Alþýðublaðið - 14.03.1958, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.03.1958, Qupperneq 3
Föstudagur 14. marz 1958 AlþýSnblaSlS S Alþgðublaðiö Otgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritst j órna rsí ma r: Auglýsíngasirai: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn, Helgi Ssemundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. E m i 11 a Samúelsdóttir. 1 49 0 1 og 14902. 149 06. 14900. AlþýÖuhúsiS. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hveríisgötu 8—10. Þar §em engin œð er tíl MORG-UNBLA£)I-Ð hefur lengi Mtið hjá líða að svara þeirri kurteislegu og tímabæru fyrirspurn, hver séu úr- ræði Sjáltfstæðisflokksins í efnahagsmlálunum. Loksins í gær fæst það til að ræða málið og játar þá, að engin fram- tíðarúrræði séu fyrir hendi í þeim herbúðum. Morgun- blaðið segir, að Sjálfstæðismenn hafi aldrei lofað neinum töfrabrögðum, sem hægt væri að lækna með allar m'ein- semdir efnahagslíifsins. Og síðan bætir það við: „Sannleik- urinn er auðvitað sá, að engin „varanleg úrræði'*, sem leysi vandamlál efnahagslífsins umi alla framtíð af sjálfu sér, eru til.“ Hér þarf ekki frekari vitna við: Sjálfstæðis- flokkurinn er eins staddur í efnahagsmálunum eftir og fyrir strandið sællar minningar. Þetta um töfrabrögðin orkar raunar tvímaelis. Ein- hverjir kunna að minnast þess, að ,einu sinni ætlaði Ól- afur Thors að ieysa Vanda efnalhagsmálanna með einu pennastriki. Hann þóttist í þá tíð luma á hókus pókus. Reynslan varð hins vegar sú, að hann sigldi þjóðar- skútunni i strand aneð þeim afleiðingum, að Framsókn- arflokkurinn gafst upp á samstarfi við iSjálfstæðisflokk- inn vegna úrræða'leysis hans í efnahagsmálunum. Þetta er ástæð'uilaust að rifja upp. Þjóðin iman tilburði Sjálf- stæðisflokksins. Hann greip till biáðabirgðaráðstafana og neyðarúnæða og bað íslendinga að bíða framtíðar- lausnarinnar. Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson sögð- ust vera uppteknir við annað um istundarsakir, en kváð- ust koma henni í verk einhvern daginn. Framtíðar- lausnin er hirns vegar ófundin enn. Ólafur og Bjarni leituðu hennar í heilum sínum árum saman, en komu að tómum kofunum. Og enn er þetta ástand óbreytt. Bjarni játar þessa andlegu fátækt Sjálfstæðisflokksins í Staksteinium Morgimblaðsins í gær. Þar sem engin æð er til |ekki er von að Mæði. Bjarni Benediktsson reynir að afsaka Sjálfstæðisflokk- inn misð þeirri fullyrðingu, að múverandi ríkisstjórn kunni engin ráð í elfnahagsrr.élunum, en þykist niú svo sanngjarn í vonleysi sínu, að taka fram, að engin „varanleg úrræði“ séu til. Um þetta veit hann að sjálfsögðu ekkert. Rííkis- stjórnin hefur áreiðanlega ekki trúað 'honuim fyrir einu eða neinu um afstöðu sína og fyrirætlanir. Hitt veit Bjarni mætavel, að iSjiálfstæðiaflokkurinn hefur ekkert til ariái- anna að leggja. Hann þekkir sjálfan sig og sitt heimafólk. Og auðvitað er tilgangslaust fyrir hann að hafa í frammi síendurteknar >en marghraktar blekkingar utm stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálunum. Það er staðreynd, að hún hefur riáðið ólíkt betur við dýrtíðina og' verðbólguna en Sjálifistæðiismenn í valdatíð sinni. Vandi ihennar er hins vegar sá að bæta úr önglþveitinu, sem Ólafur Thons og Bjarni B'enjedikts'son létu eftir sig í íslenzkum efnahags- mlálum. Þjóðarskútan hefur óneitanlega laskazt við strand- ið, og viðgerðin tekur sinn tíima. Morgunblaðið isegir í Staksteinum Bjarna Benedikts- sonar í gær, að eina úrræðið í efnahagsmáilunum sé, að þjóðin hagi sér af viti, miði eyðslu s'ína og kröfur til lífsins við getu sína og arð framlleiðslu isinnar. Svo er því bætt við, að Sjálfstæðismenn hafi margbent á þetta. En hafa ekki Sjállfstæðismenn verið við völd á Islandi löngum stundum frá því að