Alþýðublaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 6
A1 þ ý 8 u b 1 a 8 I 8 Laugardagur 15. marz 1953 Framsöguræða Emils Jónssonar á alþingi um afnám fekjuskatfsins: NUGILDANDI LOGGJOF um tekju- og eignaskatt er að stofni til frá árinu 1921. Eldri lög voru þó til áður um þetta efni, en m.iög ólík og bvggð á allt öðrum grundvelli. Sam- kvæmt þeim var skatturinn ekki miðaður við heildartekjur eða heildareign, heldur við á- kveðið gjald af ákveðnum hlut- um, svo sem iarðarhundruðum, skepnufiölda, útflutningsmagni og öðru slíku, og því allt annars eðlis en núverandi tekiu- og eignarskattur. Er helzt að líkia þessari skattlagningu, sem gilti1 fyrir 1921, við fasteignaskatt- ínn nú eða eitthvað slíkt. Breytingin 1921 var fyrst og fremst í því fólgin, að þá var upp tekin sú regla að leggia á menn skatt af öllum tek.ium og öllum eignum, samkvæmt eig- in uppg.iöf mannanna siálfra, en ekki á einhver.ia ákveðna hluti, sem öllum voru sýnileg- ir og þess vegna þurfti ekki að fara í grafgötur um. SIÐFERÐILEGUR ÞROSKI NAUÐSYNLEGUR. Það kom strax f Ijós við meðferð málsins á Alþingi nokkur vafi á, hvernig hin nýja aðferð mundi reynast, og nokkur tortryggni á því, að framtöl manna yrðu þannig úr garði gerð, að þeim mætti íreysta til fulls sem réttum. Framsögumaður málsins á ,A1- ^ þingi lét t.d. ovð falla um þetta, þegar hann hafði fram- sögu fyrir málinu úr nefnd eitthvað á þessa leið: Það er bersýnilegt, að til þess að slík lög sem þessi nái tilgangi sín- um, verður að gera ráð fyrir all miklum siðferðilegum þroska gjaldenda og skatta- nefnda, og það er augljóst mál, að lögin verða aðeins pappírsgagn, ef þennan þroska vantar. Þegar þáverandi fjármála- ráðherra, Magnús Guðmunds- son, lagði mólið'fyrir,taldihann fram fyrir því sem aðalrök þetta þrennt: í fyrsta lagi, að skatturinn kærni á þennan hátt réttlátlegast niður. í öðru lagi, að skatturinn yrði greiddur af öllum tekjum og eignum, og í þriðia lagi, að skatturinn verði miklu öflugri liður en áður var 'i'sjáífu skattkerfinu, með öðr- um orðum að hundraðshluti ríkisteknanna af tekjuskatti mundi sennilega verða miklu meiri heldur en áður var. Síðan þetta gerðist hefur lög unum um tekiu- og eignaskatt verið breytt. Skattstiginn hef- inu, sem upp var tekið 1921, hefur jafnan verið haldið ó- breyttu; skatturinn hefur ver- ið byggður á framtölum gjald- endanna sjálfra. Ýmsum atrið- um í álagníngu skattsins hefur verið breytt. Skattstignn hef- ur t.d. verið hækkaður oftar en einu sinni og er nú kominn upp í 40% af tekjunum, þegar kom- ið er yfir visst mark, en grund vallaratriðið um framtölin hef ur jafnan verið óbreytt. Afstaða Alþýðuflokksins til þcssarar skattheimtu hefur alla tíð vc^ið mjög ákveðin. Flokk- urinn. hefur beitt sér fyrir bein Framkvæmd tekjuskattslaganna allt öntiur en ætl- að var í fyrstu, og nauðsynlegt að endurskoða þau um sköttum, en gegn óbeinum, eða tollum, og sérsíaklega toll- um á nauðsynjavörur, en vita- skuld þá gengið út frá, að skatt urinn yrði heiðarlega álagður þannig, að þetta skattakerfi yrði í raun og veru eins og til þess var stofnað í upphafi. HÁTEKJUMENN GREIÐI MEST. Ástæðurnar fyrir jressari af- stöðu flokksins eru augljósar. Það verður að teljast eðlilegt, að þeir, sem háar tekjur hafa. greiði meira til opinberra þarfa heldur en hinir, sem litlar tekj ur hafa. Sérstaklega verði eng- ir skattar greiddir af svoköll- uðum þurftartekjum eða þar f.yrir neðan, hvorki beinir né óbeinir. Þetta ætti m.a. að leiða til meiri tekjujöfnunar í h.jóð- félaginu, sem flokkurinn hefu: jafnan stefnt að. Þar við bæt ist svo, að á þeim tíma þega þetta var ákveðið, voru tekj ur almennings í landinu al mennt svo litlar, að tæplega hrukku fyrir hinum brýnustu nauðsynjum. Óþarfavörur, að ég tali nú ekki um lúxusvörur, þekktust