Alþýðublaðið - 20.03.1958, Síða 6

Alþýðublaðið - 20.03.1958, Síða 6
 AlþýSublaBl® Fimmtudagur 20. marz 1958. ■: ••:■ ' ; i*etfa eru fyrstu myndirnar af vortízkunnj í P en fyrirfram þótti yitað, að hún yrði fólgin í styttri kjólum. Þar með hefur sú tízkustefna sigrað um víða veröld, en undirbúningur þess hefur tekið mikinn tíma og kostað ærin heilabrot tízkuherranna í París. í FRAMHALDI af þættí í síðustu viku er hér svo enn ein saga um ófarir í sumar- ; fríum. \ —0 x Við fórum til Parísar fyrir i nokkrum árum í sumarfrí, ég ' og nokkrar vinkonur mínai, '■ segir sögumanneskja. i Þar sem ég er alveg sérstak lega mikill aðdáandi alls þess er varðar tízku og kemur frá París, ákvað ég að fá mér nú virkilega fallega franska hár- , lagningu. . Þegar tii hárgreiðslumanns v ins kom, því að hér var um j karlmann að ræða, sem | gegndi hlutverki þess er kall að er hárgreiðslukona heima, komst ég strax í mjög mikil vandræði við að gera mig skiljanlega, þar sem frönsku- I kunnáttan var af skornum skammti. Loks tókst mér að gera hon um skiljanlegt, að ég vildi fá | hárið sett upp í krullur, sagði i ég víst, að minnsta kosti hafði !i hann nú skilið nægjanlega j mikið til þess að hann tók um í svifalaust til starfa. í ÖÞegar ég svo hafði verið í í þurrkunni tilskilinn tíma og i loks gat athugað hina nýju ( frönsku hárlagningu mína í 1 spegli, lá við að ég ræki upp ! angistaróp. Allt hár mitt var í sett upp í smákrullur, eins og hár svertingja. Og enn verð ; ég að viðurkenna, að verkið i var vandlega unnið, því að J það liðu nokkrir dagar, þar til . i ég. þorði alnaepnilega að láta . sjá mig á götum eða í veit- ingahúsum borgarinnar. Svo eru hér nokkur orð um hvernig getur farið, þeg- ar ungar stúlkur vilja verða fullorðnar fyrir tímann. í sumardvöl kynntist ég eitt sinn ungum dreng á mínu reki, segir stúlka ein, og urð- um við strax það sem kailað er skotin hvort í öðru. Við vorum bæði stór og þroskuð eftir aldri og því féll sérlega vel á með okkur. Þegar við svo komumst að því, að við áttum heima x sama bæjarhluta ákváðum við, að hittast þegar við vær- um bæði komin í bæinn og fara saman á bíó. Við vorum bæði undir niðri ákveðin í að giftast þegar við yrðum stór, þó við segðum það aldrei beinlínis. Loks kom hin langþráða stund, er bæði.voru komin í bæinn og ætluðum að fara út að skemmta okkur saman. Hann ætlaði að bíða mín á á- kveðnu götuhorni rétt fyrir klukkan sjö og ætluðum við saman á bíó og síðan eitthvað að fá okkur öl á eftir. Ég fékk lánuð föt af eldri systur minni til stefnumóts- ins og málaði mig og leit sém sagt sérstaklega vel út, nema ef segja mætti, að ég virtist 7 árum éldri, en ég var. Þar kom líka að vinur minn þekkti mig ekki, og varð mjög undrandi er hann sá breytinguna á mér. Hann fór að vísu með mér í bíó, en að því loknu bar hann upp ein- hverja afsökun og' fór heim, sennilega með kökk í hálsin- um af vonbrigðum yfir mér. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, að mér varð Ijóst af hverju ég sá hann aldrei framar. Skipsfapi Framhald af 12. síðu. liðin frá því, að skipið strand- aði, voru allir mennirnir komn ir í land eða um borð í Sæ- björgu. Og þegar björgunar- sveitin úr Höfnunum kom á vettvang, var allri björgun lok- ið. Vonin frá Grenivík var um 70 tonn að stærð. Hún var gerð út á vetrarvertíðinni frá Grinda Vík. Mun hún hafa verið á netjaveiðum nærri tandi. F'RÍME RKJAÞÁT TUR SPERATI OG MÁLAFERI.1N (Framhald) HÉR yirtist því að málinu væri lokið. Það var augljóst, að Jean de Sperati hafði ætlað sér að smygla verðmætum úr landi og þvi skyldi dæma hann án taf ar. Þar um voru allir sammála. Það sem meira var, engum datt í hug að efa á nokkurn hátt, það sein Dr. Locard hafði um mál- ið að segja, því að hann var tekin sem alþjóðlegur sérfræð- ingur. En málið var aðeins að hefj- ast. Jean de Sperati leyfði sér sem sagt, að neita að taka nokk uð mark á skýrslu Dr. Locard og hélt því enn stífar fram en áður, að merkin væru fölsk. Til að sanna það sem harin sagði gerði hann í skyndi og lagði fram í réttinum nokkur eintök af þessum sömu merkj- um, sem áður höfðu verið úr- skurðuð ekta af nefndinni. Það varð brátt séð á andlitum dóm- aranna og sérfræðinganna hve hissa þeir urðu. Málið var langt frá að leysast við þetta, þeim fannst það aðeins verða enn flóknara. Til frekari staðfestingar máli sLnu bauðst hann ennfremur til að kveikja í þessu öllu saman fyrir augum réttarins, til að sanna hve lítils Virði þáð væri. Allt þetta gerði málið enn mik- ilvægara. að þeim fannst og spurninguna um hvort mefkin væru fölsuð ósvaranlega. Loks ti.l að sína heiðarleik sinn og sanna hann fyrir dóm- ururium. bað hann um áreiðan- legan rnann tilnefndan af þeim til að fara heim til sín og koma með þaðan það er hann bæði u:n af tækjum, ef hann fengi að vera einn með þau í átta stund- ir, skyldi hann að þeim loknum- koma með frímerki sem hárin hefði sjálfur búið til. Dómararnir varu í vafa. Þeir vildu fyrst og freirist ekki trúa honum. Það var jafnvel talað um að hann hefði selt sál sína djöflinum til að öðlast þessa gáfu. Þrátt fyrir þetta alit saman, til að sanna að þeir væru full- trúar réttlætis urðu þeir loks að beigja sig fyrir staðreynd- inni. Merki Jean de Sperati voru fölsuð, En erfitt var það fyrir þá. En ekki voru þeim samt lokuð öll sund enn. Þeir skiptu nú að- eins um tilefnið til málshöfðun- arinnar. Nú ákærðu þeir Sperati fyrir að selja fölsuð merki á katalogverði, eins og þau væru ekta. Það var barnaleikur íyrir Sperati að sanna hið gagnst.æða. — Afsakið, sagði hann, ákaxra yðar er algerlega út í bláinn. Öll merki, sem ég framleiði eru með nafni rriínu skrifuðu á bak- hlið og ég sel þau 10% undir katalogverði. Athugið reikninga mina og lesið vitnisburði frá við skiptavinum mínum. Ef svo ein- hverjir einstaklingar, sem skort- ir heiðarleika strjúka út nafn mitt, þá er það ekki mér að kenna, þótt þeir selji þau á fuilu verði, það er sérfræðinganna að uppgötva slíkt. Ég tek ekki þátt í slíku athsefi. Það verður hver að annast sitt. Þetta var meira; en mannskap- urinn þoldi. í ofsareiði ákváðu þeir, að með hjálp kaupmanna og sérfræðinga skildi hann verða sannur að sök og komið undir lás og slá. Nú var enn skipt um efni og harin ákærður fyrir að reka