Alþýðublaðið - 19.03.1958, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.03.1958, Blaðsíða 8
8 AlfrýCablafiS Miðvikudagur 19. marz 1958 Leiðir allra, setn œtla að kaupa eða selja BIL Hggja til okkar Bílaialan Klapparstíg 37. Sími 19032 Húseigendur önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. MifalagnSp sJ. Símar: 33712 og 12899. Vitastíg 8 A. Sími 16205. hæstaréttar- og héraðt dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, samningageirðir, fasteigna og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. SaitiúfSarkört Slysavarnafélag íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa varnadeildum um land allt. í Eeyfejavík í Hannyi’ðaverzl uninni í Bankastr. 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórsdótt ur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Heitið á Slysavarnafé lagið. — Það bregst ekki. — Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til leigu eða ef yður vantar húsnæðí. KAUPUM prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta verði. Alafoss, Þsngboltstræti 2. SKINFAXI hi Klapparstíg 30 Sími 1-6484. íf Tökum raflagnir og breytingar á lögnum. ... . Mótor.viðger.ðir.. og. við-... geðir á öllum heimilis- tækjum. Ötvarps- Mlnnlngarspjöld Am Sm viðgeröir viötækjasala fást hjá Happdrættl ÐAS, Vesturveri, sími 17757 — Veiðarfæraverzl. Verðanda, sími 13786 — Sjómannafé Iagl Reykjavíkur, sími 11915 —■ Jónssi Bergmann, Háteigs vegi 52, sími 14784 — Bóka verzl. Fróða, Leifsgötu 4, sími 12037 — Ólaff Jóhanns syni, Rauðagerði 15, sími 33096 — Nesbúð, Nesvegi 29 ----Gkiðm. Andxéssyni gull smið, Laugavegl' 50, sími 13769 — 1 Hafnarfirði í Póst húsízm, sími 50267. RAD g Ó Veltusundi 1, Sími 19 800. Mdur Arí Arason, ttdt. LÖGMANNSSKRIFSTOFA SkólavörSustíg 38 f/«j páU Jóh. Þorleifsson h.f. - Pósth. 621 iifmt 15416 og 15417 - Simnefni; Ati Framhald af 7. siðu. gerð var í deilunni 1952 sveip- uð mestum ljóma, en bað er nú samt sem áður niðurstaða mín. Það, sem hæst ber, af árangri deilunnar stóru 1955, eru at- vinnuleysistryggingarnar, sem Emil Jónsson gerði tillögu um, til bess að brúa bilið, er bá var á milli deiluaðila. Atvinnúleýsistryggingarnar voru stórt skref í framfaráátt, en þó hika ég ekki við að full- yrðá að sjálf löggilding þeirra vakti meiri athygli fyrir það að hún var um langt undangeng- ið tímabil einasta viðurkenn- ing ríkisstjórnar á gildi sam- i akamáttar alþýðusamtakanna. Þáð, að stéfnán úr deilunni frá 1952, er svo ljómandi í hugum fólks, þrátt fyrir öíl vonbrigð- in um árangur, tel ég vera vegna þess, að ennþá heldur fólk sig í þá von að verðiækk- un og stöðvun verðbólgu sé bezta og varanlegasta kjarabót in og að þá stcfnu beri að halcla, þrátt fyrir öll Ijón, sem leynast á veginum. Fyrir þessa stefnu héfur verkafólk þegar fórnað miklu. Af þessum niðurstöðum er Ijóst að kauphækkanir í krónu tölu verða að teljast neyðarúr- ræði, sem ekki verði lagt út í nema öil önnur sund lokist. Þetta var raunar viðurkennt í Bílasalan Klapparstíg 37, hefur til sölu: Ford ’56 Dodge ’55 Chevrolet ’55 Mercedes Benz ’55 Buick ’54 og ’55 Chevrolet ’43, ’47 Austin A 70 ’54 Volfeswagon ’53, ’56, ’58 Austin A 40, ’49 Miskwitz ’57 Pobeda ’54, ’55, ’56 Borgward ’55 Vauxhall ’50 Höfum ennfremur til sölu flestar gerðir annarra bíla. Tökum bifreiðir í umboðssölu. Öruggasta þjónustan. Bíiasalan Klapparstíg 37 sími 19 082 Fæst í öllum Bóka- verzlunum. Verð kr. 30.00 1s G. Þorsf. deilunni 1955 og byrjað var með tilraun í þá átt, en þáver- andi ríkisstjórn bar ekki gæfu til þess að ganga til móts við þær óskir. Því hefur mjög verið haldið á lofti að þessi deila (1955) hafi vakið vonir ýmissa um að steypa þáverandi ríkisstjórn, og því hafi verið mjög hvatt til þess úr einhverjum bakvígstöðv um að deiluna skyldi heyja á grundvelli launahækkunar í krónutölu, það mundi duga. ; Hvað, sem satt er í þessu, þá er hitt víst, að það var þáver- andi ríkisstjórn, sem kvað upp sinn eigin dauðadóm, því hún hafriaði þeirri málaleitan verka íýðsfélaganna, sem miðaði að því að farin yrði verðlækkun- arleiðin og uppfyllti þannig ósk ir þeirra, er sérstakan áhuga höfðu fyrir falli hennar, af pólitískum ástæðum. Verkalýðsfélögin eru þrátt fvrir hugleiðingar einstakra manna innan þeirra og utan um pólitíska einkahagsmuni á þeirri skoðun, sem Alþýðuflokk urinn og forustumenn hans hafa sérstaklega túlkað, að hag þeirra verði bezt borgið með því að spyrnt verði gegn verð- hækkunum af festu og ein- drægni og gerðar raunhæfar tilraunir til þess að færa verð- lag nauðsynjavarnings niður. Þetta er enn bjargföst skoðun ailra hugsandi manna í samtök- unum, þrátt fyrir allar brostn- ar vonir og misheppnaðar til- raunir. STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR OG VERKALÝÐSFÉLÖGIN. Margir hafa spurt mig, hvort ekki sé mikið ósamkomulag á milli hinna pólitísku andstæð- inga í samninganefnd eins og þeirri, sem kosin var í deilunni 1955. Þar mætist menn með ó- lík sjónarmið og markmið, segja menn. Sannleikurinn er sá að þar var yfirleitt ágætt samkomulag. Pólitísk átök komu a.m.k. þar ekki fram, en þar með er ekki sagt, að í und- irbúningi og aðdraganda deil- unnar hafi ekki verið búið að klekja út annarlegum hugmynd um óg vonum, án þess að frarn kæmi opinberlega í starfi fé- laganna. En við samningaborð- ið og á fundum með fulltrúum félaganna var þess ekfei vart. En hvers vegna er þá barizt svo hatrammlega um undirtök in í samtökunum. Er svara ætti þessari spurningu í sem fæst- um orðum, er niðurstaða mín þessi: Tilgangur kommúnista er fyrst og íremst sá, að auka verð gildi síns flokks á hinum póli- tíska markaði. Tryggja svo vel aðstöðu sína og yfirráð að þeir geti sagt: Eg- er verkalýðshreyf ingin og í samræmi við það skulu orð okkar og gerðir met- in. — Þessi tilgangur er því nauðsynlegri þegar setið er í ríkisstjórn, sem telur það sína höfuðskyldu að hafa samráð og samstarf við verkalýðssamtök- in. — Það eykur verðgildið. Andstæðingar þeirra, sem telja sig vita, að kommúnistar séu í minnihluta innan alþýðu- samtakanna, vilja ekki un-a þessu gildismati kommúnista innan verkalýðssamtakanna eða- á stjórnrrfálavettvangi og berjast því gegn þeim. — í baráttu sinni sýna þeir og fram á hættuna, sem leiðir af forustu kommúnista og telja, að þeir misnoti samtökin sér til