Tíminn - 07.04.1965, Page 12
• M t
I , f I f ( T 1
12
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 7. aprfl 1965
GRASFRÆBLÖNDUR 1965
GRASFRÆBLANDA „A“
Þetta er alhliða blanda, sem hægt er að nota víðast hvar á landinu í ýmsan
jarðveg, en þó einkum i mýrar, valllendismóa, valllendi og flög í gömlum
túnum. Inniheldur 50% Engmó Vallafoxgras. Sáðmagn 20 til 25 kg. á hekt.
GRASFRÆBLANDA „B"
Þessi blanda er ætluð þeim svæðum þar sem kalhætta er mest og harð-
viðrasamt er, en auk þess má nota hana til sáningar í beitilönd. Háliðagras
er rík-jandi þáttur í blöndunni. Sáðmagn 25 til 30 kg. á hektara.
GRASFRÆBLANDA „C"
Þetta er sáðskiptablanda. I henni eru tvær skammærar tegundir, Rýgresi
og Axhnoðapuntur, sem eru snemmvaxnar og gefa mikla uppskeru strax
á fyrsta sumri. Sáðmagn um 30 kg. á hektara.
ÓBLANDAÐ GRASFRÆ.
Vallafoxgras Engmo
Háliðagras
Rýgresi
Vallasveifgras
KÁLFRÆ
Fóðurmergkál
Rape Kale
Fóðurrófur
PANTIÐ TÍMANLEGA.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
INNFLUTNINGSDEILD
málum, að hún fari þess vegna
í eyði, þá sé í rauninni verið að
stuðla að sömu öfugþróun í Norð-
urárdal, og varð í Öxnadal. Þegar
Bakkasel stóð eitt eftir fjarri
mannabyggð, þá voru örlög þess
ráðin. Myndi ekki fara eins um
Fremri-Kot? Þótt eigi hafi verið
rekið gistihús og greiðasala á Kot-
um, þá hefur sá bœr gegnt mjög
þýðingarmiklu hlutverki gagnvart
ferðum um heiðina. Þangað hefur
verði hringt og spurt um veður
og snjólag, og þangað hafa ferða-
menn ieitað, sem af ýmsum ástæð-
um hafa orðið að yfirgefa bíla
sína á heiðinni vestanverðri. Það
var þangað, sem bílstjórinn gekk
stórslasaður, þegar bíllinn hans
hrapaði á svellbunka í Giljureitn-
um og bjargaði þar með sínu eig-
in lífi og félaga síns, sem lá
ósjálfbjarga á heiðinni. Má full-
yrða, að þá hafi byggðin í Norð-
urárdal bjargað tveimur manns-
lífum, því að það var hinum slas
aða bílstjóra ærin raun að kom-
ast að Kotum, svo og manninum
sem lá ósjálfbjarga í illviðrinu á
heiðinni að bíða eftir fyrstu hjálp,
sem auðvitað barst þaðan.. Ætti
þessi atburður einn að nægja til
að minna á, hversu þýðingarmiklu
hlutverki Fremri-Kot geta gegnt
fyrir vegfarendur, þótt eigi sé þar
rekin greiðasala, enda sjaldan
spurt um það, begar válega hluti
ber að höndum.
Nú gæti einhver spurt, hvort
ekki væri nóg að Kot haldist í
byggð, þó að Borgargerði færi þá
í eyði. Ég myndi svara því þann-
ig, að í flestum tilfellum væri
það nóg fyrir ferðamanninn, en
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
„FÝKUR YFIR HÆÐIR"
Framhald at 3. síðu
að kveðja á kotum, en komast í
Bakkasel" kvað þjóðskáldið Davíð
Stefánsson.
Áður en við snúum okkur að
málefnum Norðurárdalsins, ætt-
um við að athuga, hvað gerzt hef-
ur austan heiðarinnar.
Fram á síðustu áratugi var
Öxnadalur allur byggður inn að
heiði, en þar stóð, og stendur
raunar enn, innsti bærinn, Bakka-
sel. Var þar rekin greiðasala og
gistihús um langt skeið til ómet-
anlegs gagns og öryggis fyrir um-
ferðina um heiðina. En svo fór að
síga á ógæfuhliðina, án þess að
því væri veitt veruleg athygli í
byrjun. Byggðin í innri hluta dals
ins fór að grisjast hægt og rólega.
Má telja líklegt, að helztu orsak-
ir þess, að jarðirnar fóru í eyði,
hafi verið snjóþyngsli og jafnvel
snjóflóð, óþurrkar um sláttinn og
erfið ræktunarskilyrði með þeim
tækjum, sem þá voru fyrir hendi.
Hélt þessi grisjun áfram, þar til
öll býli í innanverðum Öxnadal
voru komin í eyði, nema greiða-
sölustaðurinn Bakkasel, sem einn
hélt velli lengst inn við heiði. Þeg-
ar hér var komið sögu, fór þess að
verða vart, að lítt var eftirsótt
lengur að reka þar búskap og
greiðasölu. Nú rann það upp fyrir
glöggum mönnum, að Bakkasel
yrði þó að haldast í byggð, hvað
sem yrði um aðrar jarðir í daln-
um. En það er skemmst frá því
að segja, að þrátt fyrir góða við-
leitni forustumanna í samgöngu-
málum, þá tókst ekki að fá ábú-
anda á jörðina til lengdar, enda
þótt nokkur styrkur væri í boði,
þeim sem vildu reka þar greiða-
sölu ásamt búskapnum. Reyndist
það hér sem annars staðar, að
grisjun byggða er eins og mein-
semd, sem breiðist út og erfitt
er að stöðvá, því að þar á það
líka við að „maður er manns
gaman“ og kemur margt fleira
til, svo sem enn verri aðstaða til
alls félags- og skemmtanalífs,
smölun verður lítt framkvæman-
leg og minnkandi öryggi á flest-
um sviðum.
