Alþýðublaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 4
4
Alþý3abla519
Fimmtudagur 20. marz 1958
vsrrtwmm Mes/áts
DRAUGASPJATjLIÐ í útvarp
inu á mánudagskvöldið var
skemmtilegt, en vitanlega kom-
nst ræðumennirnir alls ekki að
sieinni niðurstöðu. Konan trúói
ekki á daruga og þó, það virt-
ist sem hún gæti ekki gert sér
grein fyrir því hvað væri draug-
ur og hvað væri andi, Sverrir og
Thor trúðu ekki á drauga og
lieldur ekki á anda, og þó virt-
ist Thor vera eitthvað veiii í
vantrúnni. Hann vilui hins veg-
&r alls ekki trúa á slíkt og því-
likt.
EN ÞOPtBERGUR trúði bæði
á drauga og anda, skelti báðum
naman og vígði þá. Hann liefur
alltaf trúað á drauga þessa heims
og annars — og ekki hefur liann
veiklast í trúnni við það að
Brynjólfur Bjarnason, sá herj-
•ans guðleysingi í gamla daga,
'var stefnt fyrir guðleysi og rek-
inn úr sultarstöðu sem kennari,
— hefur nú endurfæðzt eða öðl-
azt æðri þekkingu eins og Þor-
Dergur mundi nefna það. En
Brynjólfur er í pólitíkinni páfi
.Þorbergs.
ÞORBERGUR ætlaði að
smeygja inn áróðri, en hann er
ákaflega klaufskur í slíku bralli,
Draugaspjallið í útvarpið
Vantrú Sverris og Thors.
Bjargföst trú Þorbergs.
Ætlaði að sjóða upprir
Slysahornið vekur athygli.
enda fór svo hér. Konan sá við
honum, er hann fór að tala um
Rússa og rauk upp á nef sér og
stakk upp í meistarann, sem
Þjóðviljinn kaliar svo, en Sigurð
ur og Sverrir reyndu. að stilla
til friðar. Það getur nefnilega
orðið grunnt á því góða i þe^s-
um þáttum.
ANNARS VEKUR það sér-
staka athygli hve margir mjög
vel ritfærir menn eru ómælskir.
Það er eins og miklu betra sam-
J \
Sjötugur í dag:
Bjarni Eiríksson
' EINN af mætustu og merk-
ustu athafnamönnum í Bolunga
vík, Bjarni Eiríksson, kaupmað
úr og útgerðarmaður er sjötug-
ur í dag. Mér er bæði ljúft og
líkylt að minnast hans á þessum
merku tímamótum.
Bjarni er fæddur hinn 20.
miarz að Hlíð í Bæjarhreppi í
Austur-Skaptafellssýslu, sonur
Eiríks Jónssonar bónda í Hlíð
og Sigríðar Bjarnadóttur
Sveinssonar frá Viðfirði og er
því í móðurkyn kominn af
hinni merku og gáfuðu Við-
fjarðarætt. Hann útskrifaðist úr
Flensborgarskóla árið 1907, en
sá skóli var þá eitt höfuðvígi
námfúsra æskumanna úr al-
þýðustétt. Sat hann síðan í 4.
bekk Menntaskólans í Reykja-
vík, en hætti þá skólanárni. —
TEtvort það hefir verið af fjár-
skorti eða einhverju öðru, er
mér ekki kunnugt, en hugur
segir mér um það, að meðfædd
athafna- og starfsþrá hafj. ráð-
ið þar miklu um. Eftir að Bjarni
hætti námi, vann hann jöfnum
höndum að kennslu og verzl-
unarstörf um í 2 ár. Síðan lá ieið
hans til Bolungarvíkur. Gerðist
hann þar verzlunarstjóri um
nokkur ár, en keypti s’.ðan verzl
un þá er hann stýrði og hóf nú
ajálfstæðan atvinnuiekstur. —
.Hefir hann nú um þrjáiLU ára
skeið rekið sína eigin verzlun
og jafnframt útgerð og landbún
að öll þessi ár. Hann hefir þann
Bjarni Eiríksson.
ig verið ein af aðallyftistöngum
athafnalífs og atvinnu í Bolung
arvík, byggðarlaginu tii heilla
og blessunar.
Eins og alkunnugt er, hlað
ast jafnan helztu trúnaðar- og
vandastörf á fjölhæfustu at-
orkumienn hvers byggðarlags.
Bjarni Eiríksson fór ekki var-
hluta af þessu. Hann sat í
hreppsnefnd, skólanefnd og
sóknarnefnd árum saman. Af-
greiðslumaður Eimskipafélags
íslands og Skipaútgerðar ríkís-
ins hefir hann ve.rið um langa
tíð og fjölmargt fleira mætti
telja.
Ég átti því láni að fagna að
vinna hjá Bjarna sem ungling-
ur við verzlun hans um tveggj a
ára skeið. Um veru mína í þjón
ustu Bjarna á ég hinar ágæt-
ustu minningar. Hann kom ætíð
fram sem öðlingur í orðsins
fyllstu merkingu, traustur og
hlýr í viðmóti, kvikur og lifandi
í lund, trúhneigður alvörumað
Til söiu nokkrar nýjar íbúðif skaimnt frá mið-
Bæmun. — Hitaveita.
