Alþýðublaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. marz 1958 AlþýðoblaSlI 3 Alþyöublaöiö Otgeiaudl: Ritstjóri; Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritst j órnarsímar: Augiýsingasimi: Afgreiðslusími: Aðsetur: AlþýðufloJ&kurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaidi Hjálmarsson. Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. 14901 og 1490 2. 1 4 9 0 6. 149 00. AlþýðuhúsiÖ PreutsmiOjs Aiþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. ÞAÐ ER SEGIN SAGA, að þegar Morgunblaðið kemst í röbþrot, grípur það tii ýunissa annarlegra ráða til að leiða •athyglina frá vandræðum sínum. Þetta hetfur bexlega komið í ljós í umræðum um eínahagsirJálin í ritstjórnargreinum blaðsins síðustu dagana. A það var bent nýlega hér í blað- inu, að Morgunblaðið hefði í rauninni viðurkennt, að Sjálf- stæðismenn hefðu .siglt. þjóðarskútunni á feigðarboða í efnahagsrr.álunum. Þetta var dregið af þeirri staðhæfingu þeirra Sj'álfstæðismar.na og Morgunblaðisins, að alit væri nú á heljarþröm, engar leiðir til úrbóta, öll sund lokuð. En um leið og Mbrgunblaðið tönnlast á þessu dag eftir dag, hamast ritstjórarnir hver í kapp við annan að halda því fram, að Sjálfstæðismenn háfi farið með forustuhlutverk í stj órnmálum landsins í einn og hálíán áratug. IMú vita allir, að ekki er liðið nema hállft annað ár, síðan Sjálfstæðismenn urðu að sleppa þessu göfuga forustuhlut- verki. Það l'iggur því í augum uppi, að sé um vandræði að ræða í þjóðarbúskapnum, eins og Morgumblaðið boðar af mikilli kampakæti, eru þeir effiðleikar runnir beint undan ritfjum þess stiórnarfars, sem á undaniförnum árum hefur verið í landinu. Ástandið í dag er sem sagt arfur, sem Sjálf- stæðismenn skiluðu þjóðinni, eftir að hafa hatft forustu í þjóðmálumi í hálfan annan áratug. Það er ekki Alþýðublaðinu að kenna, þótt þeir ritstjór- ar Morgunblaðsins séu að lemja sjálfa sig dag eftir deg í greinum sínum. Þair geta þar sjiálfa sig .fyrir hitt. Hafi þeir Sjálfstæðismenn stjórnað landinu að undanförnu, bera þeir ábyrgð á núverandi ástandi. Hér er aðeins um hina ein- földu reglu um orsök og afleiðing að ræða. Og það er Morgunblaðinu ærinn vandi að breyta því lögmáli. En þeirn Mlorgunblaðsmönnum er að vonum heldur illa við að láta reka sig svona á stampinn, og því reyna þeir að klóra í bakkann. Þess vegna verður auðsær tvískinnungur í öllum málflutningi þeirra, Þeir eru nefnilega að burðast við að halda því fram í öðru orðinu, sem þeir svo taka aftur í hinu. Þegar bent er á það, að verðíbólg'an sé mesta sjúk- leikaeinkennið í fjármláilalftfinu og efnalhagsþróunin í land- inu hafi af völdum dýxtið-ar og penin.garýrnunar orðið ó- heillavænleg, heitir það á máli Morgunblaðísmanna „kreddu festa“ og „ókunnugleiki“, af því að þeir telja það hitta sig. Samt er ástandið hörmulegt, eftir því sem þeir sjálfir segja, þegar þeir eru að deila á ríkisstjórnina. „Kreddu- festa“ MorgunblaSsins er því eittihvað á þessa leið: Vér stjórnuðum, allt var í himnalagi, brautin bein, engir erfið- leikar, dýrðjh, dýrðin. Vér hættum, allt var um leið í kaldakoli, engin leið, allt í sukki, dauði, dauði. Þetta er ■að vísu hláleg „kreddufesta11, gkki sízt vegna þess, að allir fjármlálasplekingar Sjálf.stæðismanna, sem þeir eiga til að vitna í af fjiálglieik, hafa aldrei fengizt til að hrópa með í diýrðin-dýrðin-kórnum, þótt strandkapteinninn hafi sung ið dýrðin við raust, mleð-an hann sig.ldi skútunni beint uþp í brimgarðinn. Og aðalritstj óri Morgunblaðsins heldur svo söngnuím áfram, þótt röddin