Alþýðublaðið - 13.03.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.03.1958, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 13. marz 1958 AlþýSublaSlS ur um nýtt fyrirkomulag FYRIR NOKKRU voru gerð- ar breytingar á fyrirkomulag- inu um atkvæðagreiðslu varð- andi úthlutun Oskarsverðlauna, en þau eru æðsta viðurkenn- ing, sem veitt er í Bandaríkj- unum fyrir kvikmyndagerð. Breytingar þessar hafa valdið töluverðu umtali í kvikmynda- heiminum, í málgögnum ýmissa framleiðenda og í bandarískum blöðum. Verðlaununum í ár verður úthlutað í þessum mán- uði. Hiiium frægu gullstyttum, sem veittar hafa verið árlega síðan 1929, er úthlutað af kvik- mynda-, lista- og vísindaaka demíunni (Academy of Motion Picture Arts and Sciences). Akademían var stofnuð árið 1927 af nokkrum listamönnum, rithöfundum og kvikmynda- tæknisérfræðingum. Stofnun þessi hóf verðlaunaveitingar með það fyrir augum að koma kvikmyndaframleiðslu á hærra stig frá fræðandi, menningar- legu og vísindalegu sjónarmiði. Fyrst í stað voru verðlaun- in eingöngu veitt fyrir beztu kvikmyndir og leik, en síðar voru fleiri atriði tekin til greina í verðlaunaúthlutun þessari, eða allir þeir, sem inntu af hendi frábært og merkilegt starf í sambandi við fram- leiðslu hinna beztu kvikmynda. Merkasta atriðið í umræðun- um um breytingar á kosninga- íyrirkomulagi akademíunnar er, að þeir, sem ekki eru með- limir akademíunnar, fá ekki lengur að taka þátt í valinu á þeim, er til greina koma við lokaatkvæðagreiðsluna. Hingað til hefur það verið regla, að þúsundir leikara og annarra þeirra, er starfa við kvikmynd- ir, velja fyrst úr þær myndir og leikara sem, til grieina koma, Úr- skurður þeirra nær til allra þeirra 13 greina, sem valið er um innan akademíunnar — en það eru m.a. handritagerð, leik ur, tónlist, leikstjórn, tækni- stjórn, tal, list, ritstjórn ogauka myndagerð. Síðan voru teknir fimm þeir atkvæðahæstu í hverri grein, og loks skáru atkvæði hinna 1800 meðlima akademíunnar úr um, hverjir yrðu hinir út- nefndu. Að því búnu voru at- kvæði þeirra send til löggilts atkvæðatalningafyrirtækis, og nöfn sigurvegaranna voru ekki birt, fyrr en við hin árlegu há- tíðahöld akademíunnar við út- hlutun verðlaunanna. Hið merka kvikmyrida- og leikritatímarit „Daily Yariety“ er. meðal þeirra, sem gagnrýna þessar brevtingar á kosninga- fyrirkomulagi akademíunnar, þar sem meðlimir akademíunn- ar einir hafa atkvæðisrétt. I ritstjómargrein, sem birt- ist í þessu tímariti fyrir nokkru segir m.a.: „3.1. ár sendi aka- demían út tæplega 15,000 at- kvæðaseðla til hinna ýmsu kvikmyndaiðnfélaga og klúbba, og 12,639 af þeirn voru sendir til leikara. í ár verða aðeins sendir út 250 slíkir atkvæða- seðlar, til hinna 250 meðlima akademíunnar, sem eru leikar- ar. Þar eð ólíklegt er, að fleiri en 75% þeirra muni hirða um að greiða atkvæði — auk þess séð nógu margar kvikmyndir til þess að kjósa skynsamlega — er augljóst, að allt of fáir eiga hlut að þesau mikilvæga Antii«„„ - iwynainni „Hringjarinn frá Notre Dame“. með honum Iék í myndinni Gina Lollobrigida. vali, sem atkvæðagreiðsla allra finnst það ósanngjarnt að gefa meðlima akademíunnar síðar, til kynna, að meðlimirnir byggist á.“ í lok sömu ritstjómargrein- greiði atkvæði á öðrum grund- velli en starfshæfileikum þeim ar segir svo: „Enda þótt með-1 og gáfum, sem hver einstakling limir akademíunnar sem heild ur sýnir.