Alþýðublaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. marz 1953 &lþý5ublaSi8 1 borgar kusu Deborah Kerr bezíu leikkonu ársins 1957 fyrir leik hennar í hlutverki systur Angelu í kvikmynd-. inni ..Heaven Knows, Mr. Allison'1, sem gerð er á veg- urn 20th Century Foxfélags- ins. Deborah Kerr og Robert Mitchum, sem leikur Mr. Alison, liðbjálfa í land- göngusveitum flotans, eru aðalsöguheíjurnar í mynd- inni. en hún fjaliar um róm- versk-kabólska nunnu og bandarískan hermann, er verða skipreika á afskektri eyju í suðurhluta Kyrrahafs ins meðan á síðari heims- styrjöld stóð. Þá kusu gagnrýnendur frönsku kvikmyndina :,Ger- vaise“, sem frumsýnd var í New Yorkborg fyrir nokkru, beztu útlendu kvikmynd árs ins. •—o—o—o--- Yul Brynner fer með aðal hlutverkið í kvikmyndinni ,,The Sound and the Fury“, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir William Faulkner. Myndin er gerð á vegum 20th Century Foxfé- lagsins, en stjórnandi er Mar tin Ritt. Brynner, sem hefur nýlega lokið við að leika í myndinni „Sjóræninginn", leikur einnig ásamt Deborah Kerr í myndinni „Ferðalag- ið“, sem Metro-Goldwyn- Mayerfélagið lætur gera. Anatole Litvak stjórnar töku myndarinnar. Kvikmyndin fjallar um uppreisnina í Ung verjalandi og verður hún tekin í París. Richard Brooks síjórnar töku kvikmyndar, sem bvggð er á leikritinu „A Cat on a Hot TimRoof' ef'tirTennesse Williams, en fvrir bað hlaut hann Pulitzerverðlaunin og verðlaun gagnrýnenda íNew Yorkborg. Leikritið var tal- ið bezta leikrit, sem sýnt var vestan hafs ário 1955. Elisa- beth Taylor fer með eitt a£ aðalhlutverkunum í ,-mynd- inni. Brooka hefur nýlega lokið við stjórn kvikmvndar innar „Karamazov-bræðurn- ir“, sem byggð er á sam- nefndri bók eftir Dosto- jevski. Hann gerði og kvik- myndahandritið að beirri mjmd. ,,Cat on a Hot Tin Roof“ er fjórða kvikmyndin, sem byggð er á leikriti eftir Tennessee Williams. Hinar eru: ,,Á girndarleiðum“, „Glerdýrin“ og „Tattóveraða rósin“. —o—o—o— Frank Sinaíra lfeikur aðal hlutverkið í kvikmyndinni „Devil.Mav Care“, er Metro Goldwyn-Mayer félagið læt- ur framleiða. Myndin er fjör ug og rómantísk gaman- mynd, sem stjórnað er af Garson Kanin. Myndin, sem byggð er á. sögu eftir Kan- in, fjallar um ungan raann, sem hlýtur stuðning mvrkxa höfðingjans í því skvni að fá ungár stúlkur til fylgilags við sig. Marlon Brando og Miiko Taha í kvikmyndinni ,,Sayonara.“ SEXTÁN kvikmyndagagn rýnendur átta helztu dag- blaða New Yorkborgar hafa nýlega kosið beztu kvik- mynd ársins 1957. Fyrir val- ínu varð kvikmyndin „Brúin yfir Kwai-ána“, litmynd, gero á vegum Columbiafé- lagsins. Myndin fjallar um brezka stríðsfanga, sem voru látnir byggja brú í Burma fyrir Japani á meðan á seinni heimsstyrjöld stóð. Þessi kvikmynd hlaut tvenn. verðlaun að auki. Alec Guin ness, sem leikur brezkan of- ursta, og David Lean, er stjórnaði töku myndarinnar, hlutu báðir viðurkenningu beirra. Þegár kvikmyndin „Brúin yfir Kwai-ána“ var frum- sýnd í New Yorkborg, hlaut hún. einróma lof allra gagn- rýnenda, sem sögðu m.a., að hún væri „athyglisverð