Alþýðublaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. apríl 1958. ^lþýtnblaSll 9 ^^^ammmmKm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmKm C~ IÞréltir fjörður og Isafjörður. Keppnin var skemmtileg, en veður háði keppendum mjög, það gekk á með skúrum og færið leiðinlegt og erfitt. Félag íslenzkra einsöngvara Vegna gífurlegrar aðsóknar verða KEPPNIN í DAG 'Kl. 14 í dag verður keppt í stórsvigi karla, en stórsvigs- keppni kvenna hefst kl. 15. í karlakeppninni eru 44 skráðir keppendur, en 7 í kvennaflokki. Þessi mynd er tekin af sigurvegaranum í 15 krn. skíðagSngu, Jóni Kristjánssyni, þcgar hann var um það bil hálfnaður í göngunni í gær, Ekki virðast nein þreyíumerki að sjá á Jóni. Sagt eftir gönguna Framliald af 12. jíðu. LÍTIL ÞÁTTTAKA UNGLINGA í GÖNGU Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá yngri kynslóðinni fyrir hinni erfiðu en glæsiiegu íþrótt, skíðagöngu. í 15 .km. göngu unglinga 17—19 og 10 km. göngu unglinga 15—16 ára voru sex skráðir keppendur í hvorum flokki og fæstir þeirra séræfðir fyrir göngu. Við svo búið má ekki standa. Það tóku aðeins fjórar sveit- ir þátt í sveitakeppni í svigi, þ. e. Reykjavík, Akureyri, Siglu- segir kringlukastarinn Babka — Ég mun örugglega ná svip- uðum eða betri árangri í kringlukasti mjög bráðlega — sagði bandaníski kringlukastar- inn Rink Babka í viðtaii við blaðamenn eftir 60,60 m. kastið á dögunum. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma verður afrek hans sennilega ekki viðurkennt sem heimsmejt. þar sem kringl- an lenti í políi utan við leik- vanginn. ANNAÐ 60 M. KAST KEMUR BRÁÐLEGA. — Auðvitað er það ergilegt fyrir mig, ef kastið verður ekki viðurkennt sem heimsmet, en ég tek það ekki of alvarlega, fleiri mót verða haldin á næst- unni. Ég hef aldrei verið eins sterkur í fótunum og nú og er alveg viss um, að annað 60 m. kast kemur á einhverju móti á næstunni. Hinn 21 árs gamli íþróttagarp ur hefur vakið mikla athygli í bandanískum íþróttáheimi upp á síðkastið, fyrir einu ári sögðu læknar honum, að frekari í- þróttakeppni af hans hálfu væri óhugsandi, eftir hin alvarlegu meiðsli, sem Babka hlaut í fæti í „Baseball“-keppni. En Babka er viljasterkur og tók til að æfa kringlukast, árangurinn vita ail ir íþróttaunnendur. — Ég finn töluvert til í fæt- inum í snúningnum, en ég er sterkari en nokkru sinni fyrr, þó að ég hafi orðið að hætta við keppni í ,,baseball“, segir Bab- ka. LANGAR TIL ROM 1960. Þegar blaðamennirnir spurðu Babka, hvort hann myndi teka þátt í „baseball“-keppni, ef heilsan leyfði, svaraði hann brosandi: „Víst væri gaman að keppa aftur, en ég heí'i sett mér það takmark, að komast á Olym píuleikana í Róm 1960, cg ef framfarirnar verða svipaðar næsta ár, ætti ég að hafa mögu,- leika á að komast. Guðmundur Árnason stökkvari frá Siglufirðú sem myndin er af, áíti stutt samtal við Alþýðublaðið á mánudaginn. Ilann var bjartsýnn á árangur Siglfirðinga í Landsmótinu, sérstak- lega í stökki og norrænni tvíkeppn. I þeim greinum taldi hann, að Siglfirðingar myndu sigra. Guðmundur sagði, að finnski stökkþjálfarinn Ale Laine hefði þjálfað Siglfirðinga undan- farið og árangurinn af tilsögn hans væri undraverður. — Ale Laine sagði eftir að hann hafði athugað stökkbrautina við Kolviðarhól, að hún væri óhentug fyrir hinn svokallaða „aero- dynamiska“ stökkstíl og þyrfti lagfæringar við, ef árangur ætti að nást. Jón Kristjánsson: Brautin