3ja herbergja, stærð 101 ferm.
3ja herbergja, stærð 77 ferm.
3ja herberyia, stærð 61 ferm. (stórar svalir).
2ja herbergja, stærð 57 ferrn. (stórar svalir).
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
ÁKA JAKOBSSONAR — og
KMSTJÁNS EIRÍKSSONAR,
Laugavegi 27 — Sími 1 14 53.
(Bjarní Pálsson, heima-sími 1 20 59).
band sé milli heila þeirra og
fingra en heilans og íungunnar.
Nýlega hlustaði ég á meira en
hálfs annars tíma fyrirlestur
Kiljans. Efnið var ágætt og
margt sagði hann skemmtilegt,
en það var allt skelfílega lengi
á leiðinni. Það var alveg eins og
hann væri að braska við að
koma því út úr sér, sem hann
vildi sagt hafa. Stundum strand-
aði hann alveg, en endaði setn-
ingu með því að slá út hendi —
lét það nægja.
SVONA VAR Þorbergur í
draugaþættinum og svona var
Jchannes úr Kötlum í þættinum
um helgina. Þetta stafar líkast
til af því, að þegar þeir eru að
skrifa velta þeir fyrir sér hverri
sétningu og eru lafhræddir við
að láta hana frá sér fyrr en þeir
séu búnir að athuga hana gaum-
gæfilega. Þeir kveljast undir á-
byrgðinni að sleppa af vörum
sér setningu. Önnur skýring er
varla fyrir hendi.
ÉG HAFÐI varla lokið við að
skrifa pistilinn, sem birtist í gær,
er lá við stórslysi á gatnamótum,
sem bréfritari gerði að umtals-
efni.
Hannes á horninu.
ur, en gat þó verið smágiettinn
og skemmtilegur, ef því var að
skipta, og míátti aldrei vamm
sitt vita í neinu. Hann gat ver
ið snggur viðskiptis, ef honum
mislíkaði eitthvað, en ætíð rétt
sýpn og- drengilegur í hverju
máli. — Bjarni er einn þeirra
manna, sem hafa með lifi sínu
og starfi sett svip sinn á Bol-
ungarvík, eins og hún er nú.
Með atorku sinni og elju hefir
hann lagt drjúgán skerf- að upp
byggingu hins blómlega katip-
túns, sem Bolungarvík verður
nú að teljast.
Ekki get ég látið hjá líða að;
minnast eins þáttar að vestan,
sem lýsir vel réttsýni og dreng-
skap Bjarna Eiríkssonar. Þegar
verkalýðshreyfingin var að
festa rætur og ryðja sér til
rúms í Bolungarvík urðu oft
eins og að líkum lætur, allharka
legar deilur milli viimuveit-.
enda og .vinnuþiggj.enda. í öl'i-
um slíkum deilum reyndist
Bjarni ævinlega hinn sáttfús-
asti og réttsýnasti maður, sem
reyndi að bera klæði á v.opnin
og koma á sáttum og lét þá oft
hagsmuni 'sína lúta í lægra
haldi. Þannig var og er Bjarni
Eiríksson, sannur framfara- og
umbótamaður og hugsjónum
sínum trúr.
Bjarni er kvæntur höfðingleg
ri merkiskonu, Haldóru Bene-
diktsdóttur,. sem einnig er kom
in af merkum bændaættum í
Austur-Skaptafellssýslu. Heim
ili þeirra er fyrirmynd, einkenn
ist af fágaðri snyrti- og glæsi-
mennsku, hlýju og. gestrisni.
Þau hafa átt sérstöku barna-
láni að fagna, hafa eignazt 5
syni, sem allir eru dugnaðar- og
gáfumenn. Þeir eru: Bjcrn,
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík, Halldór, búfræðing-
ur í Bolungarv., Benedikt verzl
unarstjóri við verzlun föður
síns í Bolungarvík, Eiríkur,
læknir, dvelst nú erlendis og
Birgir, bóndi í Bolungarvík.
Ég lýk svo bessum línum með
hjartans þakklæti til Bjarna
Eiríkssonar og konu hans fyrir
a.llar björtu minningarnar, sem
ég á um þau frá þeim árum. er
ég var unglingur {,,Bjarrtabúð“
og fyrir allt. gott. sem þau hafa
ouðsýnt mér, bæði fyrr og síðar.
Ég bið þeim og sonum þeirra
allrar blessunar.
Haukur Sveinsson.
Bifreiðin 0-458 (Chrvsler 1949) ei!gn þrotabús Hall-
dórs Hermannssonar. verður seld á opinberu uppboði,
sem haldið verður við skrifstofu mína, Mánagötu 5 í
Keflavík. fimmtudaginn 27. marz 1958 kl. 3 e. h.
Sama dag verða lausafjármunir þrotabúsins s.s.
gólfteppi, sófi, armstólar, reykborð, bækur o. fl. seldir
á opinberu up'plboði, sem fram fer í Sjálfstæðishúsinu í
í Keflavík kl. 4 e. h.
