Alþýðublaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýSnblaSlS Laugardagur 22. marz 195S t/£TT Þ46S/M& TVISVAR sinnum var ég meíi í boðsferð fjárveitinganefndar aiþingis fyrr á árum. Báðar voru J>ær skemmtilegar og eftirminni í.egar — og hefur mér einstaka sinnum dottið í hug að skrifa |>ær endurminningar mínar, því að ýmislegt gerðist sögulegt. í fyrra skiptið fórum við til að ikoða fyrsta snjóbílinn og fylgdi estinni að Kolviðarhóli bíll með veiziukosti. MARGIR fleiri voru með en íjárveitinganefndarmemi og 'blaðamenn, því að þingmenn, aðrir en þeir, sem í nefndinni voru, fengu líka að fljóta með. Fyrst komum við að Kolviðar- lióli og nutum veitinga — en síðan fórum við í snjóbílnum. f,em öllum þótti hið furðuleg- asta tæki, upp fyrir núverandi Skíðaskála og þar upp á fjöll og nem leið lá yfir þau og niður nkarðið fyrir ofan Hólinn. GEIGIJR greip flesta er upp í skaflana kom og hver af öðr- um vildi heldur ganga. Þrír liöfðu hugrekki til að sitja um kyrrt í bílnum: bílstjórinn, ég og Gísli Guðmundsson, þingmaður .Worður-Þingeyinga. Hvorugur okkar treysti sér til að kafa snjó inn og urðum því að láta örlög- in ráða. ÉG MAN það vel er þingmenn brutu skaflana, sumir á fjórum fótum, týnandi skóhlífum sínum Fjárveitinganefnd ogblaða menn í boðsferðum. í snjóbíl — Kafandi eítir skóhlífum. Sat föst á Krýsuvíkurleið- inni þegar sanna átti að bún væri alltaf fær. Og nú til Capri. og höfuðfötum, kafandi eftir plöggum móðir og másandi. En allt fór vel. Bíllinn elti skríðandi og kafandi skarann, en okkur Gísla leið prýðilega í snjóbíln- um — og vorum við heimkom- una á Hólinn ákaflega hreyknir af hugrekki okkar, ÞEGAR á Hólinn kom var aft- ur setzt að veitingum og Tryggvi Þórhallsson settist við orgel og lék á það, en þingmenn sungu fullum hálsi og rjóðir og kátir og fullir af hrifningu á snjóbíln- um og þeim, sem vildi láta kaupa hann. Hin boðsferðin var farin þegar mest var barist um Krýsuvíkurleiðina. Það átti að sanna fjárveitinganefnd og blaða mönnum að leiðin væri fær í blindöskubyl og bandvitlausri fannkingi, VIÐ KOMUMST að Kleifar- vatni. Þar sátum við fastir. All- ir urðu að hjálpa til að ýta og snúa bílnum við. Jörundur stökk fyrstur út, léttur á sér að Vanda og hugrakkur — og svo hver af öðrum, allir nema ég og Ba'rði Guðmundsson. Jónas frá Hriflu skipaði fyrir verkum fyrir utan, en Barði þuldi bölbænir í hans garð fyrir vinnuhörku. Hann lcúrði hjá mér í sæti sínu og kvaðst aldrei skyldi hreyfa sig. Seint um kvöldið komumst við til bæjarins, ég hélt heim til mín, en hinir fóru allir í Hótei Borg — og þar hélt sagan á- fram mað alls konar tilbrigðum. SÍÐAN ÞETTA var hefur fjár veitinganefnd farið í margar slíkar ferðir. Einu sinni fór hún norður á Skagaströnd, einu sinni upp á Akranes o. s. frv. En ég var ekki með. — Nú er sagt að henni sé boðið til Capri. —- Hækkar hagur Strympu. — Og ég fæ ekki að vera með. Þessar boðsferðir eru víst skemmtileg- ar — og geta orðið’ sögulegar. Flugfélag íslands kvað standa að þessari Caprí-för. Hvað vill það nú? Boðsferðir fyrir fjárveitinga nefnd og blaðamenn eru að lík- indum árangursríkar. Hannes á horninu. í Þióðlaikhúsinu næstk. þriðiudagskvöld kl. 8,30. Stjórníandi: Dr. Vaclav Smetacek. Einleikari: Guðrún Kristinsdóttir. Viðfarigsefni eftir Baethoven. 1. Prónietheus-forleikurrnn. 