Alþýðublaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 1
XXXIX. érg. Fimmtudagur 3. apríl 1958. 77. tbl. Bandaríkin sfySja fil- um 12 mílna fiskveiðiréftindi. FULLTRÚI Bandaríkianna á ráðstefnunni í Genf mælti í gær gegn fulltrúa Breta á ráðstefn- unni um sex rnílna land- helgi. Kvað:st bandaríski fuli- trúinn vera fylgjandi tillögu Kanada um þriggja mílna land helgi og tólf mílna fiskveiðirétt indi. Brezka tillagan var á þá leið, að landhelgin sky-ldi vera sex mílur, en skipaferðir skyldu vera frjálsar allt að þrem míl- um inn fyrir landhelgislírmna. Bandaríkjgmenn hæfta ekki fiíraunum meé kjarnGrfcuvopn. EISENHOWER sagði á blaða mannafundi í gær, að Banda- ríkjamenn mundu ekki hætta tilraunum með kjarnorkiivopn. Hefði það verið í athugun löngu áður en Rússar ákváðu að hætta siínum tilraunum, en ekki Var talið að ástæða væri til að hætta tilraununum. Kvaðst Eis erihower ekki taka þátt í áróð- urskapphlaupi Rússa um að hætta tilraunum með kjarn- orkuvopn. „ G A U K S K L U K K A N hið nýja leikrit Agnars Þórðarsonar, var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu í gærkvöldi. Er leikritið alvarlegs efnis, lýst nú- tímafólki íslenzku og vandamál þess tekin til meðferðar. Þetta er veigamesta verk höfundar til þessa og mun áreiðanlega verða talið með helztu verkum íslenzkra leikritahöfunda. Að þessu sinni gefst ekki tími til að rekja efni þess eða ræða það nánar eða geta um meðferð einstakra leikara og sviðsetn- ingu. Lárus Pálsson annast leikstjórn, en hlutverkin hafa þau með höndum : Herdís Þorvaldsdóttir, Benedikt Árnason, Ævar Kvaran, Arndís Björnsdóttir, Helg.i Skúlason, Válur Gísla- son, Bryndís Pétursdóttir, Jón Aðils, Helga Bachmann, Anna Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson og Eiríkur Örn Arnar- son. — Leikritið er í tveim þáttum og hefur Lothar Grund gert leikritatjöldin. Á frumsýningu var leikritinu ákaflega vel tekið og höifundi, leikstjóra o(g leikurum þakkað pieð áköfu lófataki. Lagt til að alþinqi setji iög um vinnubrögð úthlutunarnefndar og skiptingu fjárins. ÚTHLUTUNARNEFND listamannalauna hefur lokið störfam, og er úthlutunarlistinn birtur á öðrum stað í blaðinu í dag. Ágreiningur varð í nefndinni um fyrirkomulag lista- mannalauna, og lagðj Helgi Sæmundsson til, að alþingi setji lög um vinnubrögð úthlutunarnefndar og skiptingu fjárins. Vakti fyrir honum. að úthlutunin verði samræmd tillögum nefndar, cr skinuð var haustið 1956 og mælti méð nýju fyrir- komulagi listamannalaunanna. Magnús Jónsson prófessor. Magnús Jónsson prófessor lézt i gærdag. MAGNÚS JÓNSSON pró- fessor, lézt í gær í Landsspít- al^uium. Hann hafði legið þar þungt haldinn síðan í nóvem- ber síðastliðnuf. Magnús Jónsson fæddist 26. nóv. 1887 að Hvammi í Norð- urárdal1 og var því siötugur að aldri, þegar haun lézt. Lau'k Framhald á 8. síðu. Hel'ztu brevtingar í efri út- hlutunarflokku'num að þessu sinni'eru bær. að Þórbergur Þórðarson rithöfundur fær sömu heiðurslaun og Ásgrím- ur Jónsson, Davíð Stefánsson. Gunnar Gunnarsson og HaT- dór Ki’jan Laxness. en Jón Engijberts bætist í hóy þeirra. sem fá 19000 krónur. Álls fá 120 listamannalaun í ár. BÓKTIN HEI.GA SÆMUNDSSONAR. Út af ágreinmgnum um fvrir komúa® úthhitunarinnar ósk- aði Helgi Sæmundsson svo- felldrar bókunar á síðasta fundi nefndarinnar : ,,Úthlutunarnefndin hefur ekki fallizt á að fækka launa- fiokkunum í þriá ög.hækka f járupphæðirnar að tillögu .minni. Fyrirkomulag úth'ut- unarinnár heizt