Alþýðublaðið - 13.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.03.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13, marz 1958 AlþýtobliStl Alþýöublaöiö Otgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastj óri: Ritstjórnarsímar: Auglýsmgasimi: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuílokkurinn. Helgi Sæmundsson, Sigvaldi Hjálmarsson, Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 1490 2. 14906. 149 00. AlþýðuhúsiB. Prentsmiðja Aiþýðublað3ins, Hverfisgötu 8—10. Umferðarmál FYRIR al'þingi iiggur nú frumvarp til nýrra umferðar- laga, og eru þingngrnn að vonum ekki allir á sama máli um hin ýrnsu ákvæði iþess. Liggur í augum uppi, að í þeim efnum muni sýnast sitt hver.ium um einstök atriði, þótt allir vilii vaifalau'st finna þær lausnir vandarr.ála í sam- bandi við umferð og akstui’, sem bezt tryggja öryggi ög'rétt þegnanna. Það gefur auga leið, að með aukinui bíla- og véla- notkun þarf að setja fastar og ákveðnar regl ur um akst- ur og aksturshæfni manna. Vegir eru víðast hvar á landi hér stórum verri en í öðnum löndum, og getur það aukið .slysahættu að mun, ef full áðgæzla er ekki viðhöfð. Litl- ar líkur eru til þesis, að í ináinni framtíð verði Vegir svo bættir, að verulega sjái staft. Vegalengdir eru aniklar og þjóðin fámenn, svo að kostnaður við byggingu traustra og varanlegra akbrauta verður þjóðinni efalaust ofviða enn um skeið. Bæir eru einnig vanbúnir jað taka við þeim gíiurlcga fjölda farartækja, sem flutzt hefur til landsins á undanförnum árurn. Miðbær höfuðborgarinnar er svo þröngur, að þar er hættum boðið heim við annað hvert götivhorn. Þsgan þessar aðstæður eru hafðar í huga, virðist það auðsætt, að mikið ríður á haefni ökumanna og háttvíísi og skilningi gangandi fólks, í umfsrð ,m!á enginn reið-a sig al- gerlega á annan, þar verður hver og einn að gæta vanúðar og -sýn-a á-rvekni. Strangar regluir þarf að setja akand-i m-önn- um og gangandi, og þess verður jafnan að gæta, að regl- unu-m sé skilyrðislaust hlýtt. Mikið hieifur verið um það rætt í sambandi við hin nýju uimiferðarlög, hvaða ákvæði skuii gilda um áfengismagn I blóði ökumanns, sem situr við stýri. Hvenær á ökuonaður, er meytt hsfur élfsngÍG, að teliast sekur um vítavert athæfi? Hér. er líka sannarl'ega alvariagt rrJál á ferðum. Með cilum þjóðum er hlutfariStala umferðarslysa af völdum áfengis- neyzlu mjö-g hiá. Hm þetta virðist því ekki þurfa neinum bl-öð u-m að fl-etta: £’á m-aður, sem -ekur bifreið eftir að hafa bragð- að áfangi, hvort sem um mikið eða líítið miagin er að ræða, á að t-eljast sa'kur við landslög. Hér þurfa engar vísindalegar athugan-ir að koma til. Maður, sem sopið hetfur á áfengum drykk, á ekki að ;snert,a farartæki. Suimnn mun va-falaust finnast hér heldur fast að orfti kveðið. Ea sannleiikurinn ,er sá, að þ'á fyrst er hægt að koma í veg fyrir umíerftarslys vegna ölvunar, áð ákvæði um þ-etta efni séu ótvíræð og -hiklaus. Drukkinn ökumað- ur er stórhættule-gur sjálfum sér og öðrum. Hann er hinn mesti skaðvaldur. Fá-ir raenn bra-gða svo áfengi, þótt lítið sé, að