síðari heimsstyrjöldin hófst? Og hvernig hafa þeir reynt iað koma þessu viti fyrir þjóðina? Sjálfstæðisflokkurinn ber omeginábyrgð á dýr- tíðinni og verðbólgunni. Ólaifur Thors líkti henni á sín- um tíma við blóðrásina í mannsilkamanum og virtist halda, að blóðþrýistingurinn ætti að vera sem mestur. Og þar er stefnu Sjálfstæðisfloikksins í efnahagsmálun- um rétt lýst. En ,nú igerast forustumenn Sjálfstæðis- flokksins svo djarfir að fordæma ríkisstjórnina og stuðn- ingsflokka hennar, þó að þeir isjálfir hafi ekkert til imál- anna ,að leggja. .Sjálfstæði'sflokkurinn gefur í skyn, að íslandi og íslend- ingum, sé fyrir beztu, að þeir lcomi'st aftur tll valda og ráði sem mie'stu. Sú bariáttuaðferð er út >af fyrir sig skiljanleg. En er slíkt ekki til of mikilis mælzt söimu dagana og Morg'- unblaðið viðurkennir, að Sjiálfstæðisflokkuirinn kunni eng'- in rláð í efnahagsmiálunum? Til hvers væri að trúa strand- kapteininum fyrir skipinu? ( Utan úr heimi ) sætt mikilli gagnrýni innan lagsmálum. flokksins, meðal annars af hálfu Þeir segja sjálfir svo frá að fvrrverandi ríkisráðsmeðlima,! þeir vi-lji gerast súrdeigið í sem óttast að Bretar tapi sjálf- j flokknum. Hingað til hafa þeir stæðu frumkvæði í utanríkis j lítið látið uppi um sérafstöðu málum og hernaðarmálum fvr- sína í stjórnmálunum, nema ir að vilja gerast „óháðir“ I'hvað þeir krefjast þess skilyrð- INNAN BREZKU verkalýðs- hreyfingarinnar hefur sjálfs- tortímingarklíka nokkur löng- um látið til sín taka og jafnan reynt að snúa hverjum sigri samherja sinna í ósigur. Yfir- leitt er þarna um að ræða öfga- hugsjónasósíalista, sem telja það flekka skjöld flokksins, ef nokkurt tillit er tekið til raun- hæfra aðstæðna og gengið til samkomulags við andstæða rík- isstjórn á þeim grundvelli í einhverju máli. Sú klíka, sem nú er uppi, hefur valið sér „Sigur sósíalismans“ að kjör- orði, og láta sig litlu skipta þótt klíkusigurinn mundi tákna ó- sigur verkalýðsflokksins, þar sem skipulögð starfsemi þess- arar klíku innan flokksins hef- ur hresst upp á vonir aðaland- stæðinganna, íhaldsflokksins, meira en nokkuð annað. Hingað til hefur flest gengið í mót þeim íhaldsmönnum. Verkalýðsflokkurinn hefur unn ið í hverri skoðanakönnun að undanförnu með 6—8%, og hvert kjördæmið á eftir öðru af íhaldsmönnum í undangegn- um aukakosningum til þings. Kosningarnar í Rochdale urðu íhaldsflokknum meiri ósigur en nokkur stjórnarflokkur hefur áður beðið á þessari öld, er frambjóðandi hans varð sá þriðji í röðinni að atkvæðum, mun lægri en frambjóðandi frj'álslynda flokksins. En jafnvel þótt verkalýðs- flokkurinn ynni kjördæmið var það atkvæðasigur frjálslynda flokksins, sem gleggst segir til um stjórnmálaástandið á Bret- landi í dag. Enda þótt íhalds- flokkurinn virðist standa mjög höllum fæti, og enda þótt frjáls lyndi flokkurinn hafi sennilega endurheimt þau atkvæði, sem hann tapaði um skeið fyrir að sitja hjá við síðustu og næst- síðustu kosningar, kveður nijög lítið að því að íhaldsflokkur- inn hafi tapað atkvæðum til verkalýðsflokksins. Þeir íhalds menn, sem óánægðir eru sitja heldur heima, eða greiða jafn- vel einhverjum milliflokki at- kvæði sitt, — ef til vill frjáls- lynda flokknum, — en alls ekki frambjóðendum yzta hægri armsins, enda hafa sumir beirra fengið svo fá atkvæði í auka- kosningunum að undanförnu að beir hafa tapað tryggingar- fénu. Við síðustu skoðanakann- anir hefur og komið í ljós að þeim fer sífjölgandi sem kjósa vilja frjálslynda, en um leið einnig þeirra óákveðnu og hef- ur tala þeirra komizt upp í tuttugu prósent. Minnkandi atkvæðafylgi í- haldsmanna hefur aukið mjög ,sundrungu innan flokksins, er hófst fyrir alvöru í fyrra þegar Salisbury lávarður gekk úr stjórninni í andmæla skyni við þróun málanna á Kýpur, og