Alþýðublaðið - 19.03.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1958, Síða 3
Á JÆiðvikudagur 19, marz 1958 ^ Alþýöubiaöiö Otgetandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson, Auglýsingastj óri: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. Ritstj órnar símar: 1 4901 og 14902. Auglýsingasimi: 1 4908. Afgreiðslusími: 14900. Aðsetur: AlþýöuhúsiB. Prentsmiðja Aiþýðublaðains, Hverlisgötu 8—10. L . < Framfíðu rla umin . MORGUNBLAÐIÐ heldur áfram að ásaka núverandi ríkisstjórn fyrir að.hafa ekki léyst vanda efnahagsmálanna,. Sá rnálfiutningur ,er aí skrýtnu áróðursskyni, þar eð Morg- uniblaðið játaði á dögunum, að varanleg framtíðarlausn myndi ekki fyrir hendi og lét þess getið, að Sjálfstæðis- menn kynnu engin töfrabrögð í þessu efni. Morgunblaðið , œtlast því til þess, að núverandi ríkisstjórn leysi várida, sem það iátar, að sé Sjálfstæðisflokknum ofraun. Og svo heldur -Tjarni Benediktsson, að þessi áróður muni hafa á- hrif á ísiendinga og verða til þess, að þeir efli og styrkii Sjálífstæðisfiokkinn. Er ekki til of mikils mælzt að ætlast til þess, að þeir, sem aldrei kunnu ráð, eigi að taka við stýri þjóðarskútunnar og ráða siglingunni? Svo mun flestum t þykja nema auðvitað strandkapteininum. Hann vill láta líta á sig sem sigurvegara á strandstaðnum. Framtíðarlausn efnahagsmálanna er auftvitað fyrir hendi. Hún er isú aft reisa fammar skorftur við verftbólg- unni og dýrtí&inni, koma atvinnurekstrinuin á heilbrigð an grundvöll og mifta fjármálastjórnina við afrakstur hans. Engum hugsandi manni dettur í hug, aft þjóð, sem sennilega iá heimsmet í aflabrögftum og framleiftslu [mið- að við í'ólksf jöida, þurfi að una tvísýnu ií efnahagsmálun- nm, ef rétt er á haidift. Núverandi ríkisstjórn hefur reynt að stöðva óheillaþróun undanfarinna áratuga o-g orðið mikift ágengt í því pfni. Mestu máli skiptir, að tekizt hef ur isamstarf með henni og vinnustéttunum til sjávar og sveita, en ón þess er lausn ®fnahagsmálanna óhugsanleg. Hitt er annað omál, að fleiri ráðstafanir þurfa til að koma en orðið er. íslendingar verða að binda enda á braskið og ævintýramennskuna, láta vítin sér að varnaði verða og i'inna riýjan og betri grundvöll. Núverandi níkisstjórn á að hafa betri laðstöftu til þess en fyrirrennarar hennar af því að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn á réttan stað í íslenzkum stjórmniáium. Óheillaþróun. verðibólgunnar og dýrtíðarinnar er fyrst og fremst SjálifstæðisfLokknum að kenna. Og' nú segir hann, að engin varanleg lausn muni fyrir hendi af því að honum er rricti s'kapi, að skorin verði upp her’ör gegn dýrtíðinni og verðbólgunni. Flokkur jóns heitins Þorllákssonar vill, að íslenzk efnahagsmlál einkennist af sem hæstum blóðþrýst- ingi. Hann kýs sjúklegt ástand efnahags og atvinnuvega af því að þannig getur hann komið í veg fyrir þær varanlegu ráðstafanir, sem hann óttast, að núverandi ríkisstjórn beiti sér fyrir. Út af fyrir sig er athyglisvert að binda vonir við aukna framleiðslu. Hún skiptir vissulega jmiklu máli. En þar fyrir er ekki hægt að fresta því að inarka og fram- kvæma nýja stefnu .