þeir bieytist ekki að einhverju leyti. Örlítil hreyt- ing á ökumanni, þótt hann teljist -alls ekki kenndur, get- ur orði-ð orsök að slysi. Og hvar isetur ökumaður sjálfur takmörkin, ef hann á ,annað borð neytir áfengis? Hætt fer við, að þar vilji verða imisbrestur á. Akvæðið í þessum efnum -á því eð vera iskýlaust: Sá maður, seni -bragftar á- fengi rneðan hann situr við istýri eða áður en hann sezt við stýri, h-efur hrotið umferðarlögin. Hér er einnig ástæða til aS benda á undirbúning bíl- stjóraetfna. Allar líkur virðast benda til þess að harða beri á ákvæðum urn réttindi til að aka bifreið og kref jast aukinn- ar þj'á'jfunar. Eif hoxift er á umiferðina í höfuðstaðnum stund-- arkorn, komast miemi fljótt að raun um, að fjölmargir ö'ku- mienn.brjóta umferðarreglur og aka illa a-f einskæru þekking arlieysi og viðlbragðsseinllæti. Þ-etta mætti koma í veg fyrir mieð því að heimta meiri þjálf un af nýjurn ökumiönnum og gera þeimi að skyldu að hafa ökúkennara hjá sér í bílnum vissan kflcimietrafjölda fyrst í stað, jafnvel þótt þeir hafi bílpróf. S-ums staðar eru bílar byrjenda líka auðkeiin-dir vissan tíma, svo aðrir ökumjenn taki tillit til þein’a. A3.lt, sem eykur öryggi þegnanna í umiferð, er einnig aukinn ré-ttur, og því ber að halfa umlferðarilögin glögg og’ greinagóð. strangar reglur eru Ihverg-i sjálfsagðari. Auglýsið í Alþýðublaðinu. ( Utan úr heimi ) ÞEGAR revnt er að gera sér gnein fyrir örlögum og vanda- málum Ísraelsríkis, verður að gæta þess, að láta ekki tilfinn- ingarnar né hinar daglegu frétt ir hafa áhrif á niðurstöður rann sókna sinna. Endurmat á hin- um sögulegu, sálfræðilegu og trúarlegu ástæðum, sem leiddu til stofnunar Israels verður ekki gert, nema um leið sé bent á þau flóknu vandamál, sem ríkið á við að glíma. Því hefur oft vérið haldið fram, að óhamingja ísrael væri sú, að hafa ekki fengið að vinna að úppbyggingu atvinnu vega sinna í friði, en hefði þess í stað flækzt inn í deilur stór- veldanna, olíuhagsmunaþrætur og" lénzveldisdrauma arabískra þjóðhöfðingja og hefur oft ver ið gengið á hlut hins unga rík- is í sambandi við slík mál. Og er ekki Israel ógnun í sjálfu sér? Hinar lýðræðislegu hugmyndir, nýsköpunin, hrað- inn og tæknileg hæfni og síð- ast en ekki sízt, dollaraaðstoð Bandaríkjanna, allt hlaut þetta að hrista óþyrmilega við hinu aldagamla lénzskipulagi Arab- anna. Gat slík lýðræðisleg bylting átt sér stað, án þess að til bar- daga drægi? Og hversu var þjóð erniskennd ísraelsmanna varið? Lá ekki sú hætta í leyni, að Gyðinga færi að dreyma heims valdadrauma í Mið-Austurlönd um? Var þessi ríkismyndun ekki fjárhættuspil? Að sjálfsögðu varð að gera eitthvað fyrir Gyðingana. Gyð- ingahatur hefur lengi legið í landi í Evrópu, en óx gífurlega á millistríðsárunum og fjölda- morðin í heimsstyrjöldinni síð- (ari voru öllum hugsandi mönn- um alvarlegt umhugsunarefni. En var ekki of mikið aðgert að stofna ríki fyrir Gyðingana? Og | hvers vegna endilega í Palest- ' ínu, þar sem svo mikið blóð hafði runnið í styrjöldum á liðnum öldum? Var trú og ofsi beirra nokkuð beíri