Alþýðublaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. marz 1958 álþýtnblaSll * AlþyOublaöiö ÍTtgefandi: AlþýSuf lokkurina. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson, Auglýsingastjóri; Emilía.Samúelsdóttir, Ritstj ór nar síma r; 14901 og 1490 2. Auglýsingasími; 1 4 9 0 6. Afgreiðslusími: 1490 0. Aðsetur: AlþýðuhúsiS. W— Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 6—10. é Rii Jóns Sigurðssonar FORSETAR alþingis hafa í sameiningu flutt tillögu til þing&ályktunar um heildarútgíáfu á riturn Jóns Sigurðsson- ar forseta. Ssgir svo í tillögunni: „Alþingi ályktar, að gefin skuli út heildairútgáfa af ritum Jóns Sigurðssonar forseta og kostað kapps um, að fyrsta bindi útgáfunnar komi út ár- ið 1961, á 150 ára afmseli hans.“ Síðan er rakið nánar í tii- .lögunhi, hvernig kostnaður við útgáfuna skuli greiddur, en . í greinargerð er rætt um tillrögun útgáifunnar og skipulag. Enginn vafi er á því, að ,hér er á ferðinni mál, sem öll þjóðin mun saaneinast mn. Jón Sigurðsson er óum- deilanlega sá íslendingur, sem þjóðin metur mest ailra sinna sona, og renna undir það mat margar styrkar stoðir. Jón Sigurðsson er sá islenzkur stjórnmálamaður, sem framar ölium öðrum kunni að berjast fyrir málstað lands og þjóðar af skeleggri vigfimi og viturlegri þrautseigiu. Harin sameinaði eldmóð hugsjónamannsins og vizku hins f a rs æla st j órnmál askörungs. rlíir munu þeir íslendingar, sem komnir eru til nokk- urs manndóms, vits og ára, að þeir kannist ekki gjörla við nafn Jóns Sigurðssonar. Afmælisdagur hans var valinn sem stofndagur hins íslenzka lýðveldis. Var það verðugur þakk- Sætisvottur fyrir a'frek hans í þágu þjóðarinnar og baráttu hans fyrir sj’álfstæði hennar. Nafn hans er því um alla framtíð tengt þeim áfanga í sögu þjóðarinnar, sem einlæg- ast var fagnað aif öllum. En þótt flestir íslendingar kannist við sjálfstæðishetjuna Jón Sigurðsson og kunni vel að ffleta þrauitseigju hans og gæfusemi í þágu þjóðarinnar, er miklu færri það ljóst, hvert gífurlega ævistarf hann innti af höndum sem fræði- maður og rithöfundur. Sagnfræðingurinn og rithöfundur- inn Jón Sigurðsson er miklu minna þekktur af þjóðinni en stjórnmiálamaðui’inn. En þetta er ekki vansalaust, því að svo samtvinnað var starf stjórnm'álamannsins og fræðaþul- arins, að þar verður ekki með sanngirni á milli skilið. Að vísu er það rétt, að sagnfræðingurinn Jón Sigurðsson mundi lifa í sögunni, þótt hann hefði ekki fengizt við stjórnmák En sagan var honum sú lyftistöng, uppspretta raka og inn- tak í málatilbúnaði, að sagnfræðingurinn léði í rauninni hin- um snjalla og gæfusama þjóðmálaskörungi vopn og verjur I hönd. Og forseti var hann kallaður af því að hann veitti Bókmienntafélaginu forstöðu. Mál og saga voru því í raun- ■ inni sverð hans og skjöldur í sjálifstæðisbaráttunni. Þangað sótti hann þorið, eljuna og sannfæringarkraftinn. Hin nýja útgáfa af ritgerðum, bréfum og ræðum for- setans á því að verða dýrgripur þjóðarinnar um aldir. Af þingsályktunartillögunni verður ráðið, að til hennar á í engu að spara. Gert er ráð fyrir, að hún verði 10 mikil bindi, og munu vafaiaust líða mörg ár, áður en henni verður að fullu fokið, því að víðá verður að leita fanga. Jón Sigurðsson ól mestan íhluta ævinnar erlendir eins og kunnugt er, og ,hann átti bréfaskipti við f jölda manna í mörgum löndum. Eitgerðir hans birtust sumar á erlend- um málum. Liggur ii augum uppi, að vel verður að vanda val