og eftirminnileg11 og einnig „prýðisvel gerð skopsaga um stríðshætti“. Bygging og eyðilegging brúarinnar milli Bangkok og Rangoon gefur skýrt íil kynna, hvern hug menn af mismunandi bjóð- erni bera til stríð&átaka yfirleitt. Aðrir leikarar í myndinni exu Sessue Haya- kawa, er fer með hlutverk hins japanska yfirmanns fangabúðanna. og William Holden, er leikur bandarísk- an sjóliða. Kvikmyndin er tekin á Ceylon. Gagnrýnendur New York Nýtt leikrit eftir William fnge, er nefnist „The Dark at the Top of the Stairs“, var nýlega frumsýnt í New Yorkborg og hlaut einróma lof allragagnrýnenda.Núhef ur Warner Brothersfélagið ákveðið að kvikmynda það. Leikritið fjallar um tvenn hjón, er b.juggu í olíuiðnað- arborg í miðvesturíylkjum Bandaríkjanna fyrir um það bil 30 árum. Sophia Loren og Anthony Quinn leika í Paramount- nayndinni „The Black Or- cihard“. Martin Ritt stjórnar töku myndarinnar, sem er byggð á sögu eftir Josep Stefano. *—0-0--0-- William Wyler, sá er stjcrnaði töku mvndanna ..Éoman Holiday“, „Desper- ate Hours“ og „Friendiy Per suasion“, stjórnar töku myndarinnar „Ben Hur“, sem gerð er á vegum Metro- Goldwyn-Mayerfélagsins. — Myndin verður tekin á ítal- íu. Karl Tunberg skrifaði kvikmyndahandritið. —o—o—o— Kvikmyndin „Sayönara", sem er litmynd, gerð af War ner Brothersfélaginu, var nýlega frumsýnd í New Y'ork, Hollywood og Wash- íngton, og hlaut hún mjög góða dóma gagnrýnenda. Kvikmynd þessi er byggð á samnefndri skáldsögu eftir James A. Miehener. „Sayo- nara“ fjallar um liðsforingja í bandaríska flughernum í Japan, er verður ástfanginn af japanskri leikkonu og býr með henni á taun og brýtur þannig í bága við all- ar herreglur og þjóði'élags- legar siðferðisreglur beggja landa. Marlon Brando leik- ,ur liðsformgjann, af mikiili kínini, viðkvæmni og innlif- un. Japanska leikkonan Mii- ko Taka fer með hlutverk dansmeyjarinnar, sem verð- ur ástfangin af bandaríska liðsforingjanum. Stjórnandi er Joshua Logan’ og hlaut hann einróma lof altra gagn rýnenda, —o—o—o— Þau Joanne Woodward og Andy Griffith voru útneínd beztu leikarar ársins 1957 í árlegri skoðanakönnun, sem New York blaðið „The Fil Daily“ efndi nýlega til. Joanne Woodward var kosin fyrir leik sinn í myndinm „Andlitin þrjú“, en Andy Griffith fyrir leik sinn í myndinni „A Face in the Crowd“. Ed Wynn .var kos- inn bezti, leikari í aukahlut- verki fyrir leik í myndinni „Stórmennið'1, og Dorothy Malone bezta leikkona í auka hlutverki fyrir leik í mynd- ínni „Brostnar vonir“, en sú myn,d hefur verið sýnd í Hafnarbíói að undanförnu, Michael Anderson, sem stjórnaði töku myndarinnar „Áround the World in 80 Days“, var K&sinn bezti kvik myndastjórinn, og Lionel Lindon var talinn bezti ljós- myndari ársins 1957, fyrir töku sömu. myndar. Stanley Kramer, sem sá um framleiðslu kvikmynd- anna „Cyrano de Bergerac“, „Higíh. Noon“, „The Caine Mutiny“ og „The Prid.e ancl the Passion11 framleiðir á næstunni eftírtaldar myndir fyrir félagið United Artists: „Inherit the Wind“, „On the Beadh“ og-„Invitation to a Gunfighter“. Kvikmyndin , Jnherit the Wind“ er byggð á leikriti eftir Jerom-e Lawr- enee og Robert E. Lee, en það var sýnt í tvö ár sam- fleytt á Broadway í New Yorkborg, með Paul Muni í aðalhlutverki. Myndin ,,On the Beaeh“ er-rbyggð.'