í efnahagsmiálunum. Aframhaldandi vöxtur dýrtíðarinnar og verðbólgunnar leiðir fyrr eða síð ar til atvinnuleysis og hruns. Sú skoðun Olafs Thors, að dýrtíðin sé helzt í ætt við blóðrásina í mannslíkamanum, er hættulegur misskilningur. Og hann má sízt af öllu móta afstöðú þeirra, isem vilja stjórna landinu með hag og heili verkalýðsinis fyrir augum. Engum yrði áfallið þungbærara «n alþýðunni til sjávar og sveita. Hún á raunverulega allt á ihættu, ef ábyrgðarleysi strandíkap- teinsiris kallar hrua og atvinnuleysi yfir ísland og Is- lendingæ Morgunblaðið ætti að ræða éfnaíhagsmáliii varlega, méð- an SjáTifstæðisfliokkurinn hefur enga stefnu í því efni aðra en trúna á verðbólguna og dýrtíðina — blóðþrýstinginn í þjóðarlíkamanum. Núverandi liíkisstjórn á við að gjíma þá erfiðleika, sem stafa af of mikluim völdum og áhrifuim Sjiálfstæðisflokksins undarifarin ár. En í samstanfi við vinnustéttirnar til sjávar og sveita á hún að geta markað og framjkvæmt ný.ja stefnu í efnahagsmálunum og forðað þjóðinni frái hruni og atvinriuleysi, sem áreiðanlega yrði afleiðing þess, ef Sjéifstæ-ðisflokkurinn fengi að ráða. Auglýsið í Alþýðublaðinu, AlþýðublaSlS > ( Utan úr heimS ) UPPASTUNGA franska for sætisráðherrans varðandi hern aðarbandalag Vestur-Miðjarð- arhafslanda er enn eitt skemmti legt dæmi um laumuspil, Þar með væri bundinn endi á þá von, að lost það, sem sprengju árásin á Sakiét olli bæði Frökk um og almenningi víðs vegar um heim gæti stuðlað að því að nokkur straumhvörf yrðu í Alsírpólitík Frakka. Útlitið er nú myrkara en npkkru sinni fyrr hvað það snerlir. Þegar franski fiúgherinn lét bandaríska flugvél varpa niður sprengjum á eina af borgum í því eina Arabalandi, sem enn var vinveitt Frökkum, þótti mörgum sem nú væri sannar- lega tíminn til þess kominn að binda endi á styrjöldina í Al- sír. Fyrir bandamenn Frakka var vandinn sá að finna ein- hverja ástæðu til að grípa fram í, bar sem Frakkar halda því enn fram að Alsír sé hluti af franska ríkinu. Dulles datt það snjallræði í hug að Frakkland og Arabaríkin þrjú skyldu mynda ríkjasamband í líkingu við brezka heimsveldið, en þá hefði Alsír orðið að nokkru leyti sjálfstætt sambandsríki. Hét hann slíku ríkjasambandi hernaðarlegum stuðningi Banda ríkjamanna og Breta ef það kæmist á laggirnar. Ekki er neinum vafa bundið að Dulles hafði þessa hugmynd frá framámönnum um stofnun annarra Arabaríkjasambanda, og er það furðulegt að hann skyldi ekki sjá hvílík fjarstæða þetta var. En nú hefur franski forsætisráðherrann haft enda- Salan hershöfðingi, sem fyrir- skipaði lofíárásina á Sakiet. skipti á þessari hugmynd hans, og um leið neyðir hann Dulles til ákvarðana, sem ekki er víst að verði honum sem þægileg- astar. Það bandalag, sem Gail lard styngur upp á, er hreint og beint hernaðarbandalag, sem Spánn og Ítalía, auk Marokkos, Tunis og' Lybíu, er ætlað að taka þátt í, og „þar mundi franska Alsír, sem nýtur víð- tækra sjálfstjórnarréttinda, auðvitað hljóta sinn sess“, svo notuð séu orð forsætisráðherr- ans. Með því að útiloka þann möguleika að Marokko verði talið sjálfstætt ríki, þar sem Spánn er eitt fyrirhugaðra þátt tökuríkja, en Spánverjar standa nú í einkastyrjöld við uppreisn armenn í Ifni, smánýlenduna spænsku á vesturströnd Mar- okkos — getur Gaillard verið yiss um að Arabaríkin neiti bátttöku í slíku bandalagi. Þar með yrði bandalagið nefnilega aðeins stofnað til samvinnu um nýlendukúgun eins og Nasser koirist svo hnyttilega að orði ekki alls fyrir löngu. Það er meira að segja vafasámt að Ítalía láti blekkjast til að taka bátt í slíku bndalagi, enda þótt henni verði heitið hlutdeild í vinnslu Saharaolíunnar, þar sem ítalir virðast hafa í nógri olíuvinnslu að snúast við Persa flóa, og hljóta því að vilja halda sem beztu samkomulagi við Arabaríkin. Þá eru Bretar beinlínis and- snúnir þessari bandalagshug- mynd. Enda þótt ekki væri deila Frakka við Alsír myndu þeir vera bað fvrst og fremst vegna andúðar á hernaðarsam- vinnu við Spán, sem Bretar telja siðgæðisbrot að ófyrir- synju. Og loks er það hið ei- lífa Gibraltar-vandamál, sem Bretar hafa í huga. Sú er því mfest hættan nú, að