var skemmtileg, en erfið. Það er mjög slæmt að keppa í skíða göngu í rigningu og blautum snjó eins og var í dag, enda voru flestir keppendurnir víst gegnblautir, er komið var í mark. ; Árni Höskuldsson: Ég varð fyrir því óhappi, að bindingarn ar slitnuðu á öðru skíðinu og varð því að hætta þegar ca. Ya var lokið af göngunni. Við Jón Vorum þá mjög svipaðir, en trú lega hefði ég haft litla mögu- leika að sigra Jón, en hann er fráfoær göngumaður. Gunnar Pétursson: í færi eins og var í dag, eru Iitlir sem engir möguleikar fvrir þá, sem hafa lágt r’ásnúmer að sigra. Ég hafði nr. 6 og eftir ca. íVi km. gekk ég fyrstur það sem eftir var. SVEITAKEPPNIN í sveitakeppni sigraði sveit Reykjavíkur á 364,7 sek. (Ey- steinn Þórðarson 86,1 sek. — Stefán Kristjánsson 91,1. — Svanfoerg Þórðarson 91,4. — Guðni Sigfússon 96,L) . Önnur varð sveit ísfirðinga á 370,9 sek. (Ekki hafði verið úr- skurðuð kæra á ísfirðinga í samfoandi við víti, svo að hug's- ast getur, að sveitin hafi verið dæmd úr leik.) Þriðja varð sveit Siglfirðinga á 442,4 sek., en sveit Akureyringa var dæmd úr. í 15 km. göngu aldursflokki 17—19 ára sigraði Guðmundur Sveinsson, Fljótum, á 1:33,51,0 klst., annar varð Sigurður Dag- bjartsson, HSÞ, 1:18,54,0 klst. og þriðji Örn Herbertsson, SSS, 1:25,20,0 klst. í 10 km. göngu drengja 15— 16 ára sigraði Trausti Sveins- son, Fljótum, 46:23,0 mín., ann ar Hjálmar Jóelsson, SSS, 47, 08 mín. og Hreinn Júlíusson, SSS, 48:40,0 mín. 15 KM GANGA mín. Jón Kristjánisson, HSÞ 70,27 Steingr. Kristjánss., HSÞ 74,59 ívar Stefánssön, HSÞ 75,58 Helgi V. Helgason, HSÞ 76,25 Hreinn Jónsson, SRÍ 76,29 Fáll Guðfojörnss., Fljótum 76,44 Drengjahlaup Ármanns. HIÐ ÁRDEGA Drengjahlaup Ármanns fer fram sunnudaginn fyrSta í sumri, (27. apríl). — Keppt verður í 3ja og 5 manna sveitum um bikar, sem' Eggert Kristjánsson stórkaupmaður og Jens Guðbjörnsson hafa gefið. Undanfarin tvö ár hafa Keflvík ingar farið með sigur af hólmi í þessari keppni. Öllum félögum innan ÍSÍ er heimil þátttaka í hlaupinu og skal hún tilkynnt stjórn frjáls- íþróttadeildar Ármanns viku fyrir hlaupið. 18 skemmtiatriði. laugardaginn 5. apríl kl. 4 í Austurbæjarbíói 8. sinn Aðgöngumiðar í Austurbæjarbíói frá kl 1 laugardag'. Sími 11-384. Atlra síðasta sinn. Þórscafé DANSLEIKUR ANNAN PÁSKADAG KL. 9. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Söngvari: Ragnar Bjarnason. Lágmarkskröfur norska frjálsíþróttasam- bandsins vegna EM í Stokkhélmi NORSKA frjálsíþróttasam- bandið hefur sett lágmarkskröf- ur fyrir væntanlega keppendur Noregs á Evrópumeistaramót- inu í Stokkhólmi næsta sumar. Kröfur þessar eru ekki bind- andi og meira verður lagt upp úr öryggi keppenda en afreki, sem næst aðéins einu sinni, af hreinni tilviljun. LÁGMÖRK NORÐMANNA ERU ÞESSI: Karlar: 100 m. hlaup: 10,6 sek. 200 m. hlaup: 21,7 sek. 400 m. hlaup: 48,0 sek. 800 m. hlaup: betra en 1:50,0. 1500 m. hlaup: foetra en 3:47,0, 5000 m. hl.: betra en 14:10,0. 10000 m. hl.: betra en 30:00,0. 110 m. grindahlaup: 14,6 sek. 400 m. grindahlaup: 52,6 sek. 3000 m. hindr.: betra en 9:00,0. Langstökk: 7,20 m. Hástökk: 2,00 m. f Þrístökk: 15,00 m. : Stangarstökk: 4,20 m. i Kúluvarp: 16,00 m. Kringlukast: 51,00 m. i ® í Spjótkast: 77,00 m. í 15 Sleggjukast: 60,00 m. Tugþraut: 6000 stig. Maraþonhlaup: 2:30,0 klst. 1 4x100 m. fooðhlaup: 40,8 sek. 4x400 m. boðhlaup: 3:12,0 mín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.