en Arab- anna? Rökvísi og gáfur Gyðing anna virtust loksins hafa brugð izt í sambandi við ríkisstofnun bessa. Þeir höfðu látið stjórn- ast af ævafornum erfðavenium og þi’á eftir hinni „heilögu jörð“. En för sína til lands feðranna túlkuðu Gyðingar og margir aðrir, sem guðlega ráðstöfun. Þessar hugleiðingar eru að miklu leyti óraunhæfar. Það, sem mestu máli skiptir er það, að tilraunin með Israel virðist ætla að heppnast — þrátt fyrir allt. Heimurinn á væntanlega eftir að sjá dæmi um andlegt þrek og hugmvndaauðgi Israels- manna í meðferð pólitískra og bióðfélagslegra vandamála. Gyðingar hafa löngúm verið bekktir að bví, að vera skapandi og sannleikselskandi kynþátt- ur, og þessir eðlisþættir njóta sín mjög vel í ísrael. Sá möguleiki er að vísu fyrir hendi, að hið nýja ríki hrynji vegna vtri og innri orsaka, og Gyðingar drevfist aftur um heim allan. Þjóðríki Gyðinga er eina lausnin á vandamálum þeirra. Ósvarað er ennþá spurning- unni hvers vegna Gyðingar samlöguðust aldrei þeim þjóð- um, sem þeir dvöldu hjá, sett- ust um kyrrt fyrir fullt og allt Margir benda reyndar á ofsókn ir þær, sem þeir hafa orðið að þola, sérlög, sem fyrir þá giltu og álíta að með hessu sé spurn- David Ben Gurion ingunni svarað. í mannlegum samskiptum erum við ekki eins nýtízkuleg og láiið er í veðri vaka, — hin upplýstasta öld breytist oft á augabragði í svört ustu miðaldir. Þess vegna er Israelsríki okkur góð sönnun i bess að Gyðingar eru ekki það, ’ sem þeir voru álitnir vera, heldur bændur, fiskimenn, iðn- aðarmenn og hermenn eins og annað fólk og í mörgum tilfell- um hæfari. Hlutverk ísraels er að skapa einstaklingnum öryggi og far- sæla framtíð, — einstakling- um, sem áður bjuggu við ótta og þvinganir. Reynsla Gyðinga í ísrael er fyrst og fremst and- leg, óháð stað og stund. Þannig er ríkið ísrael þýðingarmikið, ekki sem þjóðríki heldur sem bending í þá átt, hvaða tökum hinn menntaði heimur getur tekið vandamál ólíkra trúar- skoðana og mismunandi kyn- þátta. Það er í hæsta máta áríðandi að gera tilraun til að útrýma Gyðingahatri og þá hjátrú í sambandi við þá, að þeir séu heimsins illskuvaldar. Fyrir skömmu hélt þýzkur stjórn- málamaður því fram, að bóta- greiðslur Þjóðverja til ísraels væru hættulegar gengi þýzka marksins. Slíkar yfirlýsingar eru ekki byggðar á firna miklu viti né skapstillingu. Israelsríki hefur sýnt heim- inum hvernig mönnum ber að umgangast hvor aðra. Hversu sem fer um pólitíska þróun ísrael, þá eiga Gyðingarnir eftir að verða fyrirmynd um lýðræðislega stjórnarhætti og menningarríkt þjóðfélag í lönd- unum við botn Miðjarðarhafs. Og Vesturveldin verða að hugsa sig um tvisvar áður en þau fórna hinu unga ríki á alt- ari olíuhagsmuna sinna í ná- lægari Austurlöndum. til símavörzlu í bæjarskriístofurnar Austurstræti 16. Laun samkvr. launasamþykkt bæjar- ins. Umsóknum ásamt upplýsingum skal skilað í skrif stofu borgai-stjóra eigi síðar en 20. þ. m. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjaviíik, 12. marz 1958. Vélsefjari óskast Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.