aukinnar og bættrar aðstöðu með litlu tilliti til hagsmuna þeirra, er samtökin mynda. Af þessum ástæðum er barizt. ANDSTÆÐINGAR KOMMÚN- ISTA OG FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN. Ég sagði andstæðingar kom- múnista, af bví að heita má, að samstaða hafi verið með þeim allt fram til síðustu mánaða að forusta Framsóknarflokksins hefur tekið opinberlega afstöðu méð kommúnistum í verkalýðs félögunum og þeirri baráttu, sem þar er nú háð. Þessi afstöðubreyting Fram- sóknarflokksins í verkalýðsmál um er fóðrUð með tvennu: 1) Við erum í ríkisstjórn með kommúnistum og þess vegna verðum við að bjarga þeim frá einangrun í verkalýðsfélögun- um. 2) íhaldið (Sjálfstæðisflokk- urinn) er í stjórnarandstöðu og með allsherjarsamstöðu gegn kommúnistum verður hlutur þess hættulega mikill í verka- lýðshreyfingunni. Það er mín skoðun, að hér hafi Framsóknarflokkurinn gert nákvæmlega sömu kórvill- una og Sjálfstæðisfiokkurinn gerði á sínum tíma með stuðri- ingi sínum við kommúnista í verkalýðsmálum. Stuðningi, sem lagði grundvöllinn að nú- verandi veldi þeirra. Það er óþarfi að blekkja sig eða aðra á því, að meðal þeirra 20 þúsund atkvæða, sern Sjálf- stæðisflokkurinn fékk við síð ustu bæjarstjórnarkosningar 'í Reykjavík, sé ekki allverulegur hluti vinnandi fólks. Það er óf augljós staðreynd, þó beisk sé, til þess að hægt sé að ganga framhjá henni. Þetta höfðu kommúnistar einnig viðurkennt áður, því að í síðustu Dagsbrúnarkosningum ákallaði Þjóðviljinn „stéttar- þroskaða Sjá-Mstæðdsmenn“ til fylgis við lista félagsstjórnar- innar þar. Þegar Alþýðuflokks- menn hafa hins vegar sam- vinnu við þessa „stéttarþrosk- uðu Sjálfstæðismenn“ þá heitir það á máli Þjóðviljans íhalds- þjónkun, undirlægjuháttur o. s. frv. — Það er munur hver maðurinn er. Sannleikur þessara inála er sá, að kjósendur hinna ýmsu flokka ú,r hópi andstæðinga kommúnista geta allir orðíð „svæsnustu liægrimenn" eða „víðsýnir vinstrimenn“ á máli Þjóðviljans, allt eftir notagildi þeirra fyrir kommúnista hvérju sinni. Þennan notagildismæli- kvarða kunna þeir vel að hag- nýta sér, enda er hann sú ein- asta vogarskál, sem ræður í þeim herbúðum. Þetta vita Framsóknarmenn. af langri og oft dýrkeyptri reynslu, beim mun furðulegra er að falla nú notagildismegin á þessa vog. Þrátt fyrir þessa afstöðu flokksins er vitað um að einstakir flokksmenn munu þar láta sína reynslu ráða, en ekkj f.yrirskipanir, a.m.k. með- an kommúnistar lúta stjórn Moskvumanna. „HÆTTAN AF SJÁLF- STÆÐISFLÖKKNUM“. Mér er nær að halda að með- al hugsandi manna og þá frek ast þeirra, sem bezt þekkja- til í verkalýðshreyfingunni í hópi „stéttarþroskaðra Sjálfstæðis- manna“, þá sé þeim það fylli- lega ljóst, að S'jálfstæðisflokk- urinn getur aldrei orðið vevka lýðsflokkur í þessa orðs fyllstu merkingu, þrátt fyrir.. þann stuðning, sem þeir njóta úr röð um alþýðufólks nú. Þeim er það og einnig ljóst, að stuðningur þessa fólks er tímabundinn og tilkominn af óttanum við öuk- in áhrif kommúnista. — Þetta fólk í verkalýðshreyfingurini er hættulaust að eiga samstarf við. — ÞaS hefur sömu hags-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.