Alþýðublaðið - 09.04.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. apríl 1958
Aljjýðublaðið
3
Aíþýöublsaöiö
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritstjórnarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
BlóÖþrýstingskenmingm
MORGUMBLAÐIÐ bað íslendinga á skírdag að íhuga
tvö mikilvæg verkefni um páskahelgina. Þau eru að skapa
jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar og treysta grundyöli
íslenzks lýðræðis og þingræðis.
Víst er það gott og blessað að brýna umhugsunarefn i
eins og þessi fyrir þjóðinni. En óneitanlega skiptir nokkru
máli hvernig stærsti stjórnmálaflokkurinn rækír þá skyldu
að íhuga þassi vandamál og ráða þeim, ti[ lykta. Morgun-
blaðið er að venju með stóryrði í garð núvefandi riíkisstjórn
ar. Hér skal sá áróður látinn liggja í láginni að sinni; En
hvernig bregzt Sjálfstæðisflokkurinn við þeim verkefnum,
sem honum finnsts núverandi ríkisstjórn taká lausatókum?
Morgunblaðið ætti að líta sjálfu sér nær.
Bjarni Benediktsson ber sjálfum sér og félögum sín-
um vel sö-guna. Hann segir um stefnu þeirra í efnaliags-
miálunum: „Sjálfstæðismenn hafa þar einkum lagt á-
herzlu á það, að þjóðin efli og auki framleiðslu sína og
rniði lífskjör sín við arð atvinnutækja sinna“. En hvað
segir reynslan? Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum ver-
ið við völd á íslandi undanfarna áratugi. Og afleiðingin
er sú, að dýrtíðin o-g verðbólgan hefur fært allt í kaf, at-
vinnutækin stöðvast, þjóðarbúskapurmn verið í kalda-
kolum og framtíðin minnt ,á óveðursbakka. Sjálfstæðis-
flokkurinn þóttist ætla að skapa jafnvægi í efnahagsmál-
um. Hann lofar alltaf gulli og grænum iskógum fyrir kosn
in-gar og við hátíðleg tækifæri. En framkvæmdirnar hafa
verið meyðarúrræði og þráðabirgðaráðstafanir. Og þetta
er raunverulega stefna Sjálfstæðisflökksins í efnahags-
miálunum. Hann trúir á verðbólguna og dýrtíðina. Ólafur
Thors hefur líkt dýrtíðinni við blóðrásina í mannslíkam-
anum og taiið farsælast, að blóðþrýstingurinn værj sem
mestur. Slík er í dag trú Sjálfstæðismanna á íslenzku
krónuna. Og þetía telur ,sig sama flokkinn og Jón heitinn
Þorláksson veittí forustu forðum daga.
MorgunhlaSið stendur illa að vígi tii árásar á stuðnings-
flokka núverandi ríkisstjórnar vegna stefnu þeirra í efna-
hagsmálunum. íhaldsanfurinn var sl,íkur og' þvílíkur, að
Morguriblaðið ætti ekki að gera sér leik að því að minna á
hann. Og hver er svo ste.fna Sjálfstæðisiflokksins 1 stjórnar-
andstöðunni? Hefur hann vitkazt við, það að einangrast í ís-
lenzkum stjórnmálum eftir strandið alkunna? Nei, öðru
nær. Sjálfstæðisflokkurinn er stefnulaus í efnahagsmálun-
um. Hann hefur ekkert til málanna að leggja nema a'ð vera
fyrirfram á móti hverju ráði og hverju úrræði núverandi rík
isstjórnar. Og svo reynir Bjarni Benediktsson að teija’ ís-
lendingum trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji skapa jafn-
vægi í efnahagsm'áiunum. Hvenær hefur hann sýnt og sarm-
að þá viðleitni í vérki? Aldrei. Sjálifstæðisflokkurinn hefur
blóðþrýstingskenningu Ólafs Thors að leiðarljósi, ef hon-
um er trúað fyrir þjóðarskútunni, og aífleiðingin er sú, að
hún strandar eftir stutta en ólánlega siglingu.
Verkefnin tivö, sem Morgunlblaðið ræddi á skhdag, eru
sannarlega mikilvæg. En Sjáifstæðisflokkurinn má ekki
nærrí þeim koma. Þann vanda verða aðrir að leysa. Þess
vegna er núvérandi ríkisstjórn við' völd og Sjálfstæðis-
flokkurinn á réttum stað íslenzkrá stjórnmála.
GUNNAR GUNNARSSON skáld hefur gert það að til-
lögu sinni, að íslendingar leyfi dugmiklum landnemum af
öðru þjóðerni landvist hér. Sennilega verða miklar umrajð-
ur um þá hugmynd. En víst ætti hún að vera íhug'unarefni.
íslendingar kaupa erlent vinnuafl, og íámenni er okkur
fjötur um fót. Því þá ekki að leyfa erlendum landnemum
að starfa hér? Aðrar þjóðir hafa stoifnað til slíks með g'óð’um
árangri.