þcss manns eða manna, sem falin verður forsjá þessa mikla útgáfuverks. Gera má fyllilega ráð fyrir, að mlál þetta nái fram að ganga. Alþingi hefur þá gert sitt. En sómi þjóðarinnar allr- ar er að sameinast um að gera þessa nýju útgáfu á vefkum þjóðhetjunnr að almenningseign, sem ungir og' gamlir geta sótt í allt i senn: mikinn fróðleik um merkilegt vakningar- tímabil í sögu þjóðarinnar, persónusögu mikilmennisins og vitneskju um aðferðir stjórnmjálaskörungsins í baráttu hans fyrir sjálfstæði íslands. Hér á ekki_að vera um að ræða harðan og dauðan bautastein, heldur litfandi lind, er veitir nýjum kynslóðum aukinn skilning á hollum arfi og heil- steyptari þjóðarmeðvitund. - Auglýsið í Alþýðublaðinu. - s í FYRSTA skipti gistir írskur leikt'Iokkur Ísland og hefur þeg ar verið sagt frá komu hans í blöðum, en þetta er hópur ung- ra nemenda frá háskólanum í Dublin. I kvöld sýna þeir hér í fyrsta skipti, en síðar flytja þeir sig um set til Hafnarfjarðar og sýna í Bæjar- bíói. Hatfa þeir fjóra einþátt- unga á sýningarskrá sinni, — þeirra á meðal hinn heims- fræga einlþáttung Synges, „Rid- ers to the Sea“. í sambandi við komu þessa leikflokks er ekki úr vegi að rýfja upp nokkur atriði í sam- bandd við írska leikritun og írska leiklist. Hvorutveggja hef ur staðið með miklum blóma um langt skeið og hvorut\'eggja staðið í mjög nánu sambandi við írska þjóðernishreyfingu og sjálfstæðisbafáttu. Háskóíinn í Dublin og Abbeyleikhúsiö voru um langt skeið meginaflgjafar írsku sjólfstæðishreyíingarinn- ar. Það er því ekki að undra þótt glæsileg Ieiklistarstarfsemi dafni við háskólann. Gamla ,,Abbey“ brann til kaldra kola þann 18. júlí 1951, en þar hafði staðið helgidómur írskrar leiklistar um árataga skeið. Þaðan hafði um langt skeið borizt sterk, þjóðarnis- leg bókmenntavakning um land ið fráverkum öndvegishöfunda eins og W. B. Yeats, lafði Greg- ory og Sean O’Casy. Þar störf- uðu hinir snjöllustu leikavar, sem ekki aðeins skópu írska nú tímaleiklist á þjóðlegum grund velli erfða og skapeiginda, held ur lyftu henni svo hatt að Abbey-leikhúsið komst brátt í röð kunnustu leikhúsa á Vest- urlöndum, — Barry Fitzgerald, Maureen Delaey, F. J. McCor- mick, Eileen Crow og Arthur Shields unnu þar afrek sem lengi verður minnzt. Og ekki má gleyma stofnanda og for- stjóra leikhússins, lafði. Greg- ory. Það er í ffásögu fært að leikendur hafi aldrei þorað að slaka á við utanbókarkunnátt- una, þar eð þeir áttu alltaf á hættu að lafði Gregory kæmi öllum að óvörum þegar leiksýn- ing var að hefjast og tæki sér sæti á fremsta bekk. Og þá skipti engu máli hvort fiuttur var sjónleikur eftir O’Casy, lafði Gregory sjálfa eða ein- hvern- Köfund annan, heldur ekki hve mikTa hrifningu áhorf endur létu í Ijós, — yrði hún þess vör að einhver leikenda felldi úr orð eða breytti orða- röð lítilsháttar, jafnvel óllum að vitameinlausu, þá krafðist lafði Gregory þess að leikend- ur yrðu allir kallaðir á auka- æfingu í bítið morguninn eftir. En það var ekki aðeins bók- menntalega og menningarlega sem Abbeyleikhúsið vann írsku þjóðernishreyfingunni og sjáltf- stæðisbaráttunni. Þegar borg- arastyrjöldin stóð sem hæst virt ust Öskukarlarnir hafa mikiö að gera í sundinu við húsið. Sí og æ voru þeir þar á ferðánni, bam brandi stórum, lokuðum ösku- skjólum á milli sín. Uppreisnar menn höfðu nafniléga fólgið birgðir skotvopna og skotfæra undir lausum borðum á hring- ieiksviðinu, og þangað vcru þau sótt í öskuskjólum