bvi enn ó- brevtt. Tel é'g þess vegna ó- hiálrvæmilrigt, að alþingi seti' lcg um úth'utunar- flokkana og skiptingu lista- mannalsunanna og ákveði þannig í meginatriðum vinnu- brögð beirra, sem úthlutunina annast. Tilgangur iistamanna- launanna á að mínum dómi að vera sá, að veita beztu listarrönnum eldri og yngri kynslóðarinnar viðunandi starfsskilyrði. Núverandi fyr- irkomulag einkennist hins vegar af því sjónarmiði að Framhald á 2. síðu. nnfiutningsgjöldin svara tii þess að í gengi væru á krónunni 46 flokkar útflulningsuppbóla svara til að skráð væru 23 mismunandi gengi. ÍSLENZKA KRÓNAN hefur isitt skráða gengi, en hið flókna og margþætta kerfi innflutningsgjalda og útflutningsuppbóta veldur því, að í öllum viðskiptum landsmanna er ekki eitt heldur 43 mismunandi gengi. Aðeins örfáar vörur fást fluttar inn á hinu skráða gengi, en nálega allur innflutningur og önnur gjald- eyrissala lýtur 19 mismunandi flokkum iinnflutnings- gjalda, en það er nákvæmlega sama og 20 mismun- andi gengi væru fyrir innflutning. í útflutningnum er málið enn flóknara. Þar eru uppbætur greiddar eftir 46 mismunandi flokkum og eru veittar 23 mis- munandi upphæðir styrkja, sem samsvarar því, að 23 mismunandi gengi væru fyrir útflutninginn. Samtals eru þetta 43 mismunandl gengi. Þessar staðreyndir gera það* d'eginum ljósara, að efnahags- kerfi það, sem íbaldsstiórnin síðasta kom á og sigldi í strand, en núverandi ríkisstjórn hefur haldið gangandi í tvö ár, er komið út í öfgar, svo að ekki verður lengra haldið á þeirri braut: Alþýðublaðið hefur und anfarið birt ýmsar athygiisverð ar upplýsingar, sem sýna hið sanna verðandi efnahagsástand ið. Hafa þessar upplýsingar mjög orðið umræðuefni ann- arra hlaða á ýmsan hátt, en Al- þýðublaðið lætur það sig engu skipta, Þjóðin á heimtingu á réttum upplýsingum um svc mikilsverð mál. Verzlunarmenn og franileið- endur hafa lengi skilið hið sanna í þessu máli, enda tala þeir otftast um, að pundið eða dollarinn kosti svo og svo mik- ið í þessari eða hinni vörunni. ' Sannleikurinn er sá, a'ð í Framhald á 2? síðu. S s s s s s s s s ■ s s s Al-S og uppbætur ^ Umræðuefni á mál- ^fundi Alþýðuflokks- ^manna. • NÆSTI málfundi ^ þýðufíokksmanna verður í ^ ^ Iðnó uppi þriðjudaginn S.b ^ apríl — þriðja í páskum —^ ^og hefst 'kl. 8.30 e. h. Um- S ræðuefni: Uppbætur og geng ^ S islækkun. Framsögumenn: ^ SEggert Ólafsson, ritari Tré- ^ ^smiðafélags Reykjavíkur ogs ^ Þórður Gíslason verkamað- S • ur, fulltrúi Aiþýðusamhands S • fslands í verðlagsnefnd land S .• búnaðarafurða. S S Alvarleg bilun á einni aðal* æð hifaveitunnar í gærdag Vatn hafði komizt að pípum ofan frá og þær ryðguðu í sundur. ALVARLEG bilun kom í ljós 1 vatnið og svarar hitaveitan árdegis í gær á einni aðalæð , kvörtunum í síma 1-15-20 fyrri hluta dagsins í dag og á laugar dag'inn og' verður reynt að sinna kvörtunum. hitaveitunnar í Reykjavík. Var það aðalæðin á Laufásvegi og Skothúsvegi og varð að loka alveg fyrir suðuræðina. Var lokað frá Njarðargötu og suður alla Mela og var suðvest urbærinn allur heitavatnslaus á stóru svæði, Bilumn fannst strax og var reiknað með að ljúka viðgerðinni fyrir kvöid- ið. Þó má búast við ýmsum kvörtunum varðanai heita ORSOK BILUNARINNAR Orsök bilunarinnar var sú, að bílar höf ðu ekið upp á gangstétt ina á Laufásveginum og sprengt hellur, sem liggja yfir hitaveitu. stokknum. Síðan hefur vatn komizt ofan á þípurnar, guíað Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.