. Hver borgar svo skatt fyrir |bá, sem ,geta falið tekjur sínar «g lagað tilkostnað í hendi sér? Það gera þeir, sem einungis selja öðrum vinnu sína, með öðrum orðum hin- ar almiennu vinnustéttir. Skattsvik verða því fyrst og •fremst iá kostnað hins yinnandi fjölda, verkalýðsins, en í þágu þeirra, sem meirahafa umleikis. í krafti þessa sann- leika er tiilaga Alþýðuf'rokksþingmannanna flutt, og' skyldu menn ætla, að Þjóðviljinn kynni að meta þessa viðleitni. En hann einhlínir aðeins á bókstafinn, en hirð- ir ekkert um andann, og er hann iþar sjálfum isér trúr. Kjarni miálisins er í raun og veru sá, ,að þótt hér sé um stefnubreytingu Alþýðuiflokksins að ræð'a í orði, er hún engin á borði. Málið ,er flutt í þeim tilgangi einum, að reyní sé íað koma í veg fyrir, að launastéttir þurfi að borga brúisánn fyrir þá, sem komið hafa 'ár sinni óeðli- legá vel fyrir borð. , , En tollar eru eðlilega þyrnir í augum stórra fjölskyldna, sem mikið þurfa til heimilis, og því er auðvelt að gera allt miálið næsta tortryggilegt. Og ekki þarf að draga það í efa, að Þjóðviljinn reynir að grugga vatnið sem mest, enda er kreddufestan hans; líf. Áður fyrr hefði líka verið erfitt að jafna mletin svo, að ekki hefði komið þyngst niður á barn- mörgum heimilum:, ef tollar hefðu aukizt. En með þeim margvíslegu félagslegu umbótum,sem orðið hafá á síðlustu áratugum^, og mest fyrir baráttu Allþýðuflokksins og verka- lýðsihreyfingarinnar, er næsta auðvelt að bæta barnafjöl- skyldum upp hina hækkuðu tolla. Tryggingar og f jölskyldu- bætur leystu þar hnútinn. • ¦ Eíf atfnám tekjuskatts og síðlar allra beinna skatta yrði tii þess að hamla gegn þeirri svikðemi í skattamlálum, sem allt of mörgum finnst sj'áltfsögð, og tryggja launastéttir gegn misrétti í skattgreiðslum, væri það stórt spor í framfara- átt. Það er því óhætt fyrir Þjóðviljann að fara sér hægt í óhróðri um AHþýðulfllokkinn út af þessu máli. ( lltan úr heimi ) í ÚTJAÐRI BÖNE er verið að reisa riýja borg. Húsin eru lítil og notaleg. Hvert hús kost ar aðeins 3—4 þúsund krónur. Þau eru byggð fyrir öreigana, sem áður bjuggu í ,;bidonville", hrörlegum strá- pg kassahúsum. í miðju hinu nýja þorpi er lög- reglustöðin. og rétt við hana er hár útsýnisturn, þar standa lög reglustjórinn, þrír, útlendir ferðam enn og nokkrir franskir embættismenn og jiðsforingjar. Á götunni fyrir neðan bima fá- einir skeggjaðir og skítugir ar- abar. — Þeir eru fulitrúar hinna lífsglöðu íbúa hinnar nýju borgar. Lögreglustjórinri, elskulégur og heimsmannlegur helcíur ræðu. Hann baðar út höndun- um og gilæsileg mælskan berst mjúklega út yfir hina skínandi hvítkölkuðu borg. — Þetta eru framtfarir, — þetta er menning- in. Sjáið hversu margt Frakkar gera fyrir ykkur hér í Alsír. Svo er stríðinu fyrir að þakka að mikið hefir verið byggt af í- búðarhúsnæði í Alsír. Prakkar reyna nú að bæta fyrir fyrri vanrækslusyndir í þeim efnum samfara múhameðstrúarmenn- ma um goövilja smn. Fá^r óbreyttir borgarar af frnskum' ættum hætta sér inn í hin þröngu hverfi í „bidon- ville". Og enginn fær tækifæri til að líta inn fyrir húsdyr í- búanna þar. Franskur lögreglumaður lét , svo ummælt, að miklum mun fætri afbrot værudrýgð í þess- um fátækrahverffum nú en fyr ir stríð. En það mun mála sann ast, að enginn Fakki veit raun- verulega hvað gerist í þessum hverfum. Þar ríkja sömu lög og í frumskóginum og óvíst að lög reglunni sé tilkynnt þótt voveif legir, atburðir gerist. Hin nýja, hvíta borg 'lögð beinum stræt- um er vel vöktuð frá útsýnis- tumi lögreglustöðvarinnar. — Héðan er auðvelt að fylgjast msð íbúunum og atferli þeirra. Tveir . franskir hermenn standa glaitt við skóla þorpsins og munda vélbyssur sínar. Þeir standa þarna dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. Þannig. standa þeir í hverju þorpi, þeir eru tákn ;,la présen- eetfrancaise" herverndar Frakka í Alsír. Þeir eru þarna einnig til að verja skólana fyrir sprengjukasti hermdarverka- manna, en það hafa verið brögð að því undanfarið. Þióð=rnis- sinnar hafa oft fyrirskioað skólabörnum að hætta skóla- göngu, og hefir franskt herlið orðið að fylgja börnurn úr og í skóla. Þetta væri góður áróður ef áróður væri ekki einskis nýt- ur orðinn í Norður-Afríku. ISamtímis því að Frakkar hatfá reynt að bæta úr húsnæðisskort inum >hafa þeir gert stórt áak i skólamálum Afeír. í flestum þorpum landísins ganga öll börn í skóla. Frakkar hafa áreiðanlega rétt fyrir sér í þvi, að þeir, sem fluttir eru úr fátækrahverfun- um sé fegmr að flytja í hin nýju hús.En um þakklæti er ekki að ræða. Enginn veit nxéð vissu hvað arabarnir hugsa. í viðræðum við Frakka eru þeir 105% vinveiftir Frakklandi: — Þeir -lofa lögregluna hástöfum og: þakka hernum fyrir þá vernd, sem hann veitir borg- urunum fyrir uppreisnarmönn- um. En hvað þeir þenkja innra með sér veit enginn. Arabiskur msnntamenn segjast margir hverjir líta á Frakkland sem sitt föðurland, en annað hvort eru þsir undantekning eða hræsnarar. Og Frakkar hafa siálfir komið þannig fram, að hinir hægfara skilnaðarmemi, semi. kannski hefði verið mögu- legt að semja við, eru úfcþurrk- aðir eða landflótta. Niúna kemur ekki út eitt ein- asta blað á arabisku í Alsír. —• ekki eitt einasta tímsrit, engin bók, sem túlkað geti viðhorf Alsírbúa. Hin arabisku borgarhverfi eru dimm og þögul. Verzlunar- maður í Böne sagði mér, að á skriístofu sinni borguðu allir mlánaðarlegan skatt til upp- reisnarmanna. John Sannes. ( Frá SameiwM^iT"i»jöðiJriiimi j ÁRIÐ 1957 má teljast eink- ar hagstætt ár fyrir launþega heimsins, segir í skýrslu frá David Ai Morse, framkvæmda- stjóra Alþjóðavinnumálaskrif- stofunnar í Genf, (ILO). Hann telur,að framfarir og bætt kjör verkamanna, sem urðu víða á árinu, bæti upp hitt, sem mið- ur kann að hafa tiltekizt. í flest um löndum heimsins var at- vinna vaxandi, kaupmáttur launanna örlítið hagkvæmari en árið áður, en félagsleg fríð- indi launþega voru aukin og styrkt og staðfest víða. Hváð snertir tap vinnudaga, sökum verkfalla eða verkbanna, var útkoman betri en á nokkru öðru ári frá því heimsstyrjöld- inni síðústu lauk. A hinn bóginn — þegar allt er meðtalið — fór verðlag nauð synja yfirleitt hækkandi og setti lífsafkomu milljóna manna í hættu og gróf undan félagslegum tryggingarkerfum um allan heim. Efnahagslegt lájgfgengi jók atvinnuleysi í nokkrum löndum. ERFITT AÐ ÚTVEGA HAGFRÆÐILEG GÖGN. Skýrsla Morse framkvæmda- stjóra ILO er byggð á hagskýrsl um, sem þátttökuríki stofnun- arinnar hafa sent. Þessi gögn reyndust oft ófullnæfíjandi svo leita varð annarra heimilda til viðbótar í sumum tilfellum til bess að fá heildarmynd af á- standinu. í flestum tilfellum er gerður samanburður milli eins mánaðar á síðasta ársfjórðungi 1956 og tilsvarandi mánaðar 1957. Þó má geta þess, að í ör- fáum tilfellum, einkum þar sem vikið er að launum í skýrslunni, vorusíðustu tölur frá miðju ári 1957. Skýrslur frá Austur-Ev- rópu, Asíu og Suður-Ameríku eru oft ófullnægjandi, þar sem bað hefur reynzt erfitt að út- vega hagfræðileg gögn frá þeim stöðum. Hér fara á eftir nokkrar upp- lýsingar úr skýrslu 'Morse: VERÐHÆKKUN Á NAUÐSYN.TAVÖRUM. Á s.l. ári jókst atvinnuleysi í Finnlandi um 82% og um 24% í Bandaríkjunum. Aftur á móti voru 200.000 færri verkamenn atvinnulausir í ítalíu í október mánuði 1957, en á sama tíma árið áður. Prósenttölur fyrir aukið atvinnuleysi var 43 í Sví- þl'óð og 13 í Noregi. Um verðhækkanir á nauð- synjavörum er þess getið, að í Danmörku hafi orðið 2 % aukn- ing á árinu á móti 4% árið þar áður. í Finnlandi nam verð- hækkun nauðsynjavara 8,5%. Ti] samanburðar má geta þess, að í Hollandi var talan 6,5, í Bretlandi 4,5 og í Frakklandi 10,1. í nokkrum Suður-Ame- ríkuríkjum nam verðhækkun nauðsynia 20—30% á árinu 1957 og allt upp í 156% — í Bolivíu. KAUPMÁTTUR LAUNA. Norðurlöndin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, eru meðal þeirra landa, þar sem kaup- máttur launanna jókst nokkuð á s.l. ári. (í þeim flokki eru einnig Frakkland, V-Þýzkaland, Holland og Bretland.) Hins veg ar þvarr kaupmáttur launanna í Finnlandi, Bandaríkjunum, írlandi, ísrael, Japan og í Ar- gentínu. Framleiðslumagn á hvern iðn verkamann iókst að meðaltali um 3,5% í 11 Vestur-Evrópu- ríkium. Mest var aukningin í Finnlandi, þar sem hún nam 9%, þar næst kemur Frakkland með 7%, Ítalía6% og Svíþjóð 4%. í Austurríki, Vestur-Þýzka landi, Danmörku, Hollandi, Nor egi og Bretlandi nam fram- leiðsluaukningin 2%—3% hjá hverjum verkamanni. í Belgíu dró hins vegar úr framleiðslu magninu miðað við hvern iðn- verkamann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.