þegar skær- ur voru í undirbúningi og bor- in þangað aiftur að leikslokum. Það var því ekki að furða þótt öskukarlarnir teldu meiru varða að vinna störf sín þar en við helztu gistihúsin. Þá hafði og hinn frægi uppreisnarforingi Michael Collins oft griðastað í leikhúsinu á meðan á sýningum stóð, sat þar venjulega í yzta sæti á öðrum bekk, en ein af stúlkunum sem seldi leikskrár,. gerði honum aðvart með því að leggja hönd á öxl honum ef henni leizt ótryggt. í eitt skipti slógu lögregluþjónarnir brezku hring um húsið á meðan á sýn- ingu stóð, en Collins gerði sér lítið fyrir, tók áhaldatösku, er höfð var undir sæti hans, labb- að sig að tjaldabaki, fór úr jakkanum og lézt vera að vinna við tjöldin . . . írar eru kunnir fyrir það að luma lítt á skapi sínu, og Mac Guiness, sá sem afgreiddi í veit ingasölum leikhússins, varð oft að láía hendur sætta þegar gest ir deildu harðast um leikrit og leikendur. Kom sér vel að hann var kratftamaður og slagsmála- garpur, því otft var við erfiða mótstöðumenn að etja. Það kom og fyrir að hann varð að þagga niður í leikhúsgestum meðan á sýningu stóð. Sagt er að þegar ballet Yeats „Baruris“ var sýnd ur þar við almennan fögnuð og hrifningu, hatfi efnaður og vel metinn Dublinbúi undið sér að „Mac“ að lokinni sýningu, og verið stúrinn á svip. „Ég hef verið fastagestur og stuðnings- maður Abbeyleikhússins síðan það tók til starfa“, mælti hann. „í heila viku átti ég þar í stöð- ugum slagsmálum til varnar leikriti Yeats, „Cauntees Kath- leen“, fékk glóðarauga að laun um fyrir að taka málstað „The Playboy“ og tvö fyrir -að halda uppi vörnum fyrir „Cathlin Ni Houllhan". Og nú í kvöld sé ég að ég hef til einskis b3rizt; Yeats er kominn vel á veg með að gera þennan stað að þriðja fiokks apa- og slönguleikhúsi, — og enginn hreyfir síg . . Um beinar, þjóðlegar leik- erfðir var ekki að ræða, en þó eru til ‘handrit fá miðöldum af írskum helgileikjum eins og þá tíðkuðust um alla Evrópu á veg um kaþólsku kirkjunnar. En frumherjar írskrar íeikritunar og leiklistar, þeir sem fyrr eru nefndir, rituðu leikrit sín á mláli fólksins, tjöld og sviðsbún aður var samkvæmt þjóðlegum fyrirmyndum, leikararnir sóttu fyrirmyndir sínar í hið daglega lif. Leikritahöfundarnir tóku til meðferðar írsk vandamál, írsk viðhorf, írska skapgerð Meðal írskra 1-eikritahötfunda frá þess- um tímum og síðari eru margir, sem getið hafa sér alþjóða frægð. Sean O’Casy mun bera þar hæst, lafði Gregori er og víða kunn, en Yeats, sem einn- ig var ljóðskáld eitt hið mesta, sem írar hafa átt í seinni tíð, var helzt til írskur til þess að leikrit hans yrðu mjög kunn erlendis. Leikrit hans eru ljóð- ræn, efnið sótt í írska fortíð oftast nær og gætir þar meir ljósaskipta raunveruleika og æfintýris en hjá nokkru hinna kunnari skálda, — en það fyrir bæri hefur hlotið sitt sérstaka heiti í bókmenntasögunni, „The Irish twilight11. Þeir O’Casy og þó einkum Synge, eru raun- særri, Casy otft nokkuð deilinn á það, sem honum þykir miður í fari landa sinna en Synge kryf ur viðfangsefni sín að beini, af ekki ósvipaðri hreinskilni og Ibsen, án þess þó að leggja sjálf ur þar nokkurn dóm á. Margt er skylt með ínim og fslendingum og sízt að undra. Eflaust verður okkur það mikiil ávinningur að komast í kynni við írska leiklist. — heimsókn þessa írska leikflokks má telj- ast góð bvrjun og vonandi að framhaldið verði þar eftir. Loftur Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.