Hér er að minnsta kosti tilvalið umræðuefni og fróðiegt
að heyra rökin með og móti.
ÞjóÖlei khúsiÖ:
Jón Aðils í hlutverki Naíans.
Heildarsvipur sýningarinnar
var í senn sterkt og listrænt
mótaður og í fvllsta sainræmi
við stílbragð höfundar. Þa.ð
Framhald á 2. síðu.
„GAUKSKLUKKAN“, hið |
nýja leikrit Agnars Þórðarson-
ar, var frumsýnt í Þjóðleikhús
inu sl. miðvikudag fyrir fullu
húsi og við ágætar viðtökur.
Með leikriti þessu uggir mig að
nýr áfangi hefjist á rithöfundar
ferli Agnars Þórðarsonar. Það
er ekki fyrst og fremst að leik
ritið sé það, sem almennt er
kallað „alvarlegt“, en sú skil-
greining er yfirleitt mjög rang
notuð, heldur tekur hann þarna
viðfangsefni sitt ólíkt fastari
tökum og beitir það listrænni
meðferð en hann hefur áður
gert. Með leikriti þessu tekur
Agnar sér sæti á skáldabekk
sem fullþroska rithöfundur, er
náð hefur öryggi og leikni í
notkun og beitingu þess skáld-
listarforms, sem af mörgum er
erfiðast talið, og um leið hafa
fáskrúðugar sviðsbókmenntir
okkar auðgazt um nýtízku-
verk, hið bezta sem hér hefur
komið fram lengi, og fyllilega
sarnbærilegt við hliðstæð verk
erlendra leikritahöfunda,
Höfundur velur sér bað við-
fangsefni, sem skáld, — ekki
hvað sízt leikritahöfundar, —
hafa glímt við frá upphafi, á-
tökin milli andans og efnisins,
listarinnar og brauðstritsins,
en hazlar þeim átökum völl í
okkar eigin umhverfi á líðandi
stund, og við könnumst mæta-
vel við allar þær persónur, sem
hann teflir fram. Að sjálfsögðu
lýkur þeim átökum með sigri
efnisins, — annars væri þarna
ekki um nútímaharmleik að
ræða.
Tveir aðstandendur sýning-
arinnar eiga öðrum framar
þakkir skildar fyrir það, hve
vel leiðritið nýtur sín á sviði,
— þeir Lárus Pálsson, sem ann
ast leikstjórn af vandvirkni og
skilningi á anda þess og eðli og
Lothar Grund, sem búið hefur
því umhverfi í fyllsta samræmi
goo iok ojj sk.1i a siiku
hlutverki. Bryndís Pétursdóttir
leikur konu hans, flestir leik-
hússgestir munu og ekki síður
kannast við þá kventegund úr
samtíðinni, og Bryndís sýnir
hana eins og efni standa til.
Benedikt Árnason leikur Ár-
mann tónskáld, það hlutverk er
vandasamt og hann gerir því
góð skil, en skortir þó nokkuð
til að ná því „demoniska“, sem
réttlætir hve sterk áhrif Ár-
mann hefur á fólk er kynnist
honum náið. Valur Gíslason
leikur bankastjórann, prýðis-
hlutverk sem vart gat lent í
betri höndum, og sama er að
segja um Málfríði bankastjóra-
frú í meðferð Onnu Guðmunds
dóttur. Túlkun Jóns Aðils á
hlutverki Natans er sterk eins
og til er ætlazt, en leikur Helgu
Bachmann í hlutverki Einnu
ef til vill sá bezti er þarna sést
sakir skilnings og innlifunar.
Eiríkui' Örn Arnarson leikur
ungan dreng og tekst vel, en
Einar Guðmundsson leikur sjó-
mann, lítið hlutverk, þó ekki
minna en svo að túlkun þess
getur mistekizt sem og verður
í þetta skiptið fyrir ákaflega
'úðvaningslega framsögn leik-
'irans.
Herdís Þorvaldsdóttir, Arndís Björnsdóttir og Ævar Kvarara
í hJutverkum.
við táknmál þess og tjáningar-
máta. Flestir leikenda ljá höf-
undi og örugga liðveizlu. Helgi
Skúlason hefur aðalhlutverkið
með höndum, Stefán bankarit
ara, örðugt hlutverk og varla
enn að öllu leyti á færi Helga
•að ná á því fullum tökum; hann
sleppur þó sómasamlega frá
þeirri raun, en vel mættu til-
brigði í framsögn hans vera
meiri. Herdís Þorvaldsdóttir
leikur Grétu, konu Stefáns, a£
sannfærandi tilþrifum og er
reykvískri nútímakonu þar rétti
lega lýst. Arndís Björnsdóttir
leikur móður hennar af vand-
virkni og nærfærni, en Ævar
Kvaran leikur Ebba, mág Stef-
áns, „týpu“, sem við könnumst
vel við úr samtíð okkar og öðr
um verkum höfundar, og karin.
Zft1 UOl’ rf AA f Alr Art clr-íl ó 011 Ijr T f