Alþýðublaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. marz 1958 AlþýSnblaSlS 0 Vörur frí Póllandi örg og síór í ár og Ungversker úrvalsþjálfari væntanlegur I. maí næstk. Útvegum eftirgreindar vörur frá CETEBE, Lodz : * Ullarmetravörur Herrafataefni Frakkaefni Kjólaefni * Rayonmetravörur Fóðúrefni Kjólaefni :!< Tilbúinn fatnað * Blúndur :1< Bönd og borða >:< Teygjur :1< Tvinna ■* Vaxdúk * Plastdúk 1M AÐALSTRATI 7 ----- REYKJAVÍK Símar 15805 15524 16586 Hálarafélag Rykjavíkur Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 30. marz 1958, í Baðstofu Iðnaðarmanna, kl. 2 e. h. Dags'krá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar ÍReikningar liggia frammi á skrifstofu félagsins, Þórs- götu 1. Stjórn Málarafélags Reykjavíkur. ÍÞröftir ) STJÓRN íþróttafélags Reykja- víkur boðaði íþróttamenn á sinn fund s.l. föstudag og skýrði þeirn frá helztu viðfangs efnum félagsins á þessu ári og því næsta. IJNGVERSKUR ÞJÁLFARI VÆNTANLEGUR. Þegar frjálsíþróttaflokkur IR var i Moskvu á s.l. sumri kvnnt ist fararstjórnin hinum kunna ungverska þjálfara Gabriel Si- monyi Gabor. Fóru IR-ingarn- ir þess á leit við Gabor, að hann jéðist til félagsins sem þjálfari r.æsta haust og dveldi héj í eitt ár. Ekki fékkst samþykki fyrir þ.essu hjá ungverska frjáls- íþrótíasambandinu eða ung- verskum vfirvöldum. St.jórn ÍR vildi samt ekki gefast upp og sendi nýtt tilboð til Ung- verjaiands um, að Gabor fengi leyfi til að fara til íslands 1. maí og þjálfaði ÍR-inga í fjóra mánuði, þ.e. maí, júní julí og ágúst; SAMÞYKKI FENGIÐ. Síðastliðinn ifi'mimtudiag kom bréf frá Gabor, þar sem hann skýrði frá því, að ungverska ff.jálsíþróttasambandið hefði nýlega samþykkt þetta tilboð og að hann myndi að öllu for- fallalausu, koma til Reykjavík- ur fyrir 1. maí. Gabor er aðalþjálfari ung- verska frjálsíþróttasambands- ins í tæknigreinum og einnig mjög hæfur körfuknattleiks- og handknattleiksþjálfari. Af írægum íþróttamÖnnum, sem Gabor hefur þjálfað má nefna Evrópumeistarann í langstökki, Földöss-y, en hann hefur stokk ið 7,80 m í langstökki, sleggju- kastarinn Csermak, sem varð OL-meistari í þeirri grein 1952, grindahlaupararnir Retezar, 14,4 sek í 110 m grindahlaupi og Lippay, ungverskur met- liafi í 400 m grindahlaupi. — Hann hefur einnig veitt kringlu kosturunum Klics og Szesinyi tilsögn, spjótkastaranum Vuja- cic, stangarstökkvaranum Hom. monay, kúluvarparanum Mi- halify og svona mætti. lengi telja. Gabor dvaldi um tíma í Þ’ýzkálandsfárar ÍR í handknattleik árið 1957. Engl-andi og þjálfáði enska í- þróttamenn, t.d. kringlukastar- ann Paroh. A þessu sést að það er enginn viðvaningur. sem hér í.'i á ferðinni. KÖRFUKNATTLEIKSMENN TIL SVÍÞJÓÐAR OG AUSTUR-ÞÝZKALANDS. Það verða. mörg verkefni og stór, sem körfuknattleiksmenn ÍR fá að glíma við í ár og 1959. í samfcandi við hópferð ÍR á EM í Stokkhólmi munu meist- araflokkur og 2. flokkur fara til Stokkhólms og þreyta þar keppni ,við beztu körfuknatt- leiksfélög Síokkhólms. Það er Gunnar Bjaxnason, einn af liðs mönnum félagsins í körfuknatt leik, sem skipulagt hefur ferð þessa, en hann hefur dvalið við nám í Stokkhólmi í vetur og æft með sænsku meisturunum, KFMTJ Söder, en það félag sér um móttökurnar í Stokkhólrni. í byi’jun október kemur svo austur-þýzka félagið DHfK frá Leipzig hingáð í boði ÍR og keppir við félagið og