Alþýðublaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. apríl 1958. AlþýðnblaSl* S Alþýöublaötö Cítgelandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: AfgreiSslusímí: Aðsetur: AlþýðufioJtlrurinii. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía S a m ú e 1 s d ó f t i r. 14901 og 1490 2. 1 4 9 0 6 149 00 AlþýöuhUsiB Prentsmiöja AlþýBublaSsins, Hverfisgötu 8—10. Gamli íhaldsvíxillinn og' tþriðja leiðhd BLÖÐIN ræða mjög lausn efnáhagsmálanna. og fer það að vonum. Morgunbíaðinu finnst illt til þass að hugsa, ef •horíið verði frá núgildandi kerfi. Sú afstaða kemur naum- ast á óvart úr þeirri átt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert haft til þessara mála að leggja undánlfarin ár annað en fram- longja gamla víxilinn. Hitt er furðulegra, að Þjóðviljinn virðist nákvæmlega sömu skoðunar. Morgunblaðið er held- ur ekki seint á sér að brosa við kommúnistum af þessu til- efni. Því dettur kannski í hug, að hér örli fyrir þeim mögu- leika, að samkomulag geti tekizt með Sjálfstæðisflokknum og ATlþýðubandalaginu um stjórn landsins? Og' að minnsta kosti fagnar það því, ef núverandi stjórnarsamvinna kemst í tvísýnu eða iafnvel lífshættu vegna efnahagsmálanna. Alþýðublaðið lítur á afstöðu Þjóðviljans sem minni- mtáttarkennd. Kommúnistablaðinu gremst, að Alþýðuflokk- urinn skuli hafa frumkvæði um svokallaða „þriðju leið'! í >fnahagsmálunum. Þó er tilgangur þeirrar viðleitni að ná samkomulagi með stuðning'sflokkum núverandi ríkisstjórn- ar um leið og freistað sé nýrra úrræða. Þjóðviljinn túlkar afstöðu Alþýðuflokksins þannig, að hann sé andvígur fisk- afla og grassprettu af vanþóknun á uppbótakerfinu. Slíkt er hlægilegur málflutningur og nánast sálgreiningaratriði. Þjóðviljanum væri sæmra að rifja upp, hvað Sósíalista- flokkurinn hafði til efnahagsmlálanna að leggja í stjórnar- andstöðu. Þá gáf hann í skyn, að honum væri trúandi til nýrrar og farsælli stefnu. Niú vill hann hins vTegar fram- lengja íhaldsvíxilinn. Kcmmúnistar hafa með öðrum oröum gefizt upp. En áreiðanlega er um úrræði að velja og ir.ögu- leika á framtíðarskipulagi atvinnuiveganna og þjóðarbú- skaparins, ef gengið er að því verki a<f djörfung' og fram- sýni. Og þess er einmitt þörf nú. Alþýðubandalagið verður ekkert öfundsv-ert af því hlutskipti, ef það ætlar að hlaupast brott frá verkefnum núverandi ríkisstjórnar, livort heldur er til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða pólifcískrar einangrimar. Það er rétt hlá I>jóðviljanumv að verkalýðsflokkarnir eiga að taka höndum saman um lausn efnahagsmálanna. AI- þýðusamtökin óska þess vissulega, en ekki óvissu, scm kann að leiða til atvinnuleysis og ófarnaðar. Verkalýðs- hreyfingin hefur borið gæfu til að vera sammála um meginstefnu í efnahagsinsólunum. Það sannaðist til dæm- is á síðasta AlþýðusambandSþingi. Sarna hefur komið í ljós við störf nítión ntanna nefndar .Alþýðusambands Is- lands. Sú þróun á að halda áfram. En óbreytt efnahags- kerfi leysir ekki vandann. Þvert á móti. Kommvuiistar álpast út í ævintýri, ef þeir bera á móti fcví, hvað raun- verulega þuríi til bess að tryggia rekstur atvinnuveg- anna, nefna tilbúnar tölur, sem ekki standast, og herja höfðinu við steininn. Reynslan segir til sín. íslenzkt efna- hagskerfi verður að byggja upp á nýjum og betri gruná- velli. Og núverandi ríkisstjórn á að vera þeim vanda vaxin, ef stuðningsflokkar hennar horfast í augu við staðreyndirnar og láta hendur standa fram úr ermum. „Þriðja leið“ Alþýðuflokksins er samkomúlagstilraun, en jafniframt eplðlaitni í þá átt að hverfa frá gömlu og göll- uðu fyrirkomulagi og fretsta nýrra úrræða. Ðetti öðrum snjallari ráð í hug — þá taer að taka þeim með þökkum. En 'Þjóðviljinn ætti að fordæma tilraun Alþýðuflokksins var- lega, meðan hann hefur ekkert til málanna að leggja annað en vera með því, sem Sósíahstaflokkurinn. var á móti í stjórnarandstöðu sinni. Um Sjálfstæðisfliokkinn þarf ekki að ræða í þessu samþandi. Hann á sér aðeins sögu bráða- birgðaráðstaifananna og neyðarúrræðanna í efnahagsmáiun- um. Og þess veg'na er SjálifstæðisÆ'lokkurinn einangraður og yfirgefinn í íslenzkum stjórnmíálum. Hann reyndist