Alþýðublaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.03.1958, Blaðsíða 12
VEÐRIÐ: Allhvass suð-austan, rigning. Alþýúublaðið Laugardagur 15. marz 1958 Esja farð m s gærmorgun Stýrið laskaðist á Patreksfjarðarhöfn og er skipið óferðafært. ÍFregn til Alþýðublaðsins. PATREKSFIRÐI í gær. STRANDFERÐASKIPIÐ „Esja“ varð fyrir skemmdum á stýrj hév í höfninni um átta-leytið í morgun. Laskaðist stýrið það mikið, að skipið er óferðafært og liggur hér úti á höfninni. Var þetta fyrsti viðkomustaður skipsins í hringferð vestur um íand, en „Skjaldbreið“ er væntanleg hingað á morgun að norð an og mun hún snúa við með vörur og farþega „Esju“. í dag fór kafari niður að at- þúsund króna. Um svipaö leyti Iiuga skemmdirnar og reyndist stýrið vera laskað. Verður skipið að sigla til Reykjavíkur til viðgerðar, en líklegt er, að það sé einfært um að komast þangað, þar eð skrúfur skips- ins eru tvær og því unnt að stýra því. AFTUR A BAK UT, Stýrisskemmdirnar urðu m.eð þeim hætti, að skipið var að íara aftur á bak út úr höfninni, Mjög hvasst var og rak aftur- <$nda skipsins undan vindi upp x marbakka með fyr.rgreindum afleiðingum. Öll stærri skip, er 'hingað koma, snúa við inni í Iiöfninn, en Skpaúígerg ríkis- Ins lætur sín skip ekki snúa við í höfninni, heldur fara aftur á bak út. Er það talið mjög hættulegt í slæmu veðri. í þetta sinn voru engin skip í höfninni og engin fyrirstaða. Höfnin var stækkuð í sumar og síðan hefur inn- og útsigling gengið ágæt- lega. T. d. snúa skip SÍS og Eknskipafélags íslands við hé'r x höfninni. — Á, P. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS Á ÖÐRU MÁLI. 'Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. tjáði folaðinu í gaer, að árök hefðu orðið um það, hvort telja megi Patreksfj arðarhöfnina nothæfa eða ekki. Kvað hann svo ekki vera, enda hefði oft orðið skemmdir á skipum þar. T. d. er þetta í annað sinn að Esja verður þarna fyrir skemmdum á stýri. í maí 1953 eyðilagðist önnur skriúfa hennar og hrufl- aðist önnur síða skipsins allmik ið. Þurfti að fá nýja skrúfu og oam tjónið á annað hundrað braut Reykjafoss skrúfuna í höfriinni og togarar hafa líka orðið fyrir skemmdum í höfn- inni ú Patreksfirði, sagði Guð- jón Teitsson. Eins og sjá má af ofangreind- lun fréttum eru skiptar skoðan- ir manna um höfnina á Patreks firði milli heimamanna annars- vegar og forráðamanna Skipa- útglerðarinnar hins vegar. — Leggur blaðið engan dóm á, hvor aðilinn hefur meira til síns máls, sem cf til vill er ekki að fullu úr sögunni. S Skemmlun fyrir \ eldra fólk | í Reykjavík | KVENFÉLAG Alþýðu-S flokksins í Reykjavík býðurS S S s s s s s s s s | uuivivsuiö i u^uui ^ eldra fólki á skemmtun í ^ ^ Iðnó mánudaginn 17. þ. m. • ýkl. 8 e. h. Til skemmtunar^ \ verður ,ný íslenzk kvikmynd, • S einsöngur, séra Þorsteinn ^ S Björnsson syngur með und- ^ S irleik Sigurðar ísólfssonar, ( S kveðskapur (samkveðlingar S ^ og vísnaflokkur, er þeir S ^ kveða Ágúst Guðjónsson og S • Magnús Pétursson), gaman- S ^ vísur sem Hjálmar Gíslason ^ ^ fer með. Einnig verður sam- ^ ( eiginleg kaffidrykkja, f jölda • S söngur og dans. Aðgöngumið ■ S ar fást hjá eftirtöldum kon- ^ S um: Oddfríði Jóhannsdóttir, ( SÖldugötu 50, sími 11 (»09, —s S Guðrúnu Sigurðardóttur, s S Hofsvallagötu 20, sími 17826 S og Pálinu Þorfinnsdóttur,S ^ Urðarstíg 10, sími 13249. Brýn jiörf á að sjá kaupsföð- um fyrir nýjum fekjustofnum Áskorun frá bæjarstjórn Isaf.iaróar BÆJARSTJÓRN ÍSAFJARÐAR samþykkti á fundi sín- um 5. b. m. ályktun um