“ séu vel hlutverki sínu vaxnir, | The New York Times hefur er ekki þar með sagt, að hinar einnig birt greinar um þetta einstöku deildir hennar túlki efni. Thomas M. Pryor segir skoðanir og smekk allra þeirra, þar m.a.: „Hinar nýju reglur, sem vinna við sömu grein kvik ásamt fyrri reglu, þar sem leik myndaiðnaðarins og hver deild urum, sem hljóta viðurkenn- fjallar um. Niðurstaða verður ingu fyrir meðleik, er bannað því sú, að meðlimir akademí- að draga úr þeirri upphefð með unnar eru sennilega bezt til því að taka þátt í keppninni þess fallnir að framkvæma um viðurkenningu fyrir auka- lokaatkvæðagreiðsluna, en það hlutverk ,eru stærstu og áhrifa er langt frá því, að meðlimir mestu breytingar, sem aka- hverrar deildar út af fyir sig demían hefur gert í fjöldamörg uppfylli þau skilyði, sem gera ár. Tilgangurinn með þessum þarf til þess að hægt sé að breytingum var sagður vera að kveða upp alhliða dóm um, auka orðstír verðlaunanna í hverjar séu fimim beztu mynd- ir í hverri einstakri grein kvik- myndaiðnaðarins.“ George Sea on, forseti aka- Yul Brynner og Ingrid Bergman vi3 frumsýningu á „Anastasiu“, en fyrir leik í þeirri mynd hlutu þau Oscar-verðlaunin í fyrra. demíunnar, gat þess m.a., er hann ræddi um þá gagnrýni, sem fram hefur komið á hinu nýja fyrirkomulagi, að gagn- rýnendum hefði öllum sézt yfir þá staðreynd, að akademían er síofnun með reglur, sem með- limir hennar verða að lúta, og sem slík hefði hún „fulla heim ild til þess að ákveða, hvemig kosningu verðlaunahafanna skuli hagað.“ „Hvers vegna skyldi mönn- um utan akademíunnar leyft að taka þátt í störfum hennar?“ sagði Seaton ennfremur. „Það geta ekki allir gerzt meðlimir, augum almennings og þeirra, sem starfa við kvikmyndaiðn- aðinn.“ Þá er og minnzt á þá breyt- ingu að veita aðeins tvenn verð laun í tónlist, handritun og aukamyndagerð í stað þriggja, og greina ekki milli svart- hvítra mynda og litmynda, hvað snertir listræna stjórn, tæknilega stjórn og teikningu j búninga. Enda þótt skoðanir verði sennilega skiptar varðandi fyr- irkomulagið á vali ,Óskarverð- launahafa', þá er það fullvíst, að fólk í Hollywood og um land allt mun fylgjast af mikl- um ákafa með lokavalinu hér i eftir sem hingað til. Það er geysimikill áhugi meðal almenn ings fýrir ýerðlaununum sjálf- um, veg.na þess að í augum fjöldans er „Óskarinn“, eins og verðlaunin eru venjulega nefnd tákri um sanna upphefð. Þau eru verðmæt eign fyrir þá, sem þau hljóta, vegna þess að þau sýna, hvað sérhver skapandi maður metur mest — virðingu og aðdáun samstarfsmanna sinna. „Óskarinn“ er lítil gullstytta af manni, sem styður annarri hendi á lóðrétt sverð og nem- ur sverðsoddurinn við iörðu. Ber hann nokkurn keim af mið aldariddara. í þrjú ár var stytt- an nafnlaus. Þá var það árið 1931, þegar frú Margrét Herr- iclt, sem nú er framkvæmda- stjóri akademíunnar, kom fyrst til vinnu sinnar, að hún var há- mmmsm Á SKÁKBORÐINU eru drottningaxnar valdamestar og bera því nafn með rentu. Engan skyldi því undra þótt skák- menn kalii þær kerlingar í dag legu tali. Nú er það svo meö. þessar kerlingar sem aðrar, að mönnum er illa wið að missa þær. Og láti. maður kerlingu af fúsum vilja er það vfirleitt gert í von um aðra betri. Það er sem sagt sára sjaldgæft að menn lösi sig við sínar kerlingar, því hverjum þykir sinn fugi fagur. Suður í Rúmeníu eru menn svo blóðiheitir og hverílyndir, að þar var tveim kerlingum fórnað með stuttu millibili nú fyrir. skömmu. í öðru tilfellinu girntist viðkcmandi kellu ná- unga síns, en í hinu vildi hann heldur né ástum ungrar prins- essu. Hér mun verða gefin ýt'- arleg lýsing á þessum tveim kerlingarfórnum. Svart: J. Szabo. 