ó- hæfur að stjórna landinu. K!ommúni'star grafa sér gröí, ef þeir taka hann sér til fyrirmyndar. Þó ætti að vera óiíkt skárra að sætta sig við „þriðju leið“ Alþýðuiflokksins — að .minnsta kosti þangað til einhvier „fjórða leið“ kenlur í leitirnar. En hún finnst ekki í uppgjöif og ábyrgðarieysi, 'heldur djörí'u endurreisnarstarfi, sem marki tímamót. r ÚTHLUTUNARNEFND ijsta mannalauna fyrir árið 1958 hef ur lokið störfum. Hafa 120 lista menn hlotið laun að þessu sinni. í nefndinni óttu sæti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður (for- maður), Sigurður Guðmunds- son ritstjóri (ritari), Helgi Sæ- mundsson ritstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi sýslu- maður. Listamannalaunin skipt at þannig. KR. 33.220,00. Veitt af Alþingi: Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness. Veitt af nefndinni: Ásgrímur Jónsson, Davíð Stefánsson, Þórbergur Þórðarson. KR. 19.000,00: Ásmundur Sveinsson, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur Hagalín, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Scheving, Jakob Thorarensen, Jóhannes Kjarval, Jóhannes úr Kötlum, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Kristmann Guðmundsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr, Tómas Guðmundsson, KR. 11.500,00: Elinborg Lárusdóttir, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Guðmundur Frímánn, Halldór Stefánsson, Jakob Jóh. Smári, Jóhann Briem, Jón Björnsson, Jón Leifs, Jón Þorleifsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Páll ísólfsson, Sigurður Guðmundss., arkit.. Sigurjón Jónsson, Sigurjón Ólafsson, Snorri Arinbjarnar, Snorri Hjartarson, Stefán Jónsson, Svavar Guðnason, Sveinn Þórarinsson, Þórarinn Jónsson, Þorsteinn Jónsson, (Þórir Bergsson), Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Þorvaldur Skúlason. KR. 8.000,00: Agnar Þórðarson, Árni Kristjánsson, Eggert Guðmundsson, Friðrik Á. Brekkan, Guðmundur Ingi Kristjánsson Guðrún Árnadóttir frá Lundi, Gunnar Benediktsson, Gunnar M. Magnúss, Hallgrímur Helgason, Hannes Sigfússon, Haraldur Björnsson, Heiðrekur Guðmundsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jón Aðils, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Karl Ó. Runólfsson, Kristinn Pétursson listmálari, Kristján frá Djúpalæk, Nína Sæmundsson, Nína Tryggvadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir. Sigurður Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurður Þórðarson, Thor Vilhjálmsson, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Valdimarsson. Benedikt Gunnarsson, Björn Blöndal, Bragi Sigurjónsson, Einar Bragi Sigurðsson, Elías Mar, Eyþór Stefánsson, Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún). Geir Kristjánsson, Gísli Magnússon píanóleikari, Gísii Ólafsson, Guðrún Indriðadóttir, Gunnfríður Jónsdóttir, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Halldór Helgason, Halldór Sigurðsson (Gunnar Dal), Helgi Pálsson, Hjálmar Þorsteinsson, Hörður Ágústsson, Höskuldur Björnsson, Ingibjörg Steinsdóttir, Ingólfur Kristjánsson, Jchannes Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes Helgi Jónsson, Jón Óskar Ásmundsson, Jórunn Viðar, Karl ísfeld, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Kristján Davíðsson, Loftur Guðmundsson, Magnús Á. Árnason, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn Guðjónsson Rcsberg G. Snædal, Sigfús Halldórsson, Sigurður Helgason, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíusson, Steindór Hjörleifsson, Sverrir Haraldsson listmáiai i, Veturliði Gunnarsson, Þórarinn Guðmundsson, Þóroddur Guðmundsson. Ný sending MARKAÐURINN Hafnarstræti 5, Með vísan til ákvæða reglugerðar nr. 199/- 1957 um söluskatt og með hliðlsjón af dómi Hæsta- réttar, uppkveðnum 27. marz sl., skal viðskipta- mönnum vorum bent á, að hér eftir verðum vér að innheimta söluskatt og útflutningssjóðsgjald, samtals 9%, af verði allra vara og' varahlut'a, sem verkstæðin láta í té eða útvega. Félag bifreiðaverkstæðfseigeiidáy SaTnbaiici ísl saRwinit'tiféiaga, Etaupfélag Árnesinga. r KR. 5.000,00: Árni Björnsson, Árni Tryggvason,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.