beztu fé- lög í Reykjavík og nágrenni. ÍR-ingar fara síðan í boði DHf- K til Leipzig. í ágúst 1959 á mikla íþróttaháííð, sem þar fer fram og keppir við austur-þýzk félög. DHfK er í fremstu röð austur-þýzkra félaga í körfu- knattleik. HANDKNATTLEIKSMENN FRÁ JÚGÓSLAFÍU. Þegar meistaraflokkur IR var MEISIARAMÓT í FRJÁLSUM ÍÞRÓTÍUM í DAG. i fer fram í íþróttahúsi Háskól- ans í dag og hefst kl. 3 e. h. Á mótinu í dag verður keppt í 5 greinum, en stangarstökks- keppnin fór fram í gær í IR- húsinu. Úrslit voru ekki kunn er blaðið fór í prentun. Grein- arnar, sem keppt verður í eru; langstökk, hástökk og þrístökk án atr., kúluvarp og hástökk með atr. Flestir heztu íþróttamenn landsins eru meðal keppenda, þ. á m. Vilhjálmur Einarsson, Valbiörn Þorláksson, Gunnar Huseby, Heiðar Georgsson, Jón Pétursson, Björgvin Hólm, Friö rik Guðmundsson o. fl. Um kvöldið ikl. 8 verða af- hent verðlaun og kaffi veitt í Valbjörn Þorláksson. samkomusal SÍS við Sölvhóls- götu. Keppendur og starfsmenn MEISTARAMÓT íslands í mótsins eru velkomnir í það frjálsum íþróttum innanhúss I samsæti. í keppnisferð í Vestur-Þýzka- landi s.l. haust tókust kynni við júgóslafneska félagið Zagreb, sem einnig var í keppnisferð í V-Þýzkalandi. Upp úr þessum kynnum var samið um gagn- kvæmar heimsóknir og mun flokkur frá Zagreb koma til Reykjavíkur í nóvembér n.k., en IR-ingar fara síðan til Júgó slafíu á næsta ári. FRJ ÁLSÍÞRÓTTAMEN N TIL SVÍÞJÓÐAR OG FINNLANDS Áður hefur verið skýrt frá væntanlegri för frjálsíþrótta- manna félagsins til Svíþjóðar næsta sunsir í boði Bromma. Þangað fer 18 manna flokkur og þreytir félagakeppni við Bromma, en auk þess fer flokk urinn einnig til Varkaus í Finn landi og' keppir þar. Einnig munu frjálsíþróttamennirnir keppa á fleiri mótum í Svíþjóð eftir EM. ABRAR HEIMSÓKNIR OG UTANFERÐIR. Eins og skýrt hefur verið frá hér á síðunni í sambalidi við umsögn um Sundmótið á mið- vikudaginn hefur ÍR boðið clanska sundkappanum Lars Larsson á ÍR-mótið og einnig sænsku sundkonunni Karin Larsson, sem var í Olympíu- liði S’vía í Melbourne 1956. Bezti tími Larsson er 57,7 sek í 100 m. skriðsundi sá bezti á orðurlöndum í ár, en Karin hef- ur synt 100 m. á 1:06,9, eða 1/10 úr sek betri tími en Ágústa Þarsteinsdóttir. Getur því orð- ið um harða keppni að ræða milli þeirra og ekki verður keppni Larssons og Guðmund- ar síðri í skriðsundi. Sunddeild IR er einnig í sambandi við norska sundfélagið Speed í Ósló og mun að öllu forfalla- lausu senda 8—10 manna hóp sundmanna og kvenna til .Ósló í ágúst n.k. Skíðadeild félagsins er svo að semja við nörska félagið Ready um gagnkvæm íþrótta- mannaskipti, en ekki er að fullu búið að ganga frá því máli ennþá. Að lokum má svo geta þess, að til mála getur komið að fimleikaflokkur kvenna úr ÍR fari í sýningar- ferð til, Noregs. í sumar. MÖRG OG STÓR VERKEFNI. Á þessu vfirliti sést, að stjórn Framhald á 3. síðu. Samsýning nokkurra bandarískra listmálara í bogasal Þjóðmmja- safnsins. Opin kl. 2—10 e. h. Fáir dagar cftir. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi LÁRUS HANSSON verður iarðsunginn frá Dómkirkiunni þriðjud. 25. þ, m. kl. 1,30 e. h, Blóm afbeðin. Þeim, sem vildu mfnnast hins látna er bent á líknarstofnanir. At.höfninni verður útvarpað. Guðbjörg Brynjólfsdóttir Börn og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.