ekki. Óbeinn skattur þá var þess vegna fyrst og fremst tollur á þær vörur, sem nauðsynlegar yrðu að teljast og töldust til hinnar einföld- ustu nauðsynja og brýnusíu þarfa. Eg vil í því sambandi minna á, að einn af aðaltekjuliðum ríkissjóðs á þeim tíma var kaffi- og sykur- íollurinn svokallaði, sem bein línis var lagður á hinar al- mennustu og brýnustu þarfir almennings og þær neyzluvör- ur, sem hann hafði mest um hönd. Það liggur í augum uppi, að heiðarlega álagður tekjuskatt- ur er eðhlegri og réttfátari en slíikur toílur eða aðrir tollar á- móta, sem koma niður á fjöl- ménnum, barnmörgum og fá- tækum fjölskyldum. Afstaða flokksins þá', eins og mál lágu fyrir, var því fullkomlega eðli- leg og rökrétt, samkvæml höf- uðstefnu flokksins. REYNSLAN AF TEKJU- SKATTINUM EKKI GÓÐ. Nú er liðinn rúmur þriðjung ur aldar síðan þessi lög voru sett og hefur því fengizt af þeim nokkur reynsla. Og sú reynsla er alltaf að verða aug- Ijósari og augljósari og koma betur og betur í ljós. Og yfir- leitt má segja, að sú reynzla sé öll á einn veg, hún sé ekki góð. Þær vonir, sem menn gerðu sér er lögin voru sett um réttlæti og ágæti laganns eins og ég drap á í upphafi, hafa yfirleitt brugðizt og látið sér til skammar verða. í fyrsta lagi hefur þessi skatt ur aldrei orðið það, sem til var ætlazt í upphafi, meginuppi- staðan í tekjum ríkissjóðsins. Og það er sýnt, að hann getur aldrei orðið það. Þrátt fyrir það, að hann niemur nú orðið um 40% af tekjum manna, eft- ir að þær hafa náð vissu marki, hefur heildarupphæð hans aldrei orðið nema lítið brot af heildartekjum ríkissjóðs. Ég held ég fari rétt með það, að í fjárlögum yfirstandandi árs sé gert ráð fyrir, að tekjuskatt urinn sé rúmar hundrað mill- jónir króna brúttó, en öll út- gjöld ríkissjóðs eru, eins og menn muna einnig, rúmar 800 milljónir, þannig að skatturinn nemur ekki nema Vé hluta eða kringum 12% og mætti segja mér, að hann hefði ekki á und- anfömum árum komizt miklu hærra en að vera 10—12% af tekjum ríkisins í heild. I öðru lagi má segja um þenn an skaít, að innheimta hans hef ur orðið dýr og miklu dýrari heldur en innheimta annarra tekna ríkissjóðs. Eg hef að vísu ekki tölur um þetta, en ég held, að þetta sé óvéfengt af öllum og talnanna er hægt að afla, ef þess er óskað eða þetta kann að verða véfengt af einhverjum. Þetta hvort tveggja, að skatturinn hefur aldrei orðið sá kjarni eða aðaluppistaða í heildartekjum ríkissjóðs og að hann hefur orðið mjög dýr í innheimtu, eru náttúrlega. veigamikil rök gegn honum. En hitt sker þó úr, sem er á allra vitorði nú orðið, að fram talsskýrslur til skatts eru nú falsaðar meira en nokkurn gat órað fyrir í upphafi hjá allt o£ mörgum, sem hafa mögu- leika til þess að gera það, bæði einstaklingum og félögum. Þetta er á allra vitorði og ég trúi ekki öðru heldur en að það sé viðurkennt af öllum. Sá þroski, sem gengið var út- frá við setningu þessara laga í upphafi, og talið var skilyrði fyrir því, að lögin yrðu meira en pappírsgagn. virðist ekki lengur vera fyrir hendi, hafi hann verið það nokkurn tíma. Nú er daglegur viðburður að reka sig á mann eða menn, sem litla skatta greiða, en geta veitt sér í daglegu lífi ýmiss konar bægindi og jafnvel munað, sem er ósamrýmanlegur þeirri tekju upphæð, sem skattur þeirra hlýtur að vera reiknaður af. Nú er það líka daglegur viðburður að rekast á launamann svokall- aðan, sem greiðir miklu hærri skatta heldur en annar, sem lifir miklu ríkmannlegra lífi og hlýtur að hafa hærri tekjur en hefur möguleika til að fela þær á einhvern hátt. Ég er ekki með þessu að segja, að það sé dyggð launamannsins að telja fram tek.jur sínar. Hann verð- ur að gera það, því ef hann ger ir það ekki, þá gerir vinnuveit andi hans það og raunar hvort sem er. En aðrir, sem afla tekna sinna á annan hátt, eða