ó- löglega verzlun með fölsuð frí- merki. Ákæran var skorinorð. En Sperati átti ekki í erfið- léikum með hana. Þvert á móti fann hann hvert atriðið á fætur öðru sér til varnar. •— Hvað, ságði hann, þið ákær ið mig fyrir að búa til fölsk frimerki og selja þau til söfn- unar. Én með tilvísún til hvaða Hér hefir Speraíi reynt að falsa dýrt merki frá Monaco og sett ttafn sitt undir. laga? Hvar finnst grein í hegn- ingarlögunum, sem banna eftjr- líkingar? Lögsækja frönsk yf- irvöld húsgagnasmiði fyrir að kópiera gamlar gerðir húsgagna og líkja eftir gömlum meistara- stykkjum? Er ekki þeim er safna í.istaverkum Ieyft að eiga á heirii- ilum sinum kommóður frá tím- um Lúðvíks XVI., eða eftirlík- ingu af Fragonard? Hví skyldi ekki frímerkjasöfnurum á sama hátt vera frjálst að eiga í safni sínu eftirlíkingar? Ég er mann- vinur. Það er mér að þakka, að margir safnarar, sem aðeins eru í sæmilegum efnum geta átt í söfnum sínum frímerki, sem eru þeim ódýr, en annars væru svo dýr, að aðeins liinir ríkustu gætu safnað þeim. Ég er að gera möfin um gott með þessu og hver ykk- ar þorir að dæma velgjörðár- mann marinkynsins? Þessi varnarræða Sperati varð lokahöggið. Ákærendurnir sátu þögulir og dolfallnir. Þeir gátu ekki svarað. Dómararnir urðu að-beygja sig. fyrir stáðreyndunum. Það var ljóst, að ekki var hægt aðjxá sér niðri á þessum náunga. -— Þreyttir og úttaugaðir af öllu létu þeir Sperati lausan 'og dæmdu hann aðeins til að greiða 20.000 franka sekt, fyrir að gefa ekki upp verðmæti á sendingu úr landi. Það er áthugandi í sam- bandi við þessi málaferli. sem raunverulega gáfu fölsuðum frí- merkjum gildi, að lokin hefðu getað orðið þau, að Sperati hefði kært ákæruvaldið og krafizt skaðabóta, en þá mundu þau málaferli sennilega standa y.fir enn þann dag í dag. Þetta er sem sagt megininni- hald málaferlanna, sem jnunu verða skráð í annála, ekki aðeins frímerkjafræðinnar heldur og lögfræðinnar, og gerðu Jean de Sperati heimsfrægan. Því sagði ég í upphafi máls míns, að Sperati ætti sennilega verk sín hér á íslandi, að á stríðsárunum falsaði hann ó- hemju ósköþ af dýrari fríinerkj um og þá rri. a. íslenzku skiid- •ingamerkjunum, s. s. 2. og i3. skildingamerkjunum. Þar sém þau voru aðallega seld Þjóðverj- um þóttist hann vera að virna fyrir föðurlandið með þvi að narra þá og merkja mérkin ek-k- ert, en eftir stríðið hefir svo á ný komið hreyfing á þessi merki, því að margir hinna upphaflegu kauixenda urðu að selja og þá tóku aðrir við. Mér er kuunugt um að á þennan hátt hefir fölsun af íslenzku merki frá Speráti lent í verzlun í Vín og síðan var hún keypt til Danmerkur og loks hingað heim. Því skyldu ekki fleiri hafa komist sömu, eða svipaða ieið? Það er því ekki úr vegi að benda félagsmönnum á, að vjð eigum kost á að fá öll hin verð- mætari merki okkar rannsökuð hjá sérfræðingum B.P.A., þar sem félagið er meðlimur sam- takanna, en, einmitt þetta félag hefir keypt cWl tæki Sperati og það sem hann átti af fölsuðuiri merkjum, ásamt skrá hans yfir öll þau merki er hann nokkru sinni; falsaði, og sérkenni þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.