nauðsyn þess íað.kaupstaðimir fái nýja tekjustofna en að öðrum kosti eða jafnvel samhliða verði létt af kaupstöðunum lögboðnum gjöldum. Ály.ktunin er svohljóðandi: „Bæjarstjórn ísafiarðar skor ■ar eindregið á ríkisstjón og AI þingi að láta ekki lengur drag ast að koma til móts við þær sanngjörnu óskir, sem fulltrúa fundur Sambands ísl. sveitar- félaga, fulltrúafundir bæjar- stjórna á Vestur-, Norður- og Austurlandi, Fjórðungsþing Vestfjarða og fleiri aðiiar hafa margsinnis borið fram um það, að kaupstöðunum verði séð fyr ir nýjum tekjustofnum. Að öðrum kosti, og jafnvel samhliða, verði létt af kaup- stöðunum ýmsum þungum lög boðnum álögum, sem hafa ver ið lögð á kaupstaðina án sam ráðs við þá, og sem eru gjald- þoli íbúanna gjörsamlega of- viða“. ALÞJÓÐLEG húsbýgginga' sýning verður haldin í New York dagana 19.—27. apríl. Helldarúfgáfa af rifum SiprÖssonar verði gefin ýf Emii Jónsson, Einar Olgeirsson og Bernharð Stefánsson fiytja þings- ályktunartillögu þess efnis. ALÞINGI ályktar, að gefih skuli út heildarútgáfa af rit- um Jóns Sigurðssonar forscta og kostað kapps um, að fyrsta bindi útgáfunnar komi úf árið 1961, á 150 ára afmaeli hans. Feiur Alþingi ríkisstjórninni að leita samninga við Mennta- málaráð Islands um að annast útgáfu ritanna á þeim grund- velli, að 40% kostnaðarins greiðist úr menningarsjóði, en 60% úr ríkissjóði. Hagnaður sá, sem verða kaim a£ útgáfu þessari, renni óskiptur í sjóðinn „Gjöf Jóns Sigurðs- sonar“, Þannig h’ióðar tillaga til þingsál kti nar um útyáta á rit um Jóns Sigurðssonar sem út- býtt var a a.pingi í gær. Flutn ingsmenn tilicgunnar eru þeir Emil Jónsson, Einar Olgeirs- son og Bernharð Stefánsson. í greinargerð segir: Rit Jóns Sigurðssonar eru geysimikil að vöxtum, prentuð og óprentuð. Hin prentuðu rit hans eru flest í mjóig fárra höndum, og má þar fyrst geta hinna mörgu ritgerða hans í Nýjum félagsritum, auk ótal blaðagreina í erlendum og fs- lenzkum blöðum. Þótt bréf hans hafi verið gefin út í tveim bindum, er til fjöldi bréfa eftir hann óprentaður, mörg þeirra í erlendum skjalasöfnum. Þá ber og að nefna hið mikla og merka safn af bréfum til hans, sem aldrei hafa verið gefin út, en mundu að sjálfsögðu eiga heima | iheildarútgát'unni, a. m. k. allstórt úrval þeirra. 'Rit Jóns Sigurðssonar mundu skiptast í 5 aðalflokka: 1. Þingræður oa þingskj öl, er Jón Sigurðsson hefur samið eða átt verulegan þátt í að semja. 2. Blaðagreinar á íslenzku og erlendum málum. 3. Ritgerðir, stjórnmálalegs efnis, á íslenziku og erlendum málum. 4. Vísindalegar ritgerðir. 5. Bréf frá Jónj Sigurðssyni og bréf til hans. 10 STOR BINDI. Þá segir í greinarg irðinni, að gara megi ráð fyrir, að heildarútgáfan verði 10 stór bindi, 50—60 ar'kir hvert, og að reikna megi með að hún. taki 10—12 ár, enda miikið vandaverk, sem ekkj megi kasta itil höndum. 17. júnii 1961 eru liðin 150 ár frá fæð- ingu Jóns Sigurðssonar og telja flutningsmenn mjög til- hlýðilegt, að á bví afmæli komi út fvrsta bindið af ritsafni hans. Teiia þeir, að vel fari á því, að samvinna verði ura út gáfuna milli menntaniálaráðs og alþingis, svo sem segir í til lögunni. KOSTNAÐUR UM 5,5 MILLJ. Áætlaður kostnaður við út- gáfuþessaier kr. 5.550.000.00 og er bá reiknað með 5000 eintaka upiplagi. Fjárfesting yrði þá miklu minni, þar eð tekjur kæmu á móti, jafnóðum og rit in seldust. Loks segir í greinar gerðinni: Ætlazt er tjl, að árlega verðí veitt fé á fjárlögum til að greiða hluta ríki&sjóðs af kostn Framhald á 2. síðu. '-<Í Fjölbreyllur aimælisfagnaður Kvenfé- lagsins á Selfossi; iélagið er 10 ára LAUGAR.DAGINÍN 8. marz | nokkru leyti áður verið getið í þýðuflokksfélagaona á Isafirði Fregn til Alþýðublaðsins ÍSAFIRÐI. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖG- fN héldu árshátíð sína í Ai ijþýðuhúsinu í gærkveldi, en árshátíðin er orðinn fastui- og vinsæll þáttur í starfi ísfirzku Ælokksfélaganna. Skerrimtur.in var hin bezta og fór vel fram að vanda og var mjög fjölmenn. Formaður s'kernmtinefndar- innar, Finnur Finnsson, kenn sri, setti skemmtunina og feynnti síðan skemmtiatriðin. en þau voru flutt meðan sitið var að sameiginlegri kaffi drykkju, en veitt var af mestu rausn og myndarskap, en veit- ingasaia Alþýðuhúsins sá um veitingarnar. Birgir Finnsson, forseti bæj arstjórnar, flutti ræðu, Pétur Pálsson spilaði á gítar og söng. Sýndur var sprenghlægilegur gamanþáttur. Þeir, sem þar 'komu fram, voru: Gunnar Jóns son, Gunnlaugur Jónsson, Marís Þ. Guðmundsson, Þor- geir Hjörlei fsson og Þórður Einarsson. Einnig voru sýnd bráðsnjöll gamanatriði, sem vöktu mikinn hlátur, t. d. nýstárlegt kappát o. fl. Marías Þ. Guðmundsson flutti ágætan leí'kþátt og gerði það af mikilii prýði. Að loikum var dansað til kl. 3 um nóttina. Níu manna nefnd sá um árshátíðina, eða þrír frá hverju flckksfélagi. s. I. minntist félagið 10 ára af- mælis síns, me'ð hófi í Se'lícss- bíói. Húsið var fullsetið. Konurnar önnuðust sjálfar öll skenfmtiatriði, að undan- teknum einsöng, er söngtvari úr Reykjavík annaðist, með undir leik frú Selmu Kaldalóns. Formaður félagsins rakti sögu félagsins í stórum drátt- um, og minntist fyrstu stjórn- arinnar og stofnendanna með sérstöku þakklæti, einnig minntist formaður heiðursféiag anna, er flestir voru viðstaddiri Sérstakan fögnuð vakti leikþáttur er konurnar sýndu, og höfðu samið, er llátinn var gerast 1980. Þá þótti góð skemmf un að þjóðdönsunuim, sem þarna voru dansaðir. iMeðal þeirra gesta er hófið sátu, var formaður Sambands Sunnlenzkra kvenna. Það er furðu margt og mikið í menningar- og imannúðarmál um, er eftir Kvenfélagið á Sel fossi liggur, og hefur þess að Alþýðublaðinu, Afmælishóf þetta var hið á- nægjulegasta og félaginu til sóma. Búendur á félagssvæðinu þakka störf Kvenfélagsins á Selfossi, og árna því heilla um alla framtíð. G. J. jíiliöpr um sfjórn \ í Alþýðuflofás- félagi Reykja- TILLÖGUR hverfisstjóraV S um stjórn Alþýðuilokksfé- ^ S lags Reykjavíkur fyrir næsta^ S kjörtímabil, liggja frammi i • S skrifstofu félagsins til 14. ^ ^ marz að þeim degi meðtöld- ^ •" um. Á þeim tíma geta fé- ^ • lagsmenn gert viðbotartillög^ sur- $ ( Skrifstofan er opin ailaý S virka daga frá kl. 10—12 f,S S h. og 1—6 e. h. S. C þ, I Ágóðinn rennur til barnaheimilisins í Glaumbæ. BARN AHEIMILIS S J OÐ UR Hafnarfjarðar efnir til tveggja barnaskemmtana í kvikmynda- húsuim bæjarins í dag. Rennur allur ágóði af skemintunum til barnaheimilisinis í Glaumbæ. — Önnur skemmtunin er í dag kl. 3 í Bæjarbíói, en hin kl. 4,80 í Hafnax*fjarðarhíói. Aðgöngumiðar að skemmtun- unum eru seldir í báðum hús- unum kl. 1 í dag og kosta 10 krónur. —• Skemmtiskráin er á þessa leið: 1) Getsur Þorgn'ms- son. skeimmtir. 2) Píanóleikur og blokkflautuleikur; börn úr Tónlistarskólanum skemmta. 3) Upplestur: Kristbjörg Kjeld (Anna Frank). 4) Songur, gítar- og flautuleikur; nemendur úf kaþólska skólanum. 5) þjóð- dansar; nemendur úr Flensborg arskólanum. 6) ? 7) Kvikmynd- ir, Disney-myndir o. íl,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.