2. Píar.cconsert nr. 5, Es-dúr. 3. Sinfónía nr. 8, F-dúr. Aðgönguxniðar seidir i Þjóðleikhúsinu. Útvcga frá Vestur-Þýzkalandi og öðrum löndum: SKiP O® BÁTA af öllum gerðlxm og stærðum. Ennfremur alls konar VÍLAR OQ AHðLD Leitið tilboða. DR. MAGNÚS Z. SIGURÐSSON, Hamburg 36/CoIonnaden 5. Verð staddur á Hótel Borg, Reykiavík til 25. þ. m. Ánna Þórhallsdóttir heldur kirkjutónleika í Laugarneskirkju sunnudaginn 23. marz kl. 8,30. Páll Kr. Pálsson aðstoðar og leikur orgelsóló. Aðgöngumiðar seldir hiá Sigfúsi Eymundssyni, Blöndal, Rkólavörðustíg 2 og Vesturveri. ÁTTUNDA NORRÆNA list- ■sýningin var opnuð í Gauta- . borg með hátíðlegri athöfn 12. október og lauk 17. nóvember iiíðastliðinn. Að þessu sinni var sýning- >000] sniðinn nokkuð annar stakkur en hún áður hafði bor- ið. Á öllum fyrri sýningum lYcrræna listbandalagsins var verkunum skipað saman eftir löndum, en nú var verkunum blandað saman og komið fyrir í sýningarsölunum eftir list- ' sögulegum reglum, en ekki íandfræðilegum. Þá hefur og að bessu sinni verið hafður á sá háttur, að sýningin hefur nú á að skipa fleiri verkum eftir færri listamenn. Ef dæma má eftir ummælum Norðurlanda- ' biaða um bessa nýbreytni, hef- ui betta fyrirkomulag vakið ó- .skipta aíhyglj og almenna á- :oægju jafnt sýningargesta sem gagnrýnenda. Fara hér á eftir mökkur ummæli blaðanna um betta nýja fyrirkomulag sýning arinnar; Gotthard Johansson, sem var einn af stofnendum Norræna ■ listbandalagsins, segir í grein í Stokkhólmsblaðinu „Svenska Oagbladet", að enda þótt þessi fyrsta tilrauri um nýbreytni á 'ýnirigarfyrirkomulaginu hafi ekki heppnazt til fulls, sem heldur ekki hafi verið við að búast, geti engum, sem fylgzt hafi með sýningunum síðustu 12 árin, dulizt, að Gautaborgar sýningin sé spor í rétta átt. Hún sé ótvírætt sú sýning, sem kom :*zt hefði næst því að gera hina upprunalegu hugmynd um sýn- ingarnar að veruleika. Álítur liann þó, að sýningin mundi vinna við það, að þátttakendum ■yrði enn fækkað, og segir í því .rfsambandi: „Það segir sig sjálft, að með slíkri fækkun á þátt- takendafjölda, yrði auðvitað að láta af hvers konar þjóðlegum metnaði, sem hnigi í þá átt að Aof'a hverju sinni heildarmynd af list hvers einstaks lands, þar sem hægt væri að fá glöggt yf- irlit yfir ríkjandi stefnur og verk helztu listamanna þess. En svona metnaðargirni er í raun réttri blekking og leiðir einungis til áhrifalausra, risa- vaxinna sýninga. — Óhjá- kvæmilegt er að velja og hafna, og hvernig sem það er gert, verður alltaf að ganga fram hjá einhverjum, og það jafnvel þeim þýðingarmestu.“ Eugen Wretholm segir í Morgonbladet, Stokkhólmi: — „Með því að ganga fram hjá þeim listamönnum, sem róttæk astir eru í afstöðu sinni og þeg ar hafa skapað sér stöðu á al- þjóðavettvangi listarinnar, hef- ur bessi sýning glatað beim til- brifum, sem mátt hefði vænta, og ber bví blæ meðalmennsk- unnar.“ Jan Ruiinqvist segir í Morg- ontidningen, Stokkhólmi: „Erf- iðleikarnir hafa jafnan verið í því fólgnir að koma í veg fyr- ir, að löndin sendi hverju sinni viðurkennd verk eftir þekkt- ustu' málara sína til þess að tryggja með því álit sitt út á við.“ Martin Strömberg segir í Stockholms-Tidningen: „Sýn- ingarfyrirkomulagið er rétt hugsað og hefur verið vandlega fylgt eftir. Á alþjóðlegum vett- vangi kemur list Norðurlanda fram sem heild. Það, sem er líkt og sameiginlegt, er mun fleira en það, sem aðskilur. Þeg ar meginlandsstraumarnir eru nú bornir fram af ungu kyn- slóðinni, er bað ekki af völd- um tilviljunarkenndrar hrifn- ingar á nýrri tízku og útlínum heldur vegna endurnýjunar- þarfar í eigin brjósti.“ RoIF Anderberg segir í Göte- borgs-Posten: — „Dr. Gotthard Jöhansson, sem var einn af frumherjum Norræna listbanda iagsins segir tilganginn með sýningu bandalagsins vera: „að kynna það ný.ja, sem skapazt hefur í list hinna ýmsu landa — nýjar stefnur og nýja per- sónuleika, sem komið hafa fram á sjónarsviðið, og þá einnig eldri listamenn, sem lagt hafa út á nýja þróunarbraut eða hafa átt endurnýjuðum vinsæld um að fagna.