Dulles, sem kunnur er að miHum áhuga á stofnun hernaðarbandalaga, komi ekki auga á hvernig hug- mynd hans hefur verið rang- snúið. Enn er sú hætta að bandaríski flugherinn, sem lengi hefur verið mjög í mun að samningar yrðu gerðir við Franco, geri sér skakkar hug- myndir um bað sem þarna er á döfinni og telji að slíkt banda Framhald á 4. síðu. í HINUM víðtæku undirbún- ingsumræðum að æðstumanna fundinum hafa Bandaríkja- menn gert að tillögu sinni að þýzka samieiningarmálið verði tekið þar á dagskrá, en Sovét- sam-veldin hafa svarað því til að nær lsegi að ganga frá frið- arsamningunum við Þýzkaland. enda tími til þess kominn, - en þá auðvitað við ríkisstjórnir bæði Austur- og Vestur-Þýzka- lands. Ekki lítur út fyrir að þessar tillögur hafi neina raunlxæfa þýðingu fyrir væntanlegan æðstumannafund, og sömiu nær að þær séu fyrst og fremst á- róðursatriði. Það kemur æ skýr ar í ljós, að hugsanlegur árang Ur af slíkum fundi er eingöngu bundinn við þröngt svið afvopn unarmálanna. Engu að síður verður að telj ast næsta eðlilegt að samninga málið skjóti upp kollinum í umræðum varðandi alþjóða- stjórnmál. Það er aðeins rökrétt afleið- íng af umræðunum varðandi afvopnun vissra svæða í Mið- Evrópu, en þær tillögur hafa vakið meiri athygli en nokkuð annað í sambandi við alþjóða- mál að undanförnu. Tilgangur- inn með slíkri svæðisafvopnun hlýtur að vera sá að draga úr stjórnmálalegum viðsjám og átökum, og bá hlýtur að vakna sú spurning hvort þarna sé ekki einmitt um að ræða tæki- færi til að leysa eitthvað af þeim vandamálum Mið-Evrópu,1 sem lengi hafa verið á döfinni, — og sameining Þýzkalands er áreiðanlega þeirra viðurhluta- mest. Já, það gæti beinlínis haft hina mestu hættu í för með sér að láta það mál lengur bíða af- greiðslu. Dragi úr átökunum getur það orðið til að vekja þann vonarneista í leppríkjum kommúnista er hleypi þar öllu í bál og brand. Það gerðist í Ungverjalandi þegar rofa virt- ist til eftir hina frægu ræðu Khrustjovs. Hættan á slíku er einmitt mest í Austur-Þýzka- landi, en úr þeirri hættu mætti draga með bví að taka samein- ingarmálið til athugunar og umræðu á alþjóðlegum vett- vangi. Það eru því gildar orsakir til að ræða um Þýzkalandsmálið einmitt nú. En þó væri með öllu þýðingarlaust að taka það á dag skriá ef raunhæfur grundvöllur er ei fyrir hendi. Sá grundvöll- Ur er fyrir hendi í tiilögum brezka verkalýðsflokksins, sem vill gera sameininguna að eins konar skilyrði fyrir afvopnun- inni. En eins og á stendur virðast hvorki þeir í Washington né Moskvu undir það búnir. Þeir virðast merkilega á eitt sáttir hvað það snertir, þótt þeir séu yfirleitt ósammála um flest. Moskva óttast sameininguna og afvopnunina, þar sem þetta gæti orðið til álitshnekkis í kommúnistaríkjunum, en Bandaríkjamenn óttast að það mundi draga úr öllum áhrifum A.-bandalagsins í Evrópu. Þann ig virðist margt benda í þá átt að enn sé ekki tími til þess kominn að ræða um samein- ingu Þýzkalands og að jafn- vel gæti það haft skaðleg áhrif að taka það til meðferðar á fundi æðstu manna. En slík gagnrök, þótt á raun sæi byggist, geta ekki komið í veg f.yrir að mál þetta leiti á og krefjist bráðrar úrlausnar. Hinar miklu umræður, sem nú eru hafnar í Þýzkalandi, benda ótvírætt í þá átt að stórveldin komist ekki til lengdar hjá því að láta það mál í alvöru til sín taka. Það er nefnilega ný stefna í þessum umræðum að ef-til vill muni nú nokkur ástæða til að ætla að Austur- og Vestur- Þýzkaland geti nálgast hvört annað hvað úr hverju, en til þessa hefur það verið ófrávíkj anlegt sameiningarskilyrði Framhalð á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.