181» a H; 1'.J X \ » ||v Á. ! sH 1 §IÉ Wtíí Jl. I jj T fS lÍÍÍ ! ál'.ii t it lii ® jl M & MÉí. iin ssíí m S l£3 eo ABCDEFGH Seinni fórnina gerði Ghitescu í skák gegn Bozdoghina og fara sem greiða 36 dollara í árs- gjöld. Eingöngu þeir, sem boðn tíðlega kynnt fyrir styítunni. ir eru, geta orðið meðlimir hennar. Stjórnin er þeirrar skoðunar, að það ætti að vera vegsemd að vera meðlimur akademíunnar, og ég er henni persónulega sammála. Mér S H M M t a * i t 1 þau viðskipti ihér á eftir: 1. Be7! HXe7 2. dXe7!! DXc8 3. Hd8! Dc5 4. HX'fS Kg7 5. HXf7t Kh6 6. e8D Hf5 7. HXh7 lii '/Æó. wm ABCDEFGH Hvítt: Bozdoghina. Sú fyxri var gerð af Bozdog- hina í sbák gegn J. Szabo. Hanr. drap á f6 og Szabo gafst upp. þar eð 1. —o— KXf6, 2. H'< g6t Kf7, 3. HgXgV Kf8 leiðir til glötunar. og svartur. sá þann kost vænsi- an . .. Ef ein'hvern skyldi fýsa að kynnast 'lífinu í Rúmeníu nán- ar, þá get ég ekki bætt úr því mieð öðru betra móti en að birta hér úr.slitin í síðasta skák meistaramóti Ríúimemu. 1.—2. Gúnsberger og Troian- escu 15 v. 3.—4. J. Szabo og Pavlov 13 vinninga. 5.—-7. Drimier, Ghitescu, Alex andrescu 1214. 8.—9. Balanel og Ciocaltea 12 v. Þer Szabo, Drimer og Ghite- scu tefldu hér á stúdentarnót- inu í fyrrasumar. Mititelu, sem teíldi á fyrsta borði á stúdenta mótinu, varð í 18.—20. sæti. Ingvar Ásmundsson. Varð frú Herrick þá að orði: „Hann minnir mig á Oskar föð urbróður minn.“ Blaðamaður, sem var þar nærstaddur, heyrði til hennar og sagði í grein sinni Pramhald á 8. síðu. HESTN þekkti ameríski rithöf undur, ritstjóri og bókmennta- gagnrýnandi, Clifton Fadiman, hefur skrifað bréf til stúdenta þeirra, sem sækja kennslu í am erískum bókmienntum við Há- skóla íslands. Er það svar við bréfi frá stúdentunum, þar sem bent er á misritun íslenzks orðls í ensku útgáfu bókarinnar Moby Dick eftir Herman Mel- ville. •Stúdentarnir heita: Kristín Kaaher, Signý Sen, Ásthildur Erlingsdóttir, Steinunn Einars- dóttir, Ásta Mar.grét Hávarðar- dóttir, Jóhann Gunnarsson, Hans Chrisíiansen, Jökull Jak- obsson og Vilborg Harðardóttir. Kennsluna annast ameriski lekt orðinn Hjalmar Lokensgard. Bréf Fadimans hljóðar svo: Kæru vinir! Kærar þakkir fyrir hið ágæta bréf ykkar. Vitanlega hafið þið á réttu að standa og Melville á röngu að standa, nema því að- eins að á hans dögum (fyrir hér um bil einni öld) hafi orðið hvalur verið skrifað öðruvísi. Melville var mikill rithöfundur, en hann var ekki mikill iær- dómsmaður og sennilegt, að í þá daga hafi íslenzk tunga verið lítt þekkt. Þegar ég útskrifaðist frá Col- umbia College fyrir hér um bil 30árum, bauðst hér tækifæri til þess að gerast enskukennari við háskóla ykkar, og ég hef alítaf iðrast þess, að ég hafnaði því. En frá þeirri stundu hef ég allt- af haft áhuga á íslandi, og í ; bókask’áp mínum á ég þó nokk- uð gott safn af íslendingasögun- um. Mig langar til þess ao koma einhvem tíma til lands ykkar: það töfrar rithöfunda eins og þið vitið, ef til vill vegna þess : að saga þess er svo heillandi og það' á þjóðfélagsstofr.anir, sem eru eldri en á meginlandinu. Mér hlotnaðist einu sinni sú ánægja að 'hitta mann, sem þá var f ors æ t is ráðhe r r a ykkar. Hann sagði mér, að hann hefði haft á hendi svo að segja öll önnur ráðherraemihætti lands- ins, þar eð skortur væri á stjórn málarnlönnum' til þess að gegna þessum störfum. Ef fleiri útgáfur verða af bók inni, miun ég leitast við að láta leiðrétta þessa misritun, og> ég er- ykkuir þakklátur fyrir að hafa sýnt þá skarpskyggni að rekast á þetta. Með beziu kveðju og von um að hafa ein- hvern tíma þá ánægju að koma til lands ykkar. Ykkar einlægur Clifton Fadiman.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.