sé að vonum hnökrótt. Önnur kreddufesta er aðalritstjóra Morgunblaðsins eig- inleg. Þegar á hann hallar í rökræðum, hrópar hann alltaf: Gylfi. Það er engu líkara en hann hafi eftirmann sinn í ráðherrastóli ofurlítið á heilanum. Kannski er það ekki svo ýkja furðulegt, því að núverandi menn tamálaráðherra hefur með víðsýni í embættisrekstri gert skömm fyrrver- andi menntamál aráðherra enn meiri, og var hún þó ærin fyrir. Þetta heifði ekki verið nefnt hér, ef þessi veikleiki aðal ritstjórans kæmi ekki sí og æ fram í umræðum um efna- hagsmlálin. Á óláklegustu stöðum í ritsmíðum aðaliútstjór- ans skýtur þessi veikleiki upp kollinum, hvort sem er í Staksteinum, f orustugreinum eða Reykjavíkurbréfi. Stund- um missir hann alveg þráðinn, þegar ytfir hann þyrmir af þessum sökuim, og kallar hann það „kreddufestu Gylfa“, ef því er haldið fram, að á undanförnum árum hafi þróun í efnaihagsmlálum orðið „sífellt vaxandi verðbólga, meiri dýr- tíð, minn-i króna og lægra kaup launastétta.“ En þetta er ekki kreddufesta eins eða neins, heldur bliákaldar staðreyndir, sem Morgunblaðið og aðalitstjóri þess viðuirkennir í öð.ru orðinu, þótt því sé afnieitað í hinu. „Keddufesta“ Morgunblaðsins er nefnilega svo skrýtin skepna, að þeir ritstjórarnir eru hættir að ski-lj a í henni sjlálfir. Því er það, að eitt rekur sig á annars horn, er þeir ræða um efnahagsmálin, og þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð. ( Utan úr heimi ) MILOYAN DJILAS skrifaði bók, krafðist stjórnmálalegs frelsis og réðist á hina nýju stétt. Launin: Sjö ára fangelsi. Bogdan Krekic skrifaði bók, krafðist stjórnmálafrelsis og réðist á hinn nýja aðal. Fyrir það hlaut hann sjö ára fengelsi. Og um leið og fangelsisdyrun- um var lokað á hæla þessa sjötuga öldungs, þá skellti Tító hurðum á nasir fulltrúa Al- þjóðasambands jafnaðarmanna, sem reyndu að bjarga Krekic. Enginn hefur mótmælt því, að réttarhöldin hafi verið hneyksli. Játningar voru knúð- ar fram með pyndingum, aðal- vitnið var yfirlýstur glæpamað ur og róni, sem varð margtví- saga, hlægilegar fullyrðingar um að þrír gamlir menn væru „fjandsamleg and- spyrnúhreyfing“. — Eftir að þessar staðreyndir um hin fáránlegu réttarhöld urðu kunnar, hefur Júgóslavneska stjórnin haldið uppi skipulögð um ofsóknum gegn þeim. sem hafa leyft sér að gagnrýna þessi málaferli. Bogdan Krekic var lengi einn nánasti samstarfsmaður Títós. Hann var fulltrúi Títós á Heims verzlunarráðstefnunni í Lond- on 1945. Hann var um árabil forseti Alþýðusambands Júgó- slavíu, formaður Sósíalista- flokksins í stjórnartíð Títós, forstj óri atvinnuleysistrygging arstofnunar Júgóslavíu. Nú er Diilas kallaður „Göb- bels“ og Krekic er yfirlýstur Milovan Djilas. „starblindur og eitraður fjand- maður Júgóslavíu“. !Bók Krekic hefur ekki feng- izt útgefin, en efni hennar er kunnugt. Hún heitir: Hið rétta andlit Títóstjórnarinnar. Aðal- ákærandinn í réttarhöldunum gegn Krekic las upp marga kafla úr bókinni. Kemur í ljós, að Krekic kretfst afnáms ein- ræðisins, pólitísks frelsis, rit- frelsis og persónufrelsis, þá ræðst hann á hina nýju stétt. Djilas segir í bók sinni, að póli- tísk réttarihöld í kommúnista- ríki séu fyrst og fremst áróðurs réttarhöld. Það er líka mjög skiljanlegt hvers vegna Djilas og Krekic voru fangelsaðir fyr lr að ráðast á hina nýju stétt. Meðan lúrekic beið þess að vera leiddur fyrir rétt, þá brauzt út verkfall námuverkamanna í frboloje, og Tító sjálfur ákærði, foringja verkfallsmanna fyrir undirróðursstarfsemi. Hin nýja stétt horfðist nú í augu við þá