“ —• Þegar svo Gautaborgarsýningin er opnuð, gefur bar að líta verk eftir Jens Spndergaard, Sven Ericson, Sixten Lundbohm, Egil Jacob- sen og aðra, sem maður hefur kynnzt á löngu liðnum sýning um og hafa ekki breytzt til muna. — En í stað þess að velja fyrst og fremst verk eftir lítt þekkta listamenn, lítur út fyr- ir, að sýningarnefndirnar hafi leitað uppi þá gömlu og góðu, þá sem svo að segja halda sig innan borgaralegra veggja og taka tillit til húsgagna og teppa við hverja tilraun með form og liti.“ Bernt Eklundh segir í Göte- borgs Tidningen: — „Norrænu sýningunum hefur verið líkt við norræna lista-Olympíuleiki. Olympíuleiki, þar sem hver og einn teflir fram sínum örugg- ustu skotmönnum. í þetta skipti hefur verið reynt að lægja þ.jóð arrembinginn. En staðreyndin er samt sú, að þegar sýningar- skránum er flett, mæta manni nöfn, sem maður rekst mjög víða á — nöfn, sem hafa þegar getið sér traustan orðstír og letruð erji gylltum stöfum — og er þetta vissulega óheppileg þróun, Sýningin á á hættu að verða virðulegt vaxmyndasafn yfir hetjur liðinna daga. Það gæti þó verið verra en að þessu sinni. Forráðamenn sýningar- innar hafa komið auga á hætt- una, og það er góðs viti.“ Birgit Ransing í Kvallposten, Málmey, segir: „Athyglisverð sýning — hún er hressileg og fjörleg, algerlega óháð því hefð bundna og hefur yfir sér þann saklausa yndisþokka, sem það eitt getur haft, sem enn ekki hefur náð á leiðarenda, en leit ar fyrir sér. — Sýningin nær þó hvorki að gefa rétta hug- mynd um bað, sem er að ger- ast, né heldur að sýna, á hvaða listrænu stigi, hvert landanna er statt. Til þess er val verk- anna of sundurleitt, og þar gæt ir of mikillar samningalipurð- ar. Eins og endranær hefur re.ynzt erfitt að halda sér við það eitt, sem er nýtt og „aktu- elt“.“ Torstein Ahlstrand í Vástgöta Demokraten, Borás, kveður sýn inguna vanta spennu og finnst um of gæta verka eftir þekkta listamenn, jafnvel sjáist þar verk, sem þegar hafi verið sýnd óður. Safngripir eigi ekkert er- indj á sýninguna og of lítið gæti nýrra strauma. Þá kveður hann mjög æskilegt, að sýning- arnar verði framvegis látnar fara sem víðast um löndin fimm. Gunnar Hellmann í Uanstidn ingen, Ostersund og Vástman- lands Folkblad, Vásterás, er ó- ánægður með sýninguna í heild, segir henni mjög vel fyrir kom ið. Þörf sé á betra vali. Kristian Romare, Sydsvenska Dagbladet Snállposten kveður um mikla framför að ræða í öllu skipulagi sýningarinnar, en „aktualitets“-takmörkin séu of stór, þar sem miðað sé við list- sköpun 10 ára. Þá fagnar hann því, að baráttan um að standa sterkastur, listrænt séð, sem venjulega hafi orðið stríð um bezta sýningarsalinn, sé nú loks úr sÖgunni. Hákan Tollet í Huvudstads- bladet, Helsingfors, segir: ,,Ég álít ekki, að hægt sé áð benda á framúrskarandi árangur hjá einstakri þjóð eða einstaklingi, en það eitt, að fá fram jafrs skýra, jafna og í heiid fallega sýningu og hér er um að ræða, er sigur, sem sýnir glöggt hina óumræðilegu þýðingu bessa 12 ára gamla listbandalags. —• Hinn þjóðlegi sjúkdómur, einka hagsmunirnir, hefur orðið að víkja fyrir samleiknum." 0istein Petersen í .Morgen- bladct, Oslo, segir m.a.: „Sem betur fer, er landsleiksstemn- ingin horfin. — Þessi nýja til- raun hefur heppnazt. Áfram á þessari braut.“ Þá óskar hann eftir strangara vali og segir: Orðið ,,nútfmalist“ var eink- unnarorð sýningarinnar, og á að vera það framvegis. En þar með er ekki sagt, að það séu eingöngu þeir ungu, sem séu tírnans menn.“ Pierre Liibecker í Politiken, Kaupmannahöfn, segir hug- myndina bak við hið nýja fyrir- komulag rétta og þess virði, að haldið sé fast við hana. Sýn- ingin sé nú auðveldari yfirsýn- ar en nokkru sinni áður, og á- horfendur komist nú ekki hjá því að líta verkin nýju Ijósi með sama hleypidómaleysi og um væri að ræða nútímalist Mið-Ameríkuríkjanna. — Val verkanna þarfnaðist þó endur- skoðunar og úrbóta. Enn einu sinni hefði farið svo, að tekið hefði verið um of tillit til þess hefðþundna og viðurkennda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.