Greiðsla við hamarshögg.
Keflavík, 18. marz 1958.
BÆJARFÓGETINN í KEFLAVÍK.
Efnaverkfræðingur
Áðsfoðarfélk í rannsóknarstofu
Til Sementsverksmifiju níkisins á Akranesi verð-
ur ráðin efnaverkfræðingur og aðstoðarfólk í rannsókn-
arstofur, væntanlega FJÓKIR KARLMENN og ÞRJÁR
KONUR.
Þeir, sem hug hafa á þessum störfum, eru beðnir
að senda umsóknir í skrifstofu verksmiðjunnar, Hafnar-
hvoli, Reykjavík, ásamt upplýsingum urn menntun, fyrri
störf og meðmæli, ef til cru, fyrir 10. ápríl 1958.
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS.
Framhald af 5. síftu.
ýmist í fangelsi eða útlegð víðs
vegar um eyjarnar.
Þegar Japanir hernámu land
ið 1942 slepptu þeir Sókarnó
og öðrum byftingarleicítogum
úr haldi. Þá hófst tímabil í
frelsisbaráttu Indónesíumanna,
sem hefur verið mjög gagnrýnt
á Vesturlöndum.
Sókarnó og Hatta tóku upp
n'ána samvinnu við Japani, og
beir fengu ótakmarkað frelsi
til að ferðast um og halda uppi
áróðri gegn nýlenduveldi Hol-
lendinga. -Sókarnó var opinber-
lega á bandi Japana í styrjöld-
inni við Bandaríkin og England.
En bað frelsi, sem beir nutu,
var fyrst og fremst notað til
þess að skipuleggja þjóðernis-
hreyfinguna. Sósíalistaforing-
inn Sjahir skipulagði aftur á
móti andspyrnuhreyfingu gegn
Japönum.
Það var Sókarnó, sem lýsti
yfir sjálfstæði Indónesíu árið
1945, en Sjahir og stuðnings-
menn hans neyddu hann til
þesS. Sókarnó og Hatta voru
hikandi og vissu ekki hvernig
Japanir myndu snúast við slíkri
yfirlýsingu, — þeir töldu að ef
til vill kynnu Japanir að bera
sigur úr býtum í Kyrrahafs-
styrjöldinni, og þeir vildu
stofna lýðveldið í samráði við
Japani. Sjahir leit svo á að
samstanf við Japan gæti haft
illar afleiðingar .
Nú hófst fjögurra ára styrj-
aldartímabil í Indónesxu. Hol-
lendingar reyndu að ná völdum
bar og handtóku Sókarnó og
var hann fangi þeirra, þar til
Hollendingar gáfust upp við að
ná yfirráðum í landinu og við-
urkenndu sjálfstæði þess.
Síðan hefur Sókarnó leikið
hlutverk frelsishetju Indónesíu.
Hann hefur skyggt á samstarfs
menn sína, þótt þeir hafi reynzt
duglegri og hugmyndaríkari
stjórnmálamenn. Það verður
því ekki létt verk fyrir herfor-
ingjana að velta honum úr
sessi. Nafn Sókarnó er svo fast
tengt sjálfstæði Indónesíu, að
honum verður ekki sparkað, en
vera má að þau átök, sem nú
eiga sér stað, verði til þess að
hann taki unp viturlegri stefnn
í innanríkismálum.
Framhald af 5. síðu.
kvikmynd og lék sjálfur hlut-«
verk óþokkans í þeirri mynd.
Aðspurður hvernig honum félli,
leikarastarfið, svaraði Freuch-
en því til, að slíkt væri sitt
annað eðli.
Fjölmargir heimskautafarar
hafa rifað bækur um ferðir sín-
ar og reynslu, en fáum hefur
tekizt að aðlagast lífi og hugar-
heimi þess fólks, sem þar býr.
Nansen, Knud Rasmussen, Pet-
er Freuchen og örfáir aðrir eru
hinir sönnu Norðurf'arahöfund-
ar, — og þegar Freuchen tekst
bezt upp, þá sjá lesendur hans
fyrir sér heimskautasvæðin og
hina undarlegu birtu þeirra, og
við kynnumst hugarheimi Eski
móanna á kajökum sínum og
hundasleðum og fylgjumst með
rostungaveiðum við vakir og
ísklappir Sögur hans eru ein-
faldar í sniðum sagðar af þeirri
tækni, sem snillingum einum
er gefin. Freuchen var í einu
listamaður og steinaldarmað-
ur. og töfrar frásagnar hans eru
ofnir af þeim tveimur þáttum.
En Peter Freuchen ritaði um
fleira en ferðalög. Eina fegurstu
sögu sína skrifaði hann um hina
grænlenzku eiginkonu sína,
Narvarana, og vin sinn Knud
Rasmussen. Líf hans og starf
er allt furðu sviptigið og gott.
Hinn gamli víkingux- er
genginn fyrir ætternisstapa.
Hann féll í Alaska — heim-
skautalandinu.