.Ásam- nefndri skáldsögu eftir Nevil Shute og fjallar um ímynd- aðar afleiðingar kjarnorku- styrjaldar. fluttar til landsins vörur fyrir hundruð milljónir króna á ári, sem ekki verða taldar til brýn- ustu lífsnauðsynja og sumar íiverjar eru hreinar lúxusvör- «r, sem hvergi þekktust árið 1921. Þessar vörur geta tekið mikið af tollabyrðinni. ÞaS má Jjví ætla, aS innheimtu hinna óbeinu skaíta megi nú haga svo, að þeir lendi ekki með’ injtíg miklum þunga á hinum Ibrýnusíu lífsnauðsynjum. Nákvæmlega sama gagnrýn- in á tekjuskattinum og hér hef- fflr komið íram, hefur einnig komið fram erlendis, og þá ein- jnitt' 'Hjá: þeim’ mönnúm; sem hafa áður talið beinu skattana réttlátari en þá óbeinu, þ.e.a.s. ef þeir beinu væru heiðarlega á lagðir. Er þess skemmst að minnast, að norski fjármálaráð- herran, Trygve Bratteli, flutti erindi um þetta efni einmitt í | þessum sal á þingmannasam- bandsfundi í fyrra, og komst um þetta mál að svipaðri nið- urstöðu. Mál þetta hefur einn- ig verið rætt nokkuð hér heima, m.a. í mínum flokki, Alþýðu- flokknum, en ekki verið tekin til þess afstaða þar fyrr en nú á flokksstjórnarfundi, sem hald inn var fyrir tæpum mánuði. Við 1. umræðu fjárlaganna í haust, gerði ég lítillega tekju- skattinn að umræðuefni og lét í ljósi von um, að hægt. væri að draga úr því ranglæti, sem menn eru beittir við álagningu hans. Nú vill Alþýðuflokkur- j inn stíga skrefið að fullu og at- huga möguleika á því að felía hann niður til fulls. Við höfum því leyíft okkur, þingmenn Al- þýðufiokksins allir, að ráðherr um flokksins auðvitað undan- skvldunr), að flytja þingsálykt , * Ráðherrar geta aldrei flutt tillögu um áskorun á ríkis- stjórn — þá væru þeir að skora á sjálfa sig: —-' Aths'. 'ritstj. ■; unartillögu um afnám tekju- skatts. Tillagan hl.jóðar svo, með leyfi forseta: „Alþingi ályktar að feía ríídsstjórninni að kanna gaum gæfilega möguleika á, a8 tekjuskattur verði afnuminn meÖ öllu og að innheimía önn ur opinber gjöld af iaumun jafnóðum og þau eru greidd.“ Sú rannsókn, sem tillagan gerir r'áð fyrir, á að vera tvenns konar. í fyrsta lagi athugun á því á hvern hátt ríkissjóður geti orðið skaðlaus af því, að skatturinn verði felldur niður, því vitanlega má ríkissjóður ekki'iriissa svo mikið af tekj-' um sínum. sem nemur heildar, upphæð skattsins. Og þessi at- hugun á að leiða það í ljós, hvort hægt er að afla annarra tekna í staðinn og þá hverra. I öðru lagi tel ég, að hún eigi að fela í sér athugun á því, á hvern hátt þetta, sem kann að koma í staðinn, hvort sem það verða óbeinir skattar eða ann- að, getur orðið þannig, að það lendi sem allra minnst og alls ekki með fullum þunga á þeim tekjuminnstu, sem örðugast eiga uppdráttar; og ennfremur, og á það legg ég einnig áherzlu, að þetta lendi ekki þyngst á Fnurih&ld & 8. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.