staðreynd, að stéttabarátta er að hefjast í Júgóslavíu. Stjórn arnefnd kommúnistaflokksins hefur beitt sér fyrir ásökunum á hendur ýmissa starfsmanna ríkisins fyrir mútuþægni, óverj andi framkomu gagnvart verka nönnum og óþörfum ferðalög- um. þeirra til útlanda. En Djil- rs sýndi framá að „hin nýja stétt“ er „flokkurinn“ og á- hangendur hans. Þessi barátta flokksins gegn lúxuslífi ýmissa opinberra starfsmanna dregur á engan máta úr völdum hinnar nýju stéttar. Hér er aðeins um að ræða stympingar þeirra, sem í feitum embættum sitja. Djilas var dæmdur fyrir að ráðast á skrifstofuveldið. Hann er tákn, ekki aðeins andlegs frelsis, heldur einnig efnahags- legs jafnréttis. Krekie, hinn gamli sósíalisti, er tákn pólitísks frelsis og verkalýðshreyfingarinnar. Það er skylda vor að mótmæla fang elsun bessara rnanna, og sýna að við dáumst að sjálfstæðri og djarfri framkomu beirra undir járnhæli einræðis Títós. Tribune. FASISTAR á Spáni eru nú að undirbúa mikil réttarhöld vfir sósíalistum í Katalóníu. iMeðal hinna ákærðu eru níu konur. Þekktastir þeirra eru Emiliano Fabregas og Juan Keyer, báðir í framkvæmda- stjórn hins Sameinaða jafnað- armannaflokks Katalóníu, sem að sjálfsögðu er bannaður eins og aðrir flokkar í landinu. Fa- bregas er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum vikublaðið „Unitat“, sem hann hugðist gefa út. í ákærunni segir, að hann hafi skipulagt prentun og dreyfingu rita og bæklinga í sambandi við strætisvagnadeil- una í fyrra. Keyer er ákærður fyrir að hafa skipulagt áróður og dreyft flugritum og blaði jafnaðar- manna „Mundo Obrero“. Marg ir eru ákærðir fvrir að eiga fjölritara og að hafa dreyft flug ritum, sem hvöttu verkamenn til andstöðu við ríkisstjórnina. Spænsk lög skilgreina slíkt atferli sem „skoðunarglæp.i“, og refsar þeim með þriggja mánaða fangelsi. En Jafnaðar- mennirnir flestir eru ákærðir fyrir „uppreisn“ og bví dæmd- ir eftir herrétti, Saksóknari ríkisins krefst þess, að Fabre- gas verði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Keyer í átta ára fangelsi og aðrir eftir því. Eng inn er þá ákærður fyrir ann- að en hafa breitt út kenning- ar, sem einvaldsstjórninni falla ekki í geð. Um leið og þessi réttarhöld eru í undirbúningi, er herdóm- stóllinn að undirbúa tvö önnur réttarhöld. Tveir hópar manna eru ákærðir fvrir að hafa gert tilraun til að skipuleggja flokk stjórnarandstæðinga. Og fjöldi verkamanna í Tarrasa eru sak- aðir um að hafa stofnað félög I jafnaðarmanna og gengizt fyr- : ir andfasistískum kröfugöng- um. Allir lýðræðissinnaðir Spánverjar og vinir þeirra er- lendis hljóta að krefjast algerr ar sýknunar hinna pólitísku fanga. Og minnsta krafan er að hinir ákærðu verði leiddir fyr- ir borgaralegan dómstól en. ekki .herrétt. Tribune. Slasaður maður Framhald af 12. síðu. Reyikjavík, hvort það gæti ekki flutt þyrilvængju álciðis. Siglir það þá með þyrilvængj- una að ísröndinni, en hún nær í ,slasaða manninn og flýgur með hann til lands. f .gærkvöldi var smíðaður pallur á þilfar skipsins, þar sem þyrilvængjan getur lent og liafið sig til flugs. f gærkvöldi var gert ráð fyrir að H.M.S. Russell legði af stað í morgun (laugardag). Vegna þess að mikil áhætta fylgir flugi þessu verður reynt, áður en flogið verður inn yfir ísinn, að ganga úr skugga um, eftir því sem tök verða á, hve mikið maðurinn er slasaður o-g hvernig stað- hættir eru. Fjórar þjóðir, íslendingar, Norðmenn, Bretav og Banda- ríkjamenn, taka á einhvern hátt þátt í leiðangri þessum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.