Tíminn - 07.04.1965, Síða 3

Tíminn - 07.04.1965, Síða 3
MTOVIKUDAGUR 7. aprfl 1965 TÍMINN í SPEGLI TlMANS Danir hafa kjörið sína Ung- frú Danmörk fyrir þetta ár og sést hún hér á myndinni. Hún heitir Jeanette Christiansen og er 18 ára, 172 cm á hæð. Hún mun síðar á þessu ári keppa um titilinn Miss Univers Jeanette starfar sem nár- greiðsiunemi, og vissi ekki fyrr en á síðustu stundu, að hún átti að taka þátt í samkeppninni, því að ein vinkona hennar hafði sent Dansk Familieblad, sem sér um keppnina, mynd af henni án þess að hún hefð> hugmynd um það. Það hefur tekið þrjú ár að flokka skjöl Siir Winston Chur- chills, sem voru afhent Publ'ic Record Office í London tyrir mörgum árum. Skjölunum hef- ur verið skipt niður í tvo höf- uðflokka eftir timaröð, þ.e. skjöl fyrir 1945 og skjöl eftii 1945. Skjöl þessi fylla hiliur sem eru samtals 150 metrar á lengd! Þetta er í fyrsta sinn, sem þessi opinbera stofnun flokkar þann'ig skjöl einstaklings, en á- stæðan er að sjálfsögðu sú, að öll skjöl Churhills muno verða sagnfræðingum til mikils gagns í framtíðinni. ★ Kvikmyndafélag eitt ætlaði nýlega að hefja töku kvikmynd ar í París, eti vantaði hús, sem s.prengja mætti í loft upp. Fé lagið auglýsti því í dagblöðun- um og bað um tilboð. Mörg bréf bárust, en þau voru öll frá óánægðum borgur- um, sem bentu á eina húsið i París, sprengja þyrft'i í loft upp — sem sagt fjármálaráðu neytið! ★ Kaupmannahöfm hefuir ákveð- ið að svæðið á milli Frelsis- safnsins, Gefjunargoshversins og eosku kirkjunnar þar í borg kallist hér eftir .Churchill parken“ til heiðurs Sir Winston Churchill. Er ætlunin, að stað setja styttu af Churchill í miðj um garðinum. MYNDIN HÉR AÐ OFAN var tekin nýlega fyrir utan Noirfolk Hotel í Nairobi, Kenya, skömmu áður en hlin árlega auksturskeppni, The East African Safari rally“, átti að hefjast. Á myndimni eru frá vinstri Stirling Moss, einn frægasti aksturskappi Breta, systir hans, Pat Moss Carlsson, að stoðarbflstjóri hennar, Elizabeth Nyström, og eiginmaður Pat Erik Carlsson, sem er aðstoðarbíl- stjóri Stirling Moss. henni mörg ný lög eftir John Lennon og Paui McCartney. Auk bítlanna leika í kvik- myndinni m.a. Eleanor Bron, Leo McKern og Victor Spinetti. ★ Prófessor eitnn í Detroit í Bandaríkjunum, Robert Ett- inger, hefur skrifað bók, þar ÞESSI FAGRA FROSKSTÚLKA leikur í kvikmyndinni „Thund- erball“, sem um þessar mumdir er verið að taka í Frakklandi. Stúlkan heitir Claud'ine Auger og var hún kjörin Ungfrú Frakk- land árið 1958 og varð önnur í Miss World-keppninni sama ár. f þessari James Bond-kvikmynd leikur hún Domino. „Eight Arms To Hold You“ verður nafnið á næstu kvik- mynd The Beatles, sem um þessar mundir er verið að kvik- kvikmynda í austurrísku ölp- unum. Það er United Artist, sem mun sctnda kvikmyndina á markaðinn éinhverntíma í haust. Framleiðandinn ætlaði að láta kvikmyndina heita „Beatl- * es’ Two“, en bítlarnir fundu sjálfir upp nýja nafnið og farnnst það miklu betra. Walter Shenson framleiðir kvikmyndina, en Richard Lest er sér um léikstjórnina, en þeir stóðu cinnig að fyrstu kvik- mynd The Beatles, „A Hard Days Night“. Þetta verður fyrsta litkvikmynd bítlanna og að sjálfsögðu verða leikin í sem hann bendir á nýja aðferð til þess að verða ódauðlegur í eiginlegri merkingu — þ.e. að lifa hér á jöirðinni um alla ei- lífð! Að ferð hans er þessi: — Þegar maður deyr, þá á að djúpfrysta lík hans samstundis og geyma það síðan í því á- standi ásamt nákvæmri lýs- ingu á því, hvað olli dauða hans. Einhvem tíma í framtíð- inn — eftir 300 ár eða 600 eða 1000 ár — þegar læknar geta örwgglega læknað umræddan sjúkdóm, þá taka læknarnir til Við umrætt djúpfrosið lík og lækna mannimn — eða vekja hann til lífsins