Þegar sýnt var, að Bakkaseli
yrði ekki haldið í byggð, þá var
ákveðið að hafa þar sæluhús til
öryggis í vetrarferðum. Var þar
vissulega bjargað því, sem bjargað
varð, en hætt er við, að hröktum
ferðamönnum yrði þar köld að-
koma, miðað við það, sem áður
var.
Síðan heiðakotin Hálfdánartung
ur og Krókárgerði fóru í eyði
seint á öldinni sem leið, hefur
næsti bær við heiðina að vestan
verið Fremri-Kot. Liggur vegur-
inn þar rétt við túnið. Ytri-Kot,
nokkru fjær heiðinni, fór í eyði
fyrir rúmum áratug. Er því
Fremri-Kot eina byggða bólið á
allri leiðinni frá Silfrastöðum of-
an í miðjum Öxnadal, sem er
nálægt 40 km. Má segja, að þar
skiptist leiðin í tvo áfanga, að
vísu mjög mislanga. En nokkru
fjær heiðinni og sunnan árinnar
er Borgargerði, sem fyrr segir.
Eini veglausi bærinn í Akra-
hreppi, sem sumir segja, að megi
fara í eyði., Ég tel, að ef búið
er svo að þessari jörð í samgöngu-
Túnvingull
Skriðlíngresi
Hvítsmári
Axhnoðapuntur
Smjörkál
Silona fóðurraps
Sáðhafrar (Sólhafrar II)
Nýtt frá Lorelei
Matarkex í glæsilegum umbúðum komið í flestar
matvörubúðir landsins. Innihald hvers pakka um
350 gr. — Smásöluverð kr. 18.90.
Söluumboð: Verzlanasambandið, sími 38560.
Heildv. Magnús Kjaran, sími 24140.
Vörusala Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga, símar 21555 og 17080.
SELFOSS
Til sölu 4. herb. íbúðarhæð, góð geymsla og
þvottahús í kjallara, bílskúrsréttur.
Upplýsingar gefa Árni Guðmundsson K. Á.
og Snorri Árnason lögfræðingur Selfossi.
hvaða tryggingu höfum við fyrir
því, að fólk vilji heldur vera á
Kotum en annars staðar á land-
inu, þegar allt er komið í eyði
í kringum það? Er ekki einmitt
nauðsynlegt að búa þannig að
Borgargerði að það geti haldizt
í byggð, með því að koma bæn-
um í viðunandi vegarsamband?
Vegalengdin milli Fremri-Kota og
Silfrastaða er 11 km. og stendur
Borgargerði nálægt miðju vegu
þar á milli, en hinum megin árinn
ar. Gæti því sá bær verið mjög
tiltækur þeim, sem illa væru á
vegi staddir, einmitt ef brú væri
þarna á ánni, en það sem ég tel
þó þyngst á metunum, er að byggð
in í dalnum má ekki við því að
-minnka frá því sem orðið er,
nema til landauðnar horfi. Myndi
því brú á þessum stað ekki ein-
ungis gera sitt til að skapa mann-
sæmandi lífsskilyrði á býli þessu,
heldur beinlínis og óbeinlínis vera
til mikils öryggis fyrir alla um-
ferð á einum fjölfarnasta þjóð-
vegi landsins.
Verum minnug þess, að þætti
heiðarbýlisins í sögu íslenzka
ferðamannsins er enn ekki lokið,
og í vissum kringumstæðum get-
ur hlutverk þess orðið svo stórt,
að erfitt sé að meta það til fjár.
Við háttvirta alþingismenn og
aðra forráðamenn samgöngumála
viJ ég þvi að lokum segja þetta:
GEVAFÓTO
LÆKJARTORGI
RAÐSKONA
Kona með 3 börn óskar eft
ir að komast í sveit í sum
ar, ársvist gæti komið til
greina. Tilboð sendist blað
inu.
Merkt „Gott heimili“.
Ef Norðurárdalur fer í eyði, þá
látið það ekki vera ykkar sök.
Gilsbakka 1. febrúar 1965.
Hjörleifur Kristinsson.
BERNHARÐ
Framhald af 8. síðu
en bæti því við, að ég hef átt
fleiri en eitt símtal við Bemharð,
og raunar fleiri en tvö.
Ég get endurtekið það hér, að
ég kann ekki mann að þekkja
ef Bernharð Stefánsson lætur frá
sér á bók annað en það, sem
hann telur satt og rétt. Annað
mál er það, að ég tek því ekki
þegjandi að hann beri mér ósann-
indi á brýn.
Ég stend við framburð minn
í þessum efnum og sé ekki ástæðu
til að hafa um það fleiri orð,
nema þá ef svo skyldi fara, að
ég sæi mig hafa eitthva^ ]pi«
rétta.
Halldór Krisl.; - sson.
N