sex fulltrúar flokksins í neðri mál- stofu þingsins neituðu að virða samþykktir hans varðandi gang mála á Miðausturlöndum. Síð- asta og alvarlegasta sundrung- aráfallið var það er Peter Thormeycroft og tveir aðrir fjár málaráðherrar gengu úr stjórn inni þar sem þeim þóttu útgjöld ríkisins of há. Nú hefur stefna stjórnarinn- ar í varna- og utanríkismálum Bandaríkjamönnum í kjarn- orkumálum. Þá stóð Selwyn Lloyds sig ekki betur en það í umræðunum á þingi um utan- ríkismálin að fjöldi samflokks þingmanna hefur krafizt þess að annar verði látinn taka ráð- herraembætti hans. Þá hafa og hin nýju húsaleigulög mjög orð ið til að auka óánægju og sundr ungu innan flokksins, þar sem fjöldi fólks stendur á götunni þeirra vegna. En verkalýðsflokkurinn brezki hefur ekki grætt eins og ætla mætti á allri þessari sundr ungu og óánægju. Til þess er þeirra eigin sundrung mönnum í alltof fersku minni. En tvö síðustu árin, eða síðan Hugh Gaitskell tók við forystunni, hefur mikið áunnizt hvað það snertir að skapa einingu innan flokksins um fasta og greini- lega stefnu, bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Uti á landi er þó enn margt manna, og raunar í flestum kjördæmum, sem sakna hins gamla og eyði- leggjandi stríðs innan flokks- ins um vmis óraunhæf hugsjóna atriði. Og það er til þeirra sem þessi nýja sundrungaklíka inn- an flokksins skýrskotar fvrst og fremst. Af þeim á að gizka tíu flókks mönnum, sem gerst hafa þátt- takendur í stjórn samtakanna eða klíkunnar, eru nokkrar gamlar eftirlegukindur frá vinstri öfgasósíalistum, svo sem Zilliacus og Silverman, hinir flestir úr hinni gömlu sundr- ungardeild Bevanista. Enginn beirra hefur reynst þess um- kominn að láta til sín taka á sviði stjórnmála, en þó hefur lan Mikardo oft sýnt að hon- um er ekki alls varnað í skipu- islaust að Breíar hafni öllum kjarnorkuvopnum. Það er ein- mitt sú afstaða þeirra, sem veld ur flokksleiðtogunum mestum kvíða, þar sem almenningsálit- ið hefur snúizt mjög gegn vetn issprengjunni. Fer það ekki neitt eftir flokkslínum, og minn ir mest á friðarhreyfingu þá sem gekk eins og fárviðri yfir Bretland nokkrum árum eftir fvrri heimsstyrjöldina. En flokkssíjórnin óttast líka að frávillingar kommúnista reyni að smeygja sér inn í þessa klíku og hagnýta sér hana til fullnægingar sjúklegri undir- róðursfýsn sinni. Slík þróun mundi ekki auka flokknum at- kvæði neins staðar en hins veg ar draga mjög úr atkvæðafylgi í mörgum kjördæmum. Enn sem komið er hafa flokksleiðtogarnir látið sér nægja að aðvara klíkuforsprakk ana við því að gerast flokkur innan flokksins, — það er að segja að skipuleggja almennt hreyfingu, er gangi gegn flokksstefnunni. Nú mun bað valda úrslitum hvernig klíkan bregzt við hinni nýju yfirlýs- ingu frá verkalýðsflokknum og verkalýðssambandinu varðandi kjarnorkuvopnin. I þeirri yfir- lýsingu er því mótmælt að Bretar hafni vetnisorkuvopn- um skilyrðislaust. Fari svo að klíkan gerist andsnúin þessari vfirlýsingu, sem bæði flokkur- inn og sambandið hafa gerzt aðilar að eftir langar umræður, má búast við að þess verði sterklega krafizt að forsprökk- um hennar verði vikið úr flokknum, áður en hrevfingin um þá er tekin að gerast um- svifamikil um of. Denis Healey. ak¥& r | a áðalfundur Verkakvennafélagsins verður n. k. sunnudag 16. marz kl. 2.30 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini eða kvittun við imiganginn. Stjórnin. INNILEGAR ÞAKKIR sendi ég öllum þeim, isem söfnuðu ,giöfum og pen- ingum mér til handa, -— og sérstaklega þakka ég Kvenfélagi Garðaþrepps, er hafði forgöngu um söfnun þessa. 3. marz 1958. MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Steinsholti. S s s s s s s s s s s s s s s s £

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.