aftur! Bók prófessors Ettingers, „Möguleikar á ódauðleika“. hefur vakið mikla athyigli, og víða í Bandaríkjunum hafa ver- ið stofnuð félög, stofnanir og klúbbar, sem trúa statt og stöð- ugt á kenningar hatis. * Brezka kvikmynda-akademíao hefur úthlutað sínum árlegu kvikmyndaverðlaunum. Anne Bancroft hlaut verðlaunin sem bezta erlenda kvikmyndaleik- konan og Marcello Mastroianna sem bezti erlendi kvikmynda- leikarinn. „Dr. Strangelove“ hlaut verðlaunin bezta kvik- myndaleikkonan fyrir leik sinn I Charade, þar sem hún Iék á móti Gary Grant. ★ Maria Callas á að syngja „Tosca“ í Covent Garden í London 5. júlí í sumar, og eru miðarnir á óperuna þeir dýr- ustu í sögu þessa merka óperu- húss. Þeir kosta frá 4500 til 13.500 krónur íslenzkar! * „FÝKUR YFIR HÆÐIR" Löngum hafa vatnsföllin valdið samgönguerfiðleikum á landi hér. Þegar bílarnir leystu af hólmi þarfasta þjóninn, jukust enn vand ræðin, því að bíllinn með öll sín hestöfl reyndist ekki jafnoki hests ins í viðskiptum við árnar. Þess vegna hefur verið lagt kapp á byggingu brúa, eftir því sem ak- vegir hafa teygzt um landið. Undanfarin ár hafa verið byggð ar þrjár brýr í Akrahreppi til að rjúfa einangrun býla í Austurdal, Kjálka og Norðurárdal. Brýr þess- ar eru á Austari-Jökulsá, Norðurá og Egilsá. Þótt vegir séu enn mjög ófullkomnir um byggðarlög þessi, þá er þó svo komið, að allir bæir í hreppnum hafa nokk- urn veginn akfæran veg yfir sum- artímann, nema einn, þ.e. Borg- argerði í Norðurárdal. Fólkið þar á enn yfir Norðurá óbrúaða að sækja með alla sína aðdrætti og ferðalög. Börnin vaða í bússum, eða fara á ís, oft ótryggum, í veg fyrir skólabílinn, jafnan í myrkri báðar leiðir í skammdeginu. Dög um saman verður mjólkinni ekki komið yfir á veginn, meðan vor- flóð standa yfir, og mætti svo lengi telja, en verður ekki gert hér. Hafa ábúendur Borgargerðis lengi reynt að fá úr þessu ,þætt með brú á ánni, en orðið lítið ágengt til þessa. Heyrzt hefur að einhverjum ráðamönnum hafi dottið í hug það snjallræði að leysa málið á ódýrari hátt, með því að gera eitthvað, sem veg mætti kalla, inn Norðurárdal sunnan ár að Borgargerði. Með tíl liti til þess, hversu vegarsamband þetta yrði umræddu býli óhag- stætt, vaknar sú spurning, hvort ekki ætti jafnframt að sjá heim- ilinu fyrir bússum af opinberu fé. Ég tel engan vafa á, að þær yrðu oftar notaðar en vegurinn. Veldur því hin örstutta leið yfir á þjóð- veginn. Ég skal taka það fram, að góður vegur milli Egilsár og Borgargerði væri mjög æskilegur, einkum eftir að búið væri að brúa Norðurá hjá Borgargerði, en get- ur ekki með nokkru móti talizt fullnægjandi samgöngubót fyrir jörðina eina sér. Það verður þvi að teljast lík- legt, að Borgargerði farj í eyði fyrr en seinna, ef ekki verður myndarlega á málinu tekið og áin brúuð á hentugum stað. Til munu þeir vera, sem telja skaðlaust þó að svo íæri, en að mínu áliti er tvöföld ástæða tii að halda þessari jörð í byggð. Hin fyrri og almenna ástæða er sú, að það er þjóðarskaði, að rækt- unarlönd og góð húsakynni stand: auð og yfirgefin og engum tij gagns. Er vissulega komið nóg af slíku þó að ekki sé beinlínis ýtt undir þá öfugþróun með ímynd- uðum sparnaði á opinberu fé. En svo er önnur hlið á þessu máli. Hliðin, sem snýr að hinum al- menna vegfaranda. Öxnadalsheiði hefur jafnan ver ið örðugasti kaflinn milli Reykja- víkur og Akureyrar fyrir vetrar- ferðir bifreiða. Er hún sem kunn- ugt er bæði illviðrasöm og snjó- þung og brattlendi mikið á heið- inni. Á ýmsu hefur gengið í vetr- arferðum og margir orðið harla fegnir að ná til næstu baeja við heiðina, sem löngum voru Fremri- Kot og Bakkasel. „Það er annað Framhald á 12. sfðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.