í svo mörgum stöðum, að það er ómögulegt að fylgjast með þeim, komast undan, ef þeir vilia, og það er á allra vitorði, að það eru alltof margir sem vílja það. TEKJUSKATTURINN ER LAUNASKATTUR. Tekjnskatturinn er nú ekki eins og hann var hugsaður í upphafi, skattur af öllum tekj um og eignum, heidur er hann orðinn fyrst óg fremst launa- skattur, skattur, sem lagður er á laun og innheimtur af þeim, sem taka tekjur sínar sem launagreiðslur, og kom- ast ekki undan, þegar aðrir steppa. Nú eru tekjulægstu menn þjóðarínnar vfirleitt launa- menn og á þá er þess vegna skatturinn lagður, en hinir, sem margir hverjir hafa miklu hærri tekjur, sleppa. Vitanlega eru til launamenn með tiltölu- lega háum launum, en það er ekki um þá, sem ég er að ræða í þessu tilfelli. Verkar þannig skatturinn með núverandi fram kvæmd, alveg þveröfugt við bað, sem honum var ætlað í upphafi. Hann leggst með full- um þunga á þá launalægstu, en miklu tekjuhærri menn kom- ast undan. Þetta særir réttlæt- iskennd manna og egnir þá upp gegn lögunum. Eitt má benda á enn í sam- bandi við þessi mál sömu teg- undar, að það er orðið talsvert algengt fyrirbrigði, að tekju- háir menn, sem ekki kornast hjá að telja fram tekjur sínar, hætta að vinna hluta úr árinu vegna joess að þeir segja sern svo, að þegar ríkið tekur 4Q%1 af því sem þeir afla og bæirn- ir önnur 40%, hvers vegna skyldu þeir þá vera að þessu, begar ekkert verður eftir eða lítið handa þeim sjálfum? \ mörgum tilfellum eru þetta menn, sem vinna.mjög gagnleg. störf fyrir bióðarbúið og venju lega eru það einnig mjög dug- legir menn, sem komast upp í þessar tekjur, sem mikill skaði er að missa úr starfi. Þarna verka skatturinn og útsvarið til þess að draga úr þjóðartekj- unum í heild. Það er enginn vafi á, að frani, kvæmd tekjuskattslaganna hef- ur orðið allt önnur en til var stofnað í fyrstu og því nauð- synlegt. að taka málið allt upp til endurskoðunar. Ég vil í þessu sambandi minna á höf- uðrökin sem talin voru fram af þáverandi fjármálaráðherra og ég minntist á í upphafi, fyrir því að þessi skattur yrði lagð- ur á á þann hátt. Höfuðrökin voru, að skatturinn komi sem réttlátalegast niður. — Það ger ir hann ekki. — Að skatturinn verði greiddur af öllum tekj- um og eignum. •— Það er hann ekki. — Og að skatturinn verði miklu öflugri liður en áður var í skattakerfinu í heild, — en það er hann heldur ekki. Þann- ig virðist mér sem allar aðal forsendurnar, sem taldar voru frarn 1921, þegar skatturinii var a lagður, séu fallnar. Þeirri skoðun vex líka ört fylgi, að þetta kerfi byggist allt á svo algerlega óraunhæfum forsendum, það hafi reynslan sýnt, að ekkert vit sé í að halda þessari tekjuöflun ríkisins á- fram á þennan hátt. Er þá sjálf sagt ekki í önnur hús að venda fyrst. og fremst heldur en ó- beinu skattana, þó að aðrar leiðir kunni að vera til líka. En þá hlýtur að vakna spurn- ingin, hvort óbeinu skattarnir eða tollarnír korpi ekki nú iafn óréttlátlega niður á fátækar og barnmargar fjölskyldur eins og beir gerðu áður. Og þeirri I spurningu er ekkihægtaðskjóta. sér undan að svara, þegar þessi mál eru rædd. ÓBEINIR. SKATTAR ÞURFA EKKI AÐ LENDA Á EFNA- LITLUM. Um þetta er það fyrst að segja, að afkomumöguleikar þessara þegna þjóðfélagsins* eru allt aðrir nú en þegar lög- in um tekiu- og eignaskatt voru sett 1921. Þá voru engar tryggingar til og ekkert, sem hét f j ölskyIdubætur eða barna- lífeyrir. Með góðum stuðningi tr.ygginganna er hægt að koma í veg fyrir, að barnafjölskyld- um verði íþyngt með þessu og þær verði hart úti. Það má gera með leiðréttingu og lagfæringu á barnalífeyrinum eða fjöl- skyldubótunum. Einnig má geta, þess, að nú er afkoma þjóðar- innar í heild orðin svo mikli?, betri eri hún var þá, að nú ern

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.