Alþýðublaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 3
Simnudagur 23. marz 1958 AlþýSnblaSl* 3 *— Alþýöublaöiö Útgeíandi: AlþýðufloJtJturinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýaingaslmi: 1 4 9 0 6. Afgreiðslusími: 1 49 0 0, Aðsetur: Alþýðuhúslö Prentsmiðja Aiþýðublaðsins, Hveríisgótu 8—10. <h> - . • .. lá Austrmna lýðræðið FYRIR NOKKRUM DÖGUM fóru fram kosningar í Puússlandi. Framlbjóðendurnir voru jafnmargir og kjósa átti, svo að ætla mlætti, að kjörsóknin reyndist hæglætisleg. Á Vesturlöndum verða frambjóðendur til dæmis sjálfkjörn- ir, þegar srvona stendur á. En rússnesku valdhöfunum var bersýnilega mjög í mun, að kjósendur sætu ekki heima, enda er kosning'askylda þar í landi. Og þeir þurftu heldur ekki að kvarta. Níu hundruð niíutíu og sjö af hverjum þús- und kjósendum mættu á kjörstað til að krossa við nafn þessa eina frambjóðanda, sem þeir áttu kost á. Víðátta landsins mátti sín lítils fyrir áhuga fólksins, og iheilsufar þjóðarinnar virðist hafa verið mleð ágætum þennan eftirminnilega kjör- dag þar austur frá. Þetta er þó ekki heimsmet í kjörsókn. Þýzku nazistarnir munu á sánum tíma hafa smalað náu hundruð niíutáu og étta af hverjum þúsund kjóendum; á kjörstað til að senda Hitler, Göring, Göbbels og félaga á þing. Kommúnistar á Vesturlöndum kváðu fast að orðf um þann skrípaleik, enda voru Rúlssar þá ekki farnir að sviðsetja kosningar hjá sér — Stalín heitinn eyddi ekki táma í slíkan óþarfa. Nú er hins vegar austræna lýðrÁðið komið til sögunnar og minnir heiminn á þýzka einræðið. En kommúnistablöðin á Vest- urlöndum haifa ekker.t við það að athuga. Flest þeirra telja mieira að segja autsræna lýðræðið til einstakrar fyrirmynd- ar. Raunar hefur Þjóðviljinn hér hjá okkur sem fæst orð um kosningarnar í Rússlandi á dögunum, en það stafar víst af því, að hann sé orðinn spéhræddur. En auðvitað finnst honum ekkert athugavert við þetta. Hann fer bara svona vel rrneð aðdáun sína á austræna lýðræðinu. Afleiðdngar þessa fyrirkomulags hafa orðið örlagaríkar. Uppreisnin í Ungiverjalandi stafaði til dæmis af því, að* þjóð in vildi ekki una við auStræna lýðræðið, sem einkenndist af kúgun, ofstjórn og óstjórn. En þá voru rússnesku skrið- drekarnir gerðir út af örkinni til að verja málstað aust- ræna lýðræðisins og tryggja honurn sigur. Önnur rök, sem uim munaði, voru ekki fvrir hendi. Mennirnir, sem sætta sig við kjörsóknina í Rússlandi, sýna ekki aðeins vald- höfunum þar austur frá Lítilmannlega hlýðni. Þeir velja á milli lýðræðis og einræðis. Svo miskunnarlaus er komm- únisrrjinn við fylgisnfenn sína. Myndlistin og handritin ÍSL-ENZK MYNDLIST á sér enn ekki langa sögu, en af henni eru samt mikil og gleðileg tíðindi. Við höfum eignazt ágæta mlálara og myndhöggvara undanfarin ár, og sú heilla þróun heldur áfram. íslenzk myndList vekur Líka athygli erlendis. Virðist því ástæða til að ætia, að útLendingar kunni að sækjast eftir máiverkum og höggmyndum héðan í framtíðinni. Þar með glaíast okkur verðmjæti, sem síðar jmeir kunna að metast gersemar á borð við handritin, er fiutt voru úr landi forðum og enn hafa ekki átt afturkvæmt til íslandis. Væri ekki ástæða til þess fyrir íslendinga að hyggja að þessari staðreynd nú þegar og gera ráðstafanir til að varð- veita dýrgripi íslenzkrar myndlistar? Aðrar þióðir hafa löngu valið þann kostinn. Hér er ekki mælt með því að skerða hagsmuni iistamannanna heldur að efna til eftirlits með því, hvað sé flutt úr landi af ísLenzkri myndlist. En um leið þarf að sjá svo um, að iistasafn ríkisins verði samkeppn isfært við aðra aðila í þessu efni — og raunar bæði heima fyrir og eriendis. Hins vegar er mikill munur á því, hvorí dýrgripum okkar er búinn framtíðarstaður á íslandi eða þeir sogast út á veraldarhafið, þar sem enginn veit, hvert þeir kunna aðberast. íslendingar hafa reynt að gera mikið fyrir myndiist sína, og hún nýtur í ríkum mæli viðurkenningar og að- dláunar. Einmitt þess vegna ætti áiþingi að taka þessa hug- mynd til athugunar. í því efni er betra að bregðast við fljótt en um. seinan. ( Utan úr heimi ) FELIX GAILLARD, forsæt- isráðherra Frakka tók á sig á- byrgðina á loftárásinni, enda þótt hún hafi verið gerð á móti vilja hans. Þá glataði stjórnin því valdi, sem hún hafði. Jafn- aðarmenn á þjóðþinginu kröfð ust þess, að herforinginn, sem fyrirskipaði árásina yrði dreg- inn fyrir lög og dóm, en Gail- lard þrjózkaðist. Hægri menn ásökuðu hann fyrir slælegan stuðning við franska herinn. Og þingið allt ásakaði hann fyrir að stjórna ekki Frakklandi. Áður en Gaillard settist í I sæti forsætisráðherra hafði þingið reynt alia möguleika, persónulega og pólitíska. til að mynda stjórn. Felix Gaillard var síðasta úr- ræðið, hann var fulltrúi hinna yngri stjórnmálamanna, þeirr- ar kynslóðar, sem ekki hafði enn orðið undir í valdabarátt- unni. Eftir Gaillard er raunar enginn nýr möguleiki fyrir hendi. Þá vaknaði spurningin: Hvað kemur á eftir Gaillard? Enginn er fær um að svara því með fullri vissu. En eins og alltaf þegar ringulreiðin og óróinn hefur komizt í algleyming í Frakklandi eftir stríðið, þá hef ur eitt nafn verið nefnt æ oft- ar: Charles de Gaulle, hershöfð ingi. Um leið og nafn hans er nefnt verður manni á að spyrja hvort hann sé Frökkum tákn möguleika eða draums. Eitt er víst, — de Gaulle er gott frétta efni fyrir blöðin. Fyrirsagnir um þverar síður segja, að nú sé þess skammt að bíða, að , hann rjúfi þögnina. Alvarleg- • ir fréttaskýrendur telja, að ekk ert verði gert nema hann verði spurður álits. Og svo oft hrópa riíhöfundar á de Gaulle .bjarga oss‘. að stundum minnir á ,refsa 1 oss‘. De Gaulle dró sig í hlé fyrir þremur árum. Hann leit svo á, að ekkert yrði gert innan ramma stjórnarskrárinnar frá 1946, en með henni lenti allt vald í höndum þingsins, en rík- isstjórnin varð valdalaus. Þeg- ar svo kerfinu var ekki breytt né hann kallaður til að betrum bæta stjórnarfarið bá hvarf hann af sjónarsviðinu og bíður þess eins, að allt sigli í strand. Hann lét ekkert frá sér heyra og gerðist þögull áhorfandi, er fylgdist með viðburðunum af djúpri fyrirlitningu. Síðan hefur þögn hans þjak- að Frakkland. De Gaulle tók á móti gestum heima hjá sér eins og óopinber þjóðhöfðingi. Hinir ólíklegustu stjórnmála- menn sóttu hann heim, eins og til dæmis Lacoste og Pierre Mendés-France. Og allir fengu bá hugmynd, að de Gaulle væri þeim sammála. Skýringin á því er sú, að de Gaulle kærir sig ekki um að vera stjórnmála- maður í hinni venjulegu merk ingu þess orðs. Hann vill vera tákn þjóðarinnar í heild, — tákn „hins eilífa Frakklands“. Daglegir viðburðir og athafn- ir hafa lítið gildi í augum þessa sérkennilega persónuleika. Eftir því sem erfiðleikarnir hlaðast upp, bví háværari verð ur orðrómurinn um endurkomu de Gaulle. Fyrir NATO fund- inn í desember héldu margir því fram, að nú væri stundin komin. Hann ætlaði að riúfa þögn sína. En hvað gerðist? Ekkert. De Gaulle steinþagði. Síðan kom Sakiet-Siddi- Youssef. Sendiherra Túnis hafði tal af de Gaulle áðirr en hann yfirgaf París, og lýsti yfir í bvh sambandi, að de Gaulle táknaði ,samvizku Frakklands1. Og De Gaulle lét hafa eftir sér, að nú r.yði á því, að Frakkland Charles de Gaulle og Túnis stæðu saman. Og orð- rómurinn sagði, að hann hefði látið svo um mælt, að hvorki Frakkland né Túnis hefðu leyfi til að „móðga framtíðina“. Víst er um það, að stjórn- málamenn í Norður-Afríku treysta De Gaulle. Einnig virð ast stjórnmálamenn í hinni ,,svörtu“ Afríku setja alla sína von á de Gaulle. Þeir óttast þróunina í Norður-Afríku, og að Frakkar muni ætla þeim sama stjórnarfyrirkomulag og Alsír var boðið uppá með laga- frumvarpinu um sjálfsstjórn, sem samþykkt var í þinginu í vetur. Frumvarp þetta var hin mesta ómynd og raunar verra en ekkert. Franskir stjórnmála menn virtust hafa misst allt vald á sér, þegar svo margir og ógnþrungnir atburðir gerðust hver á fætur öðrum í Norður- Afríku. Stjórnarkerfi landsins er í molum. Algert stjórnleysi ríkir á mörgum sviðum í efna- hagsmálum, réttarfari og skóla málum. Það má heita ógerlegt að endurbæta franska stjórn- arháttu á grundvelli núgildandi stjórnarskrár. Stjórnarkerfið gefur öllum stéttum og einstak lingum leyfi til að skara eld að sinni köku að vild og án bess að hugsa um heildina. Felix Gaillard lýsti því yfir að stjórn hans stæði og félli á nauðsyn- legum stjórnarskrárbreyting- um. En ekkert hefur verið að gert. Undanfarið ár hafa blöðin ritað æ meira um de Gaulle. Fjöldi blaðamanna hefur kraf- izt þess, að de Gaulle yrði fal- ið að hreinsa þjóðþingið og taka völdin. En de Gaulle geðj- ast ekki slíkar aðfarir. Hann er ákveðinn í því, að brjóta ekki lög lýðveldisins. Sagt er, að hann vilji fara eftirfarandi leið: Þingíulltrúar verða að við urkenna, að þeir séu ófærir að ráða við ástandið og samþykktu að veita honum völdin. En þá gerðist atburður, sem fékk mönnum eitthvað að byggja á. Vinograd, rússneski sendiherrann í París gekk á fund de Gauile. Þá þögnuðu menn skyndilega. Sagt er, að sendiherrann hafi tjáð de Gaulle, að Sovétríkin væru þvx mótfallin að NATO eða Banda- ríkjunum væru falin yfirráðin yfir flotahöfninni í Bizerta. Það skiptir litlu máli hvort sendiherrann sagði einmitt þetta eða eittþ.vað annað. París arbúar trúa bví, að hann hafi sagt það, og það er aðalatriðið, og andstæðingar Ameríkana í ! Frakklandi hafa nú fengið byr |í báða vængi. Aðstaða de Gaulle hefur stórum styrkzt við heim- sókn þessa. Það er að segja: Bandaríkin reyna að bola Frökkum út úr olíusvæðunum í Sahara. Hafa ekki Flrakkar í alltaf haldið því fram, og nu ' eru Rússar þeim sammála? — Hvers vegna ættu Frakkar að sækjast eftir samvinnu við Bandaríkjamenn, úr því þeir vinna gegn hagsmunum Frakka í Afríku. Þetta segja andstæð- ingar Bandaríkjanna í Frakk- landi. En hvað hugsar die Gaul- le? Ef á annað borð er hægt að geta sér til um álit de Gaulle, þá er það víst, að hann er þeirr ar skoðunar, að Frakkland sé og eigi að vera stórveldi, og Frakkar eigi ekki að gerast að- ilar að hinum sameiginlega markaði Evrópu, heldur snúa sér að því, að koma á laggirn- ar viðskiptaheild með ríkjum Norður- og Vestur-Afríku. Ólík legt er talið, að de Gaúlle sé andvígur samvinnu Vesturveld anna. En öruggt má telja, að á- ætlunin um frjálsan markað verði stungið undir stól, með- an de Gaulle leysti vandamálin í Afríku. Hann er sennilega eini maðurinn, sem getur sætt hin ólíku öfl. sem þar togast á. Þar með er ekki sagt að hann fái alræðisvald í Frakklandi, en horfur eru á, að af tvennu illu kunni franskir stjórnmála- menn að velja þann kostinn að fá honum völdin til að bjarga því, sem bjargað verður af á- liti Frakklands útá við. Fram- tíðin ,fær ein skorið úr því hvernig málin þróast í frönsk- um stjórnmálum, en eitt er víst, að de Gaulle mun koma þar við sögu í ríkara mæli en undan- farin ár. Framhald af 9. síðu. ÍR er mjög stórtæk og hefur mörg járn í eldinum. íþrótta- menn félagsins verða því að sýna fórnfýsi og dugnað við æfingar. Er ekki að efa að þeir geri það, því að mikið hlýtur